Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1990, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1990, Blaðsíða 2
LAUGARDAGUR 31. MARS Í990. Fréttir Framleiðnisjóður: Kaupir öll loðskinn sem ekki seljast Ríkisstjómin samþykkti í gær aö beina þeim tilmælum til Fram- leiönisjóös að hann yfirtæki öll óseld loðskinn í landinu ásamt áhvílandi afurðalánum. Þetta var samþykkt án vitneskju um hversu mörg skinn verða ekki seid þar sem Kaupmannahafnar- uppboðinu er nýlokið og Oslóar- uppboðið verður eftir helgi. Fyrir þessi uppboð voru um 200 þúsund minkaskinn í landinu. Á þeim hvíla um 170 milljóna króna af- urðalán. í skýrslu Ríkisendurskoðunar um Framleiðnisjóð, sem birt var fyrir ári, segir aö sjóðurinn geti ekki gegnt hlutverki sínu sam- kvæmt lögum vegna tilmæla rík- isstjórnarinnar til stjórnar sjóðs- ins um að veita fé til loðdýrarækt- ar. Ríkisendurskoðun taldi þá að ríkisstjórnin mætti ekki frekar nota sjóðinn til tímabundinna aðgerða til aðstoðar loðdýrarækt Nú leggur ríkisstjórnin til að sjóðurinn kaupi öll óseld skinn og auk þess að um 17 milljónum af sjóðsfé verði varið til niður- greiðslu á fóðri til viðbótar við þær 20 milljónir sem ríkisstjórnin lét sjóðinn leggja fram í nóvemb- er. Auk þess aö beita sjóðnum til bjargar loðdýrum leggur rikis- sjóður 12 milýónir í niðurgreiðsl- ur á fóöri og Byggðastofnun legg- ur 25 til 30 milljónir i fóðurstöðv- ar. Ríkissjóður mun síðan borga Byggðastofnun þessa íjárhæð til baka þegar Alþingi samþykkir það í haust við afgreiðslu fjáraukalaga. -gse Mengum loft meira en margar Koltvísýringsmengun íslend- inga sarasvarar um 10 tonnum á ári á hvert mannsbarn. Þetta er meiri mengun en þjá mörgum Evrópuþjóöum þrátt fyrir að tveir þriðju allrar orkunotkunar landsmanna komi frá vatnsorku og jarðvarma. , Þetta kom meðal annars fram í erindi Jakobs Bjömssonar orku- málastjóra á ársfundi Orkustofn- unar i gær. Mengun íslendinga er samt mínni en Bandaríkjamanna en þar er loftmengun tæplega helm- ingi meíri en á íslandi. Astæðan fyrir mikilli koltvísýr- ingsmengun íslendinga þrátt fyr- ir jarðvarma og vatnsor ku er stór bílafloti, vélvæddur fiskiskipa- floti og miklar samgönguþarfir vegna strjálbýlis og legu landsins. -gse KEA fækkar um þrjátíu Gylfi Krisjánssan, DV, .rkureyii Um 30 manns hefur verið sagt upp störfum hjá Kaupfélagi Ey- fxrðinga og em í þeim hópi tveir af æðstu mönnum fyrirtækisins. Uppsagnir þeirra taka gildi um mánaöamótin. Bjöm Baldursson, sem veriö hefur yfirmaöur verslunarsviðs, og Kristján Ólafsson, yfirmaður sjávarútvegssviðs, fengu báðir uppsagnarbréf og hætta störfum nú um mánaðamótin. Alls munu þessar ummsagnir ná til um 30 starfsmanna og er um 27 stöðu- gildi að ræða. Líkur á að Borgaraflokkurinn klofni endanlega: Formaðurinn hefur löðrungað okkur - segir Hörður Helgason, formaður kjördæmisráðs Reykjaness „Júlíus Sólnes, formaður flokksins, hefur löðrungaö okkur. Ég og Gunn- ar Sigurðsson, formaður kjördæmis- ráðsins á Vestfjörðum, sendum hon- um skeyti 4. mars þar sem við óskuð- um þess aö vantraust á þingflokkinn yrði rætt á næsta landsstjórnarfundi Borgaraflokksins. Þó að ég hafi geng- ið ákveöið eftir svari fékk ég ekkert svar fyrr en 29. mars. Það kom þá boðsent jneð leigubíl. Fundurinn verður 31. mars og Júlíus vill ekki að vantraustið veröi rætt nema und- ir liðnum önnur mál. Þessa fram- komu gagnvart okkur kalla ég að hann hafi löðrungað okkur,“ sagði Hörður Helgason, formaður kjördæ- misráðs Borgaraflokksins í Reykja- neskjördæmi. Á aðalstjórnarfundi Borgara- flokksins, sem haldinn veröur í dag, mun koma til mikilla átaka. Jafnvel er búist við að hluti fundarmanna muni ganga út af fundi og um leiö muni Borgaraflokkurinn klofna end- anlega. Nokkrir fundarmanna munu leggja fram vantraust á allan þing- flokk Borgaraflokksins. DV hefur haft samband við formenn nokkurra kjördæmisráða og það er greinilegt að óánægja innan flokksins er mikil og verður ekki stöðvuð á einum fundi. Héldu hvorki vatni né vindi „Ég sagði það strax að Júlíus ætti að einbeita sér að því að styrkja flokkinn innan frá. Þeim lá svo mik- ið á að komast í ráöherrastóla að þeir máttu ekki vera að neinu öðru. Til dæmis hefur Júlíus ekki komið hingað upp eftir síðan í nóvember. Það má segja að þeim hafi legið það mikið á að komast í ríkisstjóm að þeir hafi hvorki haldið vatni né vindi. Það er eðlilegt að við á Vesturlandi séum óánægð. Við unnum mikið fyr- Þeim Júlíusi og Ola veitir ekki af að standa þétt saman á aðalstjórnarfundin- um í dag. Borin verður frain tillaga um vantraust á þingflokkinn. Fréttaljós Sigurjón M. Egilsson ir kosningarnar og komum manni inn. Vegna persónulegs metnaðar fárra manna er búiö að eyðileggja þetta starf fyrir okkur,“ sagði Ágústa Bjömsdóttir, formaður kjördæmis- ráðs Borgaraflokksins á Vesturlandi. Á fundi landsstjórnar eiga 15 manns sæti, formaður,. varaformað- ur, ritari, átta formenn kjördæma- ráða og fjórir kosnir beinni kosningu á aðaifundi. í lögum Borgaraflokks- ins segir meðal annars að þingmenn flokksins skuli ekki gegna öömm embættum eða sitja í stjórnum pen- ingastofnana. Aðalheiður Bjarn- freðsdóttir situr í bankaráði Búnað- arbankans og í stjórn Stofnlánadeild- ar landbúnaðarins. Á síðasta lands- stjórnarfundi kom þetta til umræðu. Fundarmenn töldu aö með þessu væri brotið gegn samþykktum flokksins. Viömælandi DV sagði að Júlíus Sólnes hefði komið af fjöllum og ekki sagst hafa vitað af þessari samþykkt. Óli Þ. Guðbjartsson vara- formaður sagði að samþykktin hefði ekkert að segja. „Hann vitnaði í stjórnarskrána og sagði aö þingmenn væru bundnir af samvisku sinni," sagði viðmælandinn. Óli staðfesti þessa skoðun sína í samtali við DV í gær. Fjöldi annarra mála Þeir sem DV hefur rætt viö hafa týnt til fjöldann allan af ágreinings- málum. „Almennir flokksmenn vilja þvo hendur sínar af þingflokknum. Þau mál sem rætt hefur verið um og hafa skapað þessu óánægju eru það mörg að þetta starf gengur ekki leng- ur,“ sagöi Hörður Helgason. Þegar Hörður var spurður hvort flokkur- inn væri að klofna sagðist hann eiga von á því. Hörður sagði að Júlíus væri búinn að viðra hugmyndir um samkomulag við Steingrím Hermannsson. Sam- komulagið gengi út á það að Her- mann Sveinbjörnsson, sem er að- stoðarmaöur sjávarútvegsráðherra og systursonur Steingríms, verði ráðuneytisstjóri í umhverfisráðu- neytinu og í staðinn verði Guttormur Einarsson, ritari Borgaraflokksins, ráðinn sem atvinnumálafulltrúi for- sætisráðherra með vinnuaðstöðu í umhverfisráðuneytinu. Loka skrifstofum Þingflokkurinn hefur greitt kostn- að af rekstri kjördæmisskrifstof- anna. Samkvæmt heimildUfn DV éru nú uppi hugmyndir uín að loka öllum skrifstofunum nema í Reykjavík og á Suðurlandi. Það eru einu kjördæm- in sem einhvern stuðning er að finna við þingflokkinn. Þá liggur fyrir til- laga um aö þingflokkurinn leggi fram 10 milljónir króna vegna prófkjörs og kosningabaráttu í Reykjavík. Til- lagan hefur fallið í góðan jarðveg en endanleg afgreiðsla bíður þar til framboðslistinn liggur fyrir og þar til nákvæm kostnaðaráætlun er til- búin. Samkvæmt heimildum DV hefur þingflokksformaðurinn, Guðmund- ur Ágústsson, lagt fram tillögu um að Jón Gunnarsson, aðstoðarmaður Júlíusar Sólness verði rekinn. Við- mælendur DV könnuðust við þessar fullyrðingar. Slysavarnafélagsmenn koma til bjargar unga háskólanemanum. DV-mynd S Þremur bjargað á einni klukkustund Ríkisstjóm kunnugt um áform Alusuisse: Stöðvist álverið verður það ekki opnað á ný Björgunarmenn á Jóni E. Berg- sveinssyni, bát slysavamafélagsins Ingólfs, björguðu tvisvar sinnum ungum mönnum við Akureyjarrif við Ánanaust síðdegis í gær. Einum af mönnunum var bjargað á sundi og var hann orðinn talsvert kaldur. Um hálffjögurleytið komu menn í Slysavamafélagshúsið og tilkynntu um tvo unga menn sem væm úti í Akurey. Sjórinn var að falla að þeim á hólmanum og áttuðu þeir sig ekki á sjávarfollum í fjömnni. Björgunar- báturinn náði í mennina og komust þeirr þurrir um borð. Bátúrinn var varla kominn aftur að landi þegar aftur var tilkynnt um mann í vandræðum við Akureyjar- rif. Þar var ungur háskólanemi á ferð og var verr staddur en hinir tveir - var á leið til lands og óð sjóinn upp í axlir með höfuðið upp úr. Eftir aö hafa verið bjargað um borð í Jón E. Bergsveinsson, gaf maðurinn þá skýringu til Slysavarnafélags- manna að hann hefði veriö svo hug- fanginn af rannsóknum viö rifið að hann heföi ekki áttað sig á því að það var að falla að. -ÓTT Samkvæmt heimildum DV er rík- isstjóminni kunnugt um að ef kemur til verkfalls í álverinu í Straumsvík og reksturinn stöðvast, verði álverið ekki opnað aftur. Alusuisse telur verksmiðjuna orðna úrelta og það taki því ekki aö opna hana aftur ef kerin kólna öll niður. Verkfall var boðað í álverinu frá miðnætti síðast- liðnu. Þegar DV fór í prentun voru allar líkur á að af verkfalli yrði. Verkfallið er þannig framkvæmt í byijun aö ef samningar nást ekki verða næstu 14 dagar notaðir til að kæla kerin niður en að þeim tíma loknum yrði verksmiðjunni lokað. Starfsmenn álversins hafa þegar hafnað því að senda deiluna til fé- lagsdóms. Samkvæmt heimildum DV eru bæöi ráöherrar og forystumenn úr verkalýöshreyfingunni að reyna að fá menn tfi að sættast á aö deilan verði sett í gerðardóm. Á ríkisstjómarfundi í gærmorgun var lögð fram skýrsla um stööuna í álversdeilunni og hún rædd ítarlega. „Ég gæti trúað því að deilan í álver- inu skaöaði þá samninga sem fyrir- hugaðir em við Atlantalhópinn um byggingu nýs álvers á íslandi. Og ef svona andrúmsloft er í Hafnarfirði þá má öruggt telja aö þaö fæli frá bygginu nýs álvers í Straumsvík. Hitt er annað að ef tekið er á því að leysa málið þá tel ég að það sé hægt. Deilan snýst aðeins um hvort greiða eigi sama bónus í ár og greiddur var í fyrra. J>að reynir hins vegar ekki á þá greiðslu fyrr en í september. Því þykir manni óþarfi að kasta sér fyrir björg löngu áður. Mér fmnst það líka vera spurning hvort aöilar geta ekki náð samkomulagi um að setja deil- una í gerðardóm. Mér sýnist sem að þarna sé komin upp óþarflega mikfi harka og því miður er það að verða landlægt í álverinu," sagði Stein- grímur Hermannsson forsætisráð- herra í samtali við DV í gær. -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.