Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1990, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1990, Page 25
FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1990. Gammamir á fyrra tilverustigi Vitundarsviðið er opið Menming Tangéljóð Argentínski tangóinn, eins og hann var snnginn af Carlos Gard- el á þriöja og fiórða áratugnum, viröist hafa _ eignast staðfasta aðdáendur á íslandi. Nú er til dæmis komin út ljóða- bók eftir ungt skáld og hljómlist- armann, Jón Hall Stefánsson, sem ber heitið „Tangó“ og að því höfundur segir i eftirmála er hún skrifuð „undir áhrifura af tónum og orðum tangósins, af söng GardeL'* í bókinni eru tuttugu órírnuð ljóð um ástina. Kristján og Hulda sýna í Ástralíu Sífellt berast okkur tíðindi af yfirstandandi eða fyrirhuguðum sýningum íslenskra iistamanna í öðrum löndum. Innan skamms hefst í Ásixalíu stærsta alþjóðlega sýning sem þar er haldin, Sidney bíennahnn svonefndi. Þar eru norrænir listamenn sérstaklega í sviðsljósinu og hef- ur þeim Kristjáni Guðmundssyni og Huldu Hákonardóttur verið boðin þátttaka. Munu þau væntanlega gera sér ferð þangað „niður eftir" að fylgja verkum sínum eftir. Tíundu menn- ingarverðlaun DV fyrir kvik- myndagerð Á fimmtudaginn verða Menn- ingarverðlaun DV afhent í tólfta smn. Viðurkenningar fyrir kvik- myndagerð hafa þó ekki verið veittar nema níu sinnum, eða frá 1981. Til þessa hafa eftirfarandi aðil- ar hlotið þessar viöurkenningar blaðsins fyrir kvikmyndagerð: Sigurður Sverrir Pálsson kvik- myndatökumaður (1981), að- standendur kvikmyndarinnar „Útlaginn" (1982), Erlendur Sveinsson, Kvikmyndasafn ís- lands (1983), aöstandendur kvik- myndarinnar „Húsið" (1984), að- stándendur kvikmyndarinnar „Hrafnmn flýgur" (1985), Karl Óskarsson kvikmyndatökumað- ur (1986), Öskar Gíslason kvik- myndafrömuður (1987), Friörik Þór Friðriksson fyrir kvikmynd sína „Skytturnar" (1988) og Viðar Vikingsson fyrir tvær sjónvarps- myndír sínar (1989). Gammar Um næstu helgi verður eitt- hvert mesta stuðband í íslensk- um djassi, Gammarnir, endur- reist í Heita pottinum, Duus-húsi. Endurreisnin mun eiga sér stað sunnudagskvöldið 25. febrúai' kl. 21.30. Svo vitnað sé í þekktan fyrrverandi sjónvarpsstjóra: Þinkabátit! Ég hygg að það hafi verið árið 1985 sem listamiðstöðin í Sveaborg efndi í fyrsta sinn til samsýningar á mynd- hst eftir yngstu kynslóð norrænna hstamanna. Var fyrirtækið nefnt eft- ir norðurljósunum eða Aurora (Bo- realis). Síðan hefur þessi sýning verið sett upp á tveggja ára fresti og þótt gefa marktæka mynd af ástandi og horf- um í norrænni myndhst. Þriðji „bíennalinn" í röðinni hóf göngu sína í Helsinki seint í ágúst á síðasta ári og er nú kominn til ís- lands og Norræna hússins. Að vísu má deila um að hve miklu leyti sýningin er hingað komin því að sökum plássleysis í Norræna hús- inu hefur verið brugðið á það ráð að skera verkin niður um rúmlega tvo þriðju, úr 77 niður í 21. Niðurskurðurinn gerir sýninguna enn sundurleitari og tætingslegri en hún var í sinni upprunalegu mynd eins og sjá má á sýningarskrá sem hggur frammi. Annað er það að aðgerðir af þessu tæi koma sérstaklega iha niður á ungum og lítt þekktum listamönnum sem þurfa á öllum sínum verkum að halda til að fá áhorfendur á sitt band, ef svo má segja. Auk þess er óvirðing við íslenska áhorfendur að senda þeim einungis -Æ Frá sýningunni. Fremst er verk eftir Kari Juutiiainen. vasaútgáfur af norrænum sýningum. Ég er á þeirri skoðun að geti opin- Myndlist Frá sýningunni Aurora í Norræna Ngomas, Mugando, en í baksýn (t.v Marja Kanervo. húsinu. í forgrunni er verk Germain .) er verk eftir Lars Paalgard og (t.h.) Aðalsteinn Ingólfsson ber stofnun ekki skotið skjólshúsi yfir svona sýningu eigi hún annað tveggja að biðjast undan því að halda hana eða verða sér úti um sal við hæfi. Skapandi og leitandi? Þessi sýning virðist vera enn ein staðfesting á því að „vitundarsvið níunda áratugarins er opið, án tak- markana og þungamiðju," svo að vitnað sé í ágætan formála Else Marie Bukdahl, rektors danska lista- háskólans. Hún bætir við: „Myndlistin hefur shtið sig lausa frá hugmyndafræð- inni og er ekki lengur verkfæri í þj óð- félagsumræðu. Einmitt þess vegna getur skapandi og leitandi kraftur hennar notið sín að fullu... Ungir listamenn níunda áratugarins snúa ekki baki við þjóðfélaginu. Þeir loka sig ekki inni í fílabeinsturni... þeir reyna að tjá viðhorf eða bregða upp myndum sem geta auðgað umræður, bæði um stjórnmál og siðfræði... og freista þess að setja nýtt mark á þekktan veruleika okkar eða til þess að skapa myndir sem breyta, sem ef til vill bókstaflega sprengja reglu- grundvöll hversdagslegs veruleika okkar, hugmyndir og þankagang." Þar með er ekki sagt að þennan sprengikraft sé endilega að finna í verkunum sem valist hafa th þessar- ar sýningar. Fæst þeirra gera sig lík- leg til að breyta viðteknum viðhorf- um okkar th rýmis, efnis og miðlun- ar inntaks. Máluð „reléf' Norðmannsins Per Formo eru til dæmis ágætlega fram- bærileg verk en þau bera ekki í sér kím róttæks endurmats heldur eru rökréttur viðauki við konstrúktífa hefð og sérkennileg tilbrigði Franks Stella við þá hefð. Að ná í skottið á nútíðinni Annar fulltrúi Noregs, Germain Ngoma, er fæddur í Zimbabwe, sem verður til þess að skipuleggjendur sýningarinnar freistast til að draga af gúmmí- og málmskúlptúr hans ýmiss konar ályktanir um ættbálka- erjur í Afríku, þrátt fyrir að form verksins gefi út af fyrir sig ekkert tilefni th slíkrar útlistunar. í Ijósmyndaverki sínu, Undralandi, lofar finnska listakonan Eija-Liisa Athila sömuleiðis meiru en myndlist hennar getur efnt. Konseptlistamenn áttunda áratugarins voru djarftæk- ari í notkun sinni á misvísandi ljós- myndaefni og textum. Þessir ungu listamenn hafa því ekki enn náð í skottið á þeirri nútíð sem Else Marie Bukdahl lýsir í rit- gerð sinni. Það er helst að þessa nú- tíð sé að finna í verkum íslensku listamannanna Kristins G. Harðar- sonar og Svövu Björnsdóttur. Sem segir út af fyrir sig lítið um gæði verkanna. Ég hefði sem sagt kosið að sjá meiri dirfsku, meiri áhættu, meiri ögrun í verkum þessarar kynslóðar. En ég tek fram að ég dæmi út frá vasaút- gáfu sýningarinnar. Kvikmyndaverðlaun Norðurlanda: Magnús og Kristni haldið tilnefndar Kvikmyndin Magnús eftir Þráin Bertelsson og Kristnihald undir jökh eftir Guðnýju Halldórsdóttur hafa verið tilnefndar th kvik- myndaverðlauna Norðurlanda af íslands hálfu. Kvikmyndaverðlaun Norður- landa verða veitt í fyrsta skipti um mánaðamótin mars-apríl næst- komandi, á 88. norrænu kvik- myndahátíðinni í Kristiansand í Noregi. Kvikmyndaverðlaunin eru til komin fyrir tilstihi kvikmynda- nefndar ráöherranefndar Norður- landaráðs og nema um einni og hálfri mhljón íslenskra króna. Hvert Norðurlandanna tilnefnir tvær myndir. Danmörk: Dansen med Regitze eftir Kaspar Rostrup og En verden th forskel eftir Leif Magnusson. Svfþjóð: Resen til Melonia eftir Per Ahlin og S/Y Gládjen eftir Gör- an du Rees. Finnland: Winter War eftir Pekka Parikka og Homebound eftir Ilekka Járreieaturi. Noregur: En hándfuld tid eftir Margin Asphaug og For harde hvet eftir Sigve Endresen. -hlh sí *yg|ff Kvikmynd Þráins Bertelssonar, Magnús, hefur verið tilnefnd til kvik- myndaverðlauna Norðurlanda af íslands hálfu ásamt Kristnihaldi undir jökli eftir Guðnýju Halidórsdóttur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.