Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1990, Side 28
36
FIMMTUDAGUR 15. MARS 1990.
Andlát Messur
Dr. Matthías Jónasson, fyrrverandi
prófessor viö Háskóla íslands, Þing-
hólsbraut 3, Kópavogi, lést á heimili
sínu þriðjudaginn 13. mars.
-’Katrín Magnúsdóttir frá ísafirði,
andaðist á hjúkrunarheimilinu
Skjóli 14. mars.
Guðrún Valdimarsdóttir, fyrrver-
andi ljósmóðir, Dalbraut 27, lést í
Vífilsstaðaspítala 13. mars.
Guðjón Árnason vélstjóri, Hrafnistu,
Hafnarfirði, áður Ölduslóð 6, lést að
kvöldi 13. mars.
Jafet Egill Ottósson, Álftamýri 22,
andaðist aðfaranótt þriðjudagsins 13.
mars.
Jarðarfarir
Ingeborg Kristjánsson lést 7. mars.
Hún fæddist í Melbu í Vesterálen í
Norður-Noregi 22. apríl 1912, dóttir
hjónanna Rögnu og Antons Nilsens.
Ingeborg giftist Halli Kristjánssyni,
en hann lést árið 1988. Þau hjónin
eignuðust þrjú börn. Útíor Ingeborg-
ar verður gerð frá Fossvogskapellu
í dag kl. 13.30.
Magnea Símonardóttir lést 8. mars
sl. Hún var fædd á Kirkjubóli í Mos-
^dal í Arnarfirði 16. nóvember 1905.
Foreldrar hennar voru Kristín Guð-
mundsdóttir og Símon Jónsson. Eft-
irlifandi eiginmaður hennar er Ottó
Þorvaldsson. Þau hjónin eignuðust
ellefu börn, auk eins fóstursonar,
sem öll eru á lífi. Fyrir átti Magnea
þrjá syni sem allir eru látnir. Útfór
hennar verður gerö frá Áskirkju í
dag kl. 13.30.
Ævar Hugason rafvirki, sem lést í
Svíþjóð 24. f.m., verður jarðsunginn
frá Kotstrandarkirkju, Ölfushreppi,
laugardaginn 17. mars nk. kl. 14.
Sætaferðir frá BSÍ sama dag kl. 12.45.
Kristlaugur Bjarnason, Grund, Eyr-
arsveit, sem lést í sjúkrahúsi Stykk-
ishólms 9. þ.m., verður jarðsunginn
^frá Grundaríjarðarkirkju laugardag-
inn 17. mars kl. 14.
Jarðarför Elínar Guðmundsdóttur
frá Ásvelli í Fljótshlíð, til heimilis í
Grænumörk 1, Selfossi, verður gerð
frá Selfosskirkju laugardaginn 17.
mars kl. 13.30.
Benedikt Rúnar Hjálmarsson,
Sandabraut 16, Akranesi, verður
jarðsunginn frá Akraneskirkju
föstudaginn 16. mars kl. 14.
Leó Ólafsson, sem lést 6. mars sl.,
verður jarðsunginn frá Laugarnes-
kirkju föstudaginn 16. mars kl. 13.30.
Guðríður Magnúsdóttir kennari,
Hjarðarhaga 29, verður jarðsungin
frá Dómkirkjunni föstudaginn 16.
mars kl. 13.30.
Eggert Tómasson bóndi, Miðhóli,
3 Sléttuhlíð, sem lést 4. mars sl., verður
jarðsunginn frá Háteigskirkju föstu-
daginn 16. mars kl. 15.
Jón H. Björnsson rafvirki, Austur-
brún 2, Reykjavík, lést í Borgarspít-
alanum 27. febrúar sl. Útförin hefur
farið fram í kyrrþey að ósk hins
látna.
Hallgrímskirkja: Kvöldbænir með
lestri Passíusálma kl. 18.
Samkoma á vegum Kristniboðssam-
bandsins kl. 20.30 í kapellu.
Laugarneskirkja: Kyrrðarstund í
hádeginu í dag, fimmtudag. Orgel-
leikur, fyrirbænir, altarisganga.
Léttur hádegisverður í safnaðar-
heimilinu eftir stundina. Barnastarf
10-12 ára kl. 17.30. Æskulýðsfundur
kl. 20.
Neskirkja: í dag, fimmtudag: Opiö
hús fyrir aldraða í safnaðarheimil-
inu frá kl. 13-17. Kór aldraðra í Nes-
sókn syngur á fimmtudögum kl.
16.30. Leiðbeinendur Inga Bachmann
og Reynir Jónasson.
Seltjarnarneskirkja: í dag, fimmtu-
dag, verður opið hús fyrir foreldra
ungra barna kl. 15. Guðrún Dóra
Guðmannsdóttir ræðir um hjóna-
bandið þegar börnin eru lítil. Takið
börnin með.
Seljakirkja: Fyrirbænasamvera kl.
21.
Árbæjarkirkja: Föstuguðsþjónusta í
kvöld kl. 20.
Tilkyimingar
Tískusýningar á Hótel
Esju
Allt frá því að Skálafell opnaði hafa verið
tískusýningar á fimmtudagskvöldum
nær samfellt á annan áratug. Módelsam-
tökin undir stjórn Unnar Arngrímsdótt-
ur hafa séö um sýningarnar allt frá opn-
un Skálafells. Eftir smáhlé á tískusýning-
unum í vetur hefur þráðurinn verið tek-
inn upp aftur og heijast nú sýningar í
kvöld og verða eftirleiðis á fimmtudags-
kvöldum. Sú nýbreytni verður nú á aö á
undan tískusýningunum verða kynning-
ar á snyrtivörum frá heimsþekktum aðil-
um. Að auki verður stiginn dans við und-
irleik hljómsveitarinnar Kaskó sem leik-
ur öll kvöld frá fimmtudegi til sunnu-
dags. Skálafell er opnað öll kvöld vikunn-
ar kl. 19.
Félag eldri borgara
Opið hús í Goðheimum í dag. Kl. 14 fijáls
spilamennska, kl. 19.30 félagsvist, kl. 21
dansað. Göngu-Hrólfur hittist nk. laugar-
dag kl. 11 að Nóatúni 17.
Skemmtikvöld í Víðistaða-
kirkju
Kór Víðistaöasóknar stendur fyrir
skemmtikvöldi í safnaðarheimili Víði-
staðakirkju í kvöld, fimmtudaginn 15.
mars, kl. 20.30. Dagskráin ber að þessu
sinni yfirskriftina „Hin ljúfa sönglist
leiðir". Þar flytur kórinn m.a. lög úr ópe-
rettum og söngleikjum. Á dagskránni er
auk þess upplestur, gamanvísnasöngur
og almennur söngur. Kafflveitingar.
Fundir
Býrðu yfirleyndum
hæfileikum?
í kvöld kl. 20.30 heldur III. ráð ITC á ís-
landi kynningarfund í húsi SPRON, sal
sjálfstæðisfélagsins, Austurströnd 3, Sel-
tjarnamesi. Markmiðið með þessum
kynningarfundi er stofnun nýrrar deild-
ar fyrir Seltjarnarnes og vesturbæ. Allt
áhugafólk er velkomið á fundinn. Nánari
upplýsingar gefa Guðrún, s. 46751, Helga,
s. 78441, Sigríður, s. 681753 og Elísabet,
S. 53794.
Kvenfélag Óháða safnaðarins
heldur aðalfund nk. laugardag kl. 15.
Gestur fundarins verður Björg Ólafs-
dóttir kökuskreytingameistari. Kaffiveit-
ingar á eftir.
Sýningar
Myndlistarsýning í Eden
Hinn þekkti indverski listamaður, Edwin
Joseph, opnaði í gær myndlistarsýningu
í Eden, Hveragerði. Sýningin stendur til
2. apríl.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við
andlát og útför eiginmanns mins og föður,
Núma Björgvins Einarssonar,
Brunnum 3, Patreksfirði,
sem andaðist 3. mars sl.
Valgerður Haraldsdóttir
Hafsteinn Númason
Medic Alert:
Ódýr líftrygging
í samfélagi, sem verður sífellt
flóknara og samsettara eftir því
sem fram líða stundir, fiölgar einn-
ig þeim slysum sem menn geta lent
í eða þeim mistökum sem hægt er
að gera og oft eru afsökuð með því
að kalla þau mannleg. Á sama hátt
og möguleikum okkar fiölgar til að
gera það sem okkur langar til,
þannig bætist alltaf við þau atriði
sem geta farið úrskeiðis.
Þetta er í samræmi við hið fræga
lögmál Myrphy’s: Allt sem getur
farið úr skorðum mun gera það.
Sem svar við þessari tilhneigingu
hlutanna komum við okkur upp
ýmiss konar tryggingum: slysa-
tryggingum, líftryggingum, bruna-
tryggingum o.s.frv. Það sem er
þeim öllum sameiginlegt er það að
þær bæta ekki tjónið fyrr en það
er orðið.
Þær bæta það síðan með pening-
um sem eru oft langt frá þvi að
vera raungildi þess sem tapast hef-
ur. T.d. verður líf aldrei bætt á
þann hátt og svo má lengi telja.
Fjöldi tjóna er í raun óbætanlegur.
Það á við um slys, brúna og aðra
voveiflega atburði; engir peningar
geta bætt þar um orðinn hlut.
Forvarnir í stað bóta
En hvernig væri að koma upp
tryggingakerfi sem kemur í veg
fyrir óhöppin í stað þess að láta þau
gerast? Það er því miður langt frá
því að vera gerlegt á öllum sviðum
en í þessum anda var öryggiskerfið
Medic Alert stofnað fyrir 35 árum
í Turlock í Kaliforníu.
Stofnandinn var læknir sem
hafði nær misst dóttur sína af völd-
um heiftarlegrar ofnæmissvörunar
við stífkrampabóluefni. Nú er þetta
kerfi notað í einum 20 löndum í
öllum heimsálfum.
Alþjóðlega lionshreyfingin stend-
ur að baki þessa kerfis og veitir því
brautargengi. Hún er nokkurs kon-
ar baktrygging fyrir því að þaö
vinni örugglega og á þann hátt sem
því er ætlað.
Hvernig er Medic Alert-
kerfið byggt upp?
Sá sem vill gerast aðili að Medic
Alert fer til læknis með umsóknar-
eyðublað sem hann fær í apóteki,
heilsugæslustöð eða öðrum þeim
stað þar sem þau eru höfð frammi.
Læknirinn skráir þar á sjúkdóma,
lyfiameðferð, ofnæmi, ef eitthvert
er, og margt fleira sem að gagni
má koma (t.d. blóðflokk). Þegar
umsóknin hefur veriö útfyllt og
undirrituð bæði af umsækjanda og
lækni er hún send á skrifstofu li-
onsfélaganna að Sigtúni 9, Rvík.
Þar er heiti aðalsjúkdómsins grafið
á málmplötu og einnig lífsnauðsyn-
leg lyfiameðferð, t.d,- ef insúlín er
notað við sykursýki. Þá eru allar
sjúkdómsgreiningar skráðar á
kort, svo og öll lyf sem merkishafi
Kjallariim
Guðsteinn Þengilsson
læknir
notar, og er ætlast til að hann beri
kortið á sér ásamt öllum nauðsyn-
legustu persónuskilríkjum.
Málmplötuna ber hann í arm-
bandi um úlnlið eða í festi um háls-
inn. Rétt er að taka fram að ekki
er nauðsynlegt að hafa neinn
ákveðinn sjúkdóm til að geta sótt
um merki. Það veitir líka upplýs-
ingar að vera alheilbrigður.
Auk sjúkdómsheitis og lyfiameð-
ferðar er grafið símanúmer á
málmplötuna og er það vaktað á
slysadeild Borgarspítalans. Þar eru
varðveittar frekari upplýsingar um
merkishafa og má hringja í þetta
símanúmer á hvaða tíma sólar-
hringsins sem er og hvaðan úr
heiminum sem er. Á kortið er skráö
símanúmer og heimili náins að-
standanda og þess læknis sem helst
hefur annast merkishafa.
Hvaða gagn er að þessum
upplýsingum?
Segja má að vísu að það sé mis-
jafnlega áríðandi að menn gangi
með upplýsingar sem þessar á sér.
í Bandaríkjunum og víðar telja
læknar að a.m.k. 5. hver maður
gæti haft af því nokkurt gagn. Og
sumum er það blátt áfram lífsnauð-
synlegt.
Má þar benda á sykursjúka,
flogaveika og þá sem hafa ofnæmi
fyrir einhverju, t.d. lyfium, og
marga fleiri. Það er hægt að vitna
í mörg dæmi þess að meðvitundar-
laus maður, sem finnst einhvers
staðar á förnum vegi, hefur verið
drifinn í fangageymslu, grunaður
um ölvun, en reynist svo vera í dái
vegna of lítils eða of mikils sykurs
í blóðinu. Um þetta má fræðast
strax ef hinn meðvitundarlausi ber
Medic Alert-merki á úlnlið eða um
háls.
Hvernig vinnur Medic Alert
á íslandi?
Medic Alert-deild var stofnuð á
íslandi 31. jan. 1985. Mörg helstu
sjúklingasamtökin gerðust stofn-
aðilar og eiga tvo fulltrúa hvert í
fulltrúaráöi samtakanna, aðal-
mann og varamann.
Þessir fulltrúar kjósa síðan stjórn
sem fer með framkvæmd og rekst-
ur stofnunarinnar visst kjörtíma-
bil. Medic Alert nýtur velvildar og
stuðnings heilbrigðisyfirvalda og
allra stétta heilbrigðisþjónustunn-
ar. Nærfellt 500 manns hafa þegar
tryggt sér vernd stofnunarinnar og
fer þeim fiölgandi sem telja sér
betur borgið með því að bera merk-
ið, enda er það oft að læknisráði.
Ódýrasta og raunhæfasta
tryggingin
Medic Alert er langódýrasta
trygging sem völ er á en auk þess
er það raunveruleg líftrygging,
trygging sem reynir að koma í veg
fyrir óhöppin í stað þess að bíða
eftir að þau gerist. Aðeins þarf að
greiða 1500 krónur fyrir merkið í
upphafi, ef þaö er úr ryðfríu stáli,
og fylgir armband eða hálsfesti.
Síðan verður ekki meiri kostnaður,
nema ef endurnýja þarf merkið af
einhverjum ástæðum. Fá má plötur
húðaðar 14 karata gulli en þá er
merkið að sjálfsögðu talsvert dýr-
ara.
Textinn á málmplötunni og kort-
inu er endurskoðaður á 2ja ára
fresti. Þá er merkishafa sent bréf
og hann beðinn að láta vita ef ein-
hverjar breytingar hafa orðið, nýr
sjúkdómur skotið upp kollinum,
breytt lyfiameðferð, komið upp of-
næmi o.s.frv.
Þetta lága gjald fyrir svo vandaöa
og góöa tryggingu byggist á því að
samtökin eru ekki rekin í hagnað-
arskyni heldur er öll vinna sjálf-
boðavinna. Með því er unnt að
halda aðildarkostnaðinum í lág-
marki.
Og að lokum það sem best er:
Medic Alert tryggir líf með lífi.
Guðsteinn Þengilsson
„Rétt er að taka fram að ekki er nauð
synlegt að hafa neinn ákveðinn sjúk-
dóm til að geta sótt um merki. Það veit-
ir líka upplýsingar að vera alheilbrigð-
ur.“
Fjölmidlar
Sjampóvikingar
Utlaginn, mynd Agústs Guð-
mundssonar um útlagann Gísla
Súrsson, var sýnd i sjónvarpinu í
gær. Þar er fiallað af talsverðri
íþrótt um örlög Súrssonar sem læt-
ur skapofsa og sky Idur blóðhefnda
leiðasigígönur.
Myndin var gerö 1984 og er að
mörgu leyti góð fyrir sinn hatt. Arn-
ar Jónsson leikur Súrsson ágæta vel
og Helgi Skúlason sýnir illmennis-
takta sem hann átti eftir að fínpússa
miklu betur í í skugga hrafnsins.
Hitt er svo annað mál að það er
ekkert áhlanpsverk fyrir útlendinga
og þá örfáu íslendinga, sem ekki
hafa þaullesið bókina, að átta sig á
því hver er að drepa hvern og hvers
vegnaiósköpunum.
Þegar myndin kom fyrir augu al-
mennings hér um árið höföu gár-
ungar hana í flimtingum og kölluðu
Sjampóvíkingana. Nafniö var dregið
afþví að síða hárið sem víkingarnir
skörtuðu virtist alltaf vera nýþvegið
og blásið meö skolí og næringu. Ein-
hverjir vildu meina að þarna skorti
tilfinnanlega raunsæi. Víkingarnir
hefðu nefnilega verið bévaðir sóðar
sem hefðu aöeins þvegið sér um
hárið fyrir stórblót og mannfagnaði
og þá uppúr keytu. Ekki veit ég
hvort þetta er rétt. Jónas Jónasson
frá Hrafnagili segir i bók sinni ís-
lenskir þjóðhættir að fomrnenn hafi
verið afar hreinlátir og iðulega verið
skvampandi í laugum. Sóðaskapur
hafi ekki orið almennur fyrr en síö-
aráöldum
En fyrir hverja var Sjónvarpið að
endursýna myndina? Hún var á sín-
um tíma sýnd við mikla aðsókn um
allt land og hefur áður verið í Sjón-
varpinu. Aukinheldur er bókm um
örlög Súrssonar kennd í grunnskól-
um og hver einasti nemandi þ ví
samviskusamlega látinn horfa á
myndina að minnsta kosti einu
sinni. Tilgangurinn er því ekki alveg
ljós.
Páll Ásgeusson