Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1990, Side 5
MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 1990.
5
r>v Viðtalið dv
Fréttir
----- ■ —1*
Skemmtilega
kærulaus
> „
Nafn: Guðjón Bjarnason
Aldur: 31 árs
Staða: Arkitekt og listamaður
„Ég er Reykvíkingur í húð og
hár og ofan I kaupið ættaður úr
vesturbænum, maður gerist ekki
meiri Reykvíkingur en þaö. Ég
gekk í skóla í fyrir vestan læk og
þegar ég hafði aldur til fór ég í
MR. Það var gaman í menntó. Þar
gerðist maöur skemmtilega
kærulaus og gerði á hverjum
tíma þaö sem manni sjálfum lík-
aði best og komst upp með það.
Síðan hef ég verið að gera það
sem mig langar,“ segir Guðjón
Bjarnason, arkitekt og myndlist-
armaður, sem sýnir nú verk sín
á Kjarvalsstöðum
Áhugi á að læra
„Þegar ég var orðinn stúdent
ákvað ég að fara í lögfræði í Há-
skóla íslands og lagði stund á lög-
fræði í tvö ár. Hins vegar blund-
aði áhuginn á að teikna alltaf í
mér og á endanum hafði sá áhugi
vinninginn og ég ákvað að fara i
arkitektúrnám.
Guðjón hélt til Bandaríkjanna
árið 1981 og hóf nám í Rhode Is-
land School of Design í Provid-
ence á Rhode Island. „Rhóde Is-
land er ekki ósvipað íslandi. Þar
er allt fullt af litlum Eyrarbökk-
um og togarabæjum. Þetta er
skemmtilegt sveitasamfélag.
Meðan ég var í námi kerrndi ég
með skólanum og tók alla þá
kúrsa sem boðið var upp á i
myndlist. Þegar ég var útskrifað-
ur langaöi mig að taka myndlist-
ina alvarlega og þá lá leiðin til
Nevv York. Hún er mikil listaborg
og þar heltekur listin fólk. Ég fór
svo í framhaldsnám þar, bæöi í
arkitektúr og myndlist og lauk
námi á síðasta ári.
Ég rek mína eigin teiknistofu
og er með ýmsis verkefni héðan
að heiman. Það er ágætt að búa
í útlöndum og vinna að verkefn-
um á íslandi. Ég verð á landinu
þangað til i maí og á meðan ég
er hér ætla ég að undirbúa fleiri
sýningar og taka þátt i sam-
keppnum um byggingarlist. Það
er afar gaman að taka þátt 1 þeim.
Á meðan maður vinnur að ein-
hverri samkeppni er maður hald-
inn þráhyggju og kemst í algert
algleymi.
Ég sinni fáu öðru en arkitektúr
og myndlist. Það er fátt annað
sem ég vil gera og ég er þakklátur
fyrir að hafa ekki tíma til að gera
annað. Ef ég fer á hljómleika er
ég að byggja í huganum og ég er
yfirleitt alltaf með hugann við
þetta tvennt.
Það er auðvelt aö sameina þess-
ar tvær greinar, myndlistina og
arkitektúrinn, báðar greinarnar
ber að sama brunni. Arkitektúr
verður til fyrir ákveöna sköpun
og myndlistin sömuleiðis. Vinn-
an í öðru faginu verkar örvandi
á hitt og öfugt.“
Gaman að ferðast
Ég hef gaman af að ferðast og
hef ferðast víða um heim. í fram-
tíðinni langar mig til að skipu-
leggja ferðir til fjarlægari staða
og skoöa forn mannvirki og
kynna mér siöi og venj ur annarra
menningarsamfélaga i nútíö og
fortíð. Ferðalög eru örvandi fyrir
sálina og líf mitt einkennist af þvi
að skil á milli vinnu og frítíma
eru lítil. Ég veit stundum ekki
hvort éger að vinna eða í fríi.“
-J.Mar
Tannlæknadeild neydd til að flölga nemendum:
Nemandi felldur eft-
ir að hann náði próf i
. - háskólaráð tók mannlega þáttinn með 1 reikninginn
„Það er rétt að við vildum halda
í reglurnar eins og þær höfðu verið
samþykktar í fyrra og taka aðeins
sjö nemendur inn á annað misseri.
Háskólaráð komst að annarri nið-
urstöðu og vildi taka mannlega
þáttinn með í reikninginn," sagði
Örn Bjartmars Pétursson, forseti
Tannlæknadeildar Hákóla íslands,
í samtali við DV.
Eftir síðustu jólapróf kom upp
óánægja meðal nemenda með
hverjir fengju að halda áfram
námi. Tannlæknadeild telur sig
geta tekið við sjö nemendum og til-
kynnti þeim sjö efstu á prófmu að
þeir gætu haldið áfram námi. Sá
áttundi í röðinni kærði matið á
prófinu og reyndist hafa rétt fyrir
sér. Hann var því færður í sjöunda
sætið en sá sem hafði áður verið
þar í röðinni var útilokaður frá
frekara námi.
Sá sem þarna var felldur, eftir að
hafa áður fengið heimild til að
halda áfram námi, kærði þessa nið-
urstöðu. Á endanum fór málið fyrir
háskólaráð í lok febrúar og þar var
úrskurðað að átta nemendur gætu
haldið áfram námi.
„Við getum ekki með góðu móti
haft átta nemendur í árgangi vegna
aðstöðuleysis. Eina lausnin, sem
við sjáum, er aö minnka kennsluna
sem hver og einn fær,“ sagði Örn
Bjartmars.
Aður hafa hliðstæð mál komið
upp í Tannlæknadeild og hefur þá
einnig orðið að úrskurða um hverj-
ir geti haldið áfram. Örn sagði að
upphaf málsins nú mætti rekja til
mannlegra mistaka og það væri
ástæðan fyrir því að háskólaráð
heföi ákveðið að ijölga í deildinni.
-GK
Fimm nýjar vísitölur:
Verðhjöðnun
í byggingar-
kostnaði
Vísitala byggingarkostnaðar lækk-
ar í næsta mánuði um 0,5 prósent.
Þessi lækkun jafngildir um 6,2 pró-
sent verðhjöðnun á ársgrundveÚi.
Þetta er í fyrsta skipti síðan í árs-
byrjun 1988 að vísitalan lækkar á
milli mánaða en þá lækkuöu ýmis
aðfóng umtalsvert vegna tollalækk-
unar. Ástæða fyrir lækkuninni nú
er annars vegar lækkun á útseldri
vinnu í kjölfar banns verðlagsráðs
og hins vegar vegna lækkunar á leigu
á byggingamótum.
Eins og fram hefur komið hækkaöi
framfærsluvísitalan um 0,8 prósent
um daginn, launavísitalan nú mest,
eða um 1,2 prósent.
Þetta þýðir að lánskjaravísitalan
hækkar nú um 0,53 prósent í næsta
mánuði sem jafngildir um 6,5 prósent
árshækkun. Ef gamh grunnur láns-
kjaravísitölunar væri enn í gildi
hefði vísitalan ekki hækkað nema
um 0,37 prósent sem jafngildir um
4,5 prósent á ársgrundvelli. Lántak-
endur eru því byrjaðir að bera kostn-
að af breytingum á grunni vísitölun-
ar í stað sparifjáreigenda.
Vísitala húsnæðiskostnaðar hækk-
ar um 1,8 prósent frá og með 1. apríl.
Vísitalan hækkar á þriggja mánaða
fresti. Þessi hækkun jafngildir því
um 7,4 prósent hækkun á árgrund-
velli. -gse
Keflavik og Hveragerði:
Litlar tekjur
en hækka ekki
skatta
Mörg þeirra sveitarfélaga sem hafa
hækkað aðstöðugjöld sín aö undan-
förnu eru meðal verst settu sveitarfé-
laga á landinu, til dæmis Hofsós og
Siglufjörður. Önnur illa stæð sveitar-
félög sjá ekki ástæðu til að auka tekj-
ur sínar á sama tíma, eins og til
dæmis Hveragerði og Keflavík. Þessi
tvö síðastnefndu sjá sér jafnframt
fært að lækka fasteignaskatta.
Þegar litið er til hvaða sveitarfélög
það eru sem hækka mest aðstööu-
gjöld sín á útgerð og fiskvinnslu kem-
ur í ljós að þaö eru flest illa stæð
sveitarfélög. Einu sveitarfélögin, sem
lentu á lista DV yfir þau 20 verst settu
en hækka ekki gjöldin, eru Keflavík
og Hveragerði. Einn lielsti vandi
þessara tveggja sveitarfélaga er hins
vegar lágar tekjur og skáru þau sig
nokkuð úr öðrum á listanum sökum
þessa.
-gse
DASAMLEGT
í einu orði sagt
Þýska verksmiðjan Klose Kollektion framleiðir svo frábærlega vönduð
og falleg borðstofuhúsgöng að hrein unun er að snerta þau og strjúka.
Á húsgagnasýningunni í Köln núna í janúar keyptum við dágott
úrval afþessum hágæða borðstofusettum í mörgum viðartegundum.
ftomdu og
ersvo einstaklega fallegur.
REYKJAVÍK
Sjáumst
Húsgagmt-höllin
Bíldshöfða 20
sími 68-11-99
Það mun vissulega koma þér á óvart hvað Húsgagnahöllin á mikið
til af borðstofusettum frá Fiorðuriöndum - Ítalíu - Þýskalandi og
fleiri löndum í öllum hugsanlegum verðflokkum.
Við leggjum áherslu á gæði og hagstæð innkaup til þess að þú fáir
reglulega mikið fyrir peningana þína.