Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1990, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1990, Síða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 1990. Fréttir Alþýðubandalagið í Reykjavik: Vaxandi líkiir eru á að ekki verði af framboði fylgi við Nýjan vettvang fer vaxandi innan félagsins Líkur á að Alþýðubandalagsfélagið i Reykjavik bjóði fram sérstakan lista við borgarstjórnarkosningarnar eru nú heldur litlar. Það hefur vakið at- hygli að Sigurjón Pétursson, sem verið hefur leiðtogi Alþýðubanda- lagsins í borgarmálum í 20 ár, hefur enn ekki viljað gefa upp hvort hann gefur kost á sér í forvali félagsins, sem fyrirhugað var, þrátt fyrir að til stæði að senda forvalsgögn út um síðustu helgi. Þá hefur Guðrún Ágústsdóttir heldur ekki gefið upp hvort hún gefur kost á sér. Sigurjón vildi ekkert segja um þetta mál í morgun annað en það að hann væri í góðu sambandi við nefndina sem annast á framkvæmd forvalsins ef af verður. Hann viður- kenndi aftur á móti að hugmyndin um að styðja Nýjan vettvang ætti „eitthvert fylgi innan Alþýðubanda- lagsfélags Reykjavíkur," eins og hann komst að orði. Samkvæmt öruggum heimildum DV var Sigurjón Pétursson búinn að ákveða að hætta, sömuleiðis Guðrún Ágústsdóttir. Þegar svo samtökin Nýr vettvangur voru stofnuö var þrýst á Sigurjón að loka ekki dyrun- um. Með hann í efsta sæti væri ef til vill von á að ná manni inn í Reykja- vík. Því má segja að hann haldi þeim opnum í hálfa gátt meðan gerjunin sem nú stendur yflr á sér stað. Hugmyndir hafa verið uppi innan Alþýðubandalagsins um aö koma með alveg nýjan lista, fólk sem ekki hefur verið á lista hjá félaginu áöur. Sóst hefur verið eftir því við Hildi Jónsdóttur, fyrrum fréttaritara Rík- isútvarpsins í Kaupmannahöfn, að hún taki 1. sætið. Raunar hefur verið rætt við fjölda fólks um að taka sæti á listanum en viðbrögðin verið dauf. Þess vegna hallast nú æ fleiri innan félagsins að því að halla sér að Nýj- um vettvangi. Það er aðeins kjarninn úr flokkseigendafélaginu ásamt gömlu Fylkingarfélögunum sem enn strögglar. Á framkvæmdastjórnarfundi Al- þýðubandalagsins, sem haldinn var í gær, stóö til að leggja til atlögu við Kristínu Á. Ólafsdóttur sem gefur kost á sér í forvali Nýs vettvangs. Þegar til kom lögðu andstæðingar Kristínar ekki í það og mál hennar var ekki rætt. Samkvæmt heimildum DV áttu Birtingarfélagar fund með Svavari Gestssyni og Steingrími J. Sigfússyni i gær. Hvorugur þeirra útilokaði stuðning félagsins í Reykjavík við Nýjan vettvang en tóku hugmynd- inni heldur ekki fagnandi. Það nýjasta er svo að Æskulýðs- fylking Alþýðubandalagsins lýsir yfir stuðningi við Nýjan vettvang. Sömuleiöis munu allir Birtingarfé- lagar hafa fallist á að styðja nýja framboðið en ákveðnir menn innan Birtingar hafa verið efins, menn eins og fyrrum ritstjórar Þjóðviljans, Öss- ur Skarphéðinsson og Mörður Arna- son. Alþýðubandalagið í Reykjavík er að falla á tíma í framboðsmálum sín- um og því er ákvörðunar að vænta íþessariviku. -S.dór Arnar Jensson, yfirmaður flkniefnadeildar: Kannanir á fjölda fíkniefna- neytenda eru fáar og lélegar Hluti bilanna sem lentu í átta bíla árekstri á Arnarneshæð. Fólk, sem var í bílunum, varð að leita skjóls í vinnus- kúrum Hagvirkis sem eru á hæðinni. Eignatjón varð mjög mikið. Enginn slasaðist hættulega. DV-mynd S Blindbylur, ófærð og 100 bílar í árekstrum Um 100 bílar lentu í árekstrum á höfuðborgarsvæðinu í gærmorgun þegar gerði mikinn blindbyl. Víða skóf í skafla og vegir og götur urðu þungfærar. Talið er aö um 100 bílar hafi skemmst vegna árekstra og nokkur slys urðu á fólki - engin mjög alvarleg. í Kollafirði varð átta bíla árekstur. Þar, sem og víðar, varð mikið eigna- tjón. Eins var átta bíla árekstur á Arnarneshæð. Þar varð einnig mikið tjón. Hjá lögreglu varð mikið annríki og víða voru björgunarsveitir kallaðar út til aðstoðar. Skömmu eftir hádegi í gær var komið ágætt veður á höfuðborgar- svæðinu og umferö komst í eðlilegt horf á ný. -sme „Við höfum oft heyrt sögur um aö heróín og krakk sé í umferð og höfum margsinnis tekið efni úr umferð sem áttu að vera krakk en reyndust síöan vera eitthvaö annað,“ sagði Arnar Jensson, yfirmaöur fíkniefnadeilar lögreglunnar, í samtali við DV. Arnar segir að Breiðholt hafi fengið athygli vegna tuga ungmenna sem voru handteknir í síðastliðinni viku. „Við höfum aldrei handtekið svo margt ungt fólk í einu en það var á aldrinum 15 til 20 ára. Hins vegar höfum við oft handtekið og kært svipaðan fjölda af eldri fikniefna- neytendum í einu í Reykjavík - það hefur verið víðs vegar um borgina. Á hinn bóginn er ekkert hægt að al- hæfa hvort hægt er að eingangra fíkniefnaneyslu við Breiöholt,“ sagöi Arnar. DV barst vitneskja í gær um að enginn þeirra sem var handtekinn í síðustu viku hefði veriö úr Fella- skóla. Grunnskólanemi í Breiðholti og viðmælandi DV í gær, lét að því liggja að hassneysla nemenda úr þeim skóla og víðar væri algeng. Arnar sagðist ekki geta staðfest að enginn þeirra handteknu væri úr ofangreindum skóla því nákvæmar upplýsingar á eftir að taka saman vegna handtakanna. „Tilgangurinn með handtökuað- gerðum eins og í fyrri viku miöast við að stöðva neysluna eins og kostur er. í framhaldi af málum eins og þess- um eru fyrirhugaðar aðgerðir og að- stoð við viökomandi - það veröur rætt við skólana, foreldra og aðra aðila. Það sem ber að leggja meginá- herslu á er forvarnarstarf gegn því að þeir yngri byrji á að neyta fíkni- efna,“ sagði Arnar. Arnar sagðist telja hlutfall fíkni- efnaneytenda vera lægra en fram kom í máli ofangreinds nemanda og neytanda í samtali við DV í gær. Hátt hlutfall getur þó átt við í einum bekk í einhverjum skóla. Kannanir vegna tíðni fíkniefnaneyslu eru hins vegar fáar og of lélegar. Samkvæmt einni slíkri kemur þó fram að 30 pró- sent úr aldurshópnum 15-30 ára hafa einhvern tíma prófað hass. Hlutfall þeirra sem neyta þess að staðaldri er svo aðeins hluti af þeirri tölu. En rétt er að benda á að fíkniefnaneysla er lögbrot - þess vegna fara hand- tökur fram. „Þeir sem eru langt komnir í fíkni- efnaneyslu eiga það oftast sameigin- legt að hafa byrjað á að fikta við og drekka áfengi. Hass kemur seinna til sögunnar þegar krakkarnir kynnast nýjum kunningjum. í framhaldi af því kemur svo amfetamín,“ segir Amar. Aðspurður um gróf ofbeldisverk, sem framin eru undir áhrifum fíkni- efna, sagði Arnar að það væri staö- reynd að amfetaminneytendur æst- ust mikið upp af neyslu þess enda væri það mjög örvandi. „Amfetamíni fylgir oft mikið ofbeldi. Menn vilja gangast upp í því að vera harðir og töff. Ofbeldis- og skemmdarverk tengjast þó oftast áfengi,“ sagði Arn- ar Jensson. -ÓTT Ummæli grunnskólanema og fíkniefnaneytanda í DV 1 gær: „Passa ekki við okkar upplýsingar“ - segir Örlygur Richter, skólastjóri Fellaskóla Reykjavíkurskákmótið: Karl og Helgi í efstu sætum í 4. umferð Búnaöarbankaskák- mótsins sigraði Helgi Ólafsson bandaríska stórmeistarann Joel Bepjamin glæsilega. Karl Þor- steins geröi jafnteíli við Dolmatov og sömuleiöis geröi Jón L. jafit- tefli við Wojkíewicz frá Póllandi. Margeir tapaði hins vegar fyrir David Bronstein. Polugaevsky vann Azmaypar- ashvili og er einn efstur meö 4 virininga. Helgi, Karl og Kamsky, sem er aöeins 15 ára, eru næstir með3,5vinmnga. -SMJ „Þær upplýsingar, sem fram komu í DV í gær, um fjölda og hlutfall nem- enda, sem neyta fíkniefna í Breið- holti, eiga ekki við um Fellaskóla. Það sem fram kom hjá viömælanda blaðsins finnst okkur skrýtið og passar ekki við þær upplýsingar sem við höfum. Við höfum lagt rækt við íþrótta- og félagsstarf og við vinnum náið með nemendum, til dæmis í Fellahelli," sagði Örlygur Richter, skólastjóri Fellaskóla, í samtali við DV. Örlygur segir að drykkja hafi ekki tíökast á skólaskemmtunum i Fella- skóla - ekki einu sinni á skólalóð- inni. 16 ára piltur, sem er nemandi í einum grunnskólanna í Breiðholti, sagði í DV í gær að í Reykjavík væri hlutfallslega mest um fíkniefna- neyslu í Hóla- og Fellahverfi. Hann sagðist telja að um fimmti hver grunnskólanemandi reykti „stund- um“ hass. „Mér finnst að okkur vegið með þessum ummælum. Ég held að fíkni- efnaneysla hljóti að dreifast um borgina. Ég hef ekki trú á að hún sé meiri í Breiðholti en annars staðar í Reykjavík. Fólk er oft tilbúið til gefa Breiöholti einhvern óréttmætan stimpil," sagði Örlygur. Aðspurður um aðgerðir til að sporna við fíkniefnaneyslu sagði Örl- ygur að hann væri hlynntur því aö ræða fíkniefnavandamál. „Þaö er full ástæða til að halda mönnum viö efnið," sagði Örlygur. „Það sem helst þarf að taka á er: Hvað ætlarðu að gera þegar þú verður var við fíkni- efnaneyslu? Við höfum ekki orðið vör við þennan vanda. Kynningu þarf að efla 'varðandi það hvernig á að þekkja einkenni vegna vímuefna. Þegar ég settist niður í gær með kennurum hér kom það upp á yfir- borðið að við höfum ekki þurft að glíma við fíkniefnavandamál í þess- um skóla. Ef slíkt kæmi upp mynd- um við vafalaust vinna með nemend- um sjálfum, foreldrum og ef til vill leita til unglingadeildar Félagsmála- stofnunar. Mér finnst umfiöllun um þessi mál eiga rétt á sér en hún verð- ur líka að vera af hinu jákvæða," sagði Örlygur Richter. -ÓTT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.