Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 1990næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    293012345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1990, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1990, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 1990. 5 DV Framkvæmdir við Hvalflarðargöng eiga að heflast 1992: Fréttir Rætt um aukaskatt að fá virðis- felldan niður Væntanlegir framkvæmdaaöilar aö jarðgöngum viö utanverðan Hval- fiörð hafa sent Steingrími J. Sigfús- syni samgönguráðherra bréf þar sem óskað er eftir undirbúningsviðræö- um um stofnun hlutafélags um fram- kvæmdina. Um leið leita þeir eftir samningum við samgönguráðuneyt- ið. Að beiðninni standa Sementsverk- smiöjan, Járnblendiverksmiðjan og Akranesbær. Það er Akranesbær sem leiðir vagninn en athyglisvert er að afstaða verksmiðjanna hefur breyst nokkuð enda hefur staöa þeirra versnað frá því í fyrra er þau lýstu yfir áhuga sínum á að standa að framkvæmdunum. Samkvæmt heimildum DV hefur áhugi þeirra minnkað nokkuð þótt hann sé engan veginn slokknaður. Að sögn Gísla Gíslasonar, bæjar- stjóra á Akranesi, er ekki hægt að segja neitt til um það hvernig hlutafé verður skipt. Hann sagði þó að ljóst væri aö Akranesbær yrði ekki burð- arás. Einnig er áhugi á því að fá fleiri sveitarfélög til aö taka þátt í þessu starfi. Framkvæmdin tefst enn Það er nú talið ljóst að rannsóknum vegna verksins verði ekki lokið fyrr en sumarið 1991. Það er þó bundið þvi að lokið veröi samningum við ráðuneytið í sumar. Framkvæmdir gætu þá hafist 1992 en gert er ráð fyrir að þær gangi hratt fyrir sig og verði kannski röskt ársverk. Sem fyrr er gert ráð fyrir að verkið kosti um 3 milljarða króna. Virðisauki felldur niður Að sögn Gísla hafa komið upp vangaveltur um að virðisaukaskatt- ur af verkinu verði felldur niður og er gert ráð fyrir að slík ósk verði lögð fyrir ríkisstjórnina. Þær tölur sem nefndar eru vegna verksins eru með söluskatti þannig að líklega má gera ráö fyrir að verkið verði hag- kvæmara en áður var talið. Gæti jafnvel munað um 18% sem gæti lækkað verðið um rúman hálfan milljarö. -SMJ Hvalfj arðargöngin: Verður ríkisábyrgð á göngin niðurstaðan? - þrátt fyrir óskir framkvæmdaaðila um annað „Þetta tal um ríkisábyrgö á sér fyrst og fremst stað í þágu stjórnsýsl- unar og þingmanna en ekki þeirra sem eru aö hrinda verkinu af stað. Það liggur alveg ljóst fyrir aö það er ríkið sem ákveður sjálft hversu mik- inn þátt það vill taka í þessu verki," sagði Gísli Gíslasop, bæjarstjóri á Akranesi, en einhverra hluta vegna er farið aö ræöa um ríkisábyrgð í sambandi við væntanleg jarðgöng við mynni Hvalfjarðar. I DV fyrir stuttu var haft eftir 01- afi Þ. Þórðarsyni, þingmanni Vest- firðinga en hann situr bæði í fjárveit- inganefnd Alþingis og samgöngu- nefnd neðri deilar, áð hann teldi að ef ráðist yrði í gerð jaröganga um Hvalfjörð þá yrði það ríkisfram- kvæmd. Vísaði hann meðal annars til hugmynda starfshóps um jarð- göngin en þar er ríkisábyrgð nefnd. Taldi hann það sýna að menn hefðu ekki trú á aö hægt væri að ráðast í verkið án aðstoðar hins opinbera. Svo bregður hins vegar við að að- stendendur verksins neita því að þeir hafl hokkurn áhuga á ríkis- ábyrgð. Sagði til dæmis Jón Sigurðs- son, framkvæmdastjóri Járnblendis- ins á Grundartanga og einn af frum- kvöðlum verksins, að þegar hug- mynd að verkinu hefði verið kynnt í upphafi þá hefðu þeir einmitt lagt eindregið til að ekki yrði ríkisábyrgð á verkinu. Samkvæmt heimildum DV þá undrast forvígismenn verksins hug- myndir um að blanda ríkisábyrgð í verkið. í skýrslu starfshóps um verk- ið sem skipaður var af samgönguráð- herra er nefnd ríkisábyrgð. Þar er bent á að hún gæti verið með tvenn- um hætt: Annars vegar væri fengin ríkisábyrgð á lánum í því skyni að lækka vexti af þeim og hins vegar gæti komið ríkisábyrgð á kostnað umfram eðlileg frávik. Rétt er að taka fram að bæði Gísli og Jón áttu sgeti í starfshópnum. í athugasemdum með heimildar- lögum þeim sem Alþingi samþykkti í vor um framkvæmdina er tekið fram að í því lagafrumvarpi felist engar fjárhagslegar skuldbindingar af hálfu ríkissjóðs, svo sem um öflum lánsflár til framkvæmda eða veitingu ríkisábyrgðar. -SMJ Vegtenging um utanverðan Hvalfjörð Ekki hefur verið ákveðið neitt um það hvar Hvalfjarðargöngin verða ná- kvæmlega en hér sést á hvaða svæði þau verða. Vegagerð rikisins og Náttúruverndarráð hafa nú gefið út fyrsta kort sumars- ins um ástand fjallvega. Vegir á skyggðu svæðunum eru lokaðir allri um- ferð þar til annað verður auglýst. Næsta fjallvegakort verður gefið út 24. maí. Athugasemd í gær sagði DV frá nýjum forseta- bíl af gerðinni Cadillac. Þar sagði m.a. að þar með ætti forsetaembættið orðið þrjá viðhafnarbíla, ársgamlan Chevrolet og átta ára Cadillac, auk hins nýja. Vegna þessa vill forsetarit- ari taka fram að í raun eigi embættið aðeins einn viðhafnarbíl, þann nýja. Auk þess verði annar fyrri bíla embættisins seldur, sennilega Chev- roletinn. Unglingar um allt land sitja nú með sveittan skallann í vorprófum. Úti er veðurblíða og miklar freistingar. Prófum lýkur þó brátt og þá kemst ungvið- ið út í sólina. Myndin var tekin af prófmönnum i Réttarholtsskólanum í Reykjavík. DV-mynd Brynjar Gauti TOLVULB mikið úrvai af frábærum iölvuleikjum fyrir ATARi, PC, ,, AMIGA, COMMANDORE 64, AMSTRAD, \1U og SPECTRUM. __;J - m\l\ opid laugard. til 16 Hafnarstræti 5, 2. hæð s. 21860 - 624861

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 112. tölublað (18.05.1990)
https://timarit.is/issue/192820

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

112. tölublað (18.05.1990)

Aðgerðir: