Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1990, Síða 42
50
LAUGARDAGUjR 3,1. I\IARS .1990,
Afmæli
Jónas G.
Jónsson
Jónas G. Jónsson kennari, Álfhóli
6, Húsavík, er áttatíu ára í dag.
Jónas er fæddur á Rifkelsstöðum
í Eyjafirði. Eftir lát móður sinnar
fór hann fyrst til Hallgríms afa síns
en síðan, þá sex ára, i Kaupang og
ólst þar upp fram undir tvítugt hjá
Bergsteini Kolbeinssyni og konu
hans, Ingibjörgu Sölvadóttur. Jónas
naut farskólamenntunar í Kaup-
angssveit í Eyjafirði og gekk í kvöld-
skóla á Akureyri 1926-27. Næst lá
leiðin í Gagnfræðaskóla Akureyrar
og tekið þaðan próf 1930. Ekki voru
tök á frekara námi þar á bæ því að
peningar lágu ekki á lausu. En þá
fréttist að Bjöm Jakobsson frá
Narfastöðum hefði hug á að stofna
íþróttaskóla á Laugarvatni með að-
stoð Bjama skólastjóra þar. Jónas
hafði nokkuð æft flmleika og aörar
íþróttir og sótti um skólann ásamt
öðrum pilti, Ólafi Péturssyni, síðar
garðyrkjubónda í Mosfellssveit.
Námi luku þeir vorið 1933 og út-
skrifuðust sem fyrstu nemendur frá
íþróttaskóla íslands. Þegar hér var
komið réðst Jónas haustið 1933 til
Húsavíkur sem íþróttakennari að
skólunum og Völsungi. Árið 1942 sat
hann einn vetur í Kennaraskól-
anum og lauk þar almennu kenn-
araprófi. Síöan kenndi hann jöfnum
höndum bókleg fræði og íþróttir við
hin ýmsu skólastig. Svo og við Iðn-
skólann frá stofnun 1944 um sinn.
Frá 1950 hætti Jónas að mestu af-
skiptum af íþróttakennslu og 1976
hætti hann vegna aldurs eftir rúm-
lega 40 ára skóla- og kennslustörf.
Auk framantalinna starfa tók Jón-
as þátt í ýmsum félagsmálum. Hann
var í stjórn Völsungs og formaður
um skeið, í niöurjöfnunarnefnd og
fleira, annaðist fiskimælingar fyrir
atvinnudeild Háskólans og formað-
ur Norræna félagsins á Húsavík um
tíu ára bil. Hann hefur verið félagi
í Karlakómum Þrymi og Rotaryfé-
lagi til þessa dags. Einnig var hann
einn af stofnendum bridgefélags og
goflklúbbs, þar í stjórn fyrstu árin.
Að lokum má geta þess að Jónas var
mikill áhugamaður um garðrækt og
bar garður þeirra hjóna þar vitni
um. Jónas hefur veriö heiðraður af
ýmsum félagasamtökum fyrir störf
sín. Hann er heiðursfélagi í Knatt-
spyrnufélagi Akureyrar, Völsungi
og Golfklúbbi Húsavíkur. Honum
hefur verið veitt gullmerki ÍSÍ og
Norræna félagsins. Einnig hefur
hann hlotið starfsmerki HSÞ. Jónas
var um árabil fréttaritari íslendings
á Akureyri.
Jónas kvæntist þann 9.10.1943
Friðnýju Steingrímsdóttur, sauma-
konu hjá Gefjun á Akureyri, f.
30.8.1917, d. 10.6.1984. Foreldrar
hennar voru Steingrímur Guðna-
son, b. á Hóli við Raufarhöfn, og
Sigríður Þorsteinsdóttur frá Blika-
lóni. Þau bjuggu síðustu árin á
Húsavík.
Börn Jónasar og Friðnýjar eru:
Olga, f. 15.12.1944, kennari, búsett
í Reykjavík, gift Heimi Daníelssyni,
verkstjóra hjá Gamla Kompaníinu,
og era börn þeirra: Friðný, Jónas
oglngi.
Gunnur, f. 27.9.1946, læknaritari
á Landspítalanum, búsett í Reykja-
vík, gift Guðjóni Bjarnasyni, hús-
verði Menningarmiðstöðvarinnar
Gerðubergi.
Fóstursonur Jónasar og jafnframt
systursonur Friðnýjar er Berg-
steinn Karlsson, húsasmiður á
Húsavík, kvæntur Jónasínu Kristj-
ánsdóttur frá Hólmavaði og eiga þau
tvö böm: Björgu og Friðgeir.
Systkini Jónasar: Ólöf, f. 16.5.1900,
d. 13.2.1984, var gift Eyþóri Halls-
syni, skipstjóra á Siglufirði, og átti
Ólöf eina fósturdóttur; Hallgrímur,
f. 3.10.1902, d. 26.11.1980, verslunar-
maður, var kvæntur Ólínu Vigfús-
dóttur frá Seyðisfirði; Lára, f. 7.3.
1905, og á hún eina dóttur; og Aðal-
björg, f. 11.3.1905, d. 11.11.1986, var
gift Páh Bjamasyni, símvirkja á
Akureyri, f. 10.10.1908, d. 12.7.1973,
og eignuðust þau fjögur börn.
Seinni kona Jóns, fóður Jónasar,
var Baldvina Baldvinsdóttir og
eignuðust þau fjögur börn: Kristínu,
Bimu, Skjöld ogÞórhall.
Foreldrar Jónasar voru Jón Jón-
asson, f. 18.1.1874, d. 3.9.1935, bif-
reiðarstjóri á Akureyri, og Aðal-
björgHallgrímsdóttir, f. 31.3.1881,
d. 12.3.1915.
Jón var sonur Jónasar, b. á Kjarna
í Eyjafirði, Jónssonar, b. á Skútu-
stöðum, Helgasonar, b. á Skútustöð-
um, Ásmundssonar, ættföður
Skútustaðaættarinnar.
Móðir Jóns Helgasonar var Þuríð-
ur Árnadóttir. Móðir Jónasar á
Kjarna var Kristín Jóhannesdóttir,
JónasG. Jónsson.
b. á Geiteyjarströnd, Þorsteinsson-
ar. Móðir Jóns bifreiðarstjóra var
Kristjana Jónsdóttir úr Eyjafirði.
Aðalbjörg, móðir Jónasar, var
dóttir Hallgríms, hreppstjóra á Rif-
kelsstöðum, Hallgrímssonar, b. að
Garðsá í Eyjafirði, Gottskálkssonar.
Móðir Hallgríms hreppstjóra var
Guörún Ámadóttir, b. á Svertings-
stöðum, Hallgrímssonar.
Jónas er staddur um þessar
mundir hjá venslafólki að Fjarðar-
seh 3 í Reykjavík. Hann biður að
heilsa vinum og vandamönnum fjær
og nær.
Hafsteinn Jóhannesson Reykjalín
Hafsteinn Jóhannesson Reykjal-
ín forstjóri, Sunnubraut 52, Kópa-
vogi, verður fimmtugur á morgun,
1. apríl.
Hafsteinn fæddist á Hauganesi á
Árskógsströnd í Eyjafirði. Hann
stundaði sjómennsku frá unga
aldri með foður sínum og lauk
mótomámskeiði 1959. Hann lauk
námi í vélvirkjun 1965 og meistara-
prófi í sömu iðngrein 1968. Hafstein
hóf nám við Vélskóla íslands 1969
og útskrifaðist þaðan sem vélfræð-
ingur 1971. Réðst hann þá til Eim-
skips sem vélstjóri á milhlanda-
Studioblóm
Þönglabakka 6, Mjódd,
norðan við Kaupstað,
sími 670760
Blómaskreytingar
viðöll
tækifæri.
Sendingarþjónusta.
MOF-96E MOF-131
750 W 1.300 W
8.000- 18.000
24.000 sn/mín
sn/ mín
ng@E@®
Skeifunni 11d, sími 686466
skipum þess og lengst af á Brúar-
fossi, fram til ársins 1978. Árið 1977
hóf Eimskipafélag íslands starf-
semi Ryðvarnarskálans í Sigtúni 5
og réð Hafstein sem verkstjóra og
umsjónarmann hans, þar til áriö
1986 að hann stofnaði hlutafélag
með fjölskyldu sinni og yfirtók
rekstur Ryðvarnarskálans og rek-
ur nú fjölþætta þjónustustarfsemi
fyrir bifreiðareigendur ásamt Bíla-
leigu RVS. Hafsteinn situr í stjórn
Sjálfstæðisfélags Kópavogs og var
formaður þess 1986-88. Hann á
sæti í atvinnumálanefnd og um-
hverfisráði Kópavogs. Hafsteinn er
stjórnarformaður og aðaleigandi
AVIS-ÍSLAND Stjörnubíla hf.
ásamt Amóri L. Pálssyni, Bílaleigu
IALP.
Hafsteinn var kvæntur Guðríði
S. Stefánsdóttur 1959-67 og eru
bömþeirratvö:
Stefán Rafn, f. 11.8.1959, búsettur
á Akureyri, kvæntur Þórhhdi
Svavarsdóttur og eiga þau þrjá
syni: Svavar Trausta, f. 3.3.1982;
Gunnar Þór, f. 21.4.1984, og Haf-
stein Reykjalín, f. 29.11.1986. Fyrir
hjónaband eignaðist Stefán Rafn
soninn Heiðar Örn, f. 23.11.1980.
Hulda Jóhanna, f. 7.8.1960, búsett
að Ásbyrgi á Hauganesi, gift Guð-
mundi Ingvasyni og eiga þau eina
dóttur: Valgerði Ingu, f. 21.8.1989.
Hafsteinn var kvæntur annarri
konu sinni, Hjördísi Ólafsdóttur,
1976-80.
Árið 1984 kvæntist Hafsteinn nú-
verandi konu sinni, Ásthildi Ingu
Haraldsdóttur, og er hann stjúp-
faðir tveggja bama hennar, Har-
aldar og Katrínar, sem bæði em
við nám í Bandaríkjunum. Harald-
ur er ókvæntur en Katrín er gift
Bjama K. Þorvarðarsyni.
Systkini Hafsteins eru: Hanna
Guðrún, f. 6.7.1934, gift Þór Hjalta-
syni, b. á Akri í Öngulsstaðahreppi
og eiga þau sjö böm; Vigfús Reyn-
ir, f. 21.3.1943, skipstjóri á Dalvík,
kvæntur Svanhildi Amadóttur og
eiga þau þrjú böm; Elísabet, f. 30.1.
1946, búsett á Dalvík, gift Þorsteini
Skaftasyni rafvirkjameistara og
eiga þau fjögur böm; Ragnar
Reykjalín, f. 25.9.1948, skipstjóri
og útgerðarmaöur á Hauganesi,
kvæntur Helgu Haraldsdóttur og
eiga þau fjögur böm, og Elvar
Reykjalín, f. 26.12.1954, skipstjóri
og útgeröarmaður á Hauganesi,
kvæntur Guðlaugu Carlsdóttur og
eiga þau þijár dætur.
Foreldrar Hafsteins: Jóhannes
Reykjahn Traustason, f. 7.12.1913,
d. 22.1.1985, útvegsbóndi og oddviti
Hafsteinn Jóhannesson Reykjalín.
í Ásbyrgi á Hauganesi, og Hulda
Vigfúsdóttir, f. 16.8.1914, húsfreyja
á Hauganesi.
Jóhannes Reykjalín var sonur
Trausta Jóhannesonar, b. á Kuss-
ungsstöðum i Fjörðum, Jónssonar
Reykjahn, prests á Þöglabakka,
Jónssonar Reykjalín, prests á Ríp,
Jónssonar, prests á Breiðabólstað
í Vesturhópi, Þorvarðarsonar.
Móðir Jóhannesar á Kussungs-
stöðum var Sigríður Jónsdóttir frá
Kimbastöðum í Skagafirði, Rögn-
valdssonar. Móðir Trausta var
Guðrún Sigríður Hahgrímsdóttir,
b. á Hóli í Fjörðum, og Ingveldar
Ámadóttur frá Sveinsströnd við
Mývatn.
Móðir Jóhannesar Reykjalín var
Anna Guðrún Jónsdóttir, b. að
Hrafnagih í Þorvaldsdal, og Jónínu
Jóhannesdóttur frá Selá á Árskógs-
strönd.
Hulda, móðir Hafsteins, er dóttir
Vigfúsar, smiðs og útvegsbónda í
Litla-Árskógi á Árskógsströnd,
Kristjánssonar, b. á Litlu-Hámund-
arstööum, Jónssonar frá Stóru-
Hámundarstöðum, Hallgrímsson-
ar. Móðir Kristjáns var Þuríður
Helga Stefánsdóttir.
Móöir Huldu var Elísabet Jó-
hannsdóttir, formanns á Hinriks-
mýri á Árskógsströnd, Jóakims-
sonar, húsmanns í Höfðahverfi og
á Svalbarðsströnd, Þorsteinssonar.
Móðir Jóhanns var Björg Tómas-
dóttir frá Hóh í Höfðahverfi. Móðir
Ehsabetar var Hanna Gísladóttir,
b. á Svínámesi, Jónassonar og Rak-
elar Jóhönnu Jóhannsdóttur Kröy-
er, b. á Munkaþverá í Eyjafirði.
Þar sem 1. apríl er dæmigerður
gríndagur þá hafa þau hjón ákveðiö
að væta kverkar vina og kunninga
laugardaginn 31. mars, aö Sunnu-
braut 52 í Kópavogi, milh kl. 15 og
19. Það veröur ekkert aprílgabb.
Til hamingju með afmælið 31. mars
85 ára
Friörika Guðmundsdóttir,
Suðurhólum 28, Reykjavtk.
80 ára
Guðlaug M. Arndal,
Vitastíg 12, Hahiarflrði.
75 ára
Oddur I. Einarsson,
Vallholti 28, Selfossi.
Guðni Friðriksson,
Skarðshlíö HJ, Akureyri.
Kristján Stefónsson,
Einhoiti 6C, Akureyri.
Slgfríður Georgsdóttir,
Bústaöavegi 105, Reykjavik.
Þorsteinn Þorsteinsson,
Flókagötu 62, Reykjavík.
60 ára_______________________
Ásta Lovísa Pálsdóttir,
Engímýri 1, Akureyri.
Gunnar Pétursson,
Hlíöarvegi 17, ísafiröi.
Ragnar Steindör Jensson,
Kaplaskjóisvegi 65, Reykjavík.
50 ára
Halldór P. Hostert,
Mörk, Garöahæ.
Jón Óiafur Hjartarson,
Skúlagötu 5, Stykkishólmi.
40 ára
_ Auður Vésteinsdóttir,
Suðurhvammi 21, Hafnarfirði.
Guðlaug Ólafsdóttir,
~ Ljósheimum 8A, Reykjavík.
Guðmundur Hafiiðason,
Sléttahrauni 30, Hafnarfiröi.
- Guðrún Ellertsdóttir,
Fífuseli 12, Reykjavík.
Guðrún ína ívarsdóttir,
“ Ránargötu 19, Reykjavík.
Hrefna Marinósdóttir,
Fjarðarvegi 47, Þórshöfh.
Jóhann Jónsson,
- Grundargerði 3E, Akureyri.
Kristín S. Sigurðardóttir,
Rjúpufelli 35, Reykjavík.
Kristján Gunnarsson,
Marargrund 10, Garðabæ.
- Kristján Pétursson,
Kambaselí 54, Reykjavík.
Ruth Snædal Jónsdóttir,
Holtagerði 12, Húsavtk,
Sigurður Pétursson,
Logafold 98, Reykjavik.
Sveinbjörn Dýrmundsson,
Grunnskólanum á Hólmavik.
Óskar Guðlaugur Indriðason
Óskar Guðlaugur Indriðason, eða
Óskar í Ásatúni eins og hann er
jafnan nefndur, Vesturbrún 20,
Flúðum, verður áttatíu ára á morg-
un,l.apríl.
Óskar er fæddur í Ásatúni en for-
eldrar hans höfðu byijað búskap
þar árið 1903. Faðir hans dó á sum-
ardaginn fyrsta 1928,55 ára gamall,
en móðir hans hélt áfram búskap
með bömum sínum þar til hún lést
6.6.1939, þá 62 ára gömul. Árið 1940
keypti Óskar jörðina ásamt bróður
sínum Hahgrími. Laufey systir
þeirra gerðist húsmóðir hjá þeim.
Síðar gerðist hún eigandi að jörð og
búi að einum þriðja og bjó félagsbúi
með þeim þar til Hallgrímur lést á
Þorláksmessu 1982. Oskar og Laufey
bjuggu áfram þar til þau seldu
frænda sínum, Grími Guðmunds-
syni, og konu hans, Guðbjörgu Jó-
hannsdóttur, jörðina árið 1988 og
fluttu í öldmnarheimilið að Vestur-
brún20áFlúðum.
Foreldrar Óskars eignuðust ellefu
börn. Fyrsta bamið dó á fyrsta ári.
Óskar er fimmta barn þeirra í röð-
inni að aldri til. Fjögur þessara
systkina em nú látin en sjö em enn
á lffi, sjötíu og tveggja ára það
yngsta.
Óskar Guðlaugur Indriðason.
Foreldrar Óskars voru Indriði
Grímsson, b. í Ásakoti í Biskups-
tungum, og Gróa Magnúsdóttir.
Foreldrar Indriða vom Grímur
Guðmundsson frá Kjaransstöðum í
Biskupstungum, b. í Ásakoti, og
Helga Guðmundsdóttir frá Brekku
í Biskupstungum. Þau eignuðust sex
böm.
Foreldrar Gróu vom Magnús
Jónsson frá Efra-Langholti og
Guðný Einarsdóttir.
Systir Guðnýjar var Gróa Einars-
dóttir, móðir Einars Jónssonar
listamanns og myndhöggvara.
Óskar verður að heiman á af-
mælisdaginn.