Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1990, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1990, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 4. MAf 1990. Spumingin í hvaða sæti verður íslenska lagið I Evrópusöngvakeppninni? Anita Ólafsdóttir framreiðslustúlka: Ég spái því einu af tíu efstu sætun- um. Edda Waage verkakona: Ætli það verði ekki í tólfta sæti. Helga Björg Jónasar og ísak Már: Við giskum á það sextánda. Rósa Jónasar: Ég segi það sama. Er ekki sextánda sætið langeðlilegast? Hafdís Ingvarsdóttir nemi: Svona í 8. sæti. Arnheiður Hlin Guðmundsdóttir nemi: Mér finnst það eigi að hafna í 3. sæti. Lesendur „Forkastanlegt(( flugfélag? Sigurður Guðmundsson skrifar: I fréttum Stöðvar 2 sl. miðviku- dagskvöld mátti heyra haft eftir fjármálastjóra Flugmálastjómar, að það væri „forkastanlegt" að Arnarflug skyldi ekki hafa greitt flugvallarskatt á réttum tíma. „Stýran" átti við skatt sem var á gjalddögum 15. mars og 15. apríl sl. Það hlýtur að vera rétt og eðlilegt að opinber starfsmaður eigi fullan rétt á að hafa „opinberar" skoðanir á svona löguðu! Arnarflug er fyrir löngu síðan orðið sérstakt eftirlæti fjölmiðlanna varðandi fréttaflutn- ing af erfiðleikum. í því efni eiga, eins og alkunnugt er, ákveðnir fjöl- miðlar allan heiður skilinn. Smá- vegis vandlætingar frá opinberum embættismanni eru þess vegna fyllilega skiljanlegar og í anda rétt- lætis! Allir vita að íslenskir skattþegn- ar, fyrirtæki og einstakhngar eiga sérdeilis góða tíma um þessar mundir. Skattbyrði er léttari hér en á sjálfum Norðurlöndunum. Smjör drýpur af hverju strái og allir em að gera það gott - nema klaufar eins og Amarflugsmenn. Eða er það ekki? Eftir fréttum að dæma hefur Am- arflug þá sérstöðu meðal íslenskra fyrirtækja að eiga í rekstrarörðug- leikum. Það er forkastanlegt og á því ber að taka af opinberri hörku - og opinberlega! Nær væri að vorkenna hornrek- um eins og Flugleiðum sem þurfa að hafa áhyggjur af að flytja mun fleiri farþega til miklu stærri og fleiri borga en Arnarflug. Amar- flug þarf bara að hafa áhyggjur af að fljúga til einnar borgar, Amster- dam, og getur samt ekki spjarað sig almennilega og það með fáa far- þega sem fer fækkandi! Flugmálstjórn hefur alltaf haft aht sitt á hreinu. Hún hefur alltaf greitt skuldir sínar á réttum tím- um. Þeir sem rukka fyrir snjó- mokstur á flugvöllum á lands- byggðinni vita þetta manna best. Flugmálastjórn er líka fyrirmynd annarra ríkisstofnana, t.d. í því að fara ekki út fyrir ramma fjárlaga. Eða er ekki svo? Fjármálastjóri slíkrar stofnunar er þess vegna ein- mitt rétti aðilinn til að tala niður til Amarflugsmanna og senda þeim tóninn. Samkvæmt fréttum Stöðvar 2 „kemur flugmálastjóri heim frá útlöndum á fóstudaginn". Og þá eiga sjónvarpsáhorfendur von á spennandi framhaldi. Skyldi rétt- lætið að lokum ná framgangi sín- um gagnvart Arnarflugi? Samvinnuháskólinn - skóli með sérstöðu Steinn A. Pétursson skrifar: Fimmtudaginn 26. apríl sl. birtist grein hér á lesendasíðu DV undir fyrrgreindri yfirskrift og mátti skilja að hún hefði verið rituð og send sérs- taklega í blaðið af undirrituðum. Vil ég taka skýrt fram að svo var ekki og var þessi úrdráttur úr grein í 10. tbl. BT (skólablaði Samvinnuhá- skólans) birtur algerlega án samráðs og heimildar af minni flálfu, og þykir mér það miður því svo er með flest mál að á þeim eru tvær hliðar. Óliðleq þjónusta á Stöð 2 Óánægður áskrifandi hringdi: Ég er áskrifandi að Stöð 2. Þann Óánægður áskrifandi telur þjónustu Stöðvar 2 vera óliðlega. 26. april greiddi ég afnotagjaldið að stöðinni fyrir maímánuð og hringdi svo daginn eftir til aö fá lykilnúmer- ið. Þetta hafði ég oft gert áður og aflt gengið vel en nú brá svo við að mér var sagt að hringja síðar. Ég hringdi aftur þann 30. apríl til að fá uppgefið lykilnúmerið en þá neitaði sú sem svaraöi staðfastlega að greiðsla hefði borist og þó er ég með stimplaða kvittunina í höndun- um. Hún sagði mér að hringja daginn eftir, sem var 1. maí, og þegar ég taldi að það væri lokað þá fékk ég það svar að það væri opið. Þetta finnst mér vera afar óliðleg þjónusta því nú þarf ég að hringja þrisvar í stað einu sinni eins og ég hef hingað tfl gert. SkiHi til óþurftar Hafnfirskur sundlaugarg. skrifar: í mörg ár hefur verið skflti á aust- urgafli vesturbæjarlaugarinnar í ! Hafnarfirði sem segir að fyrir aftan hana sé bílastæði. En það er svo til ógemingur að komast inn á það því á því miðju er braggi og á þessum slóðum er gangbraut frá Flókagötu og mega bæjaryfirvöld þakka fyrir að oft hafa ekki orðið slys þarna. Það er kannski beðiö eftir því. Ég get ekki skilið umhyggju bæjar- yfirvalda fyrir þessu fyrirbrigöi þvi alltaf stendur það öllum til óþurftar sem þarna eiga leið um og kannski ekki þeim til ánægju sem þarna búa í kring án þess að ég viti það. En mér er spum, eiga þeir sundlaugar- gestir sem þessa laug stunda að hafa þetta fyrirbrigði fyrir augunum um ókomin ár? Eða þar til slys hefur htotist af? Vonandi ekki. Ég skora því á bæjaryfirvöld að gera bót á þessu og það sem allra fyrst. Sigriði finnst kaup borgarstjóra á Hótel Borg mjög snjöll. ■■ l„. 4 '• H H fll* mwmmí iHIhÍiÍ ... Snjöll kaup á Hótel Borg Sigríður Sigurðardóttir skrifar: Mjög var það snjallt hjá Davíð Oddssyni að kaupa Hótel Borg, rétt framan við nefið á ráðvilltum og hik- andi alþingismönnum. Þingmenn hafa raunar lagt undir sig sex til átta hús í nánd við þinghúsið, en hafa verið mjög tvístígandi varðandi Hót- el Borg sökum þess að þá grunaði aö kaupin yrðu óvinsæl. Sem sagt, þarna var að verki hin venjulega kjósendahræösla. Þingmenn hafa lengi haft ágirnd á Hótel Borg og hafa um langt skeið verið þar með ýmiss konar aðstöðu (til fundarhalda o.fl.). - Því sagði þernan á Borginni forðum, eftir þá reynslu: „Alþingismenn. Oj barasta. Pissa í vaskinn.“(?) Réít var það, sem Davíð borgar- stjóri sagði í sjónvarpinu, að leysa mætti húsnæðisvanda þingsins með fækkun þingmanna. Davíð fækkaði borgarfulltrúum úr 21 í 15 sem gafst mjög vel. Gönguskíði tapaðist Þórður hringdi: Fyrir um það bil mánuði fór ég með fjölskyldu minni í skíöaferð Vestur- bæjarskóla en annað gönguskíðið úr pari kom aldrei fram. Að öllum lík- indum hefur einhver tekið skíðið með sér heim í ógáti. Skíðið er af tegundinni Artis Ruben og er hvítt og blátt unglingaskíði. Þeir sem vita hvað af skíðinu varö geta hringt í síma 29345.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.