Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1990, Qupperneq 31

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1990, Qupperneq 31
LAUGARDAGUR 31. MARS 1990. 39 Lífsstm Ég settist eins og lög gera ráö fyrir í það sæti sem mér var úthlut- aö aftarlega í Flugleiðavélinni á leið til New York. Miðjusætið var laust og þar settist ég eftir að hafa klöngrast yfir fullorðna konu sem sat við gangveg. Við glugga sat ung stúlka. Vélin var vart komin á loft er fullorðna konan spurði mig á sænsku hvemig jámbrautarlest væri á ensku. Þetta vakti athygli mína á sessunautnum sem angaöi af ódým kaupfélagsilmvatni og klæddist eldrauðum tvískiptum kjól. Ég sagði henni umsvifalaust hvað lest væri á ensku en það var ekki nóg. Hún tók upp vasabók og bað mig að skrifa orðið í bókina. I htlu bókinni voru nokkur ensk orð fyrir en í ljós kom að konan var mállaus á enska tungu. - „Hvað ætlar þú að gera í Amer- íku?“ spuröi ég undrandi. „My, darling, my darhng,“ sagði frúin, brosti íbyggin og yppti öxlum. Þetta svar kom mér svo rækilega á óvart að forvitnin ætlaði mig alveg að drepa. Meira að segja svissneska stúlkan, sem sat við gluggann, fór nú að gefa okkur gaum og spurði hvað frúin væri aö segja. Ég reyndi áfram að fá hana til að segja mér frá elskhuganum í Amer- íku en hún yppti enn öxlum og svaraði: „My darhng, my darling," dreymandi á svip. Nú var forvitn- um blaðamanninum öllum lokið. „Ætlar hann að sækja þig á flug- völlinn?" spurði ég. „Ég vona það, ég vona það,“ svaraði hún. Þegar menn ferðast einir verða þeir að sætta sig við mismunandi sessunauta um borð i flugvélum. Blaðamaður DV sat við hlið fullorðinnar konu sem var á leið til Ameríku til að hitta elskuna sína sem hún sá í sjónvarpinu. Lifðiá atvinnuleysisbótum Eftir nokkrar ágengar spuming- ar kom í ljós að frúin var frá landa- mærum Ungverjalands og Júgó- slavavíu. Hún flutti til Svíþjóðar árið 1966 og fékk starf í verksmiðju. Allt gekk vel þar til verksmiðjan fór á hausinn fyrir nokkrum árum en síðan hafði hún lifað á atvinnu- leysisbótum. Hafði litla íbúð í út- jaðri Stokkhólms og helsta dægra- stytting hennar var sjónvarpið. Eitt sinn hafði hún átt mann en þau skhdu. Þau höfðu ekki átt börn og frúin átti enga ættingja í Svíþjóð. Hún ætlaði ekki að gefa upp hver elskhuginn í Ameríku væri, studdi einúngis hönd á hjarta og þuldi í sífellu; my darhng, my darhng. Frúin var sextíu og fjögurra ára og því komin af léttasta skeiðinu. „Kynntistu honum í Svíþjóð?" spurði ég. Hún jánkaði því. „Bjó hann þar?“ spurði ég enn. „Nei, hann hefur aldrei komið til Sví- þjóðar,“ svaraði hún. „Og hvar kynntistu honum þá?“ spurði ég. „I sjónvarpinu," var svarið. Nú var mér hreinlega ahri lokið og spurði því aftur hvort hún hafi kynnst honum í gegnum sænska sjón- varpið. „Já, my darhng, my darl- ing,“ sagði hún, yfir sig ástfangin. Um sama leyti komu flugfreyjur meö barinn rúllandi og spurðu hvort hún vildi drykk. Frúin fékk sér óblandaöan vodka og skellti honum í sig í einum teig. Ég notaði tækifærið og spurði hvort elskan hennar vissi að hún væri að koma. Já, hún sagðist hafa skrifað honum bréf. Kannski kæmi hann ekki sjálfur, hann væri svo frægur, en hann myndi örugglega senda ein- hvem fyrir sig. Ástfangin af þingmanni Ég spurði þráfaldlega hver hann væri en hún var þögul sem gröfin. „Er hann leikari?“ spurði ég en hún hristi höfuðið. „Er hann í póh- tík?“ Já, svaraði hún og talaði þar með af sér. „Hann er öldungadeild- arþingmaður og á fimm börn,“ við- urkenndi hún en ekki var nokkur leið að veiða upp úr henni nafnið. „Sástu hann í sjónvarpinu, send- ir honum bréf og sagðist vera að koma?“ spurði ég svo undrandi að augun stóðu á stilkum. „Já,“ svar- aði hún eins og ekkert væri sjálf- sagðara. „Trúir þú að hann sæki Undarlegur sessunautur í Flugleiðavél: Ætlaði að heimsækja elskuna sína sem hún sá í sjónvarpinu - en enginn beið hennar í Ameríku Það getur verið erfitt að koma til stórborgarinnar New York og vera mállaus á enska tungu þó að alltaf sé kannski hægt að bjarga sér. En að hafa ekki grænan grun um einföldustu orð á enskri tungu er þó fulllangt gengið. Þannig var það með sænsku frúna sem frá er sagt i greininni. þig á flugvöllinn?" spurði ég enn. „Kannski ekki hann en hann send- ir örugglega einhvem fyrir sig,“ svaraöi hún, kotroskin. „En ef hann kemur ekki?“ hélt ég áfram að spyrja. „Þá fer ég bara til Kanada," svaraði frúin. Ef öldungadeildarþingmaðurinn kæmi ekki að sækja hana ætlaði hún til Montreal í Kanada þar sem hún sagðist þekkja fólk. „Og hvern- ig?“ vogaði ég mér að spyrja. „Með lest,“ svaraöi konan sem vissi ekki einu sinni hvernig orðið væri á enskri tungu. Framhjá passaskoðun Það var ekki laust við að ég væri farin að vorkenna aumingja kon- unni sem lagt haföi aleigu sína í Ameríkuforina í von um að hitta elskuna sína. Ég sagði því flug- freyjunni raunasögu hennar en hún bjóst ekki við að nokkur lest færi til Kanada þessa nótt sem vél- in lenti á Kennedy-flugvelli. Sú svissneska fékk einnig að heyra söguna en hún spurði mig bara hvort konan væri brjáluð. Þeir fimm tímar sem tekur að fljúga til New York voru óvenju- fljótir að líða yfir samræðum okk- ar. Áður en ég vissi af var vélin lent og farþegar drifu sig inn í flug- höfnina. Ekkert vissi ég um frúna fyrr en hún kom til mín í öngum sínum um það leyti sem ég var að ganga út en þá var taskan hennar ókomin. Hún var komin í ljósan frakka og með hvíta heklaða alpa- húfu á höfði. Ég kallaöi til konu, starfsmanns Flugleiða, sem ein- ungis talaði ensku. Hún nánast grátbað mig að bíða með frúnni þar til taskan hennar kæmi fram. Um sama leyti rak hún augun í að kon- an var með alla pappíra í höndun- um sem hún átti að afhenda við passaskoðunina, hún hafði gengið framhjá skoðuninni. Nú voru góð ráð dýr. Logið um dvalarstað Flugleiðastarfsmaðurinn bað mig mjög innilega að koma með frúnni í passaskoðun og þar gerðist ég túlkur í fyrsta skipti á ævinni. Frú- in var spurð hvar hún ætlaði að dvelja í Bandaríkjunum en hún hafði auðvitað enga hugmynd um það. Þá var hún spurð hversu mikla peninga hún væri með. Átta hundruð dollara, var svariö en eng- inn kemst langt á þeim peningum í Ameríku. Flugleiðastarfsmaður- inn tók mig þá afsíðis og bað mig að hjálpa konunni inn í landið með því að ljúga til um hótel, sem ég gerði. Þar með var hún sloppin inn og stuttu síðar fannst ferðataskan hennar sem var á stærð við snyrti- tösku, svokallað „bjútíbox'*. Ég gekk með frúnni, sem ég hafði bjargað inn í Ameríku, fram í mót- tökusal en þar fannst enginn öld- ungadeildarþingmaöur né nokkur á hans vegum. Eg var á leið í annað fylki og gekk að borði til að kaupa mér farmiða með hópferðabíl. Frú- in elti. Hún bað mig að spyija um lestarferðir. Engar lestarferðir frá Kennedy-flugvelli og engar ferðir til Kanada þetta kvöld. Hún yrði að fara inn til New York ef hún vildi fara með lest. Ég bauðst til að útvega henni hótel yfir nóttina og þá gæti hún hugsað hvað hún vildi gera. Maðurinn, sem afgreiddi hót- elpantanir, bauðst til að útvega henni gistingu og að hún yrði sótt og ekið með hana á hótelið. Þá tók frúin upp á því að hafna boðinu, mér til mikillar mæðu. Allirbiðu óþolinmóðir Rútan var farin að bíða og öku- maöur hennar stóð við hhð mér og ítrekaði að hann gæti ekki beðið lengur. Ég spurði frúna hvað hún ætlaði að gera, nú yrði ég að fara. „Ég sit bara hér í nótt,“ sagði hún og benti á stólræfla í móttökusaln- um. í raun var það óleyfilegt og afgreiðslumenn á velhnum fóru að gerast óþohnmóðir, ekki síst rútu- bílstjórinn sem beið eftir mér með fullan bíl af farþegum fyrir utan. Klukkan var að verða ehefu að staðartíma, fjögur um nótt að ís- lenskum tíma, og mér leið eins og mér væri stillt upp við vegg með frúna öðrum megin og rútubílstjór- ann hinum megin. Eg gaf frúnni nafn mitt og heimihsfang á íslandi og bað hana að skrifa mér - nú væri ég farin. Hún nánast grátbað mig að skilja sig ekki eftir - en ég átti engra kosta völ, enda var þessi aumingjans óheppna kona ekki á mínum vegum. Ahyggjur út af kon- unni plöguðu mig í heilan sólar- hring en ég varð að ýta þeim frá mér, enda haföi ég um annað að hugsa. Ég get þó ekki annað en hugsað um hvað hafi orðið af þess- ari ástföngnu eldri konu í henni stóru Ameríku og vonast auðvitað til að hún skrifi mér línu. -ELA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.