Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1990, Page 9
LAUGARDAGUR 31. MARS 1990.
'■9
Nokkrar blákaldar stað
reyndir um nærfatnað
Umhverfið, sem við lifum í, hefur áhrif á allt líf okkar og
heilsu, sálarástand og vellíðan. Okkur er því nauðsyn á að
þekkja og skilja okkar nánasta umhverfi. Með orðinu um-
hverfi er hér átt við mataræði, líkamsrækt, útivist og hvað
annað sem hefur bein og óbein áhrif á heilsu okkar og þrek.
Við þurfum líka að kunna að klæða okkur í samræmi við það
umhverfi sem við lifum í hverju sinni og við þurfum að kunna
að velja okkur réttan fatnað. Nærfatnaðurinn er nánasta snert-
ingin við húðina. En hún gegnir mikilvægu hlutverki til vernd-
unar og viðhalds á jafnvægi líkamsstarfsemi okkar. Húðin er
reyndar stærsta líffæri líkamans. Nærfatnaðurinn má ekki tor-
velda öndun og rakaflutning húðarinnar. Hann á að vernda
húð og líkama okkar fyrir kulda og öðrum neikvæðum áhrifum
umhverfisins.
Þau nærföt, sem uppfylla þessar kröfur best, eru úr 100%
silki eða dýrahári. Nærfatnaður úr bómull, að ekki sé talað
um gerviefni eða blöndur úr þeim, vernda ekki líkamann eins
og ull og silki gera. Þau eru af mörgum talin skaðleg heilsu
okkar. Ull og silki byggja upp með þér lífsorku og vinna því
með þér til að viðhalda góðri heilsu. Þessir náttúrulegu þræðir,
silkið og dýrahárið, vernda þig ekki aðeins fyrir kulda
heldur eru þau einnig til þess fallin að gegna lífsörvandi
hlutverkum. Ruskovilla er finnskt fyrirtæki sem fram-
leiðir ullarnærfatnað úr 100% merinoull og silki-
nærfatnað úr 100% náttúrusilki (shappe-silki)
sem er ólýsanlega gott að klæðast. Þessi
náttúruefni hafa fylgt mannkyninu
þúsundir ára. Það er sárt til þess
að vita hvað margir foreldrar hafa
glatað skilningi á því hvað það
er þýðingarmikið atriði fyrir heilsu
barnanna þeirra að klæðast fatnaði úr
þessum náttúruefnum. Skaðsemi fatnaðar
úr gerviefnum er meiri en margan órar
fyrir. Vandaðu því val þitt þegar þú velur
nærfatnað þinn og einnig þegar þú velur
hann fyrir þá sem verða að treysta á forsjá
þína. Ruskovilla ullarnærfatnaðurinn er fram-
leiddur úr hinum mjúka og fíngerða þræði merino-
ullarinnar. Hinir frábæru eiginleikar þessarar ullar gera
þessi nærföt einstök að gæðum. Hún er sterk, silkimjúk og
mjög þunn miðað við hve hlý hún er. Þessi 100% merinoull er
ólituð og hefur ekki verið unnin með ólífrænum efnum. Hún
ertir því ekki húðina á neinn hátt eða veldur kláða. '
Við vefnaðinn er aðeins notuð vefolía og glæ olía. Þeg-
ar neytandinn fær nærfatnaðinn í sínar hendur er vottur af
þessum spunaolíum eftir í honum sem hverfa úr við fyrsta
þvott.
Hinir sérstöku eiginleikar merinoullarinnar í varma og mýkt
sjá um að okkur verður hæfilega heitt og okkur líður vel.
Vanræksla og kæruleysi í klæðaburði getur orðið okkur og
vandamönnum okkar til örlagaríks heilsutjóns og veikinda.
Það er alltaf til skaða fyrir heilsu okkar að klæðast ekki í
samræmi við aðstæður. Ef of mikill hiti streymir frá líkama
okkar veldur það orkutapi og missi innri krafta.
Kornabörn þarfnast hlýrra klæða. Við fæðingu verður barn,
sem vant er hita móðurlíkamans, að aðlagast miklu minni hita
hins nýja umhverfis. Það er því örlagaríkt hverju það klæðist.
Barnið myndar ekki strax heldur smátt og smátt sitt eigið hita-
kerfi eða orkusvið. Þetta atriði í verndun kornabarna er mörg-
um okkar ekki að fullu ljóst. Bleiur og bleiubuxur gegna miklu
hlutverki í lífi kornabarnsins. Merinoullarbleiubuxurnar geta
tekið í sig mikla vætu án þess að varmahlutverk þeirra minnki.
Ekki er nauðsynlegt að þvo þær í hvert skipti eftir að barnið
hefur vætt þær. Þvaglyktin hverfur ef buxurnar eru settar út
á snúrur og loft fær að leika um þær. Fyrir bleiuárin ættu 2-3
bleiubuxur úr ull að nægja.
Við framleiðslu Ruskovilla silkinærfatnaðar er aðeins notað
hreint náttúrusilki. Hið svokallaða shappe-silki inniheldur
3-5% sericin eða silkilím. Vegna hinna græðandi áhrifa þessa
sericins er þessi silkinærfatnaður mjög góður fyrir fólk sem
er með veika húð og húðútbrot. Á síðustu árum hefur fjöldi
ofnæmistilfella af ýmsu tagi farið mjög vaxandi, því hafa fleiri
og fleiri farið að nota silkinærfatnað. Ruskovilla silkivoðin er
þægilegt og mjúkt interlock prjónaefni.
Silki og ull hafa sömu hitaeiginleika (hitaeinangrun) en vegna
fíngerðari þráða silkisins finnst okkur silki svalara á húðinni
en ullin. Silki veitir okkur því vellíðan jafnt í hita sem kulda.
Silkinærfatnaður skilur eftir við húðina mjög fíngerða, þægi-
lega, upplífgandi, rafmagnaða örvun sem andstæðu við hina
óþægilegu rafsegulhlöðnun frá gerviefnum.
Frá aldaöðli hefur silki haft á sér orð sem framúrskarandi og
eftirsótt klæðaefni. í silkiþræðinum er sólarljósið innibyrgt. Lirfa
silkivefarans, sem liggur í sólarátt og lítur út eins og talan átta
lárétt séð, býr sér til verndar púpu úr samfelldum þræði. Eins
og silkipúpan verndar lirfuna í vexti sínum verndar silkiklæðn-
aðurinn okkur fyrir óþægilegum áhrifym umhverfisins.
Okkur sem búum í hlýju húsnæði og vinnum á hlýjum vinnu-
stöðum en förum á milli þessara staða oft í köldu veðri hentar
þessi nærfatnaður einkar vel. Okkur verður sem sagt ekki
kalt og ekki of heitt ef við klæðumst silkinærfatnaði. Þeir sem
ferðast um óbyggðir vegna starfa eða skemmtunar, þegar kald-
ast er, og klæðast silkinærfatnaði innanundir merinoullarnær-
fötum eru mjög vel klæddir gegn mesta kulda en eru þó í
klæðnaði sem er ekki íþyngjandi eða hamlar hreyfingu.
Pilturinn eða stúlkan, sem fer til síns heima,
t.d. af skemmtistað á kaldri vetrarnóttu
og hefur haft með sér síðar silkinærbuxur
til að bregða sér í eftir ballið,
þarf ekki að kvíða kulda þó ekki
náist í bílfar heim. Eiginleikar
silkisins eru fólgnir í líffræði-
lega örvandi og heilsugefandi
áhrifum. Sefandi og hjúkrandi
eiginleikar silkisins hafa verið
staðfestir með rannsóknum. Þessar
rannsóknir hafa staðfest að silkið
hefur mjög jákvæð áhrif, m.a. í bar-
áttu við ýmsa húðsjúkdóma, eins og útbrot
og ofnæmishúðsjúkdóma, astma, taugastreitu,
svefnörðugleika, illa lyktandi húð (svitalykt),
röng efnaskipti, beinverki og þunglyndi. Þá hefur ^
verið mælt með silkinærfatnaði fyrir konur á breyt-
ingaaldri og fyrir unglinga á gelgjuskeiði. Tvö sett af ullar-
eða silkinærfatnaði í lengri ferðalög geta haldist hrein og fersk
í 2-3 vikur án þvotta ef þau eru notuð til skiptis og látið lofta
um þau, t.d. á döggvotu grasi eða snjóbreiðu. Vegna þessara
eiginleika eru Ruskovilla nærfötin einkar hentug í ferðalög
og langar og erfiðar göngur. Þú ert léttbúin með þau í fartesk-
inu. Silkinærfatnaður er rétti nærfatnaðurinn árið um kring.
Einu sinni silkinærfatnaður - alltaf silkinærfatnaður. Mikið
atriði er að nota náttúrulegt þvottaefni við þvotta. Ólífræn
þvottaefni eru skaðleg fyrir náttúruþræðina. Ef ull er þvegin
með ónáttúrulegu þvottaefni hefur það skemmandi áhrif og
rýrir kosti hennar. Það er minni hætta á að skemma silki en
ull ef nægilegt magn af sericin er í silkiþræðinum. Silkiþráður-
inn flækist ekki en silkiþræðirnir geta aftur á móti harðnað
við ranga meðferð.
Ruskovilla nærfötin skal þvo í höndum eða í sjálfvirkri
þvottavél sem er búin öruggu ullarprógrammi. Við þvott á
náttúruefnum þarf að vanda val á þvottaefni. Ruskovilla mæl-
ir með Amytis þvottaleginum sem framleiddur er úr lífrænum
efnum og veldur ekki skaða í lífríkinu í kringum landið okkar
eins og mörg efni gera.
Ruskovilla nærfatnaðurinn, bæði silkinærfatnaðurinn og ull-
arnærfatnaðurinn, fæst í öllum stærðum og gerðum - á korna-
börn, börn og unglinga, karla og konur. Bolir með stuttum
ermum, ermalausir bolir, ermalangir bolir, með 0 eða V háls-
máli og bolir með rúllukraga og löngum ermum. Síðar buxur,
hnésíðar buxur, hálfsíðar buxur og stuttar buxur, sokkar, háir
og lágir, húfur, lambhúshettur og vettlingar. Á ungbörn: treyj-
ur, bolir, buxur, gallar, húfur, lambhúshettur, svefnpokar,
teppi, sokkar og vettlingar. Kornabarn með silkihúfu svitnar
ekki á höfðinu.
Amytis þvottalögurinn fyrir silki, ull og angóra fæst í 6 ml,
250 ml og 1000 ml.
NÁTTÚRULÆKNIN GABÚÐIN