Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1990, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1990, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 1990. 9 Utlönd Fulltrúar 34 þjóða munu ræða um gróðurhúsaáhrifin svokölluðu á ráð- stefnu sem hefst i Noregi í dag. Ráðstefna um gróðurhúsaáhriíin: Baráttuaðferðir úreltar - segir einn serfræðinganna í Bergen í Noregi hefst í dag al- þjóðleg umhverfismálaráðstefna þrjátíu og tjögurra auðugustu ríkja heims um „gróðurhúsaáhrifin“ svo- kölluðu - hækkandi hitastig jarðar. Þessa ráðstefnu sækja umhverfls- verndarsinnar, fulltrúar iðnaðar- mála sem og fulltrúar ríkisstjórna. Þeirra er að semja uppkast að „Að- gerðum í umhverfismáium“ sem þeir munu svo leggja fyrir ráðherra ríkj- anna sem koma saman til tveggja daga fundar dagana 14.-16. maí næst- komandi. En sumir sérfræðinga segja að bar- áttuaðferðir þeirra kunna þegar að vera orðnar úreltar og hafa margir lýst yflr vonbrigðum með uppkast að yfirlýsingu ráðherranna sem þeim flnnst ekki ganga nógu langt. Þar er ekki gert ráö fyrir lögbundn- um aðgerðum. „Margar þær skýrsl- ur og gögn, sem lögð verða fram á ráðstefnunni, gætu vel hafa verið skrifaðar fyrir tíu árum,“ segir Lest- er Brown, fulltrúi Worldwatch- samtakanna. Ráðstefnan í Bergen er ein flögurra ráðstefna til að undirbúa viðræður Vill láta loka Gizur Helgason, DV, Kaupmannahöfn: Formaður þingflokks danska íhalds- manna, Lars Gammelgaard, sem jafnframt er varaformaður dönsku sendinefndarinnar í Norðurlandráði, segir í samtah við Berlingske Tid- ende sunnudag að Danmörk, Noreg- ur og Sviþjóð þurfi að velta því fyrir sér hvort ekki væri rétt að leggja niður sendiráð landanna hvert hjá öðru. fulltrúa víðs vegar að af jarðar- kringlunni sem fram eiga að fara í Brasilíu árið 1992. Þá er Bergen- ráðstefnan einnig haldin í beinu framhaldi af Brundtland-skýrslunni svokölluðu en í henni er hvatt til tafarlausra aðgerða vegna gróður- húsaáhrifanna. Þar eru ríkisstjórnir varaðar við því að gastegundir ýms- ar, s.s. koltvísýringur, virka sem nokkurs konar teppi umhverfis jörð- ina og hækka hita loftslags. Þær þrjátíu og flórar þjóðir, sem taka þátt í ráðstefnunni, eiga sök á sjötíu prósent þeirrar mengunar sem kemur þegar jarðefnaeldsneyti er brennt, s.s. olíu og kolum. Brennsla þessa eldsneytis er orsök gróður- húsaáhrifanna. Hvorki Bandaríkin né Bretar munu senda ráðherra til fundarins í næstu viku en bæði þessi ríki hafa legið undir ámæli umhverf- isverndarsinna fyrir að setja ekki strangari mengunarlöggjöf innan eigin landamæra. Bæði ríkin vilja frekari rannsóknir á áhrifum gróð- urhúsaáhrifanna áður en þeir herða reglur' sínar og löggjafir. Reuter sendiráðum Gammelgaard segir m.a: „Það tek- ur aðeins eina klukkustund að fljúga frá höfuðborg til höfuðborgar og þá er hægt að fá allar þær upplýsingar sem maður villHann bendir enn- fremur á að tungumálin séu lík og að dagleg samvinna sé í gangi á stjórnmála- og atvinnumálasviðinu á milli landanna. Það er því gamaldags að hta svo á að hér sé um framandi ríki að ræða eða er ekki svo? spyr Gammelgaard. Litla hafmeyjan skorin á háls Gizur Helgason, DV, Kaupmannahöfn: Það á ekki af Litlu hafmeyjunni á Löngu línu við Kaupmannahöfn að ganga. Árið 1964 tóku einhverjir óþokkar sig til og skáru hausinn af styttunni og hefur aldrei fundist tangur né tetur af honum síðan. Nú hafa einhverjir aðrir tekið sig til og skorið snótina á háls. Það var í gær að ungur athugull maður uppgötvaöi 18 sm skurðsár á hálsi meyjarinnar. Talið er sennhegt að vikur eða ef til vill mánuðir séu síðan ódæðisverkið var framið því komin var skángræna í sárið. Lög- reglan telur sennilegt að nú hafi átt að endurtaka hausstuldinn frá ’64 en viðkomandi skemmdarvargur verið truflaöur við iðju sína eða orðið þreyttur og vhjað ljúka verkinu síð- ar. Viðgerð á Litlu hafmeyjunni mun í dag hefiast svo hún svíki ekki ferða- mennina sem þegar eru farnir að flykkjast til Kaupmannahafnar. Hér er annars spáð 25 stiga hita og bláum himni í dag en það er sama veðrið og verið hefur síðastliðna 10 daga og dönsku ferðaskrifstofurnar stynja þungan vegna afpantana og eru nú sólarlandaferðir komnar á útsölu. Ný hljóðfrá þota í burðarliðnum Síðar í þessari viku munu Frakk- land og Bretland kunngera áætlan- ir um að hanna þotu sem verður bæði stærri og hraðskreiðari en Concorde. Þessi sömu lönd hönnuðu einmitt hina hljóðfráu Concorde fyrir 20 árum, en hún getur flogið á mhli Evrópu og Tokýo í Japan á fimm tímum en nú tekur það venjulega þotu um 12 tíma. Eftir því sem heimildarmenn Re- uters segja er búist við að hin nýja þota muni hafa um 200 sæti. í lang- an tíma munu bæði löndin hafa unnið að hönnum vélarinnar en ekki er gert ráð fyrir að hún fari í loftið fyrr en í fyrsta lagi árið 2005. Til bráðabirgða hefur hún fengið nafnið FAST (Future Aircraft Su- personic Transport) og gert er ráð fyrir að hún geti flogið th Tokýo frá Vestur-Evrópu á tveimur til þrem- ur tímum. Concordevélin var bylting á sín- um tíma en markaðssetning henn- ar misstókst vegna þess að hún var talin of hávær. Á undanfórnum árum hefur hún þó átt vaxandi vin- sældum að fagna og nú eru fullbók- að í flestar ferðir hennar. Reuter Concordevélin var bylting á sínum tíma en nú munu vera uppi áætlan ir um að hanna ennþá hraðskreiðara farartæki. I Húsgagnahöllinni eru útstillingar- gangarnir einn kilómetri á lengd Þrír kílómetrar á dag og heílsan og línurnar komast i lag - segja hollustufræðing- arnir - og svo á að vera best að naga hrátt grænmeti á meðan. Við glottum nú út í annað hér í Húsgagnahöllinni þegar við lásum þetta þvi víð göngum svo míkíð að þrír kilómetrar eru bara upphitun fyrir morgunkaffið. Gangarnir í Húsgagnahöllínni - sem eru með fallegar húsgagnaútstillingar á báða vegu — eru nefnílega um eínn kilómetrí á lengd. Hugsaðu þér bara hvílikt feíkna- úrval af húsgögnum við bjóðum þér. ALÞJÓÐLEGT ÚRVAL. KÍLÓMETRIAF HÚSGÖGNUM FYRIR ÞIG Á BÁÐAR HENDIR M0BLER FAX 91-673511 SÍMI 91-681199 BILDSHÖFÐI 20 112 REYKJAVÍl

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.