Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1990, Page 4
4
ÞRIÐJUDAGUR 8. MAl 1990.
Fréttir
Veöurspá fyrir maímánuð:
Hlýtt og úrkomulítið
- samkvæmt spá bandarískra veðurfræðinga
Langtímaspá yfir veður á N - Atlantshafi til loka maí
Byggt á gögnum NOAA(National Oceanic and Atmospheric Adminstration)
Kortin sýna líkur á hita og úrkomu f maf. Linur með tölunni 30 eru meðaltalslínur. Aðrar línur tákna frávik frá
meðalhita og meðalútkomu.
Það eru töluverðar líkur á að hita-
stig maímánaðar verði þokkalega
yfir meðallagi hér á landi. Ekki er
reiknaö með mikilli úrkomu þar sem
líkur benda til að hún verði nokkuð
minni en venja er til í þessum aðal-
vormánuði. Allt í allt er þannig útlit
fyrir frekar hlýtt og úrkomulítið vor
ef marka má langtímaspá banda-
risku veðurstofunnar fyrir maímán-
uð sem nýkomin er út.
Veturinn virðist vera að losa tökin
á Frónbúum og víðast hvar kominn
vorhugur í fólk. Gildir það jafnt um
fólk sunnanlands, þar sem jörð hefur
að mestu verið auð undanfarnar vik-
ur, og norðan- , vestan- og austan-
lands þar sem enn má finna óskap-
lega snjóskafla í görðum fólks. Fólk
hefur fengið nóg af snjó þennan vet-
urinn og því kærkomin tíðindi sem
við flytjum lesendum frá bandarísku
veðurstofunni í dag.
í síðustu langtímaspá var sagt að
frá miðjum apríl til miðs maí yrði
meðalhiti og töluverð úrkoma. Sú
spá hefur gengið eftir að nokkru en
nú hefur ný spá tekið við sem úreld-
ir gömlu spána fyrir fyrri hluta maí.
Eins og síðast þegar við spáöum á
þessum nótum er útlitið ekki alltof
gott fyrir þá sem ætla að sóla sig við
Tryggingasjóður sparisjóða hefur
höfðað mál á hendur fyrrverandi
sparisjóðsstjóra í Sparisjóði Rauða-
sandshrepps. Sparisjóðsstjórinn var
dæmdur fyrir að hafa dregið sér fé
frá Sparisjóðnum. Tryggingasjóður-
inn liðkaði til tii að Eyrasparisjóður
á Patreksfirði tæki yfir Sparisjóð
Miðjarðarhafiö þar sem yfir því er
mikið úrkomusvæði eins og sést á
úrkomukortinu.
Rauðasandshrepps. Til að af samein-
ingu sparisjóðanna gæti orðið
greiddi Tryggingasjóðurinn það sem
vantaði í sjóðinn.
Það var á árinu 1987 sem fariö var
að skoða bókhald hins litla spari-
sjóðs. Þá kom í ljós að talsvert vant-
aði af peningum. Við rannsókninga
Þess ber að geta, eins og alltaf þeg-
ar DV birtir langtímaspár, að áreið-
anleiki veðurspáa hraðminnkar því
kom i ljós að það voru um 2,7 milljón-
ir króna.
Setudómarinn í málinu, Allan
Magnússon, reyndi að ná sáttum
milli aðila. Þær tilraunir báru engan
árangur. Sparisjóðsstjórinn fyrrver-
andi bauðst til að endurgreiða 1,2
milljónir. Því var hafnað.
lengra sem menn spá fram í tímann.
Því ber að taka spánni með fyrirvara.
Málið er nú í aukaþingi Barða-
strandarsýslu, sem er haldið í bæjar-
þingi Reykjavíkur, og er dóms að
vænta innan fárra daga.
Ríkissaksóknari hefur ákært spari-
sjóðsstjórann fyrrverandi og er sá
þáttur málsins nú í Hæstarétti.
-sme
BirHng styður
H-listann
Fyrsti aðalfundur Birtingar, fé-
lags jafnaðar- og lýðræðissinna,
sem haldinn var á laugardaginn
lýsir yfir stuðningi við sameigin-
legt framboö jafnaðarmanna og
félagshyggjufólks um landið, „og
sérstaklega við H-lista Nýs vett-
vangs í Reykjavik".
í ályktun fundarins segir enn-
fremur: „Birting styður framboö
Alþýöubandalagsins og annarra
jafnaöarmanna utan höfuðborg-
arinnar þar sem ekki tókst sam-
staöa vinstrimanna um eitt fram-
boð.“
Eftir aðalfundinn er stjórn Birt-
ingar þannig skipuð: Árni Páll
Árnason, Hrafn Jökulsson, Kjart-
an Valgarðsson, Margrét S.
Björnsdóttir, Mörður Árnason,
Ragnheiður Gyða Jónsdóttir og
Svanfriöur Jónasdóttir. Svanfiríö-
ur var kjörin í stjórn í staö Sigríð-
ar I. Sigurbjömsdóttur sem ekki
gaf kost á sér.
-hlh
London:
Ný svæðis-
númer
Svæðisnúmer íyrir London
hafa breyst og eru nú 71 fyrir
miðborgina en 81 utan miðborg-
ar. Þannig er númerið 44 1 434
0000 nú 44 71 434 0000. Breytingin
tók gildi 6. maí en ef hringt verð-
ur í gamlá svæðisnúmerið eftir
breytinguna mun símsvari til-
kynna um hana fyrst um sinn.
-hlh
Flugleiðir:
Fjölga við-
komustöðum
Flugleiðir hafa hafið áætlunar-
flug til Baltimore-Washington
International flugvallarins, en
hann þjónar samnefndum borg-
um í Bandaríkjunum.
í fyrstu verða þrjár ferðir í viku.
Ferðunum verður fjölgað um
eina í viku fljótlega.
Flugleiðir eru eina norræna
flugfélagið sem flýgur á þessari
leið.
-sme
-hlh
Sparisjóður Rauðasandshrepps:
Sáttatilraunir árangurslausar
- dóms er að vænta innan fárra daga
I dag mælir Dagfari________,_________
Næst eru það heimsmálin
Þingmenn og ráöherrar streyma
nú úr landi eftir að þeir lokuöu
þinginu á laugardagskvöldið. Með-
an þeir sinntu þeim málum sem þar
voru til úrlausnar hafa hrannast
upp ýmis óafgreidd mál hingað og
þangaö um heiminn sem nú á að
ganga í að leysa. Jón Sigurðsson
iðnaðarráðherra er til dæmis flog-
inn vestur um haf til að sitja fund
Alþjóðabankans því hann er líka
bankaráöherra landsins og stærir
sig af að hafa í einu vetfangi sam-
einað banka hér í gríð og erg á
nokkrum mánuðum. Má búast við
umróti í bankaheimi um veröld
víða eftir að Jón hefur sagt hvemig
fara skuli aö því að sameina banka.
Þá ætlar ráðherra víst líka að skoöa
álver í Kalifomíu enda eru aðstæð-
ur þar einna líkastar þeim aðstæð-
um sem hér eru eins og allir Kah-
forníufarar vita. Því miður verður
víst einhver bið á að við leysum
vandann i Litháen vegna deilna hér
heima fyrir. Páll á Höllustöðum og
Ólafur í Garðabæ em enn að rífast
um hvort þeir eigi að fara til Lithá-
en eða ekki og verður hvorugum
haggað. Þeir geta verið stífir á
meiningunni þessir utanbæjar-
þingmenn. Forseti Litháa brá sér
vestur um haf og leitaði ásjár Bush,
en reið ekki feitum hesti úr þeirri
för sem von var. Bush getur ekkert
gert í málinu meðan Höllustaða-
bóndi heldur að sér höndum.
Heimsbyggðin bindur hins vegar
mestar vonir við það ferðalag
Steingríms Hermannssonar sem
nú stendur yfir. Hann er floginn á
fund Mubarak, forseta í Egypta-
landi, sem hefur átt við margs kon-
ar vandræði að etja og er í þörf
fyrir góð ráð og-leiðbeiningar. Hit-
ar eru nú nokkrir austur þar og
má búast við að forsætisráðherra
fari að dæmi nafna síns Sigfússon-
ar og steypi sér í Níl þegar tæk-
ifæri gefst. Aðalerindi Steingríms
til útlanda að þessu sinni er hins
vegar að eiga fund með þeim gamla
skæruliöaforingja Yasser Arafat.
Raunar ætlaði Steingrímur á fund
með Arafat fyrir nokkrum árum.
Þá sat Steingrímur í fílabeinstumi
utanríkisráðuneytisins en Þor-
steinn í forsætisráðuneytinu og
hann geröi sér lítið fyrir og bann-
aði Steingrími að fundast með Ara-
fat. Ekki þarf að fara mörgum orð-
um um afleiðingarnar af því far-
banni. Palestínumenn hafa verið
barðir sundur og saman af júðun-
um og Arafat ekki vitað sitt rjúk-
andi ráð. Það er því ekki seinna
vænna að þeir hittist félagamir og
komi sér saman um gagnaðgerðir.
Arabaríki bíða í ofvæni eftir heim-
sókn Steingríms til Mubarak og
Arafats en Israelsmenn naga negl-
ur og treysta á að Jón Baldvin komi
þeim til hjálpar gegn arabahöfö-
ingjunum og Steingrími.
Jón Baldvin hefur hins vegar
öðrum hnöppum að hneppa um
þessar mundir. Hann er logandi
hræddur um að Svíar glutri niður
viðræðum EFTA og EB og er ýmist
í því að lýsa Svía vanhæfa eða lýsa
því yfir að hann meini ekkert meö
þeim yfirlýsingum. En það var líka
eitthvað bogið við þetta viðtal sem
Þjóðviljinn tók viö Jón Baldvin þar
sem ráðherrann skammaði Svía.
Það kom nefnilega á daginn að
Þjóðviljaskrattinn tók þetta viðtal
í rólegheitum upp á segulband í
Kringlu þinghússins en Jón Bald-
vin veitti hins vegar viðtalið á
hlaupum um ganga þingsins. Ekki
er við góðu að búast þegar þannig
er staðið að málum. Menn verða
að gæta tungu sinnar í framtíðinni
því annars má búast við að þeir
verði kærðir fyrir Evrópudóm-
stólnum ef ekki sjálfu útvarpsráði.
Steingrímur ætlar hins vegar
ekki að láta staðar numið eftir að
hafa leyst vanda Palestínumanna.
Þá drífur hann sig til Bergen á ráð-
stefnu um umhverfismál. Fáfróður
almenningur stendur að vísu í
þeirri trú að það sé í verkahring
Júlíusar umhverfisráðherra að
ráöstefnast um umhverfið. En þá
gleyma menn því að svo var skorið
niöur umhverfis Júlíus í þinglok
að hann hefur ekki með annað
umhverfi að gera en það sem hann
sér út um gluggana á jeppa sínum
þá hann veltist um í nágrenni borg-
arinnar. Auk þess hefur Júlíus lýst
því yfir að í sínu ráðuneyti sé meira
að gera en menn komist yfir og er
þá eðlilegt að Steingrímur hlaupi
undir bagga þótt hann sé ekki fast-
ur starfsmaður í þessu nýja ráðu-
neyti. Eftir umhverfisfundinn ætl-
ar svo Steingrímur til Tékkó og
miöað við öll þau vandamál sem
uppi eru í ríkjum Austur-Evrópu
er með öllu óvíst hvenær hann má
vera að því að líta til með okkur
vesalingunum hér heima.
Dagfari