Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1990, Qupperneq 17
LAUGARDAGUR 31. MARS 1990.
17
Frá Bridge-
félagi Breið-
firðinga
Sl. fimmtudag 22. mars hófst
butlertvímenningur félagsins og
er spilaö í tveimur 14 para riölum.
Staðan eftir fiórar umferöir er
eftirfarandi:
A-riðill
Sæti Stig
1. sæti Hlynur Garðarsson -
ViðarÓlason..............56
2. Guðmundur Erlendsson -
Sigurður ísólfsson.......52
3. Magnús Oddsson -
JónStefánsson............51
4. Sigríður Pálsdóttir -
Eyvindur Valdimarsson....49
B-riðiU
Sæti Stig
1. Hermann Sigurðsson -
Jóhannes Bjarnason.......54
2. Björn Arnórsson -
Ólafur Jóhannesson.......53
3. Jón Þorkelsson -
Kjartan Jóhannsson.......48
4. Bjöm Amarson -
Stefán Kalmánsson........44
Bridge
„Vígreif vörn"
Nýlega kom út ný bridgebók og er
þar að verki kunnur útgefandi skák-
og bridgebóka, Jóhann Þórir Jóns-
son, sem rekur prentsmiðjuna Skák-
prent.
Bókin hefir hlotið nafnið „Vígreif
vörn“, sem er ágæt þýðing á „Killing
Defence“ eftir Skotann H.W. Kelsey.
Það er á engan hallað þótt ég segi að
þetta sé besta bók um vamarspila-
mennsku sem komið hefir út.
Þórarinn Guðmundsson hefir þýtt
bókina með ágætum og bætt nokkr-
um dýrmætum orðum í bridgemálið.
Talning er motto höfundarins og í
gegnum aUa kafla bókarinnar er sí-
fellt hamrað á mikilvægi þess að telja
upp Utina og gera sér þannig grein
fyrir legu spilanna.
Við skulum grípa niður í einn kafla
bókarinnar.
* 10
V K93
♦ KD64
+ 109742
S/Allir
* D9543
V AG6
* A98
* 83
fSKEKEMMi
Bridge
Stefán Guðjohnsen
Suður Vestur Norður Austur
1spaði pass lgrand pass
31auf pass 41auf pass
4 spaðar pass 51auf pass
pass pass
Þú spilar út tígulás gegn fimm laufum
suðurs, austur hendir þristinum og sagn-
hafi tvistinum. Hvemig átt þú að halda
áfram?
Úthtið er dökkt því að suður á meira
en einn ás með svona sagnir. Staðan er
vonlaus ef suður hefir ásinn fimmta í
laufi. Jafnvel þótt hann eigi ekki nema
fjögur tromp getur hann náð samningn-
um með því aö taka trompin í tveimur
umferðum, láta út hjarta undir kónginn
og síðan víxltrompa. Þú verður því að
gera ráð fyrir að lauf félaga þíns séu að
minnsta kosti kóngur og eitt annað spil.
Sagniiafa vantar innkomu í blindan til
þess að svína trompi. Eigi hann annan
tígul er það ekkert mál en hann gæti
verið tigullaus. Sennileg dreifing suðurs
er 6-2-1-4 og þá hefur austur einspil í
spaða og sagnhafi kemst ekki inn á blind-
an með því að trompa spaða í annarri
umferð. Þá lítur út fyrir að þú eigir að
láta út spaða til þess að leggja grunninn
að yfirtrompun félagans. Þú ættir líka
að gera það en það vofir önnur hætta
yfir. Þaö eru allar líkur til þess að spaði
félaga þíns sé lágspii. Ef svo er getur tia
blinds nægt fyrir innkomu þeirri sem
sagnhafi hefir þörf fyrir, gefið honum
færi á að kasta tapspilum sínum í hjarta
í tígulinn og síðan næst yfirslagur með
því að svína trompi. Til þess að verjast
þessu verður þú að láta spaðadrottning-
una út í öðrum slag.
Allt spilið var þannig:
* 10
V K93
♦ KD64
* 109742
V 108742
♦ G10753
+ K5
♦ ÁKG872
V D5
♦ 2
+ ÁDG6
•í*
V ÁG6
♦ Á98
X OQ
Ég vil eindregið hvetja alla bridgespU-
ara til þess að kaupa eintak. Ég fullyrði
líka að þeir sem lesa bókina munu spUa
betri vörn á eftir.
Stefán Guðjohnsen
Fullkomin
amsetnmg
-felst f þessu litla hylki ^
Rétt bætiefni eru lífsnauðsynleg undirstaða fyrir
alla uppbyggingu líkamans, þrek og góða heilsu.
Ef réttu efnin vantar koma ýmis einkenni í ljós
s.s. slappleiki, þrekleysi, lélegar neglur, þurr
húð, erfitt að vakna á morgnana, þunglyndi og
skortur á einbeitni.
IMagnamín er bætiefni sem er sér unnið fyrir
Islendinga og tryggir þess vegna öll nauðsynleg
bætiefni, miðað við íslenskar
fæðuvenjur, á einfaldan,
öruggan og hagkvæman hátt.
mariá
mm
Magnamín með morgunmatnum
- einfaldlega réttu bætiefnin. i