Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1990, Side 4
•1
L'AUGARDAGUR 31. MARS 1990.
Fréttir
Tíu mánaða drengur alvarlega heilaskemmdur eftir hjartaaðgerð í London:
Fórum út til London með
fjörugt barn en komum
heim aftur með aumingja
- segir Guðjón Jóhannsson, faðir htla drengsins
Jóhann litli ásamt móður sinni, Halldóru Svövu Siguröardóttur, áður en hann fór i helgarleyfi af Landspítalanum
í gær. Það er átakanleg sjón að sjá þennan litla dreng þar sem hann hálfsitur í fangi móður sinnar og heldur
ekki höfði. Hann iðaði áður af fjöri en eftir hjartaaðgerð er hann alvarlega skemmdur á heila. DV-mynd S
„Við fórum út til London með mjög
fjörugt, lifandi og skemmtilegt barn
og komum síðan heim aftur með
aumingja. Drengurinn liggur nú nær
hreyfmgarlaus í rúminu og heldur
ekki höfði þegar hann er tekinn upp.
Þetta er alveg hræðilegt. Maður
hugsar óhjákvæmilega að það væri
miklu betra fyrir aumingjans barnið
að fá að deyja í stað þess að heíja
alveg vonlausa tilveru,“ sagði Guð-
jón Jóhannsson frá Vestmannaeyj-
um þar sem hann sat niðurdreginn
í anddyri Landspítalans.
Tíu mánaöa sonur Guöjóns og
Halldóru Svövu Siguröardóttur, Jó-
hann Kristinn, liggur á Barnaspítala
Hringsins eftir að hafa verið í alvar-
legri hjartaaðgerð á einkasjúkrahúsi
í London í febrúar. Aðgerðin sjálf
gekk ágætlega en í stað þess aö fá
sama fjörkálfinn heim og fór út
snemma í febrúar horfa foreldramir
nú upp á barn með svo skemmdan
heila að það á enga framtíð fyrir sér.
Helblárog kaldur
„Jóhann var mjög hjartveikur og
læknamir hér heima mæltu mjög
með því að við fæmm með hann í
aðgerð á einkasjúkrahúsinu Harley
Street Clinic í London. Aðgerðin var
gerö 13. febrúar og virtist allt hafa
gengið að óskum. Við bjuggum í ná-
grenninu og vomm mætt á spítalann
klukkan níu á hverjum morgni. Um
hálfum mánuöi eftir aðgerðina fékk
drengurinn sýkingu í skurðinn og
þessi sýking er sögð hafa ráðið miklu
um hvemig ástatt er fyrir honum í
dag. Um svipað leyti komum viö að
honum þar sem hann lá helblár og
kaldur í rúminu. Við héldum satt að
segja að drengurinn væri dáinn og
kölluðum í hjúkmnarfólk í ofboði.
Hann var tekinn afsíðis og við gerð-
um okkur aldrei grein fyrir því hvað
var gert við hann. Uppfrá því var
hann mjög undarlegur. Hann lá bara
og starði tómeygur út í loftið og virt-
ist ekki þekkja okkur. Læknarnir
sögðu að þetta liti ekki vel út en við-
brögð okkar vom þau aö við neituð-
um að eitthvað væri að. Reyndin var
hins vegar að sú að af einhverri
ástæðu var heilinn í baminu meira
og minna skemmdur. Okkur var sagt
að Jóhann gæti dáið í aðgerðinni og
vorum alveg undir það búin. En þetta
sem gerðist er mun verra.“
Hver ber ábyrgðina?
Guðjón segir að þau hafi farið með
drenginn á Bamaspítala Hringsins
strax eftir heimkomuna 9. mars. Leið
smátími þar til hann hafði verið at-
hugaður og niðurstaða fékkst. Sú
niðurstaða var áfall fyrir þau Guðjón
og Halldóra. Raunveruleikinn varð
ekki lengur umflúinn. Drengurinn
mun ekki ná sér aftur.
„Maöur fyllist svo miklu vonleysi
og svo mikilli reiði. Ég hef einsett
mér að finna sökudólg í þessu máli
þó útlitið fyrir að mér takist það sé
ekki gott. Það hlýtur einhver að bera
ábyrgð á því hvemig komið er fyrir
syni mínum og ég hætti ekki fyrr en
einhver hefur tekið þá ábyrgð á sig.
Það getur ekki verið að þessi hörmu-
legi atburður eigi sér ekki skýringar
sem einhver getur gefið. Ég hef haft
samband við lögfræðing og mun gera
allt til að fá niðurstöðu í málinu. Ég
vil fá skýr svör við því hvers vegna
hresst og lifandi bam er aumingi eft-
ir hjartaaðgerð sem lukkaðist í sjálfu
sér ágætlega. Hver ber ábyrgðina?“
Sóðaskapur
Guðjón segir að læknunum úti í
London og hér heima beri ekki fylli-
lega saman um orsök heilaskemmd-
anna. Læknamir ytra staðhæfa að
sýkingin sé höfuöorsökin en hér
heima hallast menn frekar aö súrefn-
isleysi. Bæði þetta og viðmót lækn-
anna í London vekur óneitanlega
spumingar í höfði Guðjóns, spum-
ingar sem leita sífellt á hann en sem
engin svör fást við. Eins spyr hann
sig hvort nægilegt eftirlit hafi veriö
með drengnum fyrst hann varð hel-
blár í framan og kaldur.
„Við áttum að fá alla sjúkrahús-
pappíra um drenginn með okkur
heim en fjórum dögum fyrir heim-
Þessi fjörkálfur starir nu tómum
augum út í loftið og getur sig varla
hreyft. Myndin var tekin fyrir hjarta-
aðgerðina.
förina var sagt að pappírarnir hefðu
týnst. Þeir fundust aldrei og við fór-
um því tómhent heim. Þar að auki
virtust læknarnir í London forðast
að ræöa við okkur en ég gekk að sjálf-
sögðu eftir svari. Þetta tvennt vekur
eðlilega upp ýmsar spurningar í
huga manns. Var það eitthvert klúð-
ur sem olli því að sonur minn er
svona í dag?
Fyrir utan þetta fannst okkur
hreinlætinu mjög ábótavant á spítal-
anum. Við áttum ekki orð þegar við
sáum fólk ganga beint inn af götunni
og inn á gjörgæsludeildina án þess
að vera í nokkrum hlíföarfotum.
Þetta vekur spurningar um rót sýk-
ingarinnar."
Tilveran í rúst
Eftir heimkomuna segir Guðjón að
fjölskyldulífð hafi veri í rúst. Hann
og Halldóra eiga eldri telpu saman
og auk þess eru tveir eldri krakkar
á heimilinu. Vegna hjartasjúkdóms
Jóhanns litla fluttu þau Guðjón og
Halldóra frá Vestmannaeyjum til
Grindvíkur í febrúar. Leigðu þau
íbúðina sína í Eyjum. Guðjón var í
rífandi vinnu í Eyjum og haföi
þokkalegar tekjur en nú er hann at-
vinnulaus og sér ekki fram á bjarta
daga. Guðjón gerir sér vonir um
skaðabætur vegna þessa atburðar en
öðruvísi sér hann sér ekki fært að
hafa bamið heima. Jóhann verður í
meðferð um ófyrirsjáanlega framtíð
og ekki útlit fyrir aö þau geti flutt
aftur til Eyja.
„Maður er fullur svartsýni út af
þessu og mig óraði aldrei fyrir að
annað eins gæti hent nokkra mann-
eskju.“
-hlh
Jóhann litli var fjörugt barn sem var að frá morgni til kvölds. Það þarf
ekki sérfræðing til aö sjá muninn á barninu fyrir og eftir aðgerðina á mynd-
inni þar sem móðir hans heldur á honum.
Ferðaleikur DV,
Bylgjunnar
og Veraldar
í dag hefst ferðaleikur sem út-
varpsstöðin Bylgjan, Dagblaðið-
Vísir og Ferðamiðstöðin Veröld
standa aö. Til að takaþátt í leikn-
um þurfa menn að fylgjast með
náunga sem neftúst Veraldur
ferðalangur og lætur fyrst i sér
heyra á Bylgjunni í dag, einu
sinni fyrir hádegi og aftur eftir
hádegi. Svarseðil við leiknum er
síðan að finna í DV.
Veraldur feröalangur verður
einnig á dagskrá Bylgjunnar frá
2. til 11. apríl og sömu daga birt-
ist svarseðill í DV. Dregið verður
úr réttum lausnum og greint frá
þeim á Bylgjumii kl. 11.30 dagana
17. til 27. apríl. Verðlaunin eru
ferðir frá Ferðamiöstöðinni Ver-
öld til Costa del Sol, Benidorm,
Mallorca og Ibiza, hver að verð-
mæti 50.000 krónur.
Tóbaksvamamefhd:
Ekki reykja í
fermingar-
veislum
Á morgun stendur Tóbaksvarn-
arnefnd fyrir reyklausum degi.
Hann er að sinni helgaður
hreinu lofti á heimilum. Þá hvet-
ur Tóbaksvarnarnefnd sérstak-
lega til þess að menn reyki ekki
í fermingarveislum, hvorki þenn-
an dag né endranær og sýni með
því fermingarbörnum þá virð-
ingu sem vert er.
Um leið hafa Vigdís Finboga-
dóttir forseti, Steingrímur Her-
tnannsson forsætisráðherra og
Ölafur Skúlason biskup undirrit-
að áskomn til íslendinga um að
fara að þessum tilmælum. Reyk-
lausi dagurinn er nú haldinn í
þriðja sinn. -GK
Framhaldsskólanemar:
Virðisaukann
fynr af bókum
Framltaldsskólanemar af öllu
landinu hafa skrifað öllum al-
þíngismönnum bréf og gengið á
fund tveggja ráðherra. Nemend-
umir eru að berjast fyrir því að
niðurfellingu virðisaukaskatts af
bókum verði flýtt. Nemendurnir
vilja að niðurfellingin taki gildi
1. september í stað 15. nóvember
eins og búið er aö ákveða.
Fundur framhaldsskólanema
ákvað að taka upp bréfaskriftir
til alþingismanna vegna þessa
máls. Auk þess hafa fulltrúar
nemenda gengið á fúnd Svavars
Gestssonar menntamálaráðherra
og Ólafs Ragnars Grímssonar
fjánnálaráðherra. Samkvæmt
upplýsingum frá nemendafélagi
Verzlunarskólans hafa engin við-
brögð komið við þessum aögerð-
um - hvorki frá ráðhemmum né
alþingismönnum.
Ef niðurfelling virðisauka-
.skatts af bókum tekur gildi 1.
september í stað 15. nóvember
mun það spara nemendum um-
talsverðar fjárhæðir. Þaö lætur
nærri að meðalnemandi hafi
keypt bækur fyrir 30 til 40 þúsund
krónur á síðasta ári.
Þrátt fyrir ítarlegar tilraunir
fengust hvergi upplýsingar um
hversu stór námsbókamarkaður-
inn er. „sme
Þrjátíu sagt
upp hjá SIS
Sambandið sagöi upp 31 starfs-
manni í gær og gildir uppsögnin
frá og með l. apríl. Af þeim sem
sagt var upp eru 8 í starfi á for-
stjóraskrifstofu Sambandsins og
23 í búvörudeild.
-JGH