Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1990, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1990, Qupperneq 3
FIMMTUDAGUR 15. MÁRS 1990. 3 Fréttir 18 ára gömul íslensk au pair-stúlka slasaðist 1 bílslysi 1 Kanada: Varð það til Iffs að hún svaf í aftursætinu - lá meðvitundarlaus þegar björgunarmenn klipptu bílflakið í sundur Ása Valgerður Sigurðardóttir, átj- án ára gömul au pair-stúlka í Kanada, slapp naumlega frá því að slasast lífshættulega í slysi sem varð í mikilli þoku á Trans-Canada hrað- brautinni fyrir nokkrum vikum. Ása lá meðvitundarlaus í eina klukku- stund á slysstað áður en björgunar- mönnum tókst að klippa hana út úr bílflaki og var síðan flutt á sjúkrahús þar sem hún lá í eina viku. Ása var að koma úr innkaupaferð í bíl með hjónum sem hún býr hjá í Gladstone. Hún sat aftur í en ákvað að halla sér í aftursætinu á leiðinni heim. Mjög þétt þoka var á hrað- brautinni og ökumaður stórrar vöru- flutningabifreiðar, sem ók á eftir, varð ekki var við bílinn, sem Ása var í, fyrr en of seint. Stóri flutninga- bíllinn ók aftan á bílinn og yfir far- angursrýmið með þeim afleiðingum að aftursætisbakið lagðist yflr Ásu og klemmdi hana. Hún missti með- vitund og var strax kallað í sjúkrabíl og björgunarsveit. Hjónin sakaði ekki. Tókst síðan að bjarga Ásu Val- gerði út úr bílflakinu með tækjum björgunarsveitarinnar og var þá klukkustund liðin frá því að slysið varð. Ása var flutt á Brandon General sjúkrahúsið og kom þá í ljós að hún hafði brákast á hálsi og baki. Hún lá í eina viku á sjúkrahúsinu og þurfti svo að ganga með kraga en nú er hún svo gott sem búin að ná sér eftir slys- ið. Orsökin slyssins var sú að bílstjór- inn á flutningabílnum, sem er 21 árs gamall, varð ekki var við þann sem ók á undan honum í þéttri þokunni fyrr en einni sekúndu áður en hann keyrði yfir afturhluta bílsins. Að sögn Ásu Valgerðar varð það henni til lífs að hún lagði sig í aftursætið áður en slysið varð. Þegar Vestur- íslendingar í Kanada lásu um slysið í blaðagrein brugðust nokkrir þeirra skjótt við og heimsóttu stúlkuna á sjúkrahúsið. -ÓTT Enginn vill innheimta bifreiðagjöldin: Lögin um bifreiða- gjöldin eru gölluð - segir Karl Ragnars, forstjóri „Lögin um innheimtu á bifreiða- gjöldunum eru einfaldlega gölluð. Það veit enginn fyrir víst fyrr en í lok hvers tímabils hver gjöldin eiga að vera. Ríkið eitt getur lagt á gjöld þannig að við getum ekki farið að reikna þau út og fá svo að vita það eftir á hver þau eiga að vera,“ sagði Karl Ragnars, forstjóri Bifreiðaskoð- unar íslands, um óreiðu sem verið hefur á innheimtu bifreiðagjalda síð- ustu misseri. Síðustu vikur hafa menn, sem keyptu nýja bíla á síðari hluta síð- asta árs, verið að fá bakreikninga vegna bifreiðagjalda sem þeir sluppu við að greiða við skráningu og vissu ekki aö væru útistandandi. Reglan er sú að gjöldin á að greiða við skrán- ingu en bæði bifreiðaumboðin og Bifreiðaskoðunin vísa frá sér að inn- heimta gjöldin. „Það er rétt að engar skýrar starfs- reglur eru til um hver á að inn- heimta bifreiðagjöldin. Við höfum gert það í nauðvörn að leggja þau á í lok hvers tímabils en óneitanlega kemur það nokuð harkalega út,“ sagði Guðjón Ríkharðsson hjá Ríkis- bókhaldinu um innheimtuna. „Bæði umboöin og Bifreiðaskoðun- in hafa allar forsendur til aö reikna gjöldin út en þau verða þá að gera það sérstaklega. Nákvæma tölu hafa þau hins vegar ekki,“ sagði Guðjón. Bifreiðagjaldið á nýskráða bíla fyr- ir síðari hluta síðasta árs var ekki reiknað út fyrr en nú í byrjun janúar og enn er óljóst hvert gjaldið verður fyrir fyrstu mánuði þessa árs. Til stóð að hækka það verulega en hætt var við það vegna nýgerðra kjara- samninga. Enn eru nýir bílar því skráðir án þess að gjaldið sé greitt enda vill enginn taka að sér innheimtuna. Arthúr Sveinsson, deildarstjóri hjá tollstjóraembættinu, sagði að auðvelt væri að annast innheimtuna þar um leið og bílar eru tollafgreiddir en reglur kveða ekki á um að svo skuh vera og umboðin hafa verið ósátt við að greiða gjöldin af bílum sem ekki eru seldir fyrr en síðar. -GK Landsbanki eykur hlut sinn í Samvinnubanka: Upp á millígramm sama verð og Sambandið fékk - segir Sverrir Hermannsson Landsbanki íslands er þessa dag- ana að kaupa fleiri hlutabréf í Sam- vinnubankanum og eignast þar með um 76 prósenta hlut í bankanum. Sverrir Hermannsson, bankastjóri Landsbankans, segir að greitt sé sama verð fyrir þessi hlutabréf og til Sambandsins á sínum tíma en þau bréf voru keypt á 2,78-fóldu nafn- verði. „Þetta er vigtað mjög ná- kvæmlega, alveg upp á millígramm." Bréfin, sem Landsbankinn er að kaupa, eru hlutabréf KEA, Olíufé- lagsins, Vátryggingafélagsins, Líf- eyrissjóðs samvinnumanna og Kaup- félags Borgnesinga. Samtals nemur hlutabréfaeign þessara félaga í Samvinnubankanum 24 prósentum. Fyrir á Landsbankinn 52 prósent í bankanum. Sverrir Hermannsson, bankastjóri Landsbankans, segist eiga von á að búið verði að ganga frá kaupunum eftir viku til tíu daga. Að sögn Sverris eru þessi viðbótar- hlutbréfakaup núna til þess að hægt verði að framkvæma samruna bank- anna, Landsbankans og Samvinnu- bankans. Til að hægt sé að ákveða samruna bankanna þurfa að minnsta kosti tveir þriðju hluthafa, 67 pró- sent, að vilja það. „Næsta skref verður að bjóða öll- um þeim hluthöfum í Samvinnu- bankanum, sem eftir eru, að kaupa þeirra bréf. Ætlunin er að Lands- bankinn eignist öll hlutabréf í Sam- vinnubankanum," segir Sverrir. Hlutabréfaeign félaganna flmm í Samvinnubankanum skiptist svona: KEA 5%, Olíufélagið, Essó 5%, Vá- tryggingafélagið 6%, Lífeyrissjóður samv. 6%, Kaupfélag Borgfirðinga 2%. Landsbankinn greiddi 605 milljónir króna fyrir 52 prósenta hlut Sam- bandsins í Samvinnubankanum. Þessir hlutur var að nafnverði 217 milljónir. Sölugengi hlutabréfanna var því 2,78-falt nafnverð. Landsbankinn mun því greiða 558 milljónir fyrir 48 prósentin, afgang- inn af hlutabréfaeigninni. Það þýðir að félögin fimm, sem eiga 24 prósent- in, fá samtals um 279 milljónir króna fyrirþennanhlutsinn. -JGH Eskifjörður: Emil Thorarensen, DV, Eskifirði: Framboðslisti sjálfstæðismanna á Eskifirði vegna bæjarstjórnar- kosninganna í vor hefur verið ákveöinn. Sjö efstu sæti listans skipa: 1. Skúli Sigurðsson verkstjóri. 2. Hansína Halldórsdóttir skrifstofu- maður. 3. Hrafnkell A. Jónsson, formaður Verkamannafélagsins Árvakurs, forseti bæjarstjómar Eskiijarðar og varaþingmaður sjálfstæðismanna á Austurlandi. 4. Andrés Elísson rafiðnfræðingur. 5. Úlfar Sigurðsson vörubílstjóri. 6. Guðrún Karlsdóttir húsmóðir. 7. Svanur Pálsson kranamaður. D-listi sjálfstæöismanna á nú einn mann í bæjarstjóm, það er Skúla Sigurðsson, en Hrafnkell A. Jónsson bauð sem kunnugt er fram óháðan hsta við síðustu kosningar og fór inn með tvo menn. D-listinn galt þá hið mesta afhroð, fékk að- eíns einn mann en hafði þijá menn áður. MEIRA FYRIR MINNA VERÐ 5% SIAÐGREIÐSLUAFStÁTTOR SÉRIUBOB HEGÁRMAR NÚ LlKA I BREIÐHOLTI Þú þarft ekki aö leita lengra Grundarkjör Opiö: Mánud.-fimmtud. Föstud. Laugard. Sunnud. REYKJAVÍKURVEGI72, HAFNARFIRÐI, S. 53100 9-20 9-21 10-18 11-18 GARÐAT0RGI1, GARÐABÆ, S. 656400 9-19 9-20 10-18 11-18 FURUGRUND 3, KÓPAVOGI.S. 46955 OG 42062 9-20 9-20 10-18 11-18 STAKKAHLÍÐ 17, REYKJAVÍK, S. 38121 9-20 9-20 10-16 Lokað BRÆÐRABORGARSTÍG 43, REYKJAVÍK.S. 14879 9-20 9-20 10-16 Lokað EDDUFELLI8, REYKJAVÍK,S. 71655 9-19 9-20 10-18 Lokað VERSLANIR FYRIR ÞIG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.