Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1990, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1990, Blaðsíða 24
32 iwfi'i mm íw FIMMTUDAGUR 15. MARS 1990. Menning Fer myndlist í vaskinn? Viröisaukaskattur hefur komið af stað nokkrum taugatitringi á ís- lenskum listaverkamarkaði, engu síður en öðrum mörkuðum, og spyrja listamenn, listmiðlarar og uppboðs- haldarar sig nú hvaða áhrif skattur- inn muni hafa á afkomu þeirra. Að vísu eru öll kurl ekki enn kom- in til grafar í þeim efnum. „Við höfum danska reglugerð um virðisaukaskatt af listaverkasölu til hliðsjónar og erum smátt og smátt að laga hana að okkar aðstæðum,“ sagði Bjarnveig Eiríksdóttir í fjár- málaráðuneytinu. „Þaö er í rauninni ekki fyrr en við erum búin að úrskurða um alls kon- ar vafaatriði að við erum komin með reglugerð sem hægt er að beita að gagni. Þangað til verðum við óhjá- kvæmilega að skoða hvert tifelli fyrir sig, vega það og meta.“ Sýnt er að vaskurinn kemur ekki til með að hafa bein áhrif á afkomu myndlistarmanna því sala þeirra á eigin verkum er alveg undanþegin vaski. Þar af leiðandi mega myndlistar- menn, hvort sem þeir heita Erró, Eiríkur Smith eða eitthvað annað, auðvitað gefa eigin verk hverjum sem þeir vilja, án þess að vaskurinn komi þar nærri. Að sögn Guörúnar Brynleifsdóttur hjá ríkisskattstjóra tekur þetta einnig tif aðila sem gefa einkasöfn sin opinberum stofnunum eða einhverjum öðrum. Vandræðaleg uppákoma vegna innflutnings á verkum Errós um daginn stafaði m.a. af því að hsta- maðurinn flutti verkin ekki inn sjálf- ur en að öllu jöfnu feggst vaskur á listaverk sem flutt eru inn til sölu eða dreifingar af þriðja aðila. Galleríum gerðar búsifjar Myndlistarmenn þurfa heldur ekki að greiða vask er þeir leigja sér sýn- ingarsali því samkvæmt reglugerð- inni er skammtímaleiga fasteigna undanþegin honum. Hins vegar getur vaskurinn gert galleríum búsifjar og þar með óbeint skaðað hagsmuni myndlistarmanna, a.m.k. gert þeim erfitt fyrir. Áður greiddu gallerí ekki söluskatt Gallerírekstur í Reykjavík - leggst hann af? Myndin er tekin í Nýhöfn við Hafnarstræti. af listaverkum sem þau voru með til sýnis og sölu en eiga nú að leggja vask ofan á myndverð, það er þá upphæö sem listamenn vilja fá fyrir verk sín, plús sölulaun. „Með þessum skatti ætla stjórnvöld greinilega að ganga af íslenskum galleríum dauðum," sagði Pétur Þór, einn af aðstandendum Gallerí Borg- ar. „Vegna aðstæöna hér á landi hefur rekstur sýningarsala ævinlega verið 1 jámum. Vaskurinn gerir endanlega út af við sýningarhald og listmiðlun af þessu tagi og beinir öllu í fyrra horf, þegar hstamenn urðu að kosta eigin sýningar að öllu leyti og standa í því að kynna list sína.“ Svala Lárusdóttir, annar eigandi listasalarins Nýhafnar, lýsti einnig yfir megnri óánægju með vaskinn. „Til að gera sem flestum kleift að eignast myndir höfum við reynt að hafa álagningu okkar í i algjöru lág- marki. Nú kemur vaskur ofan á allt saman sem þýðir tæpa 25% hækkun á verði listaverka. Hætt er við að bæði kaupendur og listamenn snúi baki við okkur sem veitum þessa nauðsynlegu þjónustu." Aftur í gamla fyrirkomulagið „Eftir tilkomu vasksins er hæpið að það borgi sig lengur fyrir mynd- listarmenn að láta gallerí sjá um sýn- ingar fyrir sig,“ segir Sigurður Or- lygsson listmálari. „Menn verða sennilega aö taka aftur upp gamla fyrirkomulagið, aö sýna hver í sínu horni og eyða bæði tíma og pening- um í að kynna verk sín og selja. Það ómak hafa galleríin tekið af lista- mönnum. Þau gegna alls staðar mikilvægu hlutverki. Ég trúi því varla að það eigi að kippa fótunum undan íslensk- um galleríum með þessum hætti.“ Það er þó huggun harmi gegn fyrir gallerí, að minnsta kosti þau sem hafa uppboðsleyfi, að þeim er áfram heimilt að bjóða upp listmuni fyrir fólk án þess áð greiða af þeim vask. Eftir sem áður munu tíu prósent af uppboðsverði renna í höfundasjóð. En kaupi uppboðshaldarar sjálfir verk til að bjóða þau upp verða þeir hins vegar að greiða vask af upp- boðsverði. En þar sem skilin milh sölu og umboðssölu eru ekki alltaf á tæru verður trúlega erfitt fyrir ríkið að komast yfir sinn hlut af slíkum viðskiptum. Reglugerð um virðisaukaskatt verður sem sagt ekki til að bæta hag myndlistarinnar í landinu. -ai. Súld: Bræðslan í gangi Steingrímur Guðmundsson, trommuleikari í hljómsveitinni Súld, lét þess einhvers staðar getið að rokkáhugamenn köhuðu tónlist þeirra djass en djassistar segðu hana vera rokk. Það er kannski einmitt i þessu sem vandi djass/rokk- bræðings liggur. Hann hlýtur ekki alveg náð fyrir eyrum fjölmargra sem eru þó áhugasamir um annan hvorn þessara tónlistargeira. í bræð- ingi má fmna öll stílbrigði en oft vilja léttari tegundir hans hafna milli dagskrárliða, eða sem undirleikur í auglýsingum í útvarpi og sjón- varpi, og þar með er þessi músík gjarnan léttvæg fundin, því miður. - En nóg um það. í Heita pottinum 10. mars var hljómsveitin Súld mætt til leiks eftir tveggja ára hlé með nýja liðsmenn i farteskinu: hinn snjalla slag- verksleikara Maarten van der Valk og Pál Páls- son bassaleikara sem kemur yfir í djassinn úr gospel- eða trúartónlist. Hljómsveitin hitti strax í mark með kynningarlaginu „From You“ eftir bassistann Abe Laboriel og síðan kom „Ekki neitt“ eftir hljómborðsleikarann Lárus Gríms- son, funksamba með tilheyrandi slagverkssóló- um. Þriðja lagið var svo perla úr söngvasafni Mingusar, „Goodbye Pork Pie Hat“. Þar var Tryggvi Hubner gítarleikari og aðalsólóisti sveitarinnar í aðalhlutverki og minnti dálítið á Jeff Beck sem er einn af mörgum sem gert hafa þessu skh. Flott sánd Eins og oftar þetta kvöld lék Tryggvi þetta mjög vel óg hreint glæshega á köflum; sándið flott, ekkó og sveif smekklega notuð og spilíríið allt mjög blæbrigðarikt (dýnamískt). „Kjarn- orkuvopnalaust svæði" heitir lag eftir Steingrím sem Lárus lék á pikkólóflautu. Laghnan er með Hljómsveitin Súld, ný útgáfa. Djass Ingvi Þór Kormáksson austrænum blæ en það var ekki fyrr en um miðbik verksins að það hrökk almennilega í gang og varð míög ferkantað (funkað) og upplífg- andi. Lagið eftir Stevie Wonder var hálfgert antiklimax eftir þetta. Gestur kvöldsins mætti eftir hlé og lék eitt lag með hljómsveitinni. Það var Guðmundur Ing- ólfsson sem dragspilið þandi í „Scotch and Wat- er“ eftir Zawinul sem er samið snemma á 7. áratugnum er höfundurinn lék með sextett Cannonball Adderleys. „Heit sósa“ nefnist svo lag eftir bassaleikarann sem hófst á smekkleg- um conga-barsmíðum Maartens; melódísk samba í Metheny-stílnum. Sumum fannst hún þó heldur stutt í annan endann í flutningi. Svingaði með látum Af tveimur lögum eftir Tryggva var „Smá- smuguleg eftirgrennslan" áhugaverðara. Allt virtist reyndar einhvern veginn í öfugri röð í því lagi sem minnti pínulítið á þá sálugu banda- rísku sveit, Dixie Dregs. í lokin voru svo flutt 3 lög eftir tónskáldið Lárus. „Lalli rólegt“ er seiö- magnað lag sem gaman væri að fá að heyra aft- ur. Það var látið hökta í halaklipptum takti um tíma, annaðhvort til að svæfa ekki áheyrendur eða halda slagverksleikaranum, og kannski fleirum, við efnið. „Lalli nýtt“ var næst, rokk- bræðingur þar sem Páll sýndi hvað hann kann á bassa, og það er allnokkuð, og slagverksmenn kveiktu svo í tundri og allt svingaði þetta með miklum látum. Mér skhst svo að G. Ingólfsson eigi nafngiftina að síðasta laginu, „Flótti stiga- mannsins yfir spýtnaakurinn", sem er nafn viö hæfi þótt furðulegt sé. Synkópísk fingraleikfimi hjá Lárusi og Tryggva setti svip sinn á þetta verk. Ég saknaði þess annars að heyra aldrei „ekta hreint" rafpíanósánd úr græjum Gríms- sonar. Hljómsveitinni var vel fagnað og greinilegt að áheyrendur kunnu vel að meta þessa nýju Súld. Hún flytur aðgengilegri músík en eldri útgáfan og jafnframt fiölbreytilegri. Trommufrík fá líka aukabónus frá Súldarmönnum. Takk fyrir. Snorri Sigfús á nútímatón- listarhátíð Dagana 12.-18. maí næstkom- andi verður haldin í Stokkhólmi tónlistarhátíð sem eingöngu er helguð nútímatónhst. Á þessum sex dögum verða yfir 20 tónleikar haldnir á hátíðinni.. Sérstakir heiðurgestir hennar veröa tónskáldin Toru Takem- itsu frá Japan, Wolfgang Rihm frá Vestur-Þýskalandi og Per Nörgárd frá Danmörku. Eitt íslenskt tónskáld, Snorri Sigfús Birgisson, á verk á hátíð- inni, kammerverk fyrir klarínett, selló og píanó er nefnist „.. .the sky composes promises". Stock- holm Arts Trio flytur þessa tón- smíð, ásamt verkum eftir Peter Maxwell Davies og Sjostakovitsj. Snorri Sigfús Birgisson tónskáld. Ný Aðventa Aöventa er sú af bókum Gunn- ars Gunnarssonar sem víðast hefur farið og hefur verið dreift í risastórum upplögum. Nú hefur Almenna bókafélagið sent frá sér sjöttu íslensku útgáfu Aðventu með formála eftir Svein Skorra Höskuldsson. Nefnist formálinn Frá Skriðu- klaustri til Viðeyjarklausturs og er þar rakin ævi Gunnars og höf- undarferhl á greinargóðan hátt. Á þessi útgáfa eflaust eftir að afla •höfundi nýrra lesenda meðal yngri kynslóðarinnar. Louisa á samsýningu Louisa Matthíasdóttir listmál- ari tekur nú þátt í samsýningu í New York er nefnist „Objects Observed-Contemporary Still Life“ (Horft á hluti - Nýjar upp- stillingar) sem fer fram í Gallery Henoch við Woosterstræti. Með Louisu á sýningunni eru raunsæir hstamenn á borð við Janet Fish, Ralph Goings og Wayne Thiebaud. Borgin rekur strengja- kvartett í fréttatilkynningu frá Félagi íslenskra tónlistarmanna, sem gefin er út í tilefni af 50 ára af- mæh félagsins, er sagt frá því að borgarráð Reykjavíkur hafi nú ákveðið að gangast fyrir stofnun atvinnustrengjakvartetts og muni ráða hljóðfæraleikara í hálft starf til að starfa í honum. „Þetta eru bestu tíðindi sem tón- listarmönnum hafa lengi borist," segir í fréttatilkynningunni. Norræn sagnritun Þeir sem hafa áhuga á forn- bókmenntunum geta nú skellt sér á splunkunýtt verk um norræna sagnaritun, „Die Aníange der islandisch-norwegischen Gesc- hichtsschreibung" eftir Gudrun Lange sem gefið er út af Menning- arsjóði í bókaflokknum Studia Islandica.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.