Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 1990næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    293012345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1990, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1990, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 1990. Otgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91)27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÓLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Umhverfisvernd Fyrir hálfum öðrum áratug buðu svokallaðir Græn- ingjar fram i kosningum í Vestur-Þýskalandi og náðu töluverðum árangri. Framganga þeirra vakti athygli en enga aðdáun, enda beittu þeir aðferðum og málflutningi í kosningabaráttunni sem var hinum hefðbundnu flokk- um og kjósendum lítt að skapi. Græningjar höfðu um- hverfisvernd á stefnuskrá sinni. Þeir vildu vernda skóg- ana og náttúruna fyrir mengun frá mannfólki og bifreið- um. Þeir vöktu athygli á þeirri eyðileggingu sem fylgir hagvexti, spjöllum sem fylgir umferð, úrgangi sem fylg- ir neyslu. Gömlu flokkarnir gerðu lítið úr þessum vandamálum. Nú er svo komið að allir þeir stjórnmálaflokkar, sem bjóða fram í alvöru, hafa umhverfismál efst á stefnu- skrám sínum. Athyglisvert er að í borgarstjórnarkosn- ingunum í Reykjavík eru umhverfismál með stærri málaflokkum og flokkarnir keppast um að yfirbjóða hver annan. Við höfum jafnvel sjálfstætt framboð Græn- ingja. Sorphreinsun og sorpböggunarstöð, skolplagnir, koltvíildisútblástur, hrein torg og fógur borg eru þau umræðuefni sem framboðin takast á um. Úti í hinum stóra heimi hafa augu manna opnast fyr- ir þeim hættum, sem jörðinni eru búnar, ef mennirnir ganga stöðugt á forðabúr náttúrunnar og spilla því í hamslausri neyslu og óvirðingu fyrir viðkvæmni um- hverfisins. Lífríkið er í hættu og það er hver að verða síðastur að grípa til varna. Skógarnir eru að eyðast, gatið á ósonlaginu stækkar og í sumum stórborgum verður fólk að ganga með gasgrímur til að verjast sót- inu. Óhugnanlegt er um að litast í Austur-Evrópu þegar járntjaldið fellur og öskuhaugarnir og reykmengunin blasir við. í þriðja heiminum er kappið svo mikið að iðnvæðast og neysluvæðast að engu er eirt. Hér á landi hafa menn stært sig af hreinu lofti og óspilltri náttúru en staðreyndin er hins vegar sú að íslendingar eru ekki barnanna bestir þegar umhverfisvernd er annars vegar. Mengun sjávar er sömuleiðis að verða vaxandi vanda- mál og snertir okkur íslendinga af skiljanlegum ástæð- um. Lengi tekur sjórinn við er gamalt máltæki en sú kenning á ekki lengur við. Hafið er að fyllast af úrgangs- efnum og eiturefnum sem hafa skaðleg áhrif á sjávarlíf og fiskistofna. Á umhverfisráðstefnunni í Bergen var samþykkt ályktun, sem bannar losun úrgangs í sjó, nema sannað sé að hann valdi ekki umhverfisspjöllum. Skiptar skoðanir eru um gildi og raunar innihald þessar- ar yfirlýsingar, en orð eru til alls fyrst. Það er merkur áfangi þegar öll helstu iðnríki heims koma saman til fundar og ræða sérstaklega um umhverfismál. Og það er sigur fyrir umhverfisverndarsinna og framtíð mann- kyns þegar þjóðir heims sameinast í vörnum og aðgerð- um sem hlífa jörðinni og sjónum fyrir óheftum ágangi. Hér er í rauninni verið að viðurkenna það sjónarmið að hagvöxtur og arður eigi ekki lengur að ráða ferðinni í átt til velferðar og velmegunar mannkyns. Umhverfið skiptir líka máh og setur gróðahyggjunni takmörk. Þess- ir tveir þættir þurfa að vinna saman og geta jafnvel bætt hvor annan upp. Hvers virði er bættur efnahagur ef umhvérfið er útbíað í skít? Hvers virði er frjáls heim- ur ef jarðarkringlan sekkur í sínum eigin úrgangi? Forðabúr náttúrunnar er ekki ótæmandi. Lífríki jarðar, manna og dýra er samofið í eina heild. Verndun um- hverfisins er mál málanna. Málstaður Græningjanna hefur sigrað. Ellert B. Schram Hættan mikla af Kasmír Bretar skiptu Indlandi milli mús- líma og hindúa þegar þeir gáfu nýlendu sinni sjálfstæði 1947 og úr Indlandi urðu tvö ríki, Indland, sem Hindúar stjórnuðu, og Pakist- an, sem var ríki múslíma. Þessi skipting reif upp með rótum millj- ónir manna. Áætlað er að um 15 milljónir hafi flust milli landshluta við skipt- inguna, múslímar frá Indlandi og Hindúar frá Pakistan. Skiptingin var landfræðilega ankannaleg. Múslímar bjuggu á tveimur stórum svæðum á Indlandsskaga, annars vegar í vesturhlutanum, þar sem nú er Pakistan, og hins vegar í austurhlutanum, þar sem áður var Austur-Pakistan, en heitir nú Bangladesh eftir styrjöld Indverja og Pakistana 1971. Landamæri Indlands og Vestur- Pakistans voru aldrei fullfrágeng- in, og heimsbyggðin getur enn orð- ið að súpa seyðið af því. Nyrst á landamærunum er fyrrum fursta- dæmið Jammu og Kasmír, fagurt og frjósamt íjallahérað, sem í ferða- mannabæklingum áður fyrr var auglýst sem paradís á jörðu. Ind- verjar og Pakistanar gerðu báðir tilkall til Kasmírs, sem er mús- límskt að tveimur þriðju hlutum, en svo fór að mestur hluti héraðs- ins var innlimaður í Indland, eftir blóðuga styijöld árið 1947. Vppnahléslína í vopnahléssamningum eftir þá styrjöld var dregin lína sem skipti héraðinu, þriðjungur var undir stjórn Pakistans, en tveir þriðju undir indverskri stjórn. Endanleg •landamæri voru látin liggja milii hluta. Pakistanar hafa aldrei unað þess- ari skiptingu og 1965 gerðu þeir inrás í Kasmír og áttu.í blóðugri styrjöld við Indland sem Samein- uðu þjóðirnar stöðvuðu með milli- göngu Sovétmanna. Æ síðan hafa veriö væringar á vopnahléslínunni í Kasmír og íbúar héraðsins hafa sífellt orðið andsnúnari indverskri -yfirstjórn. Nú er svo komiö að upp- reisn hefur geisaö mánuðum sam- an meðal íbúanna í Kasmír, Ind- verjar hafa gripið til harkalegra aðgerða gegn íbúunum og Pakist- anar hafa gert sig líklega til að koma trúbræðrum sínum til hjálp- ar. Pakistanstjórn styður uppreisn- armenn með ráðum og dáð en Ind- verjar saka þá um hernað gegn sér og hóta öllu illu. Talið er fullvíst að mikill meirihluti íbúanna, sem eru um sjö milljónir, vilji samein- ast Pakistan, en Indverjar hafa þvemeitað hingað til öllum kröfum um þjóðaratkvæðagreiðslu og segja Kasmír óaðskiljanlegan hluta Ind- lands. Spennan milli ríkjanna hefur magnast svo, með tilheyrandi víg- búnaði og vopnaskaki, að veruleg hætta er nú talin á fjóröu styrjöld Indlands og Pakistans. Slíkt stríð yrði ekki einkamál þessara þjóða. Kjarnorka og flugskeyti Indverjar sprengju kjarnorku- sprengju neðanjaröar 1974 og æ sið- an hefur veriö taliö fullvíst að þeir ráði yflr kjarnavopnum. Indverjar eiga líka flugskeyti sem gætu kom- iö þessum vopnum á skotmörk, í Pakistan eða annars staðar. Kjarn- orkuvæðing Indverja var að sínu leyti svar við kjarnvæðingu Kín- verja sem Indverjar áttu í styijöld við áriö 1962. En eftir stríöið um Kasmír 1965, þar sem í ljós kom að indverski herinn er miklu öflugri en sá pakistanski, og ekki síður í stríðinu 1971, þar sem Pakistanar voru aftur ofurliði bornir, fóru Pakistanar að vinna markvisst að sinni eigin kjamorkuvæðingu. Nú er vitað að þeir eru svo langt KjaUariim Gunnar Eyþórsson fréttamaður komnir í kjamorkutækni aö vest- rænir sérfræðingar telja nær full- víst að þeir ráði yfir kjarnavopn- um. Af eðlilegum ástæðum neita Pakistanar að staöfesta þetta og segjast aðeins gera friðsamlegar til- raunir með kjarnorku. Því er var- lega trúað. Pakistanar eiga líka flugskeyti, sem mætti nota til að skjóta kjarn- orkusprengjum, og Indverjar og Pakistanar eiga auk þess báðir full- kominn ílugher sem beita mætti til að varpa kjamorkusprengjum. Það er þessi kjarnorkuvæðing beggja aðila sem veldur því að deilan um Kasmír, sem hefur nú staðið í 43 ár, er ekkert einkamál deiluaðila lengur. - Sameinuðu þjóöirnar og hlutlaus ríki hafa tvisvar áður stillt til friðar í styrjöld út af Kasmír án þess að nokkur lausn hafi fengist. Risaveldin hafa haft vaxandi áhyggjur af vaxandi spennu í Kasmír og Baker, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, og She- vardnadse, utanríkisráðherra Sov- étríkjanna, hafa haft samband sín á milli um málið. Pakistan er fyrr- um bandalagsríki Bandaríkjanna í Cento bandalaginu, sem nú er úr sögunni, og Pakistan hefur fengiö mikla bandaríska hemaðaraðstoð. Um þrjá milljarða dollara síðustu átta ár, ekki aðeins til eigin land- varna, heldur einnig til að styrkja uppreisnarmenn í Afganistan. Indverjar aftur á móti hafa fengið mikla hernaðaraðstoð frá Sovét- ríkjunum, einkum áður fyrr þegar Kína var sameiginlegur óvinur beggja. Þar af leiðandi er hvorugt risaveldið í aðstöðu til að hafa milligöngu sem hlutlaus aöili; og jafnvel Sameinuðu þjóðirnar eru ékki teknar gildar af Indveijum. Ástæðan er samþykkt Sameinuðu þjóðanna um aö þjóðaratkvæöa- greiðsla eigi að skera úr um vilja íbúanna í Kasmír sem fullvíst er talið að yrði Pakistönum í hag. En Indverjar telja héraðið óaðskiljan- legan hluta Indlands og hafna þjóð- aratkvæðagreiðslu. Að hrökkva eða stökkva Fjandskapur Indverja og Pakist- ana út af Kasmír ristir svo djúpt og á sér svo djúpar rætur aö óvíst er hvort skynsemin verður látin ráða um lausn þessa deilumáls. Þótt kjarnorkuvopnin, sem taliö er að báðir ráði yfir, geri þessa deilu hættulegri en nokkru sinni fyrr getur líka verið að kjarnavopnin sanni fælingargildi sitt á þessum slóðum eins og þau hafa margoft gert þegar viö hefur legið að upp úr syði milli risaveldanna tveggja. Hættan er sú að til stríðs komi, Pakistanar verði ofurliði bornir og grípi til kjarnavopna í nauðvörn. Pakistönum er heitt í hamsi vegna fyrri ósigra sinna fyrir Indverjum, heiftin í garð Indverja vegna illrar meðferðar þeirra á múslímskum uppreisnarmönnum í Kasmír hef- ur þegar brotist út í múgæsingum í Pakistan. Háværar raddir eru líka uppi í Indlandi um að leysa Kasm- írdeiluna í eitt skipti fyrir öll með hervaldi. Tilhugsunin um aö kjarnavopn- um kunni að verða beitt í fyrsta sinn síðan 1945 kann þó að verða til að kæla þá sem heitastir eru í stríðsæsingunum. Síðustu ár hafa pakistanskir og indverskir her- menn nær daglega skipst á vél- byssuskotum og stundum stór- skotahríð á vopnahléslínunni í Kasmír, án þess að umheimurinn hafi haft miklar fréttir af því, enda þótt hundruð manna hafi falhð. Nú er þessi deila loks komin í hámæli á ný og þá svo um munar. Utanað- komandi ríki hafa ekkert bolmagn til aö beita deiluaðila þrýstingi til að halda friöinn. Eina vonin er að báðir aðilar geri sér grein fyrir að enn eitt stríð yrði þeim báðum óbærilega dýrkeypt, hvort sem gripið yrði til kjarna- vopna eða ekki, og mundi heldur ekki leysa Kasmírdeiluna. Kjarn- orkustríð milli tveggja ríkja þriðja heimsins er nú í fyrsta sinn raun- verulegur möguleiki. - Það kemur öllum við en enginn getur gert neitt annað en vonað að skynsemin verði tilfinningahitanum yfirsterk- ari og deilan um Kasmír hjaöni á ný. Gunnar Eyþórsson „Það er þessi kjarnorkuvæðing beggja aðila sem veldur því að deilan um Kasmír, sem hefur nú staðið í 43 ár, er ekkert einkamál deiluaðila lengur.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 112. tölublað (18.05.1990)
https://timarit.is/issue/192820

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

112. tölublað (18.05.1990)

Aðgerðir: