Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1990, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1990, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 1990. Bíldudalur Nýr umboðsmaður á Bíldudal frá og með 1. maí '90: Guðrún Helga Sigurðardóttir Gilsbakka 2 sími 94-2228 Þorlákshöfn Nýr umboðsmaður í Þorlákshöfn frá og með 1. maí '90: Hrönn Guðmundsdóttir Oddabraut 24 sími 98-33938 Skrifstofur lögreglustjórans í Reykjavík hafa fengið nýtt símanúmer 699000 Lögreglustjórinn í Reykjavík Lögtaksúrskurður Lögtök fyrir eftirtöldum gjaldföllnum en ógreiddum opinberum gjöldum, álögðum 1988 og 1989 á ein- staklinga og lögaðila í Hveragerðisbæ ásamt kostn- aði, áföllnum og áfallandi svo og dráttarvöxtum mega fara fram að liðnum 8 dögum frá birtingu aug- lýsingar um úrskurð þennan á kostnað gjaldenda en á ábyrgð Hveragerðisbæjar. Gjöldin eru þessi: út- svar, aðstöðugjöld, skipulagsgjald, almennur vatns- skattur, auka vatnsskattur, holræsagjald, lóðarleiga og gatnagerðargjöld. Þá nær úrskurðurinn einnig til viðbótar og aukaálagningar framangreindra opin- berra gjalda vegna fyrri tímabila. Selfossi, 26. apríl 1990. Sýslumaðurinn í Árnessýslu. Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á eftirtöldum fasteignum: Gyðufell 6, 4. hæð t.h., þingl. eig. Kristín H. Alexandersdóttir, fer fram á eigninni sjálfri fimmtud. 10. maí ’90 kl. 16.00. Uppboðsbeiðendur eru Fjár- heimtan hf., Veðdeild Landsbanka ís- lands, Gjaldheimtan í Reykjavík og Eggert B. Ólafsson hdl. Reykás 17, hluti, þingl. eig. Dagný Erla Gunnarsdóttir, fer fram á eign- inni sjálfri fimmtud. 10. maí ’90 kl. 16.30. Uppboðsbeiðandi er Gjald- heimtan í Reykjavík. Asparfell 4, íb. 07-03, þingl. eig. María Eyþórsdóttir, fer fram á eigninni sjálfri fimmtud. 10. maí ’90 kl. 17.00. Uppboðsbeiðendur eru Þórunn Guð- mundsdóttir hrl., Kjartan Ragnars hrl. og Sveinn H. Valdimarsson hrl. Gnoðarvogur 44-46, hluti, þingl. eig. Amór Guðjohnsen, fer fram á eign- inni sjálfri fimmtud. 10. maí ’90 kl. 15.00. Uppboðsbeiðendur eru Bjöm Jónsson hdl., Valgarð Briem hrl., Kristinn Hallgrímsson hdl, Gjald- heimtan í Reykjavík og Eggert B. Ólafsson hdl. Starrahólar 6, hluti, þingl. eig. Eggert Eh'asson, fer fram á eigninni sjáliri fimmtud. 10. maí ’90 kl. 17.30. Upp- boðsbeiðendur eru Gjaldheimtan í Reykjavík og Fjárheimtan hf. Vesturberg 37, þingl. eig. Birgir Sím- onarson, fer fram á eigninni sjálfri fimmtud. 10. maí ’90 kl. 18.00. Upp- boðsbeiðandi er Jón Egilsson hdl. BORGARFÓGETAEMBÆTnÐ í REYKJAVÍK LAUSA MÖLA er margra böl! ° ' Útlönd_________________________dv Sjálfstæðisbaráttan við Eystrasalt: Eystrasaltsríkin standi saman - segir nýkjörinn forsætisráðherra Lettlands Ivars Godmanis, hinn nýkjörni forsætisráðherra Lettlands. Símamynd Reuter Hinn nýkjörni forsætisráðherra Lettlands, Ivars Godmanis, sagði í gær að Eystrasaltsríkin þrjú - Lett- land, Eistland og Litháen - verði að standa saman í baráttunni fyrir sjálf- stæði frá Moskvu. Ráðherrann var með þessu að skírskota til þess möguleika að Lettland og Eistland verði beitt efnahagsþvingunum á sama hátt og Litháar en Moskvu- valdið hefur beitt Litháa refisiað- gerðum í kjölfar sjálfstæðisyfirlýs- ingar þeirra frá því í mars. I Litháen sagði landbúnaðarráð- herra að ráðamenn væri komnir á fremsta hlunn með að skera enn niö- ur flutning mjólkur og kjöts til Sovét- ríkjanna sem svar Litháa við efna- hagsaðgerðum Sovétmanna. Ráð- herrann, Vytautas Knashys, sagði að útflutningur gæti verið skorinn nið- ur um tíu prósent til viðbótar. Það kæmi sér afar illa fyrir Sovétmenn því þeir eru mjög háðir innfluttum mjólkur- og kjötafurðum. „Mjólk og kjöt eru raunveruleg vopn okkar í þessari baráttu," sagði ráðherrann. „Fimmta hvert kíló af kjöti og þriðji hver lítri af mjólk sem neytt er í Moskvu er framleitt hjá okkur,“ sagði hann jafnframt. Knashys sagði að hluti kjöt- og mjólkurframleiðslu Litháen yrði nýttur til vöruskipta en ráðamenn í lýðveldinu reyna nú að koma á bein- um vöruviðskiptum við lýðveldi Sov- étríkjanna til aö komast fram hjá efnhagsþvingunum Moskvu. Fastlega er búist við að Godmanis, sem var kjörinn forsætisráðherra Lettlands í gær, leggi fram ráðherra- lista nýrrar ríkisstjórnar í dag. Skömmu fyrir kjör hans mátti sjá sovéska skriðdreka á götum Riga, höfuðborgar lýðveldisins. Margir Lettar líta svo á að ákvörðun Moskvustjórnarinnar um aö senda skriðdrekana sé liður í tilraun sové- skra ráðamanna til að hræða íbúana. Þing Lettlands lýsti því yfir fyrir helgi að unnið yrði að fullu sjálfstæði lýðveldisins í áföngum. Yfirvöld í Moskvu hafa enn ekki brugðist opin- berlega við þeirri yfirlýsingu en for- seti Lettlands sagði í gær að háttsett- ur embættismaður í Æðsta ráðinu, þ.e. sovéska löggjafarþinginu, hefði haft samband við lettneska ráða- menn símleiðis þar sem hann hefði farið fram á nánari upplýsingar. Aö því er fréttamaður lettneska útvarps- ins skýrði frá sendu fulltrúar á lett- neska þinginu Gorbatsjov Sovétfor- seta bréf síðdegis í gær þar sem var að finna upplýsingar um ákvörðun þeirra. Ráöamenn í Lettlandi höfðu vonast til að yfirlýsing þeirra, sem var mun mildari en fullveldisyíirlýsing Lithá- ens, myndi ekki reita Moskvustjórn- ina til reiði. Samkvæmt ákvörðun þings Lettlands er stór hluti sovésku stjórnarskrárinnar enn í gildi í lýð- veldinu þrátt fyrir að kjarni stjórnar- skrár-Lettlands frá þeim tíma er lýð- veldið var sjálfstætt hefði verið end- urvakinn. Eistland, þriðja Eystra- saltsríkið, hefur einnig ákveðiö að fara fetið í sjálfstæöisbaráttu sinni og vinna sér fullveldi í áföngum á sama hátt og Lettland. Reuter Sameinað Þýskaland verði í Nato - segir framkvæmdastjóri bandalagsins 3Framkvæmdastjóri Nato, Manf- red Wörner, sagöi á blaðamanna- fundi í gær að sameinað Þýskaland ætti ekki aðeins aö vera í vestrænu hernaðarbandalagi heldur einnig hýsa kjamavopn. Wömer sagöi að Sovétmenn þyrftu ekkert aö óttast þó að valdajafnvægi í álfunni breyttist þar sem Nato liti nú á Sovétríkin sem félaga hvað við- víkur öryggi. Hann sagöi að það væri einróma samþykkt meðal landa Nato aö kjamavopn ættu að vera í Evrópu og þá sérstaklega í Þýska- landi. Fyrir aðeins íjórum dögum til- kynnti George Bush Bandaríkjafor- seti, vegna þrýstings frá bandaríska þinginu og Vestur-Þýskalandi, að hætt yrði við áætlanir um endumýj- un Lance-flauganna. Wömer gerði ráð fyrir aö einhver andstaöa yrði við veru kjamavopna í sameinuðu Þýskalandi og yfirvöld í Mosku væru vís til að berjast gegn því. Hann lét ekki uppi hvort kjarna- vopnin yrðu á því svæði sem nú er Austur-Þýskaland. Manfred Wörner, framkvæmdastjóri Nato, telur aö sameinað Þýskaland skuli hýsa kjarnavopn. Eftir hálftíma fund með Bush sagði Wömer að Nato vildi að Sovétríkin litu á aðildarlöndin sem bandamenn en ekki ógnun. Þátttaka sameinaðs Þýskalands í Nato myndi færa Sovét- ríkjunum félaga í pólítískri og efn- hagslegri samvinnu. Bandaríska stórblaðið Washington Post sagði í gær að utanríkisráðherra Sovétríkjanna, Eduard Shevardned- ze, hefði sagt að ekkert mælti á mótí því af hálfu yfirvalda í Moskvu að sameining þýsku ríkjanna gengi hratt fyrir sig, ef að ákvöröun um hernaðarhlutverk sameinaðs Þýska- lands yrði frestaö um nokkur ár. í síðustu viku gerði Bush það ljóst aö Evrópa yrði aldrei kjamorkulaust svæði, þó svo að hætt hefði verið viö endumýjun Lance, en gert er ráö fyrir að þær verði orðnar úreltar um miðjan þennan áratug. Wörner efað- ist um að ákvörðun yrði tekin strax um að losna viö þær 88 Lanceflaugar sem em í Vestur-Evrópu, flestar í Vestur-Þýskalandi, en slíkt yrði að semjaviðMoskvuum. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.