Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1990, Side 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000
þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsingar - Askrift * Dreifing: Simi 27022
Frjálst,óháð dagblað
FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1990.
Fólskuleg
árás
* á konu
Gylfi Kristjánsscm, DV, Akureyri:
Nítján ára piltur er í haldi lögregl-
unnar á Akureyri, grunaður um
fólskulega líkamsárás á konu við
skemmtistaðinn Bleika fílinn í nótt.
Konan, sem er um þrítugt, starfar
á skemmtistaönum og var að fara
út með rusl um kl. 2 í nótt. Henni
var að óvörum skellt í götuna og
m.a. sparkaö í andlitiö á henni. Kon-
an náði aö kalla á hjálp og starfsmað-
ur í húsinu kom til hjálpar. Árásar-
maðurinn lagði á flótta en var hand-
tekinn skömmu síðar. Hann var öl-
vaður, og var yfirheyrður í morgun.
Loðnukvóti útlendinga:
íslensk skip
fá afganginn
Sjávarútvegsráðuneytið hefur
ákveðið að skipta afganginum af
loðnukvóta Norömanna og Græn-
lendinga á milh íslenskra skipa.
Þetta eru 67 þúsund lestir sem skipt-
,^vast milli skipanna á sama hátt og
kvóti þeirra var fyrir.
Erlend skip eru nú hætt loðnuveið-
um hér á þessari vertíð og fá íslensl
skip afganginn af kvóta þeirra. Heild-
arkvótinn er eftir sem áður sá sami
eða 900 þúsund lestir en hlutur ís-
lendinga verður nú 760 þúsund lest-
ir. Hafrannsóknastofnun mælir hins
vegar gegn því að loðnuveiðamar
verðiauknar. -GK
Oliufélagið:
Getur misst
viðskiptin
~ við herinn
Líkur eru á að Olíufélagið, ESSO,
geti tapað viðskiptum sínum við
oandaríska herinn á Keflavíkurflug-
yelli. Þessi viðskipti felast einkum í
afgreiðslu á olíu til hersins en hann
sér sjálfur um bæði kaup og geymslu.
Ástæða þessa er að nú er rætt um
að bjóöa þessi viðskipti út.
Þá eiga öll olíufélögin jafnan mögu-
æika á að hreppa hnossið. Sam-
kvæmt heimildum DV gera eigendur
Dlíuverslunar íslands sér vonir um
aö innganga bandaríska olíufélags-
ms Texaco inn í fyrirtækið muni gera
itöðu þeirra sterkari gagnvart
__,Bandaríkjaher í útboðinu.
Enn er ekki ákveðið hvenær þessi
jjónusta verður boðin út. -gse
LOKI
Er ekki hætta á því
að Sólnes umhverfist
í málþófinu?
Ef i um að forsendur
Hagstofu séu réttar
Á miðstjórnarfundi Alþýðusam- keypt væri steypa. Efasemdir voru sambandsins, í samtali viö DV í að fullyrða neitt en ég er nærri viss
bandsins í gær héldu sumir því um fleiri atriði. morgun. um að þeir hafa ekki rétt fyrír
fram _að þær forsendur sem Hag- „Það er rétt að menn voru uppi Vilhjálmur Ólaisson, sem annast sér," sagði Vilþjálmur.
stofa íslands gefur sér við útreikn- meö efasemdir. Sannleikurinn er útreikning byggingarvísitölunnar í dag verður haldinn fundur í
ing byggingarvísitölunnar væru sá aö viö vitum alltof lítið um út- hjá Hagstofunni, sagði að þarna Verðlagsráði þar sem hækkun á
ekki réttar. Þvi var haldið fram að reikning byggingarvxsitölunnar og væri um misskilning að ræða. útseldri vinnu í byggingariðnaðí
viö útreikning Hagstofunnar á okkur skortir betri yfirsýn. Viö Hann nefhdi sem dæmi að það verður tekin fyrir. Ari Skúlason
hinu svokallaða vísitöluhúsi væri höfum einbeitt okkur að fram- væri ekki rétt að miðað væri viö sagði að farið yrði fram á að það
reiknað út frá úreltum vinnuað- færsluvísitölunni. Þess vegna ætl- gamla mótauppsláttinn við út- mál yröi afgreitt meö sama hætti
ferðum. Sagt varaðmiöað væri við um við að skoöa þetta mál ofan í reikning á visitölunni. Reiknað og hækkun á útseldri vimxu verk-
gamaldags mótauppslátt í stað kjölinn því menn voru sammála væri út frá flekamótum. Hann fræðinga á dögunum þegar sett var
flekamóta. Einnig að steypa væri um það á fundinum í gær að margt sagði það staðreynd aö eininga- bann við henni. Samkvæmt öörum
reiknuð á taxtaverði steypustöðv- væri skrýtið við útreikninginn á fjöldi i uppmælingu hefði aukist heimildum DV er einnig rætt um
anna en það væri liðin tíð aö af- byggingarvísitölunni," sagði Axá sem gerði vinnuna dýrari. að að setja lög sem banna hækkun
sláttur væri ekki gefmn þegar Skúlason, hagfræðingur Alþýðu- „Ég ætla á þessari stundu ekki áútseldrivinnu. -S.dór
Rannsóknarlögregla á innbrotsstað á níunda tímanum í morgun. Talið er
líklegt að sá sem braust inn hafi komist inn um aðaldyr byggingarinnar
með því að nota kort eða spjald sem gengur að læsingu. DV-mynd S
Innbrot í nýju biðstöðina 1 Mjódd í nótt:
Óljóst hvemig
komist var inn
í bygginguna
öryggisgæslumenn urðu einskis varir
Innbrot var framið í hina nýju bið-
stöð SVR í Mjódd nótt og þar unnar
töluveröar skemmdir og stolið úr
söluturni. Þorkell Diego, eigandi
söluturnsins, telur ekki ólíklegt að
innbrotsþjófarnir hafi komist inn í
bygginguna með því að nota stolið
kort sem gengur að kortalæsingu á
dyrum hjá Pósti og síma.
Þorkell sagði við DV í morgun að
læsing á stórri glerhurð að innan-
verðu, sem skiptir byggingunni,
hefði verið í ólagi - þvi hefði verið
hægt að ganga þar í gegn að þeim
hluta hússins sem söluturn hans er í.
Stór rúða með 12 millímetra þykku
gleri í sölutumi Þorkels var brotin
þegar hann kom á innbrotsstaðinn í
morgun. Var þá búiö að stela skipti-
mynt, skafmiðum og tóbaki fyrir
andvirði tuga þúsunda króna. Einnig
var sælgæti hent til, troðið á því og
það skemmt.
Öryggisgæslumenn frá Securitas
vakta bygginguna en Þorkell segir
aö þeir fari yfirleitt ekki inn í bygg-
inguna og hafi þar af leiðandi ekki
orðið varir við það sem gerst hafði.
Þorkell var sá fyrsti sem tilkynnti
um innbrotiö.
Útibússfjórinn hjá Pósti og síma
sagði að skemmdir hefðu verið unnar
á símtæki sem er þar í anddyri. Hún
taldi ólíklegt á þjófarnir hefðu komið
inn í sjálft útibúið sem er aðskilið frá
anddyrinu. Inngangur í bygginguna
er við anddyri Pósts og síma. Nýja
biðstöðin í Mjódd var opnuð í des-
ember. Eftir því sem heimildir DV
herma er þetta í fyrsta skipti sem þar
er brotist inn.
-ÓTT
Veðrið á morgun:
Þurrt og
bjart
Á morgun verður norðan- og
norðaustanátt, víða gola eða
kaldi. Dálítil él viö norður- og
austurströndina en þurrt og bjart
veður annars staðar. Hitinn verð-
ur alls staðar undir frostmarki,
1-6 stig.
NÝJA
SENDIBÍLASTÖÐIN
68-5000
Úti að aka
í 40 ár
BÍLALEIGA
v/Flugvallarveg
91-61-44-00