Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1990, Blaðsíða 14
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91)27022 - FAX: (91 )27079
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRjALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ARVAKUR HF. Askriftarverð á mánuði 1000 kr.
Verð i lausasölu virka daga 95 kr. Helgarblað 115 kr.
Viðurkennum Litháen
íslenzka ríkinu væri sómi að því að verða fyrsta rík-
ið til að viðurkenna Litháen formlega sem sjálfstætt Ttg
fullvalda ríki. Slíkt mundi sýna landsfeðrum annarra
ríkja, að formleg viðurkenning væri framkvæmanlegur
og raunar einnig skynsamlegur leikur í stöðunni.
Skiljanlegt er, að Bandaríkin vilji ekki strax viður-
kenna Litháen, þar sem þau eru komin í óformlegt
bandalag við Sovétríkin um að liðka sem mest fyrir
valdsöfnun Gorbatsjovs í Kreml og vilja ekki gera neitt,
sem hugsanlega gæti eflt harðlínumenn gegn honum.
Hins vegar er marklaust, þegar talsmenn Bandaríkj-
anna og nokkurra annarra ríkja, svo sem Frakklands
og Danmerkur, afsaka stjórnir sínar með, að þessi ríki
hafi á sínum tíma ekki viðurkennt innlimun Litháens
í Sovétríkin og þurfi því ekki að viðurkenna fullveldi nú.
Slík röksemdafærsla heitir hundalógík og er í þessu
tilviki notuð til að reyna að breiða yfir þá staðreynd,
að Vesturlönd virðast ófær um að taka siðferðilega rétt
á málum Litháa, sem eiga alveg sama rétt til sjálfstæðis
og fullveldis og Pólverjar, Tékkar og Ungverjar.
Ef ríki, sem á siðferðilegan og sögulegan rétt á sjálf-
stæði og fullveldi, lýsir því formlega yfir, ber öllum þjóð-
um, sem viðurkenna slíkan rétt, að senda formlega yfir-
lýsingu um viðurkenningu á sjálfstæði og fullveldi þess.
Allt annað er orðhengilsháttur og aumingjaskapur.
Flest ríki Vestur-Evrópu hafa engra þeirra ímynduðu
heimspólitísku hagsmuna að gæta, að landsfeður þeirra
þurfi að hafa gott veður í kringum Gorbatsjov. Sérstak-
lega gildir þetta um Norðurlandabúa, sem hafa löngum
litið á sig sem siðapostula og prédikara í umheiminum.
Raunar ættu Svíar og Finnar að hafa frumkvæði að
formlegri viðurkenningu Norðurlanda á sjálfstæði og
fullveldi Litháens, því að þeir eru nágrannar Litháa við
Eystrasalt. Fundur utanríkisráðherra Norðurlanda í
Svíþjóð í gær var kjörið tækifæri til slíks.
En því er eins farið um utanríkisráðherrafundi Norð-
urlanda og um Norðurlandaráð og um norræna sam-
vinnu yfirleitt, að þetta er allt orðið í meira lagi þreytu-
legt og innihaldslítið pappírsflóð, ófært um að mæta
óvæntum og sögulegum viðburðum í heimspólitíkinni.
Léttvæg er röksemdin um, að ekki megi íþyngja Gor-
batsjov í máli þessu. Helzti leiðtogi harðlínumanna í
Kreml, Jegor Ligatsjev, hefur sagt berum orðum, að
skriðdrekar komi ekki að gagni í Litháen, heldur verði
að fara pólitískar leiðir til að komast að niðurstöðu.
Ef ísland eitt eða Norðurlönd öll gera það, sem allir
vita, að er siðferðilega rétt, og viðurkenna formlega sjálf-
stæði og fullveldf Litháens, gerist ekki annað en, að
bæði mjúklínumenn og harðlínumenn í Kreml sannfær-
ast betur um, að of erfitt sé að hamla gegn málinu.
Litháar hafa haldið mjög vel á sínum málum. Algert
samkomulag er milli fullveldisflokksins, sem er í meiri-
hluta á þinginu, og kommúnistaflokksins, sem varð
undir í kosningunum, um að halda á málum eins og
gert hefur verið. Þingið er einróma í afstöðu sinni.
Engar íjöldagöngur eða hátíðahöld voru í tilefni hinn-
ar sögulegu niðurstöðu þingsins í Litháen. Forustumenn
landsins gæta sín að búa ekki til skilyrði fyrir íhlutun
Rauða hersins, svo sem varð 1 Azerbajdzhan, þar sem
trúarofsi hljóp með sjálfstæðismenn á villigötur.
Smáríki eins og ísland hefur lítil tækifæri til að láta
gott af sér leiða í umheiminum og veraldarsögunni.
Formleg viðurkenning Litháens er slíkt tækifæri.
Jónas Kristjánsson
l‘'IMMTUI)A(JUK 15. MAItS 1990.
Þingmaður á
villigötum
Guðmundur G. Þórarinsson al-
þingismaður fullyrðir aö íslcnsk
skólabörn séu vannærð í grein
sinni „Borgarytirvöld á villigöt-
um“ í Dagblaðinu 28. febrúar síð-
astliðinn (1). Segir hann að „matar-
æði og fæðuvenjur skólabarna
valdi því að þau eru í reynd van-
nærð, einkum í Reykjavík, og að
margir foreldrar hafi þungar
áliyggjur af þessu". Er greinin
byggð á þingsályktunartillögu tjög-
urra framsóknarmanna um skóla-
máltíðir í grunnskólum í liaust,
sem nýverið var til umræðu á Al-
þingi.
Grein þingmannsins er fádæma
ruglingsleg, full af getsökum og
órökstuddum fullyrðingum, og
hlýtur hún aö hafa valdið foreldr-
um, einkum í Reykjavík, þungum
áhyggjum. Er full ástæða til að leið-
rétta það sem missagt er og gera
nánari grein fyrir matarvenjum og
heilsufari skólabarna.
Vannæring er sjaldgæf
Heilsuvernd í skólum fylgist með
heilsufari skólabarna og skráir í
skólaskýrslur sem senda á skóla-
yfirlækni í lok hvers skólaárs (2).
Samkvæmt þessum skýrslum er
„áberandi megurð" skráö meðal
0,9% skoðaðra grunnskólabarna í
Reykjavík skólaárið 1988-89.
í nokkrum öðrum þéttbýlisstöð-
um (Akureyri, Akranesi, Selfossi
og Kópavogi) teknum saman er
tíðnin 0,5% að jafnaði fyrir skólaár-
in 1987-88. Þessi litli munur getur
ekki talist marktækur því svo fá
tilfelli er um að ræða og verulegar
sveiflur eru á milli ára, jafnvel inn-
an sama sveitarfélags.
Vannæring er því ákaflega sjald-
gæf meðal skólabarna hér á landi
og engin vissa er fyrir því að hún
sé algengari í Reykjavík heldur en
í öðrum sveitarfélögum landsins.
Til að kanna hvort skortur væri
á einstökum næringarefnum meðal
skólabarna var járnbúskapur 10-11
ára skólabarna í Reykjavík athug-
aður (3). Niðurstöður sýndu að
hann væri í góðu lagi og að blóð-
leysi vegna járnskorts væri mjög
fátítt meðal 10 ára barna í Reykja-
vík.
Enda þótt rannsóknir á heilsu og
líðan skólabarna hafi verið van-
ræktar á íslandi, bendir vöxtur og
þroski íslenskra barna og unglinga,
lífslíkur og dánartölur ekki til þess
að næringarskortur og vannæring
sé heilsufarslegt vandamál hér á
landi (4).
Hins vegar er líklegra að „ofeldi",
sem getur valdið ótímabærum
veikindum og dauða um og eftir
miðjan aldur í formi t.d. hjarta- og
æðasjúkdóma og krabbameins,
hefjist hjá börnum á grunnskóla-
aldri. Sýna skólaskýrslur í Reykja-
vík og áðurnefndum þéttbýlisstöð-
um að tíðni „offitu“ meðal skóla-
barna er um 6%, jafnt meðal
drengja og stúlkna og óháð búsetu.
Er löngu tímabært að þetta sé
rannsakað frekar, því fram að
miðjum aldri fimmfaldast þessi
tíðni (5).
Matarvenjur
Matarvenjur og fæðuval skóla-
barna hefur sáralítið verið rann-
sakað hér á landi. Baldur Johnsen
læknir rannsakaði mataræði
skólabarna á Vestfjörðum og í
Reykjavík 1938-39 og Manneldisráð
kannaði mataræði 10-14 ára barna
í Reykjavik 1977-78 (6,7). Þessar
kannanir voru takmarkaðr og gilda
varla lengur vegna aldurs og því
ekki hægt aö alhæfa um mataræði
skólabarna út frá þeim í dag.
Manneldiskönnun heilbrigðis-
ráðuneytisins og Manneldisráös,
sem nú er að hefjast og nær til fólks
á öllu landinu, 15 ára og eldri, mun
ekki gefa svör um mataræöi skóla-
barna nema að mjög takmörkuðu
leyti.
Bráöabirgðaniðurstöður liggja
KjaHarinn
Hrafn V. Friðriksson,
dr. med. yfirlæknir og jafnframt
skólayfirlæknir i heilbrigðis-
ráðuneytinu
hins vegar fyrir um matarvenjur
11-15 ára skólabarna af öllu
landinu, sem skólayfirlæknir og
heilbrigðisráðuneytið öfluðu sl. vor
með könnun á lifnaðarháttum og
heilsu skólabarna. Samkvæmt
þeim borða langflest skólabörn
daglega morgunmat (80-90%), há-
degismat (85-98%) og kvöldmat
(98-99%).
Af eðlilegum ástæðum er algeng-
ara að börn í dreifbýli (91-98%) og
„öðru þéttbýli" (93-95%) heldur en
á Reykjavíkursvæðinu (84-85%)
borði hádegismat, því oft er styttra
heim eða heimavist á staðnum fyr-
ir börn sem lengra eru aðkomin
úti á landi. Á Reykjavíkursvæðinu
bæta börnin sér þetta upp með því
að boröa mun oftar nestispakka í
skólanum daglega (46-57%) heldur
en börn í „öðru þéttbýli" (42^9%)
og í dreifbýli (24-32%). Stúlkur
borða nestispakka í skólanum oftar
en drengir og bæta sér væntanlega
þannig upp að þær boröa sjaldnar
morgunmat en drengir. Algengt er
aö börn borði bita fyrir svefn og
drengir oftar (49-56%) en stúlkur
(34-37%) og oftar í þéttbýli en í
dreifbýli.
„Aukabitarnir“
Þessar niðurstöður gefa til kynna
að matarvenjur skólabarna séu í
góðu lagi hér á landi, óháð búsetu.
Einnig að vannæring meðal þeirra
sé ólikleg ef fæðuval heimilanna
er í lagi, sem ég hef fulla ástæðu
til að halda að sé.
Annað mál eru „aukabitarnir"
sem skólabörn kunna að kaupa sér
á milli mála. Þar er fyrst og fremst
um að ræða aukaorkuneyslu sem
ekki hefur næringarfræðilegt gildi
nema hún fari að verða verulegur
hluti af heildarorkuþörfmni. Þessi
aukaorkuneysla er fyrst og fremst
í formi sætinda sem geta stuðlað
að tannskemmdum og valdið offitu
meðal barnanna. Tannskemmdir
hafa til skamms tíma verið mjög
algengar hér á landi og algengari
hér en meðal nágrannaþjóða okk-
ar.
Hollari neysluvenjur meðal þjóð-
arinnar og öflugt forvarnastarf í
skólum á undanfómum árum hef-
ur nú þegar stórum bætt tann-
heilsu skólabarna. Einkum á þetta
við um þéttbýlisstaði eins og
Reykjavík og Akureyri, þar sem
skólatannlækningar eru til fyrir-
myndar. Hefur tannskemmdastuð-
ull (DMFT) 12 ára skólabarna í
Reykjavík lækkað um 40% á fjór-
um árum, úr 6,82 árið 1983-84 í 4,14
árið 1987-88 (8). Svipað hefur lík-
lega gerst víðar og var t.d. tann-
skemmdastuðull 11-12 ára barna á
Akureyri 3,2 áriö 1987-88 (9).
Fyrir áratug var tannskemmda-
stuöull (DMFT) um 8,6 fyrir 12 ára
börn á öllu landinu aö jafnaði. Allt
bendir til þess aö hann hafi núna
lækkaö um meira en helming og
er um stórkostlegan árangur að
ræða í heilbrigðismálum íslend-
inga ef rétt reynist.
Er líklegt að við náum innan
skamms markmiði Alþjóðaheil-
brigðismálastofnunarinnar um
tannskemmdastuðul lægri en 3,
allavega í stærstu sveitarfélögun-
um. Til að svo megi verða þarf enn
að beita sér gegn „bitum milli
mála“ meðal barna og unglinga,
hvetja til reglulegrar tannburstun-
ar, notkunar flúors á tennur eða í
töfluformi og reglulegs eftirlits með
tönnum hjá tannlækni.
Ennfremur kemur flúorbæting
neysluvatns fyllilega til álita sem
einn skásti kosturinn í baráttunni
gegn tannskemmdum hér á landi.
Niðurstaða
Rannsóknir á heilsu, næringu og
matarvenjum skólabarna hér á
landi benda ekki til þess að þau séu
vannærð. Geta foreldrar, einkum í •
Reykjavík, og alþingismaðurinn
andað léttar þess vegna.
Hins vegar er líklegt að ofbeldi
geti verið byrjandi vandamál með-
al íslenskra skólabarna, sem nauð-
synlegt er að rannsaka nánar.
Reyndar þarf að efla ransóknir á
heilsu og lifnaðarháttum skóla-
barna og unglinga yfirleitt hér á
landi.
Matarvenjur 11-15 ára skóla-
barna virðast vera með eölilegum
hætti, langflest borða morgunmat,
hádegismat og kvöldmat daglega.
Meira en helmingur skólabarna á
Reykjavíkursvæðinu 11-15 ára
borðar daglega nestispakka í skól-
anum en í dreifbýli um helmingi
færri.
Tannskemmdir eru á hröðu und-
anhaldi meðal skólabarna á ís-
landi, væntanlega vegna hollari
neysluvenja og öflugs forvarna-
starfs.
Þrátt fyrir að nú hafi birt yfir
heilsufari íslenskra skólabarna
veröa foreldrar, skóli og opinberir
aðilar að halda vöku sinni áfram
og tryggja að ætíð sé sem best búið
að íslenskri æsku.
Alþingismanninum og öðrum,
sem um jafnmikilvæg og viðkvæm
mál fjalla á opinberum vettvangi,
ráðlegg ég að vanda skrif sín svo
þau valdi ekki fólki áhyggjum að
tilefnislausu og virði það sem vel
hefur verið gert.
Hrafn V. Friðriksson
Heimildir:
1. Guðmundur G. Þórarinsson. Dag-
blaðið 28. febrúar 1990.
2. Hrafn V. Friðriksson. Heilsuvernd í
skólum, Fréttablað lækna mars 1990.
3. Laufey Steingrímsdóttir. Heilbrigðis-
máj 2:1985.
4. Ólafur Ólafsson og Jónas Ragnars-
son. Heilbrigðismál 1:1984.
5. Nikulás Sigfússon. Offita, Manneldi
og neysla, rit heilbrigðis- og trygginga-
málaráðuneytisins 1/1989.
6. Baldur Johnsen. Læknablaðið 9. tbl.
1941.
7. Baldur Johnsen. Könnun Manneld-
isráðs 1977-78. Heilbrigðisskýrslur,
fylgirit 1984.
8. Heilbrigðisráð Reykjavíkur. Árs-
skýrsla 1988.
9. Árni Þórðarson. Rannsókn á tann-
heilsu barna á Akureyri. Dagur 23.
nóvember 1988.
„Hins vegar er líklegra aö „ofeldi“, sem
getur valdið ótímabærum veikindum
og dauða um og eftir miðjan aldur í
formi t.d. hjarta- og æðasjúkdóma og
krabbameins, hefjist hjá börnum á
grunnskólaaldri. ‘ ‘