Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1990, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 1990.
11
Utlönd
Forsætisráðherra Litháen, Kazimiera Prunskiene, ræddi í gær við Bush Bandaríkjaforseta.
Símamynd Reuter
Prunskiene í Bandaríkjunum:
Engin loforð frá Bush
Forsætisráöherra Litháen, Kaz-
imiera Prunskiene, var vel fagnað
af bandarískum þingmönnum þegar
hún kom til viðræöna við Bush
Bandaríkjaforseta í gær. En að lokn-
um viðræðunum við forsetann var
ekki að heyra á Prunskiene að hún
væri bjartsýnni á framtíð sjálfstæð-
isbaráttu þjóðar sinnar en áður en
hún lagði land undir fót. „Hvort ég
geti sagst ánægð með niðurstöður
þessara viðræðna veltur á hvernig
mál þróast," sagði hún.
Bandarríkjaforseti hefur hafnað
tillögum um að beita Sovétmenn
efnahagslegum refsiaðgeröum þrátt
fyrir þvingunaraðgerðir sovéskra
yfirvalda gegn Litháum vegna full-
veldisyfirlýsingar þeirra síðast-
nefndu frá því í mars síðastliðnum.
íhaldsmenn á bandaríska þinginu
hafa lýst yfir óánægju sinni með af-
stöðu Bush í þessari deilu og lýst sig
andvíga væntanlegum viðskipta-
samningi Bandaríkjanna og Sovét-
ríkjanna. Öldungadeildin samþykkti
með 73 atkvæðum gegn 24 að hvetja
forsetann að fresta því að viðskipta-
samningurinn verði lagður fyrir
deildina þar til Sovétmenn hafa af-
létt viðskiptaþvingununum á Litháa
og hafið viðræður.
Litháar hafa lýst sig reiðubúna til
viðræðna og jafnvel að fresta fram-
kvæmd þrennra laga sem sett hafa
verið í lýðveldinu frá því að fullveld-
isyfirlýsingin var samþykkt. En for-
sætisráðherrann ítrekaði enn og aft-
ur í gær að aldrei kæmi til að fella
sjálfa yfirlýsinguna úr gildi.
Fastlega er búist viö að nágranna-
lýðveldiö Lettland feti í fótspor Lit-
háen í dag þó að Lettar muni líklega
fara sér hægar. Fulltrúar Letta segj-
ast hafa undirbúið vel hvernig haga
skuli framkvæmd baráttunnar til
aukins sjálfsforræðis og kveðast
munu endurvekja að hluta til stjóm-
arskrá landsins eins og hún var áður
en Eystrasaltsríkin voru innlimuð
inn í Sovétríkin árið 1940. Nýkjörinn
forseti Lettlands, Anatoly Gorbunov,
hefur þó varað ianda sína við því að
baráttan fyrir sjálfsstæði kunni að
reynast erfið.
Reuter
Sovéski herinn
þrýstir á Gorbatsjov
Sérlegur sérfræðingur NATO í
málefnum Sovét'ríkjanna sagði í gær
að sovéski herinn beitti Gorbatsjov
Sovétleiðtoga nú miklum þrýstingi
og mögulegt væri að hann hefði sýnt
valdbeitingu nýlega.
Sérfræðingurinn, Christopher
Donnelly, sagði að fréttir um að borg-
arastyrjöld væri um það bil að brjót-
ast út í landinu væru rangar og eng-
inn fótur fyrir þeim. Hann sagði að
sjá mætti merki þess að hernum, sem
ekki sættir sig við þann hraða sem
verið hefur á afvopnunarmálum og
efnahagslegum umbæóum, hefði
verið gefið aukið vaid.
I gærmorgun höfðu bresku blöðin
það eftir embættismanni NATO að
fyrr á árinu hefði munað litlu aö
borgarastyijöld brytist út í Sovétríkj-
unum, þegar milli 3000 og 4000 her-
menn gengu um götur Moskvu og
dreifðu vopnum á báða bóga. Mun
þetta hafa gerst þann 25. febrúar.
Donnelly sagði að hann hefði það
í óstaðfestum fréttum að þennan dag
hefðu 6000 herforingjaefni fengið
vopn upp í hendurnar. Hann sagði
að mikilvægi þessara upplýsing fæl-
ist helst í því að herinn gæti nú sagt
við Gorbatsjov að hann héldi uppi
lögum og reglum og Gorbatsjov gæti
ekki án hersins verið. Donnelly sagði
að þetta sýndi þó á engan hátt að
stefnt hefði í borgarastyrjöld. Herinn
hefði aðeins áhyggjur af þeirri óreglu
sem er að skapast í landinu.
í áraraðir fékk herinn bróðurpart-
inn af fjárlögunum í Sovétríkjunum,
en Gorbatsjov er þegar byrjaður að
kalla heim herdeildir frá Austur-
Evrópu og áætlanir eru uppi um
meiri niðurskurð samkvæmt samn-
ingi milli austur og vesturs um fækk-
un í hinum hefðbundna herafla.
Reuter
Til ökumanna
Gleðilegt sumar
Sumardekkin undir bifreiðina
Sparið naglana, bensínið og malbikið
GATNAMÁLASTJÓRI
Kennarar
Seyðisfjarðarskóla vantar kennara í eftirtaldar greinar:
Raungreinar
íþróttir
Myndmennt
Tónmennt
Almenn kennsla
Boðið er upp á ódýrt húsnæði og greiddur flutnings-
styrkur.
Umsóknarfrestur er til 17. maí.
Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 97-21172 eða
97-21365.
MICHELINmx
MIKILVÆGT ATRIÐI
HJémmmŒ ///
SKEIFUNNI 5, SÍMAR 68-96-60 OG 68-75-17
HALDIÐ í
VALSHEIMILINU
4.-6. MAÍ1990
• Tekst Magnúsi Ver að veija
Evrópumeístaratítíl sinn i 125
kg flokki?
• Verða Jón Gunnarsson i 90
kg flokki og Hjaltí Úrsus i
+ 125 kg flokki á verðlauna-
pallí eða jafnvel Evrópu-
meistarar?
• Hvað gerir gamla kempan,
Skúli Óskarsson, i 75 kg
flokki?
• Verða sett Evrópumet eða
jafnvel heimsmet á mótinu?
• Komið og sjáið sterkustu
menn Evrópu keppa.
DAGSKRA MOTSINS
Föstudagur 4. maí
Kl. 11.00 setning mótsins.
Kl. 12.00 keppni í 52 og 56 kg fl.
Kl. 16.00 keppni í 60 kg flokki.
Kl. 20.00 keppni í 67,5 kg flokki.
Laugardagur 5. maí
Kl. 10.00 keppni í 75 kg flokki.
Kl. 14.00 keppni 182,5 kg flokki.
Kl. 17.00 keppni í 90 kg flokki.
Kl. 20.00 keppni í 100 kg flokki.
Sunnudagur 6. maí
Kl. 11.00 keppni í 110 kg flokki.
Kl. 14.00 keppni í 125 og +125 kg flokkum.