Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1990, Side 9
I
i'*f' .®EíJ4 ætiÆííÆJ'ÖÆMH
FIMMTUDAGUR 15. MARS 1990.
Kosningaspjald í Austur-Berlín meö mynd af stjórnmálamanninum Wolf-
gang Schnur sem sagði af sér í gær I kjölfar ásakana um samvinnu hans
við a-þýsku öryggislögregluna. Simamynd Reuter
Viðurkenndi
samvinnu við ör-
yggislögregluna
„Þetta er mannlegur harmleikur
sem bara er hugsanlegur í Austur-
Þýskalandi." Þannig tjáði háttsettur
maður í austur-þýska flokknum Lýð-
ræðisvakningu, einum helsta hægri
flokknum í Austur-Þýskalandi, sig
um þá staðreynd að leiðtogi flokks-
ins, Wolfgang Schnur, hefði unnið
fyrir öryggislögreglu kommúnista-
flokksins.
Lýðræðisvakning valdi lögfræð-
inginn Schnur sem leiðtoga flokksins
í október á síðasta ári. Hann var
þekktur veijandi andófsmanna.
í síðustu viku var því haldið fram,
fyrst í vestur-þýskum fjölmiðlum, að
Schnur hefði unnið fyrir a-þýsku
öryggislögregluna. Hann og flokks-
bræður hans vísuðu þessum ásökun-
um harðlega á bug. Það kom oft fyrir
að stjórnarandstæðingar í A-Þýska-
landi sökuðu Schnur um að vinna
gegn þeim og hann hefur einnig af
öðrum ástæðum verið grunaður um
samstarf við gömlu stjórnina. Meðal
annars hefur það vakið grunsemdir
að hann á margar fasteignir.
Schnur hefur legið á sjúkrahúsi
vegna taugaáfalls en í gær viður-
kenndi hann loks að ásakanirnar
væru á rökum reistar og þess vegna
myndi hann segja af sér. Sagðist
Schnur hafa verið neyddur til sam-
starfs við öryggislögregluna og látið
henni í té upplýsingar í fimmtán ár.
Hann fullyrti að þær upplýsingar
hefðu ekki skaðað neinn.
Kohl, kanslari V-Þýskalands, hafði
bundið miklar vonir við Schnur og
hafði flokkur Kohl stutt Lýðræðis-
vakningu. Ef hægri menn tapa í A-
Þýskalandi gæti það haft áhrif á vel-
gengni flokks Kohls í kosningunum
íV-Þýskalandiídesember. tt
Viðræður embættismanna fjórveldanna og þýsku rikjanna tveggja um sam-
einingu Þýskalands hófust í Bonn i gær. Símamynd Reuter
Sameiningarviðræður:
Pólverjar taka þátt
Vestur-Þjóðveijar hafa samþykkt
að fulltrúar Pólveija fái að taka þátt
í viðræðum fjórveldanna og þýsku
ríkjanna um sameiningu Þýskalands
þegar landamæri Póllands verða
rædd. Pólveijar höfðu farið fram á
þátttöku til að tryggja að núverandi
vesturlandamæri Póllands yrðu
óbreytt eftir sameininguna.
Embættismenn fjórveldanna,
Bandaríkjanna, Bretlands, Frakk-
lands og Sovétríkjanna, hittu í gær
fulltrúa þýsku ríkjanna í Bonn til að
undirbúa sameiningaráætlun.
Talið er að erfiðasta málið á dag-
skrá verði staða sameinaðs Þýska-
lands gagnvart Atlantshafsbanda-
laginu og Varsjárbandalaginu. Sov-
étmenn og Austur-Þjóðveijar vilja
að sameinað Þýskaland verði hlut-
laust en Vestur-Þjóðveijar, Banda-
ríkjamenn, Frakkar og Bretar vilja
að sameinað Þýskaland verði í Atl-
antshafsbandalaginu.
Vestur-Þjóðveijar vonast til að
beinar viðræður utanríkisráðherra
landanna sex geti hafist fyrir sumar-
ið til þess að alþjóðlegur ramma-
samningur um sameiningu þýsku
ríkjanna verði tilbúinn til undirrit-
unar í nóvember þegar fram fer
fundur leiðtoga þjóða þeirra sem þátt
taka í ráðstefnunni um öryggi og
samvinnu í Evrópu halda toppfund.
Ritzau
________________________________________________Útlönd
Meintur njósnari
tekinn af lífi
nokkrum sinnum áður til íraks. í
viðtali við íraska sjónvarpsstöð ját-
aði Bazoft að hann hefði stundað
njósnir fyrir ísrael en að sögn rit-
stjóra Observer dró hann játningu
sína til baka. Almennt var talið að
Bazoft hefði verið pyntaður til játn-
ingar. Dagblöð í írak birtu í morgun
það sem þau sögðu vera skriflega
játningu blaðamannsins.
Áður en Bazoft var tekinn af lífl
sagði íraski upplýsingaráðherrann
að mótmælin gegn dauðadómnum
væru íhlutun í írösk málefni og að
réttarhöldin yfir Bazoft hefðu verið
réttlát. irösk yfirvöld neituðu í gær
beiðni Douglas Hurd, utanríkisráð-
herra Bretlands, um að hann fengi
að koma til íraks til að ræða mál
Bazofts.
Reuter
Irösk yfirvöld tilkynntu í morgun
að þau hefðu tekið af líflð blaða-
manninn Farzad Bazoft sem dæmdur
var í síðustu viku fyrir njósnir. Fjöldi
þjóða hafði farið fram á það við ír-
aksstjórn að hún mildaði dóminn
yfir blaðamanninum sem vann fyrir
breska blaðiö The Observer.
Forseti íraks, Saddam Hussein,
sagði í gær að hann myndi ekki láta
undan þrýstingi breskra yfirvalda
um að blaðamanninum, sem fæddur
var í íran, yrði hlíft.
Bazoft og bresk hjúkrunarkona,
sem dæmd var í fimmtán ára fang-
elsi, voru handtekin eftir að hafa
ekið að herstöð suðvestur af Bagdad
í írak til að kanna fréttir um spreng-
ingu sem þar átti að hafa orðið. Áður
en Bazoft var handtekinn í septemb-
er síðastliðnum hafði hann fariö
Blaðamaðurinn Farzad Bazoft, sem
vann fyrir breska blaðið The Obser-
ver, var tekinn af lífi í írak í morgun.
Simamynd Reuter
Páskaferð
Kaupmannahöfn
- Kairó
Brottför 8. apríl, 13 dagar
(aðeins 6 vinnudagar)
Kaupið á gjafverði t.d. leðurvörur, silki og
teppi.
Að auki 4 dagar í gömlu Köben á góðu hót-
eli - og svo kostar þetta ekki meira en Spán-
arferð, eða kr. 79.000.
Sannkölluð 5 stjörnu páskaferð.
FLUGFEROIR
SOLRRFLUG
islenskir fararstjórar - fjölbreyttar skemmti- og skoðanaferðir. Vesturgötu 12, SÍmar 15331 og 22100
Þið njótið lifsins i sólinni og búið á 5 stjörnu
lúxushóteli með öllum þægindum.
Austurlenskir næturklúbbar, sigling á Níl.
Skoðið pýramítana og fleiri undur veraldar
frá tímum faróanna í Egyptalandi.
Flogið með
S4S
HELGAKTEBOÐ
KJÖTBORÐIÐ OKKfiR ER HLfiÐIÐ KRÆSINGUM
Opíð: Mánadaga - föstudaga kl. 8-19.
Latigardaga kl. 10-16.
KJÖTMIÐSTOÐIN
Laugalæk 2, Sfmi 686511.