Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1990, Blaðsíða 2
FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 1990.
Fréttir
Vinnudeilan hjá Islenskum aðalverktökum:
Tökum enga aukavinnu
fyrr en deilan leysist
- segir Jón Halldórsson, trúnaðarmaður á Helguvikursvæðinu
„Við vinnum frá klukkan 7.30 á
morgnana til klukkan 18.00 síðdegis
en tökum enga aukavinnu meðan
vinnudeilan stendur. Okkur býðst að
vinna til klukkan 22.00 á kvöldin en
sjáum enga ástæðu til þess eins og
er,“ sagði Jón Halldórsson, trúnaðar-
maöur Verkalýðs- og sjómannafélags
Keflavíkur hjá íslenskum aðalverk-
tökum á Helguvíkursvæðinu, í sam-
tali við DV í gær.
Jón sagðist vonast til að lausn væri
í sjónmáli í deilunni sem staðið hefur
yfir í meira en tvær vikur.
Deilan spratt upp vegna þess að
iðnaðarmenn breyttu vinnutíma sín-
um þannig að þeir vinna samfelldan
vinnutíma án matar- og kaffihléa og
fá hærra aukavinnukaup í staðinn.
Verkamenn geta fengið sams konar
vinnutímafyrirkomulag en þeim er
neitað um hækkun á aukavinnunni
og um það snýst deilan.
Verkamenn hafa haldið fund um
þessa deilu og samstaða þeirra er
alger.
Varnamálanefnd hefur áhyggjur
af þeim töfum á framkvæmdum í
Helguvík og á Keflavíkurflugvelli
sem fyrirsjáanlegt er að verða ef
vinnudeilan heldur áfram. Það mun
ekki síst vera þrýstingur frá nefnd-
inni sem eykur líkurnar á því að
vinnudeilan sé að leysast.
-S.dór
Unnið við botn olíutanks við Helguvík í gær. DV-mynd GVA
Hilmar Kjartansson og Olafur Jón Georgsson, starísmenn að Stað, ásamt Gunnari Sigurþórssyni stöðvarstjóra
með eina eldislúðuna. DV-mynd GVA
Lúðueldi Hafrannsóknastofnunar:
Þetta má kalla frumrannsóknir
Sigurþórsson, stöðvarstjóri að Stað
- segir Gunnar
„Allt sem við erum að gera hér í
fiskeldisstöðinni að Stað við Grinda-
vík mega kallast frumrannsóknir á
lifnaðarháttum lúðunnar. Við vitum
n\jög takmarkað hvemig best er að
haga lúðueldinu en það er Ijóst að
hér virðist vera um mjög áhugavert
fiskeldi að ræða,“ sagði Gunnar Sig-
urþórsson, stöðvarstjóri í fiskeld-
isstöð Hafrannsóknastofnunar að
Stað við Grindavík, þegar tíðinda-
menn DV sóttu stöðina heim í gær.
Fyrir utan þá klaktilraun, sem
skýrt var frá í DV í gær, sem verið
er að gera í stöðinni og vonir standa
til að ætli að heppnast, er verið að
kanna margt annað varðandi lifnað-
arhætti lúöunnar.
Gunnar sagði að verið væri að
kanna meðal annars hve þéttleikinn
mætti vera mikill í kerunum án þess
að það kæmi niður á vexti fisksins.
Kannað er hve aíTóllin eru mikil og
hvort þau stafi af umhverflsþáttum
eða fóðrinu. Þá er einnig verið að
kanna hvert sé kjörhitastig þess sjáv-
ar sem lúðan er alin í.
Þær lúður, sem nú eru í eldi, voru
veiddar, sem kunnugt er, eins til eins
og hálfs kílós þungar smálúður í
Faxaflóa. Þá var talið að þær væru
þriggja til fjögurra ára gamlar. Þær
hafa verið aldar í 3 til 4 ár og eru
orðnar um 10 kíló að þyngd. Eins og
áður hefur komið fram fást 700 krón-
ur fyrir kOóið þannig að hver lúöa
er um 7 þúsund króna virði.
Varðandi tilraunirnar með klakið
fór það fram í fyrsta sinn í vetur er
leið. Talið er að fyrsta klak heppnist
sjaldan vel hjá lúðu, það er varla
talið marktækt fyrr en í annað sinn.
Samt hefur tekist að halda lífi í um
tvö þúsund seiðum og menn eru að
vonast til að þaö takist að koma þeim
upp.
Eldislúða hagar sér líkt og gælu-
dýr. Um leið og kerin voru opnuð,
en lúðan lifir í algeru myrkri, komu
þær að opinu og vildu gjarnan láta
koma við sig og mjög auðvelt var aö
handsama þær.
Gunnar sagði að ef lúða yrði hrædd
færi hún þegar til botns og græfi sig
í sandinn sem hyldi botninn. Hann
sagði mjög gaman að fylgjast með
hegðun hennar og lífsmunstri.
Ljóst er að ef lúðuklak tekst í eldis-
stöð er lúðueldi mjög álitlegur kostur
í fiskeldinu, enda verð fyrir hana
mun hærra en fyrir lax.
-S.dór
Mál ákæruvaldsins gegn Halli Magnússyni blaðamanni:
Málinu vísað frá og
það fellt úr gildi
- vegna málatilbúnaðar ákæruvaldsins
Meirihluti Hæstaréttar hefur kom-
ist að þeirri niðurstöðu að rétt sé að
vísa máli ákæruvaldsins gegn Halli
Magnússyni, blaðamanni á Tíman-
um, frá vegna. málatilbúnaðar
ákæruvaldsins. Þrír hæstaréttar-
dómarar af fimm komust að þessari
niðurstöðu en tveir dómarar tóku
undir dóm héraðsdóms þar sem Hall-
ur var dæmdur til að greiða miska-
bætur og sekt.
Ríkissaksóknari gaf út ákæru á
hendur Halli vegna skrifa hans um
séra Þóri Stephensen, staðarhaldara
í Viðey.
Ákæruvaldið sótti ekki þing í hér-
aðsdómi. Verjandi Halls, Ragnar
Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður,
hafði sagt að ákæruatriöi væru svo
óglögg að ekki væri unnt að koma
að vörnum með eðlilegum hætti.
„Mál þetta varðar rétt manna til
að láta í ljós hugsanir sínar á prenti
samkvæmt ákvæði 72. greinar
stjórnarskrárinnar og ábyrgð sem
því fylgir. Er hér um að ræða svo
þýðingarmikið úrlausnarefni og slík
vafaatriði eru í málinu að ríkissak-
sóknara hefði verið rétt að sækja
þing í héraði.
Með vísan til þess sem að framan
er rakið þykir málatilbúnaði ákæru-
valds vera svo áfátt að fella beri hinn
áfrýjaða dóm og málsmeðferð úr gildi
og visa málinu frá héraösdómi,“ en
svo segir meðal annars í niðurstöð-
um meirihlutá Hæstaréttar.
Dómur snýst því ekki um réttmæti
skrifa Halls - heldur um málatilbún-
að ákæruvaldsins. Sakarkostnaður á
að greiðast úr rikissjóði.
í ákvæði minnihluta Hæstaréttar
var tekið undir með Sakadómi þar
sem Hallur var sakfelldur og dæmd-
ur til að greiða séra Þóri 150 þúsund
krónur í miskabætur, 40 þúsund
króna sekt í ríkissjóð og til að greiða
allan sakarkostnað. Þá var hluti
skrifa hans dæmdur ómerkur.
í meirihluta Hæstaréttar voru
dómararnir Guðmundur Jónsson,
Guðrún Erlendsdóttir og Hrafn
Bragason. í minnihluta voru Harald-
ur Henrysson og Gunnar M. Guð-
mundsson.
-sme
Hæstiréttur:
Tvær milljónir í gjaldþrotabú
Hæstiréttur hefur dæmt Vátrygg-
ingafélagið til að greiða þrotabúi
Böggvisstaðabúsins á Dalvík 2,2
milljónir í bætur fyrir dauða hvolpa
og yrðlinga.
Það var á árinu 1985 sem tók aö
bera á óeölilega miklum hvolpa- og
yrðlingadauöa á búinu. Eigandi bús-
ins hafði strax samband við dýra-
lækni og Tilraunastöð Háskólans í
meinafræði vegna dauðatilfellanna.
Ástæða hvernig fór er rekin til fóð-
ursins - en það var fengið frá Fóður-
stöðinni á Dalvík.
AUs drápust 1.959 minkahvolpar
og 1.527 yrðlingar á árinu 1985.
Hæstiréttur komst að þeirri niður-
stöðu að búinu, en það er til gjald-
þrotaskipta, beri að fá 2,2 milljónir
frá tryggingafélaginu vegna áfall-
anna á árinu 1985.
-sme
Sjálfstæðismenn
með 55,9 prósent
Samkvæmt niðurstööum skoðana-
könnunar sem Félagsvísindastofnun
hefur gert fyrir Morgunblaðið fengi
Sjálfstæðisílokkurinn einungis 55,9
prósent atkvæða í borgarstjórnar-
kosningunum eftir rúma viku. Þetta
er um 15 til 20 prósentum lægra en
hann hefur fengið í öðrum könnun-
um að undanfornu. Ástæðan liggur
meðal annars í því að starfsmenn
Félagsvísindastofnunar breyta nið-
urstöðum könnunarinnar með hlið-
sjón af því fráviki sem var á síðustu
könnun stofnunarinnar fyrir síðustu
borgarstjórnarkosningar og raun-
verulegum úrslitum þeirra.
Félagsvísindastofnun birtir ekki
niðurstöður úr skoðanakönnuninni
sjálfri en útreikningar starfsmanna
hennar gefa sjálfstæöismönnum 55,9
prósent, Nýjum vettvangi 23,3 pró-
sent, Kvennalista 7,2 prósent, Al-
þýðubandalagi 6,7 prósent og Fram-
sókn 6,1 prósent. -gse