Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1990, Blaðsíða 28
36
FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 1990.
Þorsteinn Guðnason, starfsmaður
hjá Olíufélaginu, lést 25. aprO sl.
Hann fæddist 19. júní 1942 að Brekk-
um, Hvolhreppi, Rangárvallasýslu,
sonur hjónanna Guðna Guðjónsson-
ar og Jónínu G. Jónsdóttur (d. 1969).
Eftirlifandi eiginkona hans er Hrefna
Kristmundsdóttir og eiga þau fjögur
uppkomin börn. Útfor Þorsteins
verður gerð frá Hallgrímskirkju í dag
kl. 15.
Bjarni Jónsson, Haga, Þingi, verður
jarðsunginn frá Þingeyrakirkju,
laugardaginn 5. maí kl. 14.00.
Jón Guðbrandsson, Steinagerði 15,
verður jarðsunginn frá Bústaða-
kirkju í dag, fóstudaginn 4. maí, kl.
13.30.
Tijkyimingar
Húnvetningafélagið
Félagsvist laugardaginn 5. maí kl. 14 í
Húnabúö, Skeifunni 17. Þriggja daga
keppni. Aðalfundur félagsins veröur
haldinn mánudaginn 7. maí kl. 20 í Húna-
búö.
Aðalfundur Málara-
félags Reykjavíkur
veröur haldinn í húsnæði félagsins aö
Láfpnúla 5 kl. 20.30 10. maí 1990. Fundar-
efni: 1. Almenn aöalfundarstörf. 2. Önnur
mál.
Aðalfundur íslandsdeildar
Amnesty International
veröur haldinn laugardaginn 5. maí kl.
15 í veitingahúsinu Litlu-Brekku viö
Bankastræti. Auk venjulegra aöalfund-
arstarfa mun Steingrímur Gautur Kristj-
ánsson flytja erindi um starfssvið Am-
nesty International og að því loknu verða
almennar umræður. Félagar eru hvattir
til þess aö mæta á fundinn.
Tapað fundið
Trýna er týnd
Trýna er hvít og svört læða með bleikt
hálsband meö gulu spjaldi. Hún hvarf frá
heimili sínu að Engjaseli 23 sl. sunnudag.
Ef einhver hefur séö hana eöa veit hvar
hún er niðurkomin vinsamlegast hringið
í síma 79504.
Fréttir
DV
Salka Valka á Egilsstöðum:
Ánægð með árangurinn
- segir leikstjórinn, Inga Bjamason
Sigrún Björgvinsdóttir, DV, Egilsstöðum:
„Ég er alsæl. Þaö er langt síðan ég
hef farið út á land til að leikstýra.
Það er alltaf svolítið sérstakt að leið-
beina áhugafólki, þar er meira um
kennslu, en þessi ágæti hópur hefur
tekið tilsögn frábærlega vel og ég er
hæstánægð með árangurinn. Ég er
líka sannfærð um að það borgar sig
að taka veigamikil verk með góðum
texta til sýningar. Þá leggja menn sig
fram af fullri einlægni og orku,“
sagði Inga Bjarnason leikstjóri eftir
frumsýningu Leikfélags Fljótsdals-
héraðs á leikgerð Stefáns Baldurs-
sonar og Þorsteins Gunnarssonar á
Sölku Völku.
Fyrirhugaðar eru sjö sýningar hér
í Valaskjálf en síöan veröur leikritiö
sýnt á 40 ára afmæli Bandalags ís-
lenskra leikfélaga í Hveragerði og á
Selfossi í byrjun júní. Leikendur eru
25 en ílestir koma fram í tveimur
hlutverkum. Aðalhlutverkin eru í
höndum Jóhönnu Harðardóttur, sem
'leikur Sölku, Jóns Helga Þórarins-
sonar, sem leikur Arnald ungan, en
Eymundur Magnússon leikur hann
Jón Helgi Þórarinsson og Jóhanna Haröardóttir sem Arnaldur og Salka
Valka. DV-mynd Sigrún
fulloröinn. Kristrún Jónsdóttir leik-
ur Sigurlínu og Magnús Stefánsson
■er í hlutverki Steinþórs.
Virkir félagar í Leikfélagi Fljóts-
dalshéraðs eru ekki nema 20 og þegar
formaður þess, Arndís Þorvaldsdótt-
ir, var spurð að því hvort ekki hefði
verið erfitt að koma á svo viöamik-
illi sýningu sem Salka Valka er sagði
hún að svo hefði ekki verið í raun.
„Við fengum svo marga ágæta liðs-
menn víða að og svo höfðum við
snjallan leikstjóra, Ingu Bjarnason,"
sagöi Arndís.
Andlát
Lilja Jónsdóttir, Elli og hjúkrunar-
heimilinu Grund, andaðist 30. apríl.
Þórlaug Hansdóttir, Hverfisgötu 43,
andaðist 3. maí.
Sigursveinn D. Kristinsson tónskáld,
Stóragerði 23, lést í Borgarspítalan-
um 2. maí.
+
MINNINGARKORT
Sverrir Júlíusson útgerðarmaður,
fyrrverandi alþingismaður, andaðist
30. apríl í Landspítalanum.
Jón Guðbjartur Gíslason, Álftamýri
32, lést í Landspítalanum 30. apríl.
Þorvaldur Reynir Gunnarsson frá
Þorfinnsstöðum lést í Borgarspítal-
anum 1. maí.
Þóra Sigríður Guðnadóttir, Hraun-
bæ 12, lést í Borgarspítalanum 2. maí.
Guðjón Friðbjörnsson frá Bakkabæ,
Akranesi, Bergstaðastræti 53,
Reykjavík, andaðist í Landakotsspít-
ala 3. maí.
Guðríður Ólafsdóttir frá Kúfhóli, til
heimilis á dvalarheimilinu Seljahlíð,
lést í Borgarspítalanum 2. maí.
Guðbrandur Þórðarson, Furubergi
13, Hafnarfirði, lést af slysfórum 2.
maí.
Harald Vettvik, vistmaður á Drop-
laugarstöðum, lést 1. maí.
Jarðarfarir
Björg Benediktsdóttir verður jarð-
sungin frá Siglufjarðarkirkju 5. mars
kl. 14.00.
Lokað
Vegna jarðarfarar starfsmanns okkar, Þorsteins
Guðnasonar, verða skrifstofur og bensínstöðvar Olíu-
félagsins hf. á höfuðborgarsvæðinu lokaðar föstu-
daginn 4. maí frá kl. 14 til kl. 18.
Olíufélagið hf.
Smáauglýsing
í Helgarblað
þarf að berast
fyrir kl. 17
föstudag!!!
27022
Nýjar plötur
Christians - Colour
Utríkt og Ijúft
Hver er munurinn á góðri popptónlist og síður
góðri? Þessari spurningu er erfltt að svara með orðum
en þegar hlustað er á plötur eins og þessa heyrist
munurinn, og það greinilega.
Colour er tvímælalaust ein af betri plötum ársins
það sem af er og kemur þar margt til. Fyrir það fyrsta
er platan pökkuð af fyrsta flokks popptónhst sem er
í öðru lagi frábærlega vel útsett og flutt og í þriðja,
ijórða og fimmta lagi hrífandi.
Christians hafa vaxið með hverri plötu og skipa sér
með þessari plötu í allra fremstu röö. Sú blanda af
mjúku sálarpoppi sem þeir reiða hér fram er í senn
forvitnileg, heiflandi og frumleg, eins og til að mynda
í laginu Words þar sem breskri þjóðlagatónlist er listi-
lega hrært saman við kokkteilinn.
Colours hefur dvalið langdvölum á fóninum hjá mér
að undanförnu og þar sem hún er ein af þeim plötum
sem sífellt bjóða upp á eitthvað nýtt er hún ekkert á
fórum þaðan. -sþs-
Cock Robin - First Love Last Rites
Látlaust og litlaust
Cock Robin-dúettinn er dæmigerð poppsveit sem
lullar á mörkum þess að slá í gegn en virðist vanta
herslumuninn til að gera það.
Skýringin er vísast sú að lagasmiðurinn og söngvar-
inn Peter Kingsberry hefur þrátt fyrir góðar tilraunir
ekki dottið niður á verulega góðan smell sem gæti
lyft hljómsveitinni í sviðsljósið.
Ýmislegt fleira kemur þó til og má þar nefna fyrir
mína parta of mörg keimlík lög og útsetningar. Vissu-
lega skapar slíkt prýðilegan heildarsvip en þegar alla
toppa vantar verður niðurstaðan frekar flöt.
Og það er fyrst og fremst höfuðgalli þessarar plötu
finnst mér; hún er alltof meinleysisleg og tilþrifalítil
til að kitla mann. Tónlistin er áferðarfalleg og lögin
mörg hver ágætlega grípandi en þaö er einhver deyfö
yfirheildinni. -sþs-
Fjölmiðlar
Clrðivi ihavhoAi iv 4 CfKA 9
dl%d?Y II nZm ICIwlil d w»W n
Svefndrungi var yfirbragð
skemmtiþáttar Helga Péturssonar,
Það kemur í ljós, í gærkvöldi. Það
kom meira á óvart en í ljós því þátt-
urinn hefur til þessa verið mátulega
hressilegur - ágæt tónhst og viðtöl
hafa oftast veriö bæði skemmtileg
og tilgerðarlaus. Það kemur i Ijós
hefur einkennst af þeim augljósa
metnaði sem ríkt hefur innan veggja
Stöðvar 2. En ekki í gærkvöldi.
Tóniistin var öll á róiegu nótunum
í takt viö viðfangsefni þáttarins sem
fjaflaði um ýmislegt sera tengist
svefni. Helgi fékk tvo sérfræðinga í
heimsókn sem útskýrðu ýmsar
flóknar athuganir iækna og nokkur
línurit um ferii svefhs - í skemmti-
þættinum. Annar mannanna hefði
dugað. Það er ekki það að mennirn-
irséu svona hundleiðinlegir heldur
hitt að línuritin voru óaðgengileg
og vonlaus fyrir áhorfendur að
skilja. Auk þess fór ein teikning-
anna al veg fy rir ofan garö og neðan.
Fyrri sérfræðingurinn útskýrði
línurit sem afls ekki sást á skjánum.
Þama sjáið þið... línan lækkar
og... ef þið litið á... Og enginn sá
neitt. Stjórnandinn ókyrrðisten
fræðingurinn hélt að aihr skildu þaö
sem enginn sá nema hann sjálfur.
Sennílega var þarna eintiver
skæruhernaður Stöðvar 2-manna í
gangi. Þeir hafa með svefnþættinum
verið að mótmæla uppsögn fram-
kvæmdastjóra síns og valdagræðgi
karlanna í yfirstjórninni. Þarna rík-
ir óánægja innandy ra. Metnaður
starfsmanna, sem hefur verið helsta
tromp Stöðvarinnar, er í stórhættu.
Stöðin er í stórhættu. Enginn flöl-
miðill framleiðir ferskar afurðir
þegar hjarta starfsandans slær ekki
ítaktviðí'ólkið.
Óttar Sveinsson