Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1990, Blaðsíða 48
V®
LOKI
Það er helst fyrir örveru-
fræðinga að spá í það
hversu oft Borgaraflokkur
inn getur klofnað!
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu
þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt-
ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000
krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsingar - Askrift - Dreifing: Sími 27022
LAUGARDAGUR 31. MARS 1990.
Borgarstjóm:
Ásgeir Hannes
í prófkjör
Nýs vettvangs
Asgeir Hannes Eiríksson, þing-
maður Borgaraflokksins, tii-
kynnti í gær að í dag yröi stofnuð
ný hreyfing sem hefði þaö mark-
mið aö vera aðili að prófkjöri Nýs
vettvangs fyrir borgarstjórnar-
kosningar. Verður stofnfundur
þessara hreyíingar í dag.
Þá tilkynnti Ásgeir Hannes aö
hann yröi í framboði fyrir próf-
kjörið ef til hans yröi leitað af
hinni nýju hreyfingu.
Þetta kom fram á fundi á Hótel
Borg í gær þar sem meðal annars
mátti sjá þau Óla Þ. Guðbjartsson
dómsmálaráðherra og Aðalheiði
Bjarnfreðsdóttur alþingi'smann
og samflokksmenn Ásgeirs en
þau munu styðja hina nýju hreyf-
ingu.
„Ég er eindregið sömu skoðun-
ar og Ásgeir Hannes og mér
finnst þetta skynsamlegt,“ sagði
Aðalheiður þegar hún var spurð
að því hvort hún styddi þetta
nýja framboð.
Ásgeir Hannes gagnrýndi Borg-
araflokkinn harðlega fyrir að
hafna samvinnu við hiö nýja afl
en ekki kom fram hver staða hans
verður innan Borgaraflokksins.
Það e'r ljóst að Borgarar bjóða
fram klofiö í næstu borgarstjórn-
arkosníngum í Reykjavík en
kjördæmisráðiö hefur ákveðið að
standa að eigin framboði.
Þá sagði Ásgeir að hann hefði
ekki áhyggjur af stefnuskrá hinn-
ar nýju hreyfingar því þetta væri
ekki spurning um orð heldur
verklag. Þá er Ijóst að þrír aðilar
munu taka þátt í þessu sameigin-
lega prófkjöri Nýs vettvangs.
-SMJ
NYJA
SENDIBÍLASTÖÐIN
68-5000
Úti að aka
í 40 ár
BÍLALEIGA
v/Flugvallarveg
91-61-44-00
Tíu mánaða drengur heilaskemmdur eftir hjartaaðgerð í London:
„Það hlýtur einhver *
að vera ábyrgur“ "
„Við fórum út til London með en komum aftur heim með heila- sér mikla von um almennilega til-
hresst, lifandi og skemmtilegt barn skemmdan einstakling sem ekki á veru. Þetta er alveg hræðilegt.
Þessi litli drengur var fjörkálfurinn i fjölskyldunni en eftir hjartaaögerð í London er hann alvarlega heilaskemmd-
ur, starir tómum augum og heldur ekki höfði. Jóhann er í fangi móður sinnar, Halldóru Svövu Sigurðardóttur.
Faðirinn, Guðjón Jóhannsson, horfir dapur á. DV-mynd S
Hjartaaðgerðin á Jóhanni tókst
ágætlega en síðar kom sýking í
skurðinn og einn morguninn komum
við að honum helbláum í framan og
köldum á sjúkrahúsinu. Við neituð-
um í fyrstu að nokkuð væri að en
viö heimkomuna varð raunveruleik-
inn ekki umflúinn. Litli drengurinn
okkar var alvarlega heilaskemmdur
eftir ferð sem átti að bjarga heilsu
hans. Þessi sorglega staðreynd hefur
vakið ótal spurningar í huga manns
og ég hef einsett mér að kalla ein-
hvern til ábyrgðar á því hvernig
komið er fyrir drengnum mínum í
dag. Það hlýtur einhver að vera
ábyrgur," sagði Guðjón Jóhannsson
frá Vestmannaeýjum í samtali við
DV.
Saga Guðjóns er átakanleg og sorj^
leg. Jóhann sonur hans var al^slega
hjartveikur. Læknar mæltíj^æð að
þau færu með drenginn i bjartaað-
gerð á sjúkrahúsi í London. Þangað
komu þau 12. febrúar og strax daginn
eftir var erfið og flókin aðgerð fram-
kvæmd. Aðgerðin tókst ágætlega en
þegar heim var snúið var litli fjör-
kálfurinn orðinn að heilaskemmdu
barni sem starði tómum augum út í
loftið og gat sig lítiö hreyft.
Guðjón hefur uppi miklar efasemd-
ir varðandi sjúkrahúsið í London.
„Það var sóðalegt þarna og fólk óö
inn á gjörgæsluna á skítugum skón-
um og sloppalaust. Þá týndust skjölin
fyrir drenginn á sjúkrahúsinu og
læknarinir voru farnir að forðast
mig.“
Þessi sorglegi atburður hefur sett
spor sín í fjölskyldulífið sem Guðjón
segir nánast í molum.
„Ég hef ekki mikla ástæðu til bjart-
sýni og hugsa stundum að það hefði I
verið best fyrir drenginn að deyja í I
stað þess að lifa þeirri tilveru sem
blasir við honum í dag.“ -hlh
- sjá viðtal á bls. 4
*
i
i
i
i
i
i
Veðrið á sunnudag og mánudag:
Fer að hvessa eftir helgi
Á sunnudag verður suðvestan- og vestanátt, 3-5 vindstig, léttskýjað á Austurlandi en annars staðar skýjað. Súld verður á Suðvesturlandi en ann-
ars þurrt. Hitinn á sunnudag verður yfir frostmarki á Suðvesturlandi en við frostmark annars staðar.
Á mánudaginn verður norðaustanátt um allt land, víöa 5-7 vindstig, snjókoma eða slydda norðanlands en þurrt syðra. Hitinn verður um frostmark,
annars staðar en á Vestfjörðum og Norðurlandi þar sem hitinn fer aöeins undir frostmark.