Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1990, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1990, Qupperneq 3
ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 1990. 3 Fréttir íslenskir aðalverktakar: Vinnuvélstjórar vinna ekki eftir klukkan sex Vinnuvélstjórar hjá íslenskum aö- alverktökum eru hættir aö vinna eft- ir klukkan sex á daginn og eins vinna þeir ekki um helgar. Vinnuvélstjórar eru óánægðir meö laun sín og miða þeir þá við þaö sem iðnaðarmenn hjá Islenskum aðalverktökum hafa í laun. „Þaö hefur sjaldan hentað okkur betur að lenda í svona. Herinn er að draga úr framkvæmdum. Við mun- um Ufa þetta af. Þetta er ekki alvar- legt mál. Ég vil taka fram að það er engin illska í þessu. Vinnuvélstjórar hafa nokkuð til síns máls þegar þeir bera sig saman við iðnaðarmenn. Það eru utanaðkomandi aðstæður sem banna okkur að gera nokkuð í þessu núna. Við höfum aftur hugsað okkur að samræma þessi mál viö fyrstu hentugleika," sagði Ólafur Thors starfsmannastjóri hjá íslenskum að- alverktökum. Ólafur sagði að þar sem samdráttur væri á framkvæmdum á vegum varnarliðsins kæmi vinnudeiian ekki illa við íslenska aðalverktaka og skaðaði þá lítt. Hann sagði þetta sennilega koma verst út fyrir þá starfsmenn sem sæktust eftir mikilli eftirvinnu. -sme Tvær íkveikjur: Sumarbústaður brann til kaldra kola Sumarbústaður við Hraun í Ölfusi brann til kaldra kola síðastliðinn laugardagsmorgun. Verksummerki bentu sterklega til að um íkveikju hafi verið að ræða. Meðal annars fundust hjólför eftir bifreið og virtist sem henni hefði veriö ekið í burtu í skyndingu. Lögreglunni á Selfossi barst til- kynning um brunann á níunda tím- anum á laugardagsmorguninn. Þeg- ar að var komiö var ljóst að slökkvi- starf myndi ekkert hafa að segja enda var bústaöurinn þá nær alveg brunn- inn. Sumarbústaðurinn var byggður úr timbri. Eignatjón varð töluvert mikiö. Seinna um daginn var slökkviliðið á Selfossi kvatt út þegar eldur kvikn- aði í vegg við verkstæðið Selás. Þar hafði logandi flösku með bensíni ver- iö hent á norðurvegg verkstæðis- hússins og því um augljósa íkveikju að ræða. Fljótlega tókst að slökkva eldinn og urðu skemmdir ekki mikl- ar. -ÓTT Hert eftirlit meö hraðakstri: Tóku ökumann á 161 kíló- metra hraða Lögreglan á Selfossi stöðvaði 21 ökumann fyrir of hraðan akstur um helgina. Einn ökumannanna var sviptur ökuréttindum á staðnum enda mældist hann á 161 kílómetra hraða á Suöurlandsvegi á móts við Hveragerði á sunnudagskvöldið. Af öðrum sem voru stöðvaðir mældist einn ökumaður á 135 km hraða, ann- ar var á 132 km og þriðji á 122 kíló- metra hraða á klukkustund. Lögregl- an stöðvaði einnig ökumann bifhjóls sem ók á 92 kílómetra hraða á Engja- vegi, sem er í íbúðahverfi á Selfossi. Að sögn lögreglu víða um landið hefur mjög mikið orðið vart við gá- leysisakstur í kjölfar vorsins og góðr- ar færöar. Því hefur áhersla verið lögð á radarmælingar og annaö eftir- lit vegna umferðarlagabrota að und- anförnu. NORDMENDE ftaÉWmWÉWBl Spectra SL 72 29" sjónvarp í algjörum sérflokki, meö flötum möttum Black Matrix-skjá*, sem endurspeglar ekki Ijósi, Super VHS innbyggt, 40 stööva minni, 40W stereomagnari, tengi fyrir aukahátalara, tvöfalt Scart-tengi, barna- læsing, fjarstýring, Teletext m/8 síöna minni, tenging fyrir gervihnattasjónvarp, möguleiki á NTSC/Secam, tilbúiö fyrir NICAM-stereomóttöku o. m. fl. Verö aöeins: 119.520,- kr eöa 107*900,-« Spectra SL 63 25" sérlega vandaö sjónvarp, meö flötum möttum Black Matrix-skjá*, sem endurspeglar ekki Ijósi, Super VHS innbyggt, 40 stööva minni, 40W stereomagnari, tengi fyrjr aukahátalara, tvöfalt Scart-tengi, barna- læsing, fjarstýring, Teletext m/8 síöna minni, tenging fyrir gervihnattasjónvarp, möguleiki á NTSC/Secam, tilbúiö fyrir NICAM-stereomóttöku o. m. fl. VerÖ aðeins: 104.200,- kr eöa 93*800,-3 HRB Galaxy 51 20" vandaö sjónvarp, meö skörpum, litsterkum skjá, 40 stööva minni, tengingu fyrir gervihnatta- sjónvarp, þráölausri fjarstýringu, möguleika á NTSC/Secam móttöku, sjálfvirkum stöðvaleitara, Scart-tengi og ýmsu fleira. Verö aðeins: 49.900,- kr eöa 44.900,-«„ mm Nordmende sjónvarpstækin, sem eru Vestur-Þýsk hágæðavara, eru löngu landsþekkt fyrir langa endingu og frábær gæði Við tökum vel á móti þér ! f E "mST11 ÆF EUROCARD ' HMÉ0H Samkort greiöslukjör til allt aö 12 mán. eöa allt aö 3 ára greiöslukjör SKIPHOLTI 19 SÍMI29800 -ÓTT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.