Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1990, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 1990.
15
Siðareglur fyrir embætt-
ismenn og borgarfulltrúa
Reykjavíkurborg hefur Qölmörg-
um hæfum og samviskusömum
starfsmönnum á að skipa, það
sama gildir um flesta þá sem eiga
að hafa stjórn borgarinnar á hendi.
Eftir fjögurra ára setu í borgar-
stjórn er mér þó ljóst að mjög brýnt
er að setja ákveðnar siðareglur,
bæði fyrir borgarfulltrúa og emb-
ættismenn.
Þeir atburðir hafa gerst í borgar-
kerfinu að bæði kjörnir fulltrúar
og embættismenn hafa fallið svo í
freistni að það er nauðsynlegt.
Með siðareglum á ég m.a. við að
samin verði nákvæm starfslýsing,
skipurit, þar sem greinilega er tek-
ið fram hverjar eru skyldur borgar-
fulltrúa og embættismanna og
hvaða heimildir hver og einn hefur
til ákvarðanatöku. Það verður að
vera ljóst hvað hver yíirmaður á
að gera og hvaða siðferðilegum
reglum ber að fylgja og hver ber
ábyrgð á hverjum þætti.
Borgin hefur miklar tekjur sem
innheimtar eru af borgurunum.
Þessum tekjum ber að verja skyn-
samlega og heiðarlega þannig að
þær verði öllum borgarbúum til
hagsbóta.
Oslóarborg hefur sett mjög
strangar siðareglur sem e.t.v. geta
orðið okkur til leiðbeiningar. Ak-
ureyrarbær hefur einnig verið að
móta slíkar reglur og auðvitað er
ekki síður ástæða til þess í Reykja-
vík.
Ábyrgð kjörinna fulltrúa
Okkur borgarfulltrúum er lögð
mikil ábyrgð á herðar. Við erum
kjörin til þess að hafa stjórn borg-
arinnar á hendi fjögur ár í senn.
Þessa ábyrgð eigum við að taka
alvarlega og axla hana af sam-
viskusemi. Það er fráleitt að borg-
arfulltrúar noti þá aðstöðu sem
borgarbúar veita þeim með kosn-
ingu til að hlynna sérstaklega hver
Kjállariim
Sigrún Magnúsdóttir
borgarfulltrúi Framsóknar-
flokksins í Reykjavík
að öðrum eða til þess að ákvarða
sjálfir einkafríðindi sér til handa.
Borgarráð er skipað fimm borgar-
fulltrúum. Þeir eiga að fara með
daglega stjórn borgarinnar í um-
boði borgarstjórnar. Fyrir borgar-
ráð á að leggja allar meiri háttar
fjárhagsákvaröanir og afgreiða
þær þar með formlegum hætti en
á því er misbrestur.
Bílar handa borgarstjóra
Það er fásinna að borgarstjóri
geti einsamall á síðkvöldi ákveðið
að nú kaupi borgin undir hann
„Kadiljak" og hringt síðan morg-
uninn eftir i Vélamiðstöð borginn-
ar og gefið fyrirmæli um að panta
einn slíkan. Það er fásinna að borg-
arstjóri geti á öðru kvöldi ákveðið
sjálfur að bæta við sig öðrum lúx-
usbíl og hringt eftir jeppa. Það er
fásinna að borgarstjóri geti án þess
að spyrja kóng eða prest látið
kaupa lúxusbíl handa vini sínum,
sem einungis hafði á hendi stjórn-
arformennsku í Granda.
Það er ófært að einstakir borgar-
fulltrúar séu í braski með lóðir. Það
gengur ekki að borgarfulltrúi láti
úthluta sér lóð undir verslunar- og
skrifstofuhúsnæði þar sem skipu-
lagt hafði verið „grænt svæði“ og
braski síðan með hana í gróða-
skyni. Það gengur heldur ekki að
borgarfulltrúi reki gervifyrirtæki
til þess að láta hlutina líta út öðru-
vísi en þeir eru.
í upphafi hvers árs er afgreidd
fjárhagsáætlun. Tekist er á um
hana á löngum og ströngum fund-
um enda á hún að vera stefnu-
markandi.
Engar greiðslur má inna af hendi
aðrar en þær sem þar eru tilgreind-
ar, án formlegs samþykkis borgar-
ráðs. Þessi hefur ekki verið raunin.
Undanfarin ár hafa tekjur borgar-
innar verið stórlega vanáætlaðar
og borgarstjóri og embættismenn
hafa ráðstafað mestum hluta þeirra
að eigin geðþótta. Veitingahúsa-
kaup, jarðakaup og margvíslegar
aðrar framkvæmdir hafa verið
íjármagnaðar með þessum hætti.
Kóngar í borginni
Embætti borgarverkfræðings
hefur á undaníörnum árum komist
upp með það að starfa alltof sjálf-
stætt og án aðhalds frá kjörnum
fulltrúum.
Embætti gatnamálastjóra heyrir
undir borgarverkfræðing. Um
hendur gatnamálastjóra fer fimmta
hver króna sem borgin hefur til
ráðstöfunar. Þetta embætti, þessi
deild, er alveg á skjön við allt í
kerfinu vegna þess að yfir því er
engin stjórn kjörinna fulltrúa. Þar
eru þó teknar afdrifaríkar ákvarð-
anir sem snerta okkur öll. Embætti
byggingarfulltrúa heyrir einnig
undir borgarverkfræðingsembætt-
ið. í haust bað ég um skýrslu um
það í hve miklum mæli starfsmenn
byggingafulltrúa teiknuðu og
hönnuðu hús í frítímum sínum.
Það kom fram að þetta var í tals-
vert miklum mæli hjá einstökum
starfsmönnum. Alvarlegast við það
er að síðan eiga þessir sömu menn
að yfirfara sínar eigin teikningar
og hafa eftirlit með sjálfum sér.
Ráðhús og borgarleikhús
Ráöhúsinu var valinn staður í
Tjörninni. Hvar sú ákvörðun var
tekin er á huldu en hún lá fyrir
áður en ég kom í borgarstjórn. Ég
átti þátt í að velja þá teikningu sem
byggt er eftir. Mér þótti hún fall-
egust, fyrirferðarminnst og falla
betur að umhverfinu en hinar til-
lögurnar.
Eg hef hins vegar alveg frá upp-
hafi gagnrýnt mjög harðlega
hvernig staðið hefur verið aö öllum
framkvæmdum. Þannig ákvað
verkefnisstjórn Ráðhússins að
sniðganga Innkaupastofnun borg-
arinnar sem er stóralvarlegt mál.
Rokið var af stað með alltof miklum
hraða. Menn treystu á að vitneskja
um aðstæður á byggingarstað
kæmu í ljós eftir að framkvæmdir
voru hafnar. Allur kostnaður hefur
þar af leiðandi orðið mikið meiri,
svo sem hönnunarkostnaöur, sem
er orðinn tæplega 500 milljónir.
Svona blómstrar spilling og ráð-
leysi í skjóli óstjórnar og klíku-
skapar.
Borgarleikhúsið er annað ljótt
dæmi. Það fór á síðasta ári 40-50%
fram úr áætlun. Þar var þó borgar-
stjóri sjálfur formaður byggingar-
nefndar og hefði átt að vita manna
best að það á að sækja um aukafjár-
veitingu til borgarráðs ef fram-
kvæmdir fara fram úr fjárhagsá-
ætlun.
Leyniklíka íhaldsins
Þá er komið að einum ljótasta
þætti þessa máls. í blöðum í vetur
var vakin athygli á leynifélagi
íhaldsmanna í embættismanna-
kerfi borgarinnar og starfar það
undir forsæti borgarstjóra. í leyni-
félag þetta fá ekki aðrir inngöngu
en karlar sem kjósa Sjálfstæðis-
flokkinn. Konur fá þar engan að-
gang, ekki heldur Egill Skúli á
meðan hann var borgarstjóri.
Þessir herrar eru hinir eiginlegu
stjórnendur borgarinnar okkar.
Þessu verður að breyta.
Við borgarbúar eigum heimtingu
á því að kjörnir borgarfulltrúar,
sem ábyrgðina bera, stjórni borg-
inni. Það er kominn tími til að
hnekkja ofurveldi Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavik. í skjóli hans
hefur margur ósómi safnast fyrir.
Þegar einn flokkur hefur stjórnað
svona lengi er þessari hættu boðið
heim. Setjum því bæði stjórnend-
um og embættismönnum ákveðnar
siðareglur. Burt með spillinguna
úr borgarkerfinu.
Sigrún Magnúsdóttir
„Það er fráleitt að borgarfulltrúar noti
þá aðstöðu sem borgarbúar veita þeim
með kosningu til að hlynna sérstaklega
hver að öðrum eða til þess að ákvarða
sjálfir einkafríðindi sér til handa.“
Kópavogsbúar - sundlaugin
okkar er lögleg keppnislaug
I grein Helga Helgasonar, for-
manns ungra sjálfstæðismanna í
Kópavogi, sem birtist í DV 24. apríl
1990, er því slegið fram að sund-
laugin okkar, sem á að taka í notk-
un 15. september nk., sé ekki lögleg
keppnislaug. Ég vil spyrja: Hvað
er þessi maður að gefa í skyn? Þessi
sundlaug uppfyllir öll skilyrði sem
gerð eru tii venjulegrar keppnis-
laugar fyrir þær keppnir sem við
íslendingar munum bjóða upp á.
Er hann að slá ryki í augu Kópa-
vogsbúa með svona hálfkveðnum
visum eða hafa sjálfstæðismenn
hugsað sér að byggja sundlaug sem
eingöngu væri hægt að nota fyrir
keppni? Þess konar laug þarf að
vera jafndjúp, 180 sm á dýpt, og
yfirbyggð. Sundlaugar, sem notað-
ar eru á ólympíuleikum og heims-
meistarakeppnum í sundi, eru af
þessari gerð. Ætla sjálfstæðismenn
að bjóðast til að halda heimsmeist-
arakeppni í sundi í Kópavogi?
Finnst þeim það ekki einum of stór
biti þegar þeir hafa ekki burði til
að standa með bæjarstjórn Kópa-
vogs að byggingu íþróttahúss undir
heimsmeistarakeppnina í hand-
bolta 1995?
Keppnislaug af þessari gerð er
ekki ætluð fyrir almenning og allra
síst fyrir börn. Geta Kópavogsbúar
hugsað sér að svamla í sundlaug
sem er það djúp að meðalmaður
nær hvergi til botns. Sú sundlaug,
sem er í byggingu í Kópavogi, er
ætluð til almenningsnota og í henni
verður hægt að halda sundkeppni.
Það er undarlegt með sjálfstæðis-
menn. í öðru orðinu tala þeir um
aðhald og í hinu gefa þeir í skyn
svo mikið bruðl á fjármunum al-
mennings að það tekur engu tah.
Nei, Helgi Helgason, þú þarft ekki
að halda að Kópavogsbúar sjái ekki
í gegnum þennan blekkingavef
þinn. Málflutningur af þessu tagi
er engum til sóma.
Sigur Kópavogsbúa í Foss-
vogsdeilunni
Það er öllum ljóst, sem fylgjast
með stjórnmálum í Kópavogi, að
fullnaðarsigur vannst í Fossvogs-
deilunni þegar aðalskipulag Kópa-
vogs var samþykkt og staðfest af
ráðherra, Jóhönnu Siguröardóttur,
þann 24. apríl 1990. Þennan sama
dag birtist fyrrnefnd grein eftir
Helga Helgason þar sem hann vík-
ur að deilunni um urðun sorps
milli Kópavogs og Reykjavíkur á
vordögum 1989. Ég vil segja við þig
Helgi, þú hefur misskilið þetta
mál. Deilan um urðun sorps er eitt
af þeim málum sem félagar þínir í
Reykjavík vilja örugglega gleyma.
Ef bæjarstjórn Kópavogs hefði ekki
rift samningnum við Reykjavíkur-
borg vorið 1989 stæðum við ekki
með pálmann í höndunum í dag.
Og aö lokum þetta: Ef þú hefur
hugsaö þér að leggja stjórnmál fyr-
ir þig skalt þú kynna þér málin á
öðrum vettvangi en hjá Spaugstof-
unni í Gamla bíói.
Nú er það í höndum bæjarstjórn-
ar Kópavogs hvort Fossvogsbraut
verður lögð um dalinn. Afstaða
meirihlutans í bæjarstjórn Kópa-
vogs (Alþýöuflokks og Alþýðu-
bandalags) er ljós. Fossvogsbraut
kemur ekki til greina. En hver er
afstaða Sjálfstæðisílokksins? Er
hægt að treysta honum fyrir fram-
tíð dalsins? Sjálfstæðisflokkurinn
hefur sýnt það og sannað í þessu
máli að honum er ekki treystandi
þegar á hólminn er komið. Eru
Kópavogsbúar tilbúnir að leggja
Fossvogsdalinn undir í komandi
bæjarstjórnarkosningum? Ég vil
einnig á þessum stað beina orðum
mínum til Braga Michaelssonar,
bæj arfulltrúa Sj álfstæöisflokksins.
Það sem þér getur dottið í
hug, Bragi!
í grein hans, sem birtist í DV 24.
apríl sl„ leggur hann til að Hótel-
og veitingaskóli íslands verði
byggður í tengslum við fyrirhugað
íþróttahús í Kópavogsdal í staðinn
fyrir grunnskóla. Kópavogsdalur
hefur verið deiliskipulagður undir
íbúabyggð og mun verða byggður
á næstu árum. Augljóst er að
byggja þarf grunnskóla með
íþróttahúsi á þessu svæði og hefur
hann verið inni í myndinni frá því
að svæðið var skipulagt. Þegar rík-
isstjórnin fór þess á leit við bæjar-
stjórn Kópavogs að reisa íþrótta-
hús fyrir heimsmeistarakeppnina í
handknattleik 1995 var ákveðiö að
sameina þessi tvö verkefni í eitt og
ættu' kostir þess að vera öllum
skýrir. Mér er ómögulegt að skilja
hagræðinguna í því að byggja Hót-
el- og veitingaskólann í Kópavogs-
KjaUarinn
Sigríður Einarsdóttir
bæjarfulltrúi Alþýðuflokks
í Kópavogi
dal í staðinn fyrir grunnskólann.
Bragi, þú veist það eins vel og ég
að ætlunin er að byggja Hótel- og
veitingaskóla íslands í tengslum
viö Menntaskólann í Kópavogi. Það
fjármagn, sem ríkið veitir til skól-
ans, er sama fjármagnið hvort sem
það fer niður í Kópavogsdal eða í
menntaskólalóðina. Hefur þú
kannski hugsað þér að byggja Hót-
el- og veitingaskólann í Kópavogs-
dal en grunnskólann á mennta-
skólalóðinni? Hvers eiga börnin í
Kópavogsdal að gjalda? Er bæjar-
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins líka að
reyna að slá ryki í augu Kópavogs-
búa? Ætlar þú að gera það að til-
lögu þinni að hætta við byggingu
grunnskóla í Kópavogsdal eða
gleymdir þú honum bara í þessum
útreikningum þínum?
Sigríður Einarsdóttir
„Nú er það í höndum bæjarstjórnar
Kópavogs hvort Fossvogsbraut verður
lögð um dalinn. Afstaða meirihlutans
íbæjarstjórn... erljós. Fossvogsbraut
kemur ekki til greina.“