Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1990, Qupperneq 9
< .MlDyiKUDACiUR 21. MARvS 1990.
:*9
Utlönd
Sovétríkin:
Vaxandi
spenna
Forsætisráöherra Litháen hefur
ritaö ráðamönnum í Moskuv bréf þar
sem hann skýrir frá áhyggjum sínum
vegna aukinna hernaöarlegra um-
svifa í og í nágrenni viö Litháen.
Kazmiera Prunskiene forsætisráð-
herra sagði aö herforingjar í lýðveld-
inu hefðu sagt þessi umsvif vera
hluta viðameiri og umfangsmeiri
reglubundinna heræfinga. En, sagði
ráðherrann, stjórn Litháen hefur
ekki verið tilkynnt um þessi herum-
svif.
Litháar lýstu lýðveldið fullvalda og
sjálfstætt ríki fyrir viku. Sovétstjórn-
in er ekki ýkja hrifm af þessu frum-
kvæði og hefur þingið lýst yfirlýsing-
una ómerka. í nýlegri ályktun þings-
ins segir að sovésk lög gildi enn í
Litháen.
Bandaríkjastjórn hefur lýst yfir
áhyggjum sínum vegna hernaðar-
umsvifa sovéskra hermanna í Lithá-
en sem hófust um helgina. Fullvissa
Sovétmanna um að hernum verði
ekki beitt til að fá Litháa til að falla
frá fullveldisyfirlýsingu sinni hefur
greinilega ekki nægt til að róa
Bandaríkin. Yfirvöld í Bandaríkjun-
um hafa einkum áhyggjur af fregn-
um um flutning sovéskra skriðdreka
og hermanna í suðurhluta lýðveldis-
ins.
En utanríkisráðherra Sovétríkj-
anna, Eduard Sévardnadze, hefur ít-
rekað sagt að sovésk stjórnvöld
hefðu engin áform um að beita hern-
um í Eystrasaltslýðveldinu. „Við er-
um andvígir beitingu hersins hvar
sem er en sérstaklega innanlands,“
sagði ráðherrann áður en hann hitti
að máli bandaríska utanríkisráð-
herrann, James Baker.
Forseti Litháen sagði í gær að
stjórnvöld í Moskvu hefðu aukið ör-
yggisvörslu við mikilvægustu mann-
virki í lýðveldinu, þar á meðal við
kjarnorkuver þess. Gorbatsjov Sov-
étforseti skipaði stjórn sinni á mánu-
dag að grípa til aðgerða til að fá Lit-
háa til að afturkalla fullveldisyfirlýs-
ingu sína en ekki er ljóst hvaða að-
gerðir hann hefur í huga. Hann hefur
vísað á bug hugmyndum um form-
legar „samningaviðræður" við Lit-
háa en hefur tvívegis boðist til að
eiga óformlegri „umræður" við þá.
Ljóst er að Bandaríkjastjórn, sem
hefur aldrei viðurkennt yfirráð Sov-
étstjórnarinnar í Eystrasaltslýðveld-
unum, hefur verulegar áhyggjur af
gangi mála í Litháen. „Við hvetjum
til viðræðna," sagði talsmaður Bush
Bandaríkjaforseta í gær. Forsetinn
sjálfur kvaðst í gær ánægður með
að stjórnvöld töluðu enn um „frið-
samlegar breytingar" í Litháen.
Bush kvaðst hafa rætt málið við Gor-
batsjov og sagðist fullviss um að Sov-
étmenn vildu „friðsamlegar breyt-
ingar“ í lýðveldinu þrátt fyrir aukna
spennu milli stjórnvalda þar og
Moskvu.
Viðbrögð Bandaríkjanna í gær eru
þau ákveðnustu frá því að ólgan
hófst í Litháen. Hingað til hafa
bandarísk stjórnvöld haldið fast í þá
stefnu að hvetja til þess að friðsamleg
lausn finnist á þessum ágreiningi
Moskvustjórnarinnar og ráðamanna
í Litháen.
Fastlega er búist við að Litháen
verði ofarlega á lista þegar utanríkis-
ráðherrar stórveldanna koma saman
til fundar. Þeir eru nú viðstaddir
sjálfstæðishátíð Namibíu.
Reuter
Afvopnunarviöræöur í Vín:
Alvarlegur
ágreiningur
Alvarlegur ágreiningur hefur
komið upp í afvopnunarviðræðun-
um í Vín en þar ræða fulltrúar þrjá-
tíu og tveggja þjóða um fækkun
hefðbundinna vopna í Evrópu. Að
því er fram kom í máh aðalsamn-
ingamanns Sovétríkjanna í við-
ræðunum, Oleg Grinevsky, á fundi
nefndar á vegum Evrópuþingsins
þarf mikið til að samningar verði
undirritaðir í lok þessa árs eins og
vonir stóðu til um. Aðildarríki
Nato, Atlantshafsbandalagsins og
Varsjárbandalagsins sitja þessar
samningaviðræður og höfðu von-
ast til að ljúka samningi á árinu.
James Woolsey, einn helsti samn-
ingamaður Bandaríkjanna, var
ekki á sama máli og Grinevsky.
Hann sagði aö Vesturlönd hefðu
lagt fram raunhæft tilboð þegar
viðræður hófust að nýju í síðustu
viku og að slíkt tilboð kallaði á við-
brögð frá austri. Einn vestrænn
embættismaður staðfesti aftur á
móti mat Grinevskys í samtali við
Reuter-fréttastofuna. Hann sagði
að nýjar tillögur Sovétmanna, um
enn frekari fækkun hermanna í
Evrópu en þegar hefur verið lagt
til, gætu sett strik í reikninginn ef
þær yrðu formlega lagðar fram í
Vín. Annar embættismaður sagði
að Vesturlönd gætu ekki fallist á
afstöðu Sovétmanna en að enn
væri of snemmt að segja til um
hvort Sovétrí{dn yrðu sveigjan-
legri.
Þessi ummæli um ágreining
ganga þvert á vonir manna um að
samningur um fækkun hefðbund-
inna vopna í Evrópu og stórfelldan
niðurskurð í fjölda hermanna á
meginlandinu sé svo að segja í
höfn. í kjölfar allra umrótanna í
Austur-Evrópu síðustu vikur og
mánuði hafði bjartsýni manna í
afvopnunarmálum aukist til muna
og höfðu samningamenn í Vín von-
ast til að samningur um að bæði
stórveldin hefðu eigi fleiri en 195
þúsund hermenn í Mið-Evrópu
næðist innan nokkurra mánaða.
Mikill pólitískur þrýstingur er á
samningamennina um að leysa öll
ágreiningsatriði næstu mánuði.
Ríkisstjórnir vesturs og austurs
vilja samning til undirritunar í árs-
lok svo að þær geti nýtt sér svokall-
aðan „friðarágóða“ það er það sem
sparast myndi í vopnakaupum og
framleÍÖSÍU. Reuter
Nimi.m JJ
rm...
Litháar afmá nafnið „Sovéska lýðveldið Litháen“ af vegg þorps á landamærum lýðveldisins. Eftir fullveldisyfirlýs-
ingu Litháen var nafni þess breytt i „Lýðveldið Litháen". Simamynd Reuter
Efst
Á ÓSKALISTANUM
HLJÓMTÆKI MEÐ 5 ÁRA ÁBYRGÐ
AKAI m370 samstæðan * 2x50 m/vatta * Útvarp með 5 stöðva mínni á rás. * Geislaspilari með 16 iaga
minni. * 60 m/vatta (Two Way) hátalarar. * Fjarstýring og fl.
*
Ef að líkum lætur mun þessí vinsæla Akaí hljómtækjasamstæða slá öll fyrri sölu-
met okkar. Þessi frábæra 100 m/vatta samstæða með vönduðum geislaspílara og
fjarstýringu mun reynast ómetanleg eígn þegar fram líða stundír.
(Réttverð 62.900.)
Fermíngartílboð kr. 49.900.
AKAI
5ÁRAÁBYRGÐ
SENDUM í
PÓSTKRÖFU
StMI687720