Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1990, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1990, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 31. MARS 1990. Lið Menntaskólans við Sund í spurningakeppni framhaldsskólanna, tvíburarnir Sverrir og Ármann Jakobssynir og Hrafnkeli Kárason. Tvíburarnir tóku þátt í keppninni í þriðja sinn að þessu sinni. DV-mynd GVA Spumingakeppni framhaldsskólanna lokið: - segja tvíburabræðumir Sverrir og Ármann sem vom með í þriðja skipti Spurningakeppni framhaldsskól- anna hefur veriö árvisst efni í sjón- varpi og útvarpi undanfarin ár. Tveir nemendur hafa skoriö sig úr þar sem þeir taka nú þátt í keppninni í þriöja skipti af fimm. Þaö eru þeir Ármann og Sverrir Jakobssynir, eineggja tví- burar úr Menntaskólanum viö Sund. Skólinn hefur aö vísu aldrei sigraö í keppninni með þeim bræörum en ailtaf munaö mjög mjóu - aðeins einu stigi. Þegar helgarblaöið hitti þá í vikunni voru þeir ekkert of sigur- vissir meö lokakeppnina en hún fór fram í beinhi útsendingu í gærkvöldi. „Viö fórum í þessa keppni upphaf- lega eftir að hafa tekið þátt í for- keppni hér í skólanum. Á hverju ári er haldin forkeppni þar sem allir hafa möguleika á að spreyta sig. Þeir sem eru hæstir í forkeppninni eru valdir í skólaliðið," segir Ármann. Þeir bræöur segjast hafa mjög gaman af spurningaleikjum hvers konar en þó hafi áhuginn dvínaö undanfarið. Enginn undirbúningur fer fram fyrir keppni. „Þaö þýöir ekkert aö lesa sér til því viö vitum ekkert úr hvaða átt- um spurningarnar koma,“ segja þeir. Þriöji aðilinn í keppninni er Hrafn- kell Kárason en hann er ekki heldur óvanur spurningakeppni. Hrafnkell tók þátt í spurningaleiknum Bæimir bítast sem Ómar Ragnarsson hefur umsjón meö á Stöö tvö. Þar keppti hann fyrir heimabyggð sína, Mos- fellsbæ. Strákamir segja aö þátttakan í sjónvarpinu breyti engu um fram- komu annarra nemanda gagnvart þeim. „Þetta er ekki stór skóli og hér þekkjast allir nemendur mjög vel. Ætli maöur þekki ekki flesta meö nöfnum," segja þeir. Strákarnir eru á einu máh um aö mikil hvatning komi frá öömm nemendum og bæði nemendur og kennarar gauka að þeim ábendingum." Þeir eru sammála um aö keppnin sem slík taki engan tíma frá þeim og námið í skólanum komi vart aö not- um í spurningakeppninni. „Við höf- um lesið mikið í gegnum árin og margan fróðleik fáum viö úr dag- blöðunum. Sverrir hefur mestan áhuga á íþróttum þó hann segist ekki stunda þær og svo er einnig með Hrafnkel. Ármann hefur hins vegar mestan áhuga á sögu og stjórnmálum og öllum gagnlegum fróðleik. Þeir hafa ekki ákveöiö hvaö tekur viö eftir stúdentspróf en tvíbura- bræðumir hvetja Hrafnkel þó óspart til að fara í veðurfræði. Trausti Jóns- son veðurfræöingur haföi sagt aö sá sem gæti leyst eina ákveðna spurn- ingu ætti að fara í veðurfræði. Hrafn- keli tókst þaö. Mikill áhugi er í framhaldsskólun- um á spumingakeppni Sjónvarpsins. Þetta er í fimmta skipti sem keppnin er haldin. Upphafleg hugmynd kom frá Jóni Gústafssyni, þáverandi starfsmanni sjónvarpsins, og sá hann um framkvæmd og kynningu á fyrstu keppninni. Þorgeir Ástvalds- son, Hermann Gunnarsson og Vern- harður Linnet hafa einnig séð um kynningar. Keppnin byrjar í útvarpinu en þar fara fram undanúrslit meðal tuttugu og þriggja framhaldsskóla. Aðeins átta skólar standa eftir þegar keppn- in fer í sjónvarpið. Úrslitin eru send út í beinni útsendingu en aörir þætt- ir eru teknir upp í skólunum sjálfum. Tvíburarnir Ármann og Sverrir eiga þátttökumet í spurningaleikn- SMÁAUGLÝSiNGAR SIMINNER Mánudaga - föstudaga, 9.00 - 22.00 Laugardaga, 9.00 - 14.00 Sunnudaga, 18.00 - 22.00 um. Þeim var boðið aö vera með í spurningaþáttunum Meistarinn sem Stöð 2 var með á sínum tíma en höfn- uðu því. Þeir eru fæddir 18. júlí 1970. Foreldrar þeirra eru Jakob Ár- mannsson bankamaður, sonur Ár- manns Jakobssonar, bankastjóra Útvegsbanka íslands, og Hildar Svavarsdóttur, og Signý Thoroddsen sálfræðingur, dóttir Sigurðar Thor- oddsen verkfræðings og Jakobínu Tulinius. -ELA DAGUR JARflAR 22. APRÍL Móðir jörð á undir högg að sælqa Átt þú góða hugmynd sem getur nýst henni? Umhverfisvemd skiptir meira máli nú en nokkru sinni fyrr. Ef maðurinn heldur áfram að misnota jörðina mun hann á endanum gera hana óbyggilega. Við þurfum að snúa vöm í sókn - með sameiginlegu átaki. Til þess þarf góðar hugmyndir. Því hefur umhverfismálaráð Reykjavíkurborgar ákveðið að setja á stofn hugmyndabanka vegna „DAGS JARÐAR“, alþjóðlegs umhverfisvemdardags 22. apríl næstkomandi. Þar gefst borgarbúum tækifæri til að koma á framfæri hugmyndum sínum, tillögum og ábendingum um úrbætur sem geta orðið til að bæta umhverfi okkar. Með hugmyndabankanum vill umhverfismálaráð Reykjavíkur kalla á jákvæðar og framsýnar hugmyndir um úrbætur í nánasta umhverfi borgarbúa. Umhverfismálaráð mun fara ítarlega yfir allar tillögur sem skilað verður í hugmyndabankann og hrinda í framkvæmd eftir því sem kostur er og nánar verður ákveðið. Hugmyndum og tillögum skal skila fyrir 22. apríl merktum: Dagur jarðar Hugmyndabanki Skúlatúni 2, 105 Reykjavík. UMHVERFISMÁLARÁÐ REYKJAVÍKUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.