Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1990, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1990, Side 15
LAUGARDAGUR 31. MARS 1990. 15 Borgarstjórnarmeirihlutinn verður líklega hinn sami eftir kosningarnar. Vettvangur hvers? Nýr flokkur, Nýr vettvangur, ætlar að bjóða fram í borgarstjórn- arkosningunum. Prófkjör verður um næstu helgi. En eðlilegt er, að fólk spyrji: Vettvangur hvers? Að Nýjum vettvangi stendur einkum Alþýðuílokkurinn. En margir hafa síðan safnazt um þetta ail. En þegar betur er að gáð, virð- ist þetta fólk einkum eiga það sam- eiginlegt að vera fylgislaust. Ólína Þorvarðardóttir, sem kann að sigra í prófkjörinu, telur, að fylkingin gæti fengið þrjá fulltrúa og yrði það sigur. En mikið skortir til þess, að meirihluti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn 15 fulltrúa verði brot- inn á bak aftur. Kvennalistinn fær vafalaust talsvert fylgi. Framsókn fær lítið sem ekkert. Alþýðubanda- lagið hlýtur að fara illa út úr kosn- ingunum, sem yrði mikið áfall í borginni, sem verið hefur eitt sterkasta vígi Alþýðubandalagsins. Sú var tíðin, að sósíalistar í Reykja- vík gátu slagað hátt upp í íhaldið. Nú er þetta breytt og sá tími liðinn. Borgarstj órnarkosningarnar kunna að sýna, að Alþýðubanda- lagið á sér ekki viðreisnar von. En hverjir standa að Nýjum vett- vangi, fyrir utan Alþýðuflokkinn? Þar hafa sést fáeinir úr Fram- sóknarflokki og Kvennalista. En ekki sem heitið getur. Uppistaðan er fólk, sem starfað hefur í Al- þýðubandalaginu. Þar er fólk úr Birtingu, sem tilheyrir Alþýðu- bandalaginu. Vafalaust er þetta fólk með einhverjum hætti sósíal- demókratar og á þvi heima með Alþýðuflokknum. Þarna er einnig fóík úr Æskulýðsfylkingunni. En Birting mun ekki hafa neitt fjölda- fylgi. Hinn almenni verkamaður í Breiðholti veit varla, hvað Birting er. í Nýjum vettvangi er sem sé fólk, sem ekkert hefur á bak við sig. Þetta er fólk, sem hefur sótt fundi hjá Alþýðubandalaginu. En fundarsókn þar hefur dottið niður hin síðustu ár eins og víða annars staðar. Það, sem þó gæti gerzt, er að klofningurinn í Alþýðubanda- laginu smitaði út frá sér og skilaði atkvæðum yflr á hinn nýja lista. Við skulum því ekki afneita Birt- ingu með öllu. En sannleikurinn er sá, að þar fer í raun fylgislaust fólk. Og nú er sagt, að þrír þingmenn Borgaraflokksins styðji Nýjan vett- vang. En hvað þýðir það? Engum mun hafa komið í hug, að Borgara- flokkurinn fengi mann í Reykjavík, ef hann byði fram sér. Þrír þing- menn Borgaraflokksins segja lítið. Þeir hafa ekkert á bak við sig. Flokkur þeirra kemst varla á blað í skoðanakönnunum. Hann er dauður. Því skila þessir þingmenn og þeirra afstaða engu fylgi yfir á hinn nýja lista. Sigurvissir Sjálfstæðisflokkurinn á að öllum líkindum sigur vísan í borginni. Sá flokkur mun einnig sigra í sveitar- stjórnarkosningunum víða um land. Á meðan mun fylgi Alþýðu- bandalags og Alþýðuflokks hrynja. Sigur Alþýðuflokksins fyrir fjórum árum mun nú fara forgörðum. í borginni hefur Sjálfstæðisflokkur- inn yfirburðastöðu. Engu að síður hefur flokkurinn í borginni gert ýmis aíglöp. En þau verða fyrirgef- in. Mikið var fyrir þessar kosning- ar rætt um einn sameiginlegan lista vinstri manna til aö reyna að hnekkja veldi íhaldsins. En það hefði ekki tekizt. Þvert á móti hefðu margir hlaupið út undan sér, sem ella kysu einhvern vinstri listann. Við munum reynsluna af hræðslu- bandalagi Framsóknarflokks og Alþýðuflokks 1956. Engin leið var að fá nema hluta flokksfólks til að kjósa lista, þar sem fólk úr öðrum flokki var í efstu sætum. Sú reynsla er lærdómsrík. Spurning verður, hvort Nýr vettvangur rekst ekki einnig á þann vegg. Nú verður rað- að á lista með prófkjöri. Þar munu sumar fylkingarnar telja sig tapa. Mun þeirra fólk þá koma og kjósa fólk úr öðrum flokkum, sem skipar efstu sætin? Skoðanakannanir sýna um þess- ar mundir yfirburðafylgi Sjálf- stæðisflokksins í borginni, allt að 70 prósent. En það gerðu þær líka nokkru fyrir kosningarnar 1986. Fólk almennt tekur nefnilega lítið eftir því milli kosninga, að einhver og kona felld úr sæti, sem formað- urinn, Ólafur Ragnar, studdi. En nú dregur verulega til tíöinda. Stuðningsmenn Ólafs Ragnars munu líklega í borginni flestir hall- ast á sveif með Nýjum vettvangi. Við bætist, aö við Alþýðubanda- laginu blasir afhroð í sveitarstjórn- arkosningum. Gengi flokksins hef- ur verið slæmt samkvæmt skoð- anakönnunum. Því stefnir í það að formaðurinn standi eftir fylgislaus. Þá yrði auð- velt fyrir flokkseigendafélagið að fella hann úr sæti. Gerist þá það, að Ólafur Ragnar flýr með sitt litla lið yfir í samkrull með Alþýðu- flokknum? Og vilja alþýðuflokks- menn taka við honum? Stórir hlut- ir eru að gerast í íslenzkum stjórn- málum. Þá er staða Jóns Baldvins veik sem formanns Alþýðuflokksins. Við Alþýðuflokknum blasir einn- ig ósigur í kosningum. Skoðana- kannanir sýna, að Alþýðufiokkur- inn hefur á landsvísu misst um tvo þriðju fylgis síns. Þá verður erfitt fyrir formanninn að sitja. Hinir gömlu kratar munu kenna honum um ófarirnar. Hann kynni að fá mótframboð og jafnvel að vera felldur. Sameining jafnaðarmanna? Mikið hefur verið reynt til að sameina þá, sem hér á landi mætti kalla sósfaldemókrata eöa jafnaö- armenn. Héðinn Valdimarsson reyndi þetta og Hannibal Valdimarsson reyndi það. Upp úr þesssum tilraunum spratt Sameiningarfiokkur alþýðu - sós- íalistaflokkurinn, og síðan kom Alþýðubandalagið til. En sammerkt þessum flokkum var það, að kommúnistar réðu jafn- an því, sem þeir vildu. Fyrir því höfum við bæði orð Héðins og Hannibals. Nú er annað uppi á ten- ingnum. Jón Baldvin reynir að sameina þetta lið undir merki sósíaldemó- krata. Það gæti tekizt. Sú spurning er ein hin stærsta í íslenzkri pólitík um þessar mundir. Nýr vettvangur kann að verða upphafið á slíku. Þá tekst Jóni Baldvin að bjarga eigin skinni. Gömlu kratarnir geta ekki ráðið við mann, sem hefur forystu um sameiningu jafnaðar- manna. En sá flokkur, sem upp úr því sprettur, verður fylgislítill í fyrstu. Ekkert bendir til, að um þessar mundir fengi flokkur af því tagi neitt afgerandi fylgi. Þó verður að segjast, að gott væri, ef flokkum fækkaði á íslandi. Nýr alvöru sós- íaldemókrataflokkur værf til bóta fyrir flokkakerfið og fyrfr íslenzka kjósendur. En við vitum, að sósíalismi á ekki upp á pallborðið hjá fólki nú. Við sjáum af kosningum f Austur- Evrópu, að öllu er hafnað, sem nefnist sósíal- þetta eða hitt. Hið sama virðist gerast hér á landi. Skoðanakannanir sýna, að hinum svonefndu sósíalflokkum er vísað á bug. Því veldur meðal annars, að þeir sitja saman í óvinsælustu stjórn, sem hér hefur verið. Þessir flokkar munu brátt gjalda afhroð í kosningum. En engu að síöur er það þess virði að sameina þetta lið. Alþýðubandalagið er í rúst og verður í rúst. Svonefnt forval fyrir borgarstjórnarkosningarnar er bara grín. Það sést á því, hversu erfitt var að finna fólk til aö bjóða sig fram í þessu forvali. Það sést af nöfnum, sem þar koma fram, og það mun berlega sjást af þátttök- unni eða raunar þátttökuleysinu. Líklegast er, að eftir í Alþýðu- bandalaginu sitji nokkrir gamlir „kommar", fulltrúar flokkseig- endafélagsins. Þetta verði smá- flokkur, sem brátt muni þurrkast út að kalla. Þegar fólk heyrir frétt- irnar frá Austur-Evrópu, fýsir það ekki að vera „kommar". Því má segja, að þarft verk sé unn- ið „á rauðu ljósi“. Því má segja, að rétt sé að stofna Nýjan vettvang og koma þessu fólki í einn flokk. Þaö er til bóta. Þegar fram í sæk- ir, kann slíkur flokkur að geta feng- ið eitthvert fylgi. Haukur Helgason minnihluti sé í Reykjavík. Davíð konungur lætur það mikið á sér bera. Það er helzt síðustu vikur fyrir kosningar, að almenningur veitir andstöðunni einhverja at- hygli. Þannig sýndi síðasta könnun DV, skömmu fyrir kosningarnar 1986, að fylgi Sjálfstæðisflokksins væri um 58 prósent. Það reyndist öllu minna. Þróunin varð því sú, Laugardagspistill Haukur Helgason aðstoðarritstjóri að jafnt og þétt dró úr fylgi Sjálf- stæðisflokksins, þegar leið að kosn- ingum. Þetta sýndi alls ekki, að skoöanakannanir væru ekki mark- tækar. Andstöðuflokkarnir binda trúss sitt við þetta. En engu að síð- ur virðist baráttan vonlaus. Staða formannanna Nýr vettvangur sprettur upp í kjölfar makks formanna Alþýðu- flokks og Alþýðubandalags, Jóns Baldvins Hannibalssonar og Ólafs Ragnars Grímssonar. Þetta makk átti að stuðla að sameiningu jafnað- armanna. Á undan höfðu um ára- bil verið mikil átök í Alþýðubanda- laginu. Þar gerðu menn upp sakir. Flokkseigendafélagið, gamla klík- an, sem hallast talsvert að komm- únisma, hefur þó yfirleitt ráðið því, sem hún vildi í flokknum. Nú síðast fékk hún Steingrím J. Sigfús- son ráðherra kjörinn varaformann

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.