Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1990, Side 43

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1990, Side 43
LAÚGARDAGUR 31. MARS 1990. 51 Afmæli Baldur Finnsson Baldur Finnsson frá Skriöuseli, Reykjamörk 5, Hverageröi, varð sjö- tíu og fimm ára í gær, 30. mars. Baldur fæddist í Skriðuseli í Aðal- dal, var vinnumaður á Þyrli í Hval- firði 1939-44, Innstavogi í eitt ár, bóndi í Miövogi við Akranes 1945-48 en fluttist þá til Reykjavíkur. Hann flutti þaðan til Reykjavíkur og starf- aði hjá Vegagerð ríkisins en hefur verið búsettur í Hveragerði á síðari árum. Baldurkvæntistþann30.3.1944 Huldu Guðlaugu Óskarsdóttur, f. 7.4.1925, d. 31.3.1984. Foreldrar hennar voru Magnúsína Eyjólfs- dóttir frá Vesturhúsum í Vest- mannaeyjum og síðari maður henn- ar, Óskar Sigurðsson, sem fluttist til Winnipeg. Dætur Baldurs og Huldu eru: Hallfríður, f. 29.5.1944, og á hún fimm syni. Eyvör, f. 31.3.1947, gift Friðriki B. Frederiksen meðferðarfulltrúa, og á hún fj órar dætur og einn son. Valgerður, f. 10.4.1950, gift Sæ- mundi Ingibjartssyni húsasmiði, og á hún tvo syni og eina dóttur. Jóna, f. 5.12.1953, gift Brian Hamil- ton, og á hún fjórar dætur. Magnea, f. 6.1.1961, búsett í Sví- þjóð, og á hún son og dóttur. Auk þess á Baldur fimm barna- barnabörn. Systkini Baldurs: Indriði, f. 12.11. 1916, d. 1968, b. og ýtustjóri í Skriðu- seli í Aðaldal; Sigrún, f. 19.1.1920, húsmóðir í Reykjavík; Dýrleif, f. 9.9. 1922, húsmóðir í Reykjavík; Gestur, f. 22.10.1923, vinnur hjá Eimskip í Reykjavík; Eiður, f. 24.5.1926, d. 19.2. 1986, vann hjá Rafmagnsveitum rík- isins; Anna Sigríður, f. 9.1.1921, húsmóðir í Reykjavík; Unnur, f. 6.4. 1931, húsmóðir í Reykjavík; Haukur, f.8.2.1933, d. 8.9.1975. Foreldrar Baldurs voru Finnur Valdimarlndriðason, f. 10.1.1889 eða 1890, d. 30.6.1979, b. og smiður í Skriðuseli í Aðaldal í Suður-Þing- eyjarsýslu, og kona hans, Hallfríður Sigurbjarnardóttir, f. 7.9.1891, d. 1943. Finnur var sonur Indriða Kristj- ánssonar, b. og smiðs í Skriðuseli og víðar, og konu hans, Dýrleifar Guðmundsdóttur. Indriði var sonur Kristjáns, b. á Laugarhóli, Hallsson- ar á Stóra-Eyrarlandi í Eyjafirði, Hallssonar. Móðir Kristjáns var Guðrún Ól- afsdóttir í Yxnafellskoti. Móðir Ind- riða var Rósa Indriðadóttir, b. á Þverá í Grenjaðarstaðarsókn, 111- ugasonar frá Fremri-Hlíö í Vopna- firði. Móðir Rósu var Rósa Guð- mundsdóttir frá Kasthvammi í Lax- árdal. Foreldrar Dýrleifar voru Guð- mundur Jóhannesson, b. á Grýtu í Höfðahverfi, og kona hans, Anna Ásmundsdóttir. Foreldrar Guð- mundar voru Jóhannes, b. í Greni- vík við Eyjaljörð, Árnason frá Hall- dórsstöðum í Laxárdal og kona hans, Elín Guðmundsdóttir frá Kasthvammi. Foreldrar Önnu voru Ásmundur Pálsson, bóndi, smiður og meðhjálp- ari á Gautastöðum á Svalbarðs- strönd, síðar í Hvammi í Höfða- hverfi, og kona hans, Margrét Bene- diktsdóttir að Grjótgarði á Þela- mörk, Jónssonar, prests á Myrká, Ketilssonar, prests á Svalbarði, Ei- ríkssonar. Foreldrar Ásmundar voru Páll á Þórðarstöðum og Snæbjarnarstöð- um, Ásmundsson, Gíslasonar, og Guðný Árnadóttir „Geirsfóstra", b. í Vestari-Krókum, Bjarnasonar, Indriðasonar. Foreldrar Hallfríðar voru Sigur- björn Hallgrímsson, b. í Skriðuseli og víðar, og kona hans, Guðrún Þorsteinsdóttir, sögð úr Grýtu- bakkasókn. Foreldrar Sigurbjarnar voru Hallgrímur Hallgrímsson, b. á Jarlsstöðum og Hólum í Laxárdal, BaldurFinnsson. og kona hans, Anna María Benja- mínsdóttir. Foreldrar Hallgríms voru Hall- grírnur Hallgrímsson, b. á Þverá í Þönglabakkasókn, og kona hans, Guðrún Sigurðardóttir. Foreldrar Hallgríms eldra voru Hallgrímur Björnsson, b. á Grýtubakka, og kona hans, Ingveldur Þórarinsdóttir. For- eldrar Önnu Maríu voru Benjamín Ásmundsson á Fagranesi og kona hans, Naemí Eyjólfsdóttir, b. á Þverá í Þverársókn, Sæmundssonar og konu hans, Önnu Árnadóttur. Til hamingju meö afmælið 1. apríl 80 ára 50 ára Rósa Vilhjálnisdóttir, Hamarsstig 37, Akureyri. ísabella Jónsdóttir, Neöstaleíti 22, Reykjaytk. Kristin Jeremíasdöttir, Lágholti 21, Stykkisliólmi. Reynir Vaitýsson, Noröurbyggö 10, Ákureyri. 75 ára Ragnheiður Jónsdóttir, Hafnarbraut 26, Dalvík. 40 ára 70 ára EHerl Karl Oudmundsson, Hliðarbraut 8, Blönduósi. Geir Sigurldsson, Höföavegi 40, Vestmannaeyjum. Jakob Þór Guðmundsson, Hlíöarbrekku 12, Blönduósi. Jakob Tryggvason, Miklagaröí, Arnameshreppi. Magnús Sigurðsson, Kristín Björgvinsdóttir, Löngúhlíö 5F, Akureyri. Sigurlína Ingimarsdóttir, Míöholti 4, Ákureyri. 60 ára Eiríkur Svavar Eiríksson, Hlíöarbyggð 22, Garðabæ. Dragavegi 9, Reykjavík. Sigmar Georgsson, Smáragötu 18, Vestmannaeyjum. Kristján S Kristján Stefánsson, Einholti 6C, Akureyri, er sjötugur í dag. Kristján fæddist að Þverbrekku í Öxnadal og átti sín æsku- og upp- tefánsson vaxtarár á Efstalandi í sömu sveit og er hann kenndur við þann bæ. Kristján stundaði nám í Reykholts- skóla veturinn 1938-39, var bóndi á Miðlandi í Öxnadal 1943-49 en flutti þá til Akureyrar þar sem hann Gísli Ólafur Pétursson Gísli Ólafur Pétursson, Greni- grund 2B, Kópavogi, er fimmtugur ídag. Gísli er fæddur í Reykjavík. Hann lauk landsprófi frá Laugarvatni 1955 og varð stúdent frá Menntaskólan- um í Reykjavík 1959. Hann starfaði sem kennari við barnaskólann í Ytri-Njarðvík 1959-60, barna- og unglingaskóla Grindavíkur 1960-62, var auglýsingastjóri við Þjóðviljann 1962-63, kennari við Gagnfræða- skólann í Kópavogi 1963-69, Heima- vistarskólann í Hlaðgerðarkoti 1971- 72, Menntadeild Víghólaskóla 1972- 73 og Menntaskólann í Kópa- vogi frá 1973 og aðstoðarskólameist- ari MK1982-87. Gísli hefur unniö margvísleg sumarstörf; var skrif- stofustjórisíldarsöltunarstöðvanna Hafsilfurs og Borga á Raufarhöfn 1962 og 1963, starfaði við Þórsmerk- usvörslu fyrir Skógrækt ríkisins og Ferðafélag íslands á árunum 1966-73, og þau hjónin þá bæði og oftast með Karli Sæmundssyni, föð- ur Rögnu Freyju. Gísli varð cand. mag. í uppeldis- og kennslufræði, sálarfræði og stærðfræði frá háskó- lanum í Osló 1978 og var við fram- haldsnám í tölvufræði viö sama skóla 1988-89. Hann hefur sótt nám- skeið í stærðfræði, tölvufræði, hóp- efli, uppeldis- og kennslufræði, skólastjórnun, verkefnisstjórnun o.fl. Einnig nám og kennslu' samn- ingagerö og samningatækni. Gísli sat í skólanefnd Kópavogs 1974-76, fræðsluráði Reykjanesum- dæmis 1974-76, í stjórn Félags raun- greinakennara 1979-80, í ritstjórn Kennarablaðsins 1979-84, í hags- munanefnd/samninganefnd HÍK 1980-88 og formaður hennar 1982- 1988, í BHMR1980-85 og í stjórn BHMR1981-85, í stjórn HÍK1985-89, í stjórn BK1985-88, formaður stjórnar Orlofssjóðs BHMR frá 1984. Gísli vann meistaraflokk á Skák- þingi íslands 1961 og tefldi í lands- liösflokki á íslandsmeistaramótinu 1962. Eiginkona Gísla er Ragna Freyja Karlsdóttir, f. 8.6.1940 á Siglufirði. Hún er dóttir Karls Sæ- mundssonar og Katrínar Gamalíels- dóttur. Börn Gísla og Rögnu Freyju eru: Ólafur Freyr, f. 12.9.1959, kvæntur Lilju Sigurðardóttur, f. 12.7.1960 og eru dæturþeirra: Assa Ósk, f. 7.5. 1987 Og Arna Björt, f. 2.2.1989. Ragna Freyja, f. 11.10.1960, var gift Gunnlaugi Ragnari Magnús- syni, f. 28.12.1958, en þau skildu 1989, og er dóttir þeirra: Lind, f. 11.11.1983. Freyja Rún, f. 7.6.1962. Uppeldissonur Gísla er Davíð Karl Sigursveinsson, f. 7.1.1978. Alsystkini Gísla eru: Bjarni Birg- ir, f. 3.3.1942, og á hann tvö börn; Víkar, f. 12.10.1944; Pétur Örn, f. 18.2.1949, og á hann þrjú börn, og Björg, f. 7.9.1961. Hálfbræður Gísla, samfeðra, eru: Guðmundur, f. 1957, og Böðvar Bjarki, f. 1961. Foreldrar Gísla: Pétur Guðmund- ur Sumarliðason kennari, f. 24.7. 1916, d. 5.9.1982, og Guðrún Hólm- fríður Gísladóttir, f. 5.9.1920. Pétur var sonur Sumarliða Guð- mundssonar, b. í Miðhúsum í Reykj- arfirði, Sumarliðasonar, b. í Mið- húsum, Helgasonar. Móðir Péturs var Björg Péturs- dóttir, Péturssonar og Andreu Andrésdóttur, Guðbrandssonar og Bjargar Eiríksdóttur. Guðrún Hólmfríður er dóttir Gfsla Gíslí Olafur Pétursson. Ólafs, héraðslæknis á Eyrarbakka, Péturssonar, b. í Ánanaustum í Reykjavík, Gíslasonar, b. í Ána- naustum, Ölafssonar. Móðir Péturs í Ánanaustum var HólmfríöurEyleifsdóttir. Móðir Gísla Ólafs var Valgerður Ólafs- dóttir, b. á Ægissíðu, Sigurðssonar. Móðir Guðrúnar Hólmfríðar var Aðalbjörg Jakobsdóttir, kaupfélags- stjóra á Húsavík, Hálfdánarsonar, b. í Brenniási, Jóakimssonar. Móðir Jakobs var Aðalbjörg Sig- urðardóttir. Móðir Aðalbjargar Jak- obsdóttur var Petrína Kristín Pét- ursdóttir, b. í Reykjahlíð við Mý- vatn, Jónssonar, prests í Reykjahlíð og ættfóður Reykjahlíðarinnar, Þor- steinssonar. í tilefni afmælisins stendur Gísli að móti í Þinghóli að Hamraborg 11 í Kópavogi. Hann leggur til hús og kaffivökva en samstarfsfólk, vinir, frændfólk og samferðarmenn koma með annað sem þeir vilja neyta. Þar hafa margir boðað komu sína sem of sjaldan hafa sést og munu þeir sem lengst halda út dansa fram und- ir morgun. Kristján Stefánsson. hefur verið starfsmaður Sjafnar síðastliðin fjörutíu ár og verkstjóri íþrjátíu ár. Eiginkona Kristjáns er Valgerður Jónasdóttir. Börn Kristjáns og Valgerðar eru tvö: Margrét, húsmóðir á Akur- eyri, gift Jóhanni Jóhannssyni verkstjóra, og Júlíus, mjólkurfræð- ingur á Akureyri, kvæntur Svan- hildi Sigurðardóttur hjúkruna- rfræðingi. Foreldrar Kristjáns voru Stefán Guðmundsson, b. að Þverbrekku í Öxnadal, og Margrét Kristjáns- dóttir. Torfi Steinþórsson 'Torfi Steinþórsson, fyrrv. skóla- stjóri, Hala í Suöursveit, verður sjö- tíu og fimm ára á morgun, 1. apríl. Torfi er fæddur á Hala í Suður- sveit og alinn upp i Suöursveitinni. Hann nam við Alþýðuskólann á Laugarvatni 1935-37 og lauk kenn- araprófi frá Kennaraskóla íslands 1942. Torfi var skólastjóri við barna- og unglingaskólann í Suðu.rsveit aö Hrollaugsstöðum sem þá var heim- angönguskóli 1945-48 en heimavist- arskóli 1948-73 og síðan heiman- akstur. Hann hætti kennslustörfum 1985. Torfi hefur alla tíð búið á Hala og rak þar bú í félagi viö fööur sinn frá 1945 og fram yfir 1970. Hann var formaður Ungmennafélagsins Vísis í Suðursveit frá 1946 og framundir 1970, formaður áfengisvarnarnefnd- ar Suðursveitar frá 1956 og í stjórn Félags áfengisvarnarnefnda Aust- ur-Skaftafellssýslu frá stofnun 1958. Torfi kvæntist þann 24.10.1944, Ingibjörgu Zophoníasdóttur hús- freyju, f. 22.8.1923. Hún er dóttir Zophoníasar Jónssonar, fyrrum bónda á Hóli í Svarfaðardal, nú til heimilis í Dalbæ á Dalvík, og Sú- sönnu Guðmundsdóttur. Börn Torfa og Ingibjargar eru: Toríhildur Hólm, f. 16.2.1945, hús- freyja á Gerði í Suðursveit, gift Þor- bergi Bjarnasyni bónda og eiga þau sex börn og þrjú barnabörn. Steinþór, f. 29.2.1948, b. á Hala, kvæntur Ólöfu Guðmundsdóttur liúsfreyju og eiga þau þrjú börn. Fjölnir, f. 1.10.1952, b. á Hala, býr með Þorbjörgu Arnórsdóttur, skóla- stjóra á Hrollaugsstöðum, og eiga þaufiögurbörn. Steinunn, f. 1.10.1952, kennari í Fossvogsskóla, búsett í Kópavogi, gift Birni Magnússyni bifvélavirkja, ogeigaþautvö börn. Þórbergur, f. 12.3.1954, stýrimað- ur á Akureyri, býr með Anke Mary Stenke, kennara við Verkmennta- skólann á Akureyri, og eiga þau fimm börn. Zophonías Heiðar, f. 6.7.1956, skólameistari framhaldsskólans í Nesjum í Austur-Skaftafellssýslu, kvæntur Guðrúnu Ingólfsdóttur, framkvæmdastjóra Orkuvers á Höfn í Hornafirði og eiga þau þrjú börn. Súsanna Björk, f. 2.4.1960, hús- freyja á Dalvík, gift Ásmundi Þóri Ólafssyni stýrimanni og eiga þau tvö börn. Margrét, f. 16.6.1961, verkakona í Reykjavík, býr með Sæmundi Egg- ertssyni húsasmíðameistara og eiga þau eitt barn. Þórgunnur, f. 24.11.1965, nemi í Háskóla íslands, búsett í Reykjavík, býr með Ásgrími Ingólfssyni stýri- manni og eru þau barnlaus. Systir Torfa er Anna Þóra, f. 28.4. 1917, sem vann í fjölda ára við síma- vörslu hjá Olís, búsett í Reykjavík, gift Ólafi Guðjónssyni húsgagna- smíðameistara og eiga þau tvö börn ogsexbarnabörn. Torfi Steinþórsson. Foreldrar Torfa voru Steinþór Þórðarson, f. 10.6.1892, d. 20.1.1981, b. á Hala í Suðursveit, og Steinunn Guðmundsdóttir, f. 25.11.1888, d. 14.5.1981, húsmóðir. Steinþór var albróðir Þórbergs Þórðarsonar rithöfundar. Torfi verður að heiman á afmælis- daginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.