Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1990, Side 23
FIMMTUDAGUR 15. MARS 1990.
31
Bflstjóradeilur
Áriö 1913 hófu leigubílar akstur
hér á landi. Flutningur þeirra var:
pakkar, vörur, fólk og farangur.
Árið 1945 tók fyrsta sendibílastööin
til starfa en hún annaðist flutning
varnings í lokuðu rými. Mest af
vinnu sinni tóku sendibílar frá
vörubifreiðum. Vöru-, pakka- og
sendiferðum leigubíla fækkaði en
eru þó margvíslegar enn.
Samanburður
í Skeifunni í Reykavík voru mörg
bílaverkstæði. Þar var gert við hin-
ar margvíslegustu bilanir í bílum.
Eitt verkstæðið tók að sérhæfa sig
í hemlaviðgerðum (Stilling hf.)
Þetta þýddi að sjálfsögðu ekki að
þar með yrðu hin verkstæðin að
hætta hemlaviðgerðum. Ef bóndi
framleiðir kartöflur, rófur, tómata
og gúrkur óg annar bóndi við hlið
honum tekur aö framleiða rófur
þýðir það ekki að fyrrgreindi bónd-
inn verði að hætta að framleiða
rófur.
Á sama máta er það firra að leigu-
bílstjórar, sem hafa flutt pakka og
fariö í hinar margvíslegustu sendi-
ferðir allt frá árinu 1913, verði að
hætta slíkri þjónustu þótt einhverj-
ir kjósi að sérhæfa sig til slíkra
starfa.
Breyting
Sú breyting hefur orðið á vöru-,
KjaUarinn
Kristinn Snæland
leigubí Istjóri
pakka- eða sendiferðum leigubíl-
stjóra, vegna heilbrigðisástæðna og
tillits til farþega og fatnaðar þeirra,
að nú sinna leigubílar ekki öðrum
slíkum erindum en þeim sem eru
minniháttar og skapa ekki óhrein-
indi né skemmdir á bílunum.
Akstur leigubíla viö slíka vinnu
er þannig orðinn mjög lítill. Sem
dæmi get ég nefnt að eftir mikla
vinnu síðastliðinn mánuð hefl ég
aðeins ekið 5 ferðir sem kalla má
sendiferðir, pakka- eða bréfaferðir.
Ég veit ekki annað en að svipað sé
um flesta aðra leigubílstjóra. Þessi
þáttur í vinnu leigubílstjóra er
þannig orðinn mjög lítill.
Sú vinna, sem leigubílstjórar
hafa tapað við þessi störf, hefur
nær öll flust yfir á sendibílana.
Breytingin, sem hefur þegar orðið,
er sú að sendibílar hafa tekið mikla
vinnu af bæði vörubílum og leigu-
bílum. Hafi einhverjir ástæðu til
að kvarta væru það þá vitanlega
vöru- og leigubílstjórar.
Vandamálið
Hin raunverulega ástæða
óánægju sendibílstjóra er frá þeim
sjálfum runnin að mestu. Síðustu
þrjú fjögur ár hefur sendibílum á
höfuðborgarsvæðinu fjölgað um
rúm tvö hundruð. Áður en til þess
kom var starf sendibílstjórans all-
gott, sæmilegar tekjur fyrir mikla
og oft erfiða vinnu. Með komu
„bitaboxanna" fjölgaði sendibílun-
um um rúm tvö hundruð á skömm-
um tíma og vinnu- og afkomu-
möguleikar þeirra hrundu.
Vegna þess og hins, að fjöldi
sendibíla er nú fjármagnaður með
rándýrum peningum fjármögn-
ungarleiganna, hafa sumir sendi-
bílstjórar hyllst til þess að reyna
að drýgja tekjur sínar með far-
þegaflutningum, sem hins vegar
eru með öllu ólöglegir í sendiferða-
bílum þar sem aftur á móti pakkar
eða bréf er ekki ólöglegur flutning-
ur í leigubíl. (Svo enn sé berit á þá
staðreynd.)
Hitt atriðið, sem ugglaust hefur
dregið verulega úr vinnu sendibíla,
er að nú er orðiö afar algengt að
búslóðaflutningar séu framkvæmd-
ir á gámum. Frá nokkrum fyrir-
tækjum er nú hægt að fá gám heim
að húsi, hlaða hann þar í róleg-
heitum en síðan mætir flutninga-
fyrirtækið á staðinn með sérbúinn
bíl, flytur gáminn á endastað og þar
er hann aftur tæmdur. í slíkri vinnu
voru sendibílar áður heilu og hálfu
dagana en mjög hefur dregið úr
þessum hluta vinnu sendibíla.
Hið. raunverulega vandamál
sendibílstjóra er þannig offjölgun í
stéttinni og mikiU samdráttur í bú-
slóðaflutningum. Slæmt atvinnu-
ástand meðal sendibílstjóra og litlar
tekjur er þannig að hluta sjálfskap-
arvíti og að hluta breyting í flutn-
ingum og leigubílstjórar hafa engin
áhrif í þeim efnum.
Niðurstaða
Með aðgerðum gegn leigubílstjór-
um beina sendibílstjórar kröftum
sínum í ranga átt.
Hitt er einnig ljóst að þrátt fyrir
að leigu- og sendibílstjórar samein-
uðust um að beina störfum sínum,
leigubílstjórar að fólksflutningum
og sendibílstjórar að vöruflutning-
um, þá hlyti alltaf aö koma ein og
ein sendiferð í hlut leigubffa og
einn og einn fólksflutningur í hlut
sendibíla. Engin lög og engar regl-
ur kæmu í veg fyrir slíkt. Leigubíl-
stjórar hafa látið sendibffstjóra að
mestu afskiptalausa við undan-
farna fólksflutninga. Skynsamlegt
væri að sendibílstjórar hættu að-
gerðum sem beinast að leigubíl-
stjórum og sneru sér að því að leysa
sín raunverulegu vandamál.
Kristinn Snæland
„Hið raunverulega vandamál sendibíl-
stjóra er þannig offjölgun í stéttinni og
mikill samdráttur í búslóðaflutning-
um;“
Athugasemd frá Hveragerði
Hveragerði, 13. mars 1990
Undirritaður sendir yður þessar lín-
ur í tilefni af skrifum í DV dagana
7. og 12. mars.
Þær upplýsingar sem byggt er á eru
á ársreikningum sveitarfélaga frá
1988 en er slegið upp þannig á forsíðu
blaðsins aö um einhver ný tíðindi sé
að ræöa, ekki er haft samband við
fulltrúa þeirra sveitarfélaga, sem til
eru nefnd, þannig að réttari upplýs-
ingar komi fram.
1. Yfirstjórn bæjarins.
Ekki er með neinum hætti grennsl-
ast fyrir um hvaða rekstrarþættir
liggja að baki þessari fyrirsögn í
rekstrarreikningi. Til dæmis má geta
þess að í bókhaldi Hveragerðisbæjar
frá 1988 er einn kostnaðarliður sem
í heild er nefndur „sýslusjóðsgjald".
Hann innifelur framlag bæjarsjóðs
til Fjölbrautaskóla Suðurlands og til
safna og ýmiss konar menningar-
starfsemi i Árnessýslu, sem bæjar-
sjóður Hveragerðisbæjar tekur þátt
í. Sýslunefnd skipti þessu framlagi
niður til ýmissa aðila. Þessi eini hður
er um fjórar milljónir, sem er 28%
af heildarkostnaði vegna yfirstjórn-
ar. Nær öll bæjarfélög færðu þennan
liö á tvo staði í bókhaldi, þ.e. fræðslu-
mál og menningarmál. Þetta eitt þýð-
ir að Hveragerðisbær er með lægstan
kostnað af yfirstjórn pr. ibúa af þeim
sveitarfélögum sem nefnd eru í DV,
það er ef sama aðferð hefði verið
notuð af Hveragerðisbæ og tíðkuð er
víðast annars staðar. Kostnaður á
íbúa hefði verið kr. 6.256 á íbúa en
ekki tæp tíu þúsund eins og segir í
DV. Fleira mætti hér telja til en bara
þetta eitt látið nægja að sinni.
2. Fjármagnskostnaður sem
hlutfall af tekjum.
í súluriti er rétt farið með fjár-
magnskostnað sem hlutfall af tekj-
um. Þessi liður var verulega hár.
Blaðamaður sá ekki ástæðu til þess
að kanna af hverju svo var. Veruleg-
ar ástæður voru til þess að bæjar-
sjóöur átti viö verulegan vanda aö
etja hvað varðar fjármagnskostnað.
Sá vandi er aö sumu leyti enn óleyst-
ur. Að sjálfsögðu er allur fjármagns-
kostnaður gjaldfærður, hvort sem
hann er greiddur á árinu eða ekki.
Ef slíkt er ekki gert annars staðar
hefur það í fór með sér lækkun á fjár-
magnskostnaöi í samanburðinum frá
1988 sem gæti numið fjórðungi.
Það er liðið rúmt ár frá því þær
tölur, er tilteknar voru í skrifum DV,
höfðu fréttagildi. Hins vegar væri
frekar ástæða til þess að kanna hvers
vegna staða ýmissa sveitarfélaga var
svo slæm sem raun ber vitni. Végna
ýmissa utanaðkomandi aðstæðná
var ekki unnt að taka af festu á vand-
anum fyrr en á síðasta ári. Niður-
stööutölur ársreikninga fyrir árið
1988 eru því þær óhagstæðustu sem
sést hafa bæði fyrr og síðar hvað
varðar fjármagnsgjöld. Hjá bæjar-
sjóði Hveragerðisbæjar hefur miðað
verulega í áttina, skuldastaðan hefur
lagast töluvert, fjármagnskostnaður
sem hlutfall af tekjum er nú viðráð-
anlegri, enda þótt aðeins sé um að
ræöa harðar aðhaldsaðgerðir í eitt
og hálft ár. Undirritaður er fús til
þess aö veita upplýsingar strax nú í
lok mánaðarins sem sýna með ótví-
ræðum hætti að niðurstöðutölur nú,
ári síðar, eru bæjarsjóði og þar með
bæjarbúum mun hægstæðari en þær
sem birtar hafa verið nú upp á síð-
kastið í DV.
Að lokum vill undirritaður taka
fram að þessi skrif hafa verið til
óþæginda, enda annað þarflegra að
gera en að skýra út fyrir fólki hvað
það er sem DV er að fjalla um. Frétt-
ir, sem á forsíðu virðast vera nýjar,
eru það alls ekki. Þeir fjórir mánuð-
ir, sem liðnir eru frá því að saman-
burðartölur úr ársreikningum sveit-
arfélaga voru gerðar opinberar með
útkomu árbókar sveitarfélaga, mætti
ætla nægan tíma til þess að vinna
betur að umfjöllun um máhð. Þó skal
bent á að töluverðs ósamræmis gætir
jafnvel þar vegna mismunandi að-
ferða við færslu bókhalds, svo sem
dæmin sanna. Þetta ósamræmi í
færslu bókhalds hjá sveitarfélögum
gerir erfitt fyrir að svara fullyrðing-
um á forsíðum dagblaða. Að mati
undirritaðs hefur verið gengið mjög
langt í því að halda utan um rekstur-
inn í Hverageröi, þannig að það er
allra hagur að sem réttastar upplýs-
ingar fáist til þess aö vera grundvöll-
ur að umfjöllun fjölmiðla. Það er
nokkuð víst aö fjölmiðlar hefðu tak-
markaðan áhuga á stöðu mála í
Hveragerðisbæ ef blaðamenn hefðu
vitneskju um allan sannleikann.
Virðingarfyllst,
Hilmar Baldursson,
bæjarstjóri í Hvergerði
Fréttir
Þrir af nýjum sjúkrabílum Rauða krossins sem komu með Hofsjökli frá Bandaríkjunum.
Hofsjökull, skip Jökla hf.:
Flytur sjúkrabíla
á ódýru farmgjaldi
Hofsjökull, skip Jökla hf., dóttur-
fyrirtækis SH, hefur flutt alla nýja
sjúkrabffa fyrir Rauða kross íslands
frá Bandaríkjunum á verulega lágu
farmgjaldi. 18 bílar hafa veriö fluttir
inn fyrir RKÍ á síðastlinum tveimur
árum. Framlag Jökla hf. til starfsemi
RKÍ hefur valdið lækkun á innflutn-
ingsverði bílanna og er hér um veru-
legar fjárhæðir að ræða, að sögn
Hannesar Haukssonar, fram-
kvæmdastjóra RKÍ.
„Við erum þakklátir Jöklum hf.
fyrir að leggja starfsemi okkar hð um
allt land með þessum hætti. Þetta er
mikilvægur þáttur sem gerir okkur
kleift að flytja inn mjög vel útbúna
bíla til að bæta aðstöðu hjúkrunar-
fólks og eykur það öryggi þeirra sem
þurfa á slíkri þjónustu að halda,"
sagði Hannes Hauksson. Rauði kross
íslands á nær allar sjúkrabifreiðir á
íslandi.
-ÓTT
Vikingasveitin:
Frelsaði gísl og yfirbugaði
Víkingasveit lögreglunnar í
Reykjavík og lögregluþjónar úr
Kópavogi héldu sameiginlega æflngu
i Leirdal í Kópavogi í fyrrinótt og
stóð æfingin fram undir morgun.
■ Æfmgin fór fram í hálfbyggðri
spennistöð í Hnoðraholti.
Aðgerðir snerust um það að Kópa-
vogslögregla tilkynnti að menn,
vopnaðir byssum, væru inni í
spennistöðinni og settu fram kröfur
sem lögregla átti að ganga að fyrir
ákveðinn tíma. Voru byssumennirn-
ir búnir að taka gísl og höfðu í hótun-
byssumenn
um. Var því beðið um aðstoð sér-
sveitar lögreglunnar í Reykjavík.
Víkingasveitarmenn létu til skarar
skríða og tókst að yfirbuga „hryðju-
verkamennina" og frelsa gíslinn. Aö
sögn lögreglunnar í Kópavogi tókst
æfingin i alla staði mj ög vel. -ÓTT