Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1990, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 4: MAÍ 1990.
3
Fréttir
Skúll Alexandersson 1 slag viö þingflokk Alþýðubandalagsins:
Meinað að tala í
eldhúsdagsumræðunum
- Stefán Valgeirsson bauð honum að tala í sínum tíma en Skúli hafnaði því
Til mikilla átaka kom milli Skúla
Alexanderssonar, þingmanns AI-
þýðubandalagsins á Vesturlandi, og
þingflokks Alþýðubandalagsins við
umræður um kvótafrumvarpið í efri
deild í fyrrinótt. Þessi átök héldu síð-
an áfram í gær. Skúli hefur algera
sérstöðu í þingflokknum í kvótamál-
inu og þess vegna fór hann fram á
það að fá að tala fyrir hönd flokksins
í eldhúsdagsumræðunum í gær-
kveldi. Eftir langar og strangar við-
ræður við ráðherra flokksins var
þessari ósk Skúla hafnað.
Þá bauð Stefán Valgeirsson, þing-
maður Samtaka um jafnrétti og fé-
lagshyggju, Skúla að tala í hluta af
sínum ræðutima. Þessu boði hafnaði
Skúli hins vegar. En hvers vegna?
„Mér þótti sem ég gengi of langt
við að sýna fram á slæm vinnubrögð
þingflokks Alþýðubandalagsins í
sambandi við kvótafrumvarpiö með
því að fara að tala um þau í ræðutíma
annars þingflokks í eldhúsdagsum-
ræðu,“ sagði Skúh.
Hann var þá spurður hvort hann
teldi sér sætt áfram í þingflokknum
eftir þau átök sem áttu sér staö milli
hans og ráðherranna og raunar for-
manns þingflokksins Uka í gær og
fyrrinótt.
Skáksamband íslands:
Skipt um for-
seta á næsta
aðalfundi
„Ég hef tilkynnt mínum samstarfs-
mönnum að ég gefi ekki kost á mér
til endurkjörs sem forseti Skáksam-
bands íslands, á þingi þess 19. maí
næstkomandi," sagði Einar S. Ein-
arsson, forseti SÍ í samtali við DV.
Hann tók við formennsku aftur í
Skáksambandinu fyrir ári síðan.
Einar sagði að ýmsar ástæður
lægju til þess að hann gæfi ekki kost
á sér áfram. Hann sagðist í fyrsta
lagi hafa litið svo á þegar hann tók
að sér formennskuna í fyrra að það
væri aðeins til bráðabirgða. Önnur'
ástæðan og ekki veigaminni væri sú'
að hann hefði mjög mikið að gera
sem forstjóri VISA á íslandi.
Taflfélag Reykjavíkur er lang-
stærsta og áhrifamesta félagið innan
Skáksambands íslands. Jón G.
Briem, formaður TR, sagði að ekki
lægi ljóst fyrir hver tæki við af Ein-
ari S. Einarssyni. Ýmsir hefðu verið
nefndir en enginn hefði enn sam-
þykkt að taka starfið að sér.
Að sögn Einars S. er fjárhagur
Skáksambandsins slæmur. Þar kem-
ur bæði til að tap varð á skákmótun-
um tveimur, sem haldin voru hér í
vetur, og einnig hitt að nýja hús-
næðið við Faxafen hefur verið sam-
bandinu mjög dýrt og erfitt. Skák-
sambandið hefur ekki fengið þá fyr-
irgreiðslu sem vonast var eftir frá
ríkinu og ekki heldur fengið krónu
úr félagsheimilasjóði.
Þá hefur DV heimildir fyrir því að
nokkrir samstarfsörðugleikar hafi
verið innan stjórnar Skáksambands
íslands síðasta starfsár. Einar S. þyk-
ir nokkuð einráður og fer oft sínar
eigin leiðir og lætuf menn standa
frammi fyrir gerðum hlut. Þessu
hafa menn innan stjómar Skáksam-
bandsins ekki viljað una og all marg-
ir þeirra lýstu því yfir að þeir hefðu
ekki stutt Einar áfram í stöðu forseta
Skáksambands íslands, ef hann hefði
gefið kost á sér áfram. -S.dór
„Ég ætla ekki að gera þeim það til
geðs að segja mig úr þingflokknum.
Ég ætla aldeilis ekki að draga mig inn
í einhverja skel í kvótamálinu. Öðru
nær. Það var ekki ég sem brást í af-
stöðunni til kvótafrumvarpsins held-
ur þingflokkurinn.
Ég var kjörinn af þingflokknum til
aö taka sæti í ráðgjafanefndinni um
kvótafrumvarpið. Þangað fór ég með
fast ákveðnar samþykktir þing-
flokksins og vann allan tímann sam-
kvæmt þeim. Ég skrifaði svo undir
frumvarpsdrögin með fyrirvara og
gerði sérstaka bókun þar um. Þetta
þótti ráðherrum Alþýðubandalags-
ins ekki nóg og samþykktu í þing-
flokknum aðra bókun enn harðorð-
ari en mín var. Ég var sáttur við
þetta.
Síðan gerist ekkert fyrr en í apríl
að ýmsar nýjar tillögur komu fram,
meðal annars frá Alþýðuflokknum á
síðustu stundu. Þær tillögur voru
strax teknar til umræðu í ríkisstjórn
en okkar tillögur voru aldrei ræddar.
Síðan verður lendingin sú að engin
af okkar kröfum náði fram að ganga
en þessar furðulegu tillögur um úr-
eldingarsjóðinn teknar inn. Og þetta
lætur þingflokkurinn bjóða sér. Er
nema von að maður sé ósáttur við
svona vinnubrögð og vilji skýra frá
þeim,“ sagði Skúh Alexandersson.
-S.dór