Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1990, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1990, Qupperneq 4
4 MIÐVIKU'ÐAGÖR 21. MÁRS 1990. Fréttir Lögin um olíuhlutdeild sjómanna: Ríkisstjórnin skiptir sér ekki af þessu máli nema ósk komi um það frá báðum deiluaðilum, segir Steingrímur Hermannsson Fulltrúar frá Farmanna- og fiski- mannasambandinu, Sjómannafélagi Reykjavíkur og fleiri sjómannafélög- um hafa átt viðræður við forsætis- ráðherra og hafa þeir lagt fram þá ósk að olíukostnaöarhlutdeild sjó- manna verði minnkuð með lögum. Árið 1987 var kostnaðarhlutdeildin einmitt ákveðin með lögum. Að sögn Steingríms Hermannsson- ar forsætisráðherra mun ríkisstjórn- in ekki grípa inn í þá kjarasamninga sem reynt er nú að halda gangandi milli sjómanna og útgerðarmanna. Hann sagði það rétt að farið hefði verið fram á það olíukostnaðarhlut- deildinni yrði breytt með lögum. Hann sagði sjómenn jafnframt hafa kvartað yflr því að útgerðarmenn neituðu að tala við þá. Þeir bentu á að ekki væri óeölilegt aö fyrst hlut- deildin hefði veriö sett á með lögum á sínum tíma yrði þeim lögum breytt nú. - Kemur til greina að ríkisstjórnin breyti þessum lögum? „Það kemur ekki til greina að ríkis- stjórnin grípi inn í kjarasamninga, nema samkomulag sé um þaö hjá báðum deiluaðilum. Það kemur held- ur ekki til greina að ríkisstjórnin grípi inn í kjarasamninga og hækki laun sjómanna meira en annarra stétta í landinu," sagði Steingrímur. Hann var spurður hvort það mætti ekki teljast eðlilegt fyrst olíukostnað- arhlutdeildinni hefði verið komið á með lögum að þeim lögum yröi breytt? „Þegar lögin voru sett á sinni tíð var um það samkomulag. Þess vegna lít ég svo á að til þess að þeim verði breytt þurfi að vera um það fullt sam- komulag milli deiluaðila," sagði SteingrímurHermannsson. -S.dór Sauðárkrókur: Sæluviku frestað um mánuð Þórhallur Asmundsson, DV, Sauðárkróki; Ákveðið hefur verið að fresta Sælu- viku Skagfirðinga, sem hefjast átti 25. mars, um mánuð og mun hún því ekki hefjast fyrr en í sumarbyrjun, 22. apríl, koma í beinu framhaldi aí Húnavöku sem lýkur daginn áður. Frumorsök frestunar sæluvikunn- ar er sú hve Leikfélagi Sauðárkróks gekk erfiðlega að fá leikara til starfa þegar loksins hafði tekist að útvega leikstjóra. Meiraprófsnámskeið for- fallaði tvo leikara og annað eftir því. Leiksýningar leikfélagsins hafa ætíð verið fastur kjarni í sæluvik- unni sem félagsheimilið Bifröst hef- ur staðið fyrir um áraraðir. Húsvörð- urinn, Halldóra Helgadóttir, gat ekki hugsað sér sæluvikuna án leikfélags- ins og fékk því samþykki annarra aðila, sem þátt eiga að sæluvikunni nú, aö slá henni á frest. Verið er að undirbúa framkvæmdir viö gerð skautasvells í Laugardal og hefur verkiö verið boðið út. Að sögn Magnúsar Sædals Svavarssonar hjá Reykjavíkurborg er áætlað að svellið verði tilbúið 1. nóvember í haust. Verð- ur þetta 1800 fermetra svell sem fullnægja á þeim kröfum sem gerðar eru til keppnissvella. Byggt verður fyrir starfsfólk og einnig búningsherbergi og sturtur. Einhvern tíma síðar er gert ráð fyrir að byggja yfir allt svellið. Það verður í notkun yfir háveturinn en á sumrin má leggja sérstakt áklæði yfir, svo hægt verði að notast við „svellið" til annars en skautaiðkunar. Með yfirbyggingu verður einnig til aðstaða fyrir sýningar og slíkt. DV-mynd GVA Sj ómannasambandið: Kjarasamn- ingarnir komnir í biðstöðu „Það má eiginlega segja að kjara- samningar sjómanna séu komnir í biðstöðu. Sjómannafélögin eru að vinna að því að afla sér verkfalls- heimilda samkvæmt ósk sambands- ins. Að því loknu á ég von á því að kallað verði til fundar formanna og sambandsstj órnar, “ sagði Hólmgeir Jónsson hjá Sjómannasambandi ís- lands í samtali við DV. Hólmgeir sagði að verkfall yrði að boða með þriggja vikna fyrirvara ef menn ætluðu út í það. Hann sagðist eiga von á að sambandsstjórnar- og formannafundurinn yrði haldinn öðru hvorum megin við páska. Það er því ljóst að til sjómanna- verkfalls kemur vart fyrr en í maí þegar loönuvertíð og vetrarvertíð eru búnar. Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til sáttafundar í deilunni en máhð er núalfariðíhanshöndum. -S.dór í dag mælir Dagfari Dönsk nýlenda Umheimurinn hefur beðið spennt- ur eftir því hvort íslendingar við- urkenni sjálfstæði Litháen. Eink- um munu þeir í Moskvu vera skjálfandi hræddir um viðbrögð íslensku ríkisstjórnarinnar og verður ekki annað skilið en aö sjálfstæði og framtíð Litháen velti á því hvort Islendingar viðurkenni sjálfstæði þess eða ekki. Gorbatsjov hefur haft í hótunum við Litháa en ekki þorað enn sem komið er að láta til skarar skríða af ótta við hefndaraðgerðir íslendinga og ann- arrra herskárra þjóða sem kunna að styðja sjálfstæðisbaráttu Litháa. Viðurkenningin hefur hins vegar dregist af ótta við að hún kunni að valda straumhvörfum í þeirri þíðu sem átt hefur sér stað að undanfornu. Sovétríkin hafa linað tök sín á leppríkjum sínum og heima fyrir hafa frjálslyndir menn fengið málfrelsi og einstök ríki inn- an Sovétríkjanna hafa haft uppi til- burði til aukinna réttinda. Málin eru á mjög viðkvæmu stigi og það er mat íslenskra ráðherra aö yfir- lýsing af hálfu íslands muni hugs- anlega getað breytt afstöðu Rús- sanna og hleypt hörku í alþjóða- málin. Þess vegna hafa þeir í stjómarráðinu legið undir feldi og farið varlega í sakimar. íslending- ar vilja ekki verða til þess að kalda stríðið hefjist á nýjan leik og þeir vita ekki hvaða áhrif það kann að hafa þegar og ef þeir viðurkenna sjálfstæði einstakra ríkja innan Sovétríkjanna. Fróðir menn í þjóðarrétti hafa fundið það út að Danir hafa lýst yfir stuðningi við sjálfstæði Lithá- en. Það gerðu Danir árið 1921 en þá var ísland danskt ríki og þjóð- réttarfræðingar hafa túlkað yfir- lýsingu Dana frá 1921 sem stuðn- ingsyfirlýsingu íslands. Jón Bald- vin utanríkisráðherra hefur tekið undir þetta álit þjóðréttarfræðing- anna og telur að viðurkenning Dana jafngildi viðurkenningu ís- lendinga. Þetta þýðir með öðrum orðum aö ísland þarf ekki aö gefa út aðra yfirlýsingu núna, áttatíu árum síðar, vegna þess að allir viti og allir muni að ísland var í Dana- ríki á þeim tíma og þeir geta ekki ómerkt það sem Danir hafa sagt fyrir hönd íslands. Nú vefst þaö að vísu fyrir sumum nútímamönnum, sem ekki voru fæddir árið 1921, hvernig yfirlýs- ingar Dana geti verið yfirlýsingar íslendinga og fara þá sjálfsagt margir að spyija sjg hvort við séum kannske ekki sjálfstæðir ennþá í þjóðréttarlegum skilningi. Fer þá ekki aö verða tímabært fyrir Sovét- ríkin eða þá í Litháen aö senda frá sér yfirlýsingar um viðurkenningu sina á sjálfstæði íslands til að minna íslendinga á að þeir stofn- uðu lýðveldi 1944? Er ekki orðið tímabært að íslendingar fái það á hreint hvort þeir séu sjálfstæðir eða ekki? Þetta mál kann að vefjast fyrir fleirum en þjóðréttarfræðingum og ráðherrum og þá má líka reikna með því að Sovétríkin þurfi ekki að taka mark á einhverjum sjálf- stæðisyfirlýsingum frá íslensku ríkisstjórninni ef hún hefur ekkert umboð til að senda frá svoleiðis yfirlýsingar, vegna þess að Danir voru áður búnir að senda frá sér sams konar yfirlýsingar fyrir átta- tíu árum. Litháar hljóta sömuleiðis að vera yfir sig hrifnir af þeirri staðfestu íslendinga að vísa til dan- skra stuöningsyfirlýsinga fyrr á öldinni og Litháar hljóta að geta sýnt Gorba þessa yfirlýsingu til að fylgja eftir kröfu sinni um sjálf- stæði. Þannig geta allir sloppið með skrekkinn. Litháarnir fengið sína stuðningsyfirlýsingu frá íslandi í gegnum Danaveldi, Sovétmenn sagt að þeir taki ekki mark á dönsk- um yfirlýsingum frá íslendingum og Danir sagt að þetta hafi verið íslensk yfirlýsing. íslendingar sjálfir geta síðan vís- að til þjóðarréttar ef allt fer í bál og brand í Evrópu og sagt, sem rétt er, að þeir geti ekki gert að því hvað Dönum hafi dottið í hug fyrir áttatíu árum. Það er stundum óþægilegt að vera sjálfstæður og bera ábyrgð á sínum eigin yfirlýsingum og þá er gott hafa verið nýlenda í Danaveldi og þurfa ekki að styggja Sovétmenn með nýjum yfirlýsingum. Það er gott að eiga þjóöréttarfræöinga sem kunna dönsku og það er gott að eiga ríkisstjórn sem ekki tekur mark á því aö við séum sjálfstæö þjóð þegar heimsfriðurinn er í hættu. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.