Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1990, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1990, Side 6
6 FIMMTUDAGUR 15. MARS/1B90I Viðskipti Erlendir markaðir: Pundið hrapar í 99 krónur Sterlingspundið heldur áfram að gefa eftir á alþjóðlegum mörkuðum vegna meiri viðskiptahalla Breta en menn áttu von á og sömuleiðis meiri verðbólgu í Bretlandi en spekingar gerðu ráð fyrir. Til viðbótar kemur svo snarminnkandi fylgi járnkerl- ingarinnar, frú Thatcher. Fyrir aðeins fimmtán dögum, í byrjun mánaðarins, var söluverð sterlingspundsins komiö upp í um 104 krónur hér á landi. í gær var það rúmlega 99 krónur. Þetta er fall um 5 krónur á nokkrum dögum. Dollarinn heldur hins vegar áfram að mjakast upp á við. Söluverð hans í svarta kassanum við Kalkofnsveg í gær var um 61,5 krónur. Þegar best lét fyrir nokkrum vikum var dollar- inn kominn upp fyrir 63 krónur. Hann vantar því nokkuð í fyrri styrk. Verð á gulli á alþjóðlegum mörkuð- um hefur farið lækkandi undanfarna daga. Fyrir rúmum þremur vikuriT var verð á gulli í London komið upp í um 420 dollarar únsan. í gær var það selt á um 399 dollara. Þess má geta að lengst af í vetur hefur gullið verið á um 380 dollara únsan. Vert er að vekja athygli á að verð á bensíni og hráolíu hefur lækkað nokkuð að undanförnu. Þannig var verð á tunnunni af hráolíunni Brent úr Noröursjónum á 18,6 dollara í gær. í síðustu viku var verðið um 19,40 dollarar. Síðustu vikurnar hef- ur það legið á bilinu 19 til 20 dollarar tunnan. ' Og fyrst álviöræðurnar við Atlant- al-hópinn eru í sviðsljósinu þessa dagana má benda á að verð á áli hef ur lítillega hækkað að undanförnu eftir stanslaust hrap frá því í nóv- ember. Þrátt fyrir hækkunina er verð á áli enn mjög lágt. -JGH Peningainarkaður Innlán með sérkjörum íslandsbanki Sparileið 1 Sparileið 1 er nýr óbundinn reikn- ingur íslandsbanka. Vaxtatímabil eru tvö. Hann er sambærilegur við gömlu Ábót, Útvegsbank- ans, Kaskó, Verslunarbankans og Sérbók, Al- þýðubankans. Úttektargjald, 0,6 prósent, dregst af hverri úttekt. Þó eru innfærðir vextir tveggja síðustu vaxtatímabila lausir án úttektargjalds. Auk þess er ein úttekt leyfð að auki án úttektar- gjalds. Reikningurinn ber stighækkandi vexti eftir því hve reikningurinn stendur lengi óhreyfður. Grunnvextir eru 13 prósent en hækka hæst í 14,5 prósent. Verðtryggð kjör eru 2,5 prósent en fara hæst upp í 4 prósent raunvexti. Sparileiö 2 Sparileið 2 er nýr reikningur íslands- banka. Hann er óbundinn, vaxtatímabilin eru tvö. Hann er sambærilegur við gamla Bónus- reikning, Iðnaðarbankans. Úttektargjald, 0,6 prósent, dregst af hverri úttekt. Þó eru innfærð- ir vextir tveggja síðustu vaxtatímabila lausir án úttektargjalds. Auk þess er ein úttekt leyfð að auki án úttektargjalds. Reikningurinn ber stig- hækkandi vexti eftir upphæðum. Grunnvextir eru 13 prósent en hækka hæst í 14,5 prósent. Verðtryggð kjör eru 2,5 prósent upp í hæst 4 prósent raunvexti. Sparileið 3 Sparileið 3 er nýr reikningur íslands- banka. Hann er óbundinn. Vaxtatímabil er eitt ár. Hann er sambærilegur við gömlu Rentubók, Verslunarbanka og Öndvegisreikning, Útvegs- banka. Óhreyfð innstæða í 18 mánuði ber 15 prósent vexti og verðtryggð kjör upp á 5 pró- sent raunvexti. Innfærðir .vextir eru lausir án úttektargjalds tveggja síðustu vaxtatímabila. Stjörnureikningar eru fyrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. 65 ára og eldri geta losað inn- stæður sínar með 3ja mánaða fyrirvara. Reikn- ingarnir eru verðtryggðir og með 6,5% raun- vöxtum. Þriggja stjörnu reikningar eru meó hvert innlegg bundið í tvö ár, verðtryggt og með 6,5% raunvöxtum. Lífeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá lífeyris- sjóðum eöa almannatryggingum. Innstæður eru óbundnar og óverðtryggðar. Nafnvextir eru 5% og ársávöxtun 5%. Sérbók, Ábót, Kaskó, Bónus. Grunnvextir eru 13%. Þessir reikningar verða lagðir niður 1. júlí á þessu ári. 18 mánaða bundinn reikningur er með 15% grunnvexti. Reikningurinn verður lagöur niður 1. júlí á þessu ári. RentubókRentubókin er bundin til 18 mánaða. Hún ber 15% nafnvexti. Þessi reikningur verður lagður niður 1. júlí. Búnaðarbankinn Gullbók er óbundin með 13% nafnvöxtum og 13,3% ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu. Verðtrygg kjör eru 3% raunvextjr. Metbók er með hvert innlegg bundið í 18 mánuði á 15,5% nafnvöxtum og 16,3% árs- ávöxtun. Verðtryggð kjör reikningsins eru 4,5% raunvextir. Hvert innlegg er laust aö 18 mánuð- um liðnum. Landsbankinn Kjörbók er óbundin með 13% nafnvöxtum og 13,6% ársávöxtun. Eftir 16 mánuði, í fyrsta þrepi, greiðast 14,4% nafnvextir af óhreyfðum hluta innstæðunnar sem gefa 15,2% ársávöxt- un. Eftir 24 mánuði, í öðru þrepi, greiðast 16% nafnvextir sem gefa 16,6% ársávöxtun. Verð- tryggð kjör eru 3% raunvextir. Samvinnubankinn Hávaxtareikningur. Ekki lengur stofnaöir. Óhreyfð innstæö í 24 mánuði ber 16% nafn- vexti sem gerir 16,6% ársávöxtun. Verðtryggð kjör eru 3% raun^extir. Hávaxtabók er óbundin bók. Óhreyfö inn- stæða ber 11 % nafnvexti og 11,1% ársávöxtun. Verðtryggð kjör eru 3% raunvextir. Sparisjóðir Trompbók er óbundinn reikningur með ekk- ert úttektargjald. Grunnvextir eru 14% sem gefa 15,5 prósent ársávöxtun. Verðtryggð kjör eru 3,25%. Öryggisbók sparisjóðanna er bundin í 12 mánuði. Vextir eru 15,5% upp að 500 þúsund krónum. Verðtryggð kjör eru 4,25% raunvextir. Yfir 500 þúsund krónum eru vextirnir 16%. Verðtryggð kjör eru 4,75% raunvextir. Yfir einni milljón króna eru 17% vextir. Verðtryggð kjör eru 5,25% raunvextir. Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 4-6 ib 6mán. uppsögn 4,5-7 Ib 12mán. uppsögn 6-8 ib 18mán. uppsögn 15 Ib Tékkareikningar, alm. 0,5-1 Allir nema Sp Sértékkareikningar 3-5 Lb Innlan verötryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1,5 Allir 6mán.uppsögn 2,5-3,0 Lb.Bb,- Sb Innlán með sérkjörum 2,5-3,25 Sp Innlángengistryggð Bandaríkjadalir 6,75-7,25 Sb Sterlingspund 13,5-14,25 Sb Vestur-þýskmörk 6,75-7,25 Sb.lb Danskar krónur 10,5-11,2 Bb ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennirvíxlar(forv.) 18,5-19.75 Bb.Lb Viðskiptavixlar(forv.) (1) kaupgengi Almennskuldabréf 18,5-19 lb,Bb,- Sb Viðskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir . Hlaupareikningar(yfirdr.) 25-26,5 Ib.Bb Utlan verötryggð . Skuldabréf 7,5-8,25 Lb.Bb utlántilframleiðslu Isl. krónur 17,5-19,5 Ib SDR 10,95-11 Bb Bandaríkjadalir 9,95-10 Bb Sterlingspund 16,75-17 Lb.Bb Vestur-þýskmörk 10,15-10,25 Bb Húsnæðislán 4.0 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 30 MEÐALVEXTIR överðtr. mars 90 22,2 Verðtr. mars 90 7,9 VlSITÖLUR Lánskjaravísitala feb. 2806 stig Lánskjaravísitala mars 2844 stig Byggingavísitala mars 538 stig Byggingavísitala mars 168,2 stig Húsaleiguvísitala 2,5% hækkaði 1. jan. VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Einingabréf 1 4.762 Einingabréf 2 2,609 Einingabréf 3 3,142 Skammtímabréf 1,620 Lífeyrisbréf Gengisbréf 2,095 Kjarabréf 4.718 Markbréf 2,511 Tekjubréf 1,969 Skyndibréf 1,417 Fjölþjóðabréf 1,270 Sjóðsbréf 1 2,289 Sjóðsbréf 2, 1,717 Sjóðsbréf 3 1,602 Sjóðsbréf 4 1,353 Vaxtasjóðsbréf 1,6170 Valsjóðsbréf 1,5210 HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Sjóvá-Almennar hf. 600 kr. Eimskip 500 kr. Flugleiðir 165 kr. Hampiðjan 180 kr ’ Hlutabréfasjóður 174 kr. Eignfél. Iðnaðarb. 185 kr. Skagstrendingur hf. 373 kr. Islandsbanki hf. 158 kr. Eignfél. Verslunarb. 158 kr. Olíufélagið hf. 403 kr. Grandi hf. 160 kr. Tollvörugeymslan hf. 118 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað vjð sérstakt kaupgengi, kge. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb= Iðnaðarbank- inn, Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnu- bankinn, Úb= Útvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir. I, Hlutábréfavísitala Hámarks, 100 = 31.121986 Verð á erlendum mörkuðum Bensin og olía Rotterdam, fob. Bensín, blýlaust,...194$ tonnið, eða utn.......9,1 ísl. kr. lítrinn Verð í síðustu víku Um..................200$ tonnið Bensín, súper,......206$ tonnið, eða um........9,6 ísl. kr. lítrinn Verð í síðustu viku Um..................210$ tonnið Gasolía.............161$ tonnið, eða um........8,4 ísl. kr. lítrinn Verð í síðustu viku Um 169$ tonníð Svartolía.. eða um.... Verð i síðustu viku Um Hráolía Um .... 18,60$ tunnan eða um.... ...1.144 ísl. kr. tunnan Verð í síðustu viku Um 19,40$ tunnan Gull London Um eða um ...24,550 ísl. kr. únsan Verð í síðustu viku Um................410$ únsan Ál London Um 1.548 dollar tonnið, eða um. 95.248 ísl. kr. tonnið Verð í siðustu viku Um 1.525 dollar tomúð Ull Sydney, Ástralíu Um .9,8 dollarar kílóið, eða um. 603 ísl. kr. kílóið Verð í síðustu viku Um 9,8 dollarar kílóið Bómull London Um 78 cent pundið, eða um, 106 ísl. kr. kílóið Verð í síðustu viku Um 78 cent pundið Hrásykur London Um eða um. 21.888 ísl. kr. tonnið Verð í síðustu viku Um 354 dollarar tonnið Sojamjöl Chicago Um 167 dollarar tonnið, eða um.. 10.275 ísl. kr, tonnið Verð í síðustu viku Um.........166 dollarar tonníð Kaffibaunir London Um............73 cent pundið, eða um.......98 ísl. kr. kílóið Verð í síðustu viku Um............64 eent pundið Verð á íslenskum vörum erlendis Refaskinn K.höfn., feb. Blárefur.............192 d. kr. Skuggarefur..........171 d. kr. Silfurrefur..........278 .d. kr. BlueFrost............167 d. kr. Minkaskinn K.höfn, feb. Svartminkur..........106 d. kr. Brúnminkur...........126 d. kr. Ljósbrúnn (pastel)..108 d. kr. Grásleppuhrogn Um......900 þýsk mörk tunnan Kísiljárn Um..........660 dollarar tonnið Loðnumjöl Um..........510 dollarar tonnið Loðnulýsi Um..........250 dollarar tonnið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.