Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1990, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1990, Page 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 1990. Utlönd DV Dýr koss Það má segja að sumir kossar séu dýrari en aðrir. Þetta mólverk sem ber nafnið Kossinn II og var gert árið 1962 af Roy Lichtenstein, seldist fyrir rúmar sex miiljónir doltara á uppboði hjá Christie’s í gær. Árið sem málartnn iauk við verkið var það selt svissnesku listasafni á 1000 doflara. Simamynd Reuter Friðarganga á Mount Everest Sex fiallgöngumenn frá Bandaríkjunum, Sovétríkjunum og Kína náöu toppi Mount Everest á mánudaginn. Félagarnir sex voru þátttakendur í alþjóðlegri friöargöngu. Eftir þvi sem talsmaður hópsins sagði þá bundu fjallgöngumennirmr sig þrír og þrír saman, einn frá hverju landi. Fyrir tveimur dögum setti hópurinn upp búðir tæpum 200 metrum frá toppnum og eins og áður sagði korast hann á toppinn í gær. Búist er við að fjórir hópar til við- bótar munir reyna við tindinn á miðvikudag og fóstudag. Hin vel heppnaða ganga mun vera sönnun þess að með vináttu og sam- vinnu er hægt aö ná fram hinum ótrúlegustu markmiöum, jafnvel iriði og hreinu umhverfi. Á niðurleið munu fjaílgöngumennirnir einmitt hreinsa upp rusl eftir sig og aðra leiðangra. fsræiar krefjast endurbóta Þúsundir reiðra ísraelsbúa komu saman fyrir utan þinghúsið í Jerú- salem í gær til aö krefjast breytinga á kosningalöggjöfinni. Einnig pú- uðu þeir og skynnu á lögregluna. Mótmælin fóru fram á sama tíma og þingið hóf sumarstörf sín og minnst var þess að 45 ár eru liðin frá strfðslokum. ísraelar eru búnir að fá nóg af stjómmálaástandinu í landinueftir að stjórnarsamstarfi Verkamanna- ílokksins og Iikud-flokksins lauk i mars vegna friðamðræðna við Palestínuaraba. MótmælendmTiir vilja að forsætisráöherra verði kos- inn beinni kosningu. Lögreglan stjakar við æstum Isra- elsmönnum sem kröfðust breyt- inga á kosningaiöggjölinni í gær. Símamynd Router ítalskir kommúnistar tapa fylgi Útlit er nú fyrir að ítalski kommúnistaflokkurinn, sá stærsti í Vestur- Evrópu, hafi tapað töluverðu fylgi í bæjarstjómarkosningum sem fram fóm í gær. Aðeins tveir mánuðir eru síðan flokkurinn ákvað að kenna sig viö jafnaðarstefnuna. Fyrstu tölur sýndu að kommúnistaflokkurinn fékk aðeins um 23% atkvæða, eða 5 prósentustigum minna en fyrír Evr- ópuþingið í júnímánuöi á síðasta ári. Achille Ochetto, formaöur flokksins, sagði aö niðurstöðumar væru langt í frá að vera viðunandi, en ekki hefði verið viö öðm aö búast eftir fall kommúnismans í Austur-Evrópu. Páfi heimsækir Mexíkó Jóhannes Póll pófi II. blessar mannfjöidann i Mexíkóborg. Simamynd Reuter Jóhannes Páll páfi II. er nú í heimsókn í Mexíkó og hefur heimsókn hans beint sjónum manna að þeirri fátækt sem er að finna í kringum Mexíkóborg og breiöist út eins og eldur f sinu. ur enda eftir að þeir koma til borgarinnar í leit aö betri lífskjörum. A hveijum degi þurfa milljónir að berjast við hungur og sjúkdóma í kofa- skriflum. Talið er að um þrjár railljónir manna búi Nezahuacoyotl sem er stærsta fátækrahverfi borgarinnar. Til samans er íbúafiöldi þessara hverfa raeiri en Panama. Fyrirhugaðar kosningar í Búlgaríu: Stjórnarandstaðan á erfitt uppdráttar Nú, þegar aðeins er mánuður til kosninga í Búlgaríu, berst stjómar- andstaðan enn fyrir því að byggja upp stuðning meðal bænda og íbúa á landsbyggðinni. Kosningarnar, sem fram fara þann 10. og 17. júní næstkomandi, verða fyrstu frjálsu kosningarnar í Búlgaríu í tugi ára og setja jafnframt endapunktinn á kosningaölduna sem gengið hefur yfir Austur-Evrópu í kjölfar hrans valda og áhrifa kommúnista. Forysta Bandalags lýöræðisafl- anna, stjórnarandstöðu Búlgaríu, kveðst fullviss um sigur í kosningun- um. En margir, einkum á lands- byggðinni, segja að ekki megi af- skrifa kommúnista, alltént ekki al- veg strax. Ekki er að merkja að mik- ill áhugi sé meðal bænda eða eldri íbúa landsbyggðarinnar á stefnumál- um eða stefnuskrá Bandalagsins. Það er einkum yngra fólkið sem sýn- ir því áhuga, segja íbúar í dreifbýli. Sumir óttast að verði markaðshag- kerfi innleitt í Búlgaríu muni það hafa í fór með sér versnandi kjör landsbyggðarfólks og endalok þess ókeypis mennta- og heilsugæslukerf- is sem nú er við lýði. Þeir eru hrædd- ir við hvaö framtíðin kunni að hafa í för meö sér undir forystu fólks sem það kann engin skil á. Að sögn heimildarmanna reynist stjómarandstöðunni erfitt að keppa við kosningavél kommúnista á landsbyggðinni. Kommúnistar, sem breytt hafa nafni flokks síns í Sósíal- istaflokkur Búlgaríu, hafa góða að- stöðu um allt land, stóra sali fyrir kosningafundi, útgáfufyrirtæki sem Kosið verður i Búlgaríu í næsta mánuði og er þá loks rekinn endahnútur á kosningaölduna í ríkjum Austur-Evrópu sem hófst í kjölfar hruns kommún- ista á síðasta ári. Þessi mynd var tekin á mótmælafundi gegn stjórn komm- únista í desember á síöasta ári. Símamynd Reuter og fjármagn. Stjómarandstaðan hef- ur ekki getað sett á laggirnar neitt sem keppt gæti við slíka aðstöðu á j afnréttisgrundvelli inni. á landsbyggð- Reuter Metverð fyrir nasista Þýskir og bandarískir nasista- veiðarar hafa upplýst að vestur- þýska stjórnin veitti 310.000 dollara verðlaun til þess er gat gefið upp- lýsingar um dvalarstað Josef Schwammberger, fyrrum yfir- manns dauðabúða SS. Einnig kom fram að einum af virtari banka- mönnum Þýskalands hefur verið bannaö aö koma til Bandaríkjanna. Þessar upplýsingar komu fram á alþjóðaráðstefnu gyðinga. Verðið fyrir upplýsingamar um Schwammberger var tíu sinnum hærra en hingað til hefur verið borgað en Schwammberger, sem bjó í Argentínu í þijá tugi ára, er nú sakaður um að hafa myrt 5000 gyðinga í stríðinu. Bankamaðurinn, sem minnst var á, er Hermann Abs en hann er tal- inn hafa átt stóran þátt í því að svo vel tókst til með endurreisn þýska efnahagskerfisins eftir stríð. Hann er á svarta lista Bandaríkjamanna þar sem hann tók þátt í því að gera eigurgyðingaupptækar. Reuter Verkföllin í Suður-Kóreu: Samningaviðræður hafnar Samningaviðræður em nú hafnar milli verkamanna og eigenda í skipa- verksmiðjum Hyimdai í borginni Ulsan í Suður-Kóreu. Verkfoll og róstur hafa staðið í hafnarborginni síðan þann 25. apríl síðastliðinn þeg- ar verkamenn í Hyundai verksmiðj- unum lögðu fyrst niður vinnu í mót- mælaskyni við handtöku nokkurra verkalýðsleiðtoga. Samningaviðræður hafa nú hafist milli verkamanna og forystumanna í Hyundai-skipaverksmiðjunum. Miklar róstur milli lögreglu og verkamanna hafa átt sér stað á lóó verksmiðjunnar eins og þessi mynd, sem tekin var í april, ber með sér. Símamynd Reuter Verkföllin snerust fljótlega upp í hörð átök við lögreglu og alvarlegar róstur bmtust út hvað eftir annað. Nokkrir verkamenn, vopnaðir bens- ínsprengjum, hafast nú við upp á risastóran krana á lóð verksmiðj- unnar. í gær lýstu þeir því yfir að þeir hefðu hafið hungurverkfall til að leggja áherslu á kröfur sínar. Verkamennimir kreíjast þess að all- ar ákærur á hendur verkalýðsleið- togunum verði látnar niður faila og að lögreglumenn, sem veriö hafa á lóð verksmiðjunnar frá því að verk- föilin hófust, láti sig hverfa á braut. Bæði forystumenn Hyundai-verk- smiðjanna og lögreglu hafa sagt að ekki komi til að lögregla geri áhlaup á verkfallsmenn vegna hættunnar á blóðbaði. „Við höfum engra annarra kosta völ nema bíöa þar til þeir klifra niður af fúsum og frjálsum vilja,“ sagði talsmaður skipaverksmiðjunn- ar í gær. Hann kvaðst bjartsýnn á friðsamlega lausn deilunnar nú þeg- ar samningaviöræður hafa hafist. Vinna hefur alveg legið niðri í Hy- undai-verksmiðjunum frá því verk- föllin hófust en alls lögðu 20 þúsund verkamenn niður vinnu. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.