Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 1990næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    293012345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1990, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1990, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 1990. Uflönd Munu mótmæla komu De Klerk Tass-fréttastofan um fund Prunskiene og Gorbatsjovs: De Klerk, forseti Suður-Afriku, er hér ásamt belgiska forsætisráðherran- um. De Klerk hefur vertð á ferðalagi um Evrópu. Simamynd Reuter Andstæðingar kynþáttaaðskilnaðarstefnu suður-afrískra stjómvalda hyggjast efna tíl mikilla mótmælaaðgeröa í Bretlandi í dag en þá er fyrir- hugað að de Klerk, forseti Suður-Afríku, ræöi við Thatcher, breska forsæt- isráðherrann. Thatcher er einn dyggasti stuðningsmaður de Klerks og umbóta hans og var ein e vrópskra leiðtoga til að aflétta að hluta viðskipta- banni þjóðar sinnar við Suður-Afríku. Breskir embættismenn sögðu í gær að de Klerk, sem verið hefur á ferða- lagi um Evrópu, myndi ræða við Thatcher í dag um umbætur þær sem hann hefur staðiö fyrir í Suður-Afríku og breytingar á kynþáttaaðskiln- aðastefnunni. De Klerk hefur til að mynda aflétt banni á starfsemi Af- ríska þjóðarráðsins og látið lausa pólitíska fanga, þar á meðal Nelson Mandela. í ljósi þessa vill forsetinn fá aðildarríki EB, Evrópubandalags- ins, til að endurskoða refsiaðgerðir þær sem þau samþykktu gegn stjóm Suður-Afríku. 14 þúsund rekin fyrir svindl í prófum Yfir þrjú þúsund námsmenn hafa verið reknir vegna svindls í inntöku- prófum í háskóla í Bangladesh undanfarna þrjá daga. Alls hafa þvi fjórt- án þúsund verið rekin vegna svindls í þessari viku, að sögn emhætt- ismanna. Yfir fimm hundruð kennarar hafa verið leystir frá störfum fyr- ir að hafa aðstoöað nemendur við svindl frá því að prófin hófust fyrir átta dögum. Nær þrjú hundruð námsmenn hafa verið handteknir og fiögur hundruð hafa raeiðst í átökum milli embættismanna og þeirra sem svindluðu. Að sögn embættismanna hafa orðið róstur á hundrað þeirra staða af þeim fimm hundruð þar sem nær hálf milljón námsmanna þreyta prófin. í Bangladesh þykir það mikili álitshnekkir tyrir fjölskyldur ef börnin standa sig ekki nógu vel í þessum prófum. Kreppa í Sambandsflokknum í Færeyjum Ágreiningur er um skiptingu afla til fiskvinnslustöðva i Færeyjum. Sambandsflokkurinn í Færeyjum, sem er einn stjómarflokkanna, er nú án forystu. Bæði formaður flokksins, Pauli Ellefsen, og flokksbróðir hans, Jogvan I. Olsen, sjávarútvegsráðherra, hafa tilkynnt að þeir muni láta af embætti. Ágreiningur er innan Samhandsflokksins um hvernig skiptingu afla milli fiskvinnslustöðva skuli háttað. Sjávarútvegsráðherrann hefur veitt samþykki sitt fyrir að fiskvinnslu- stöðvarnar fái kvóta þar sem miðað er við ákveðinn kílóafjölda. Ellefsen og fleiri í Sambandsflokknum vilja hins vegar að aflanum verði skipt eftir hundraðshlutum eins og ákveðið haíði verið fyrr í vor. Ellefsen sagöist draga sig í hlé vegna ágreiningsins innan flokksins og bætti því við að hvorki hann né aðrir krefðust afsagnar sjávarútvegsráö- herrans. En nokkrum klukkustundum eftir að Ellefsen hafði greint frá þvi aö hann léti af embætti tilkynntí Olsen um að hann myndi segj a af sér. Eins og málin stóðu i gær leit ekki út fyrír að kreppan innan Sambands- flokksins ógnaði stjórnarsamstarflnu. Hvatt til áframhaldandi hvalveiðibanns Evrópuþingið hvatti í gær til áframhaldandi banns við hvalveiðum í ágóðaskyni. Bann við þeim hefur verið í gildi frá því 1986 en hvalveiðí- þjóðir þrýsta nú á Alþjóðahvalveiðiráðið um að breyta því þegar það verður tekið til endurskoðunar í júlí. Talsmaður grænfiiöunga lýsti yfir ánægju sinni með ákvörðun Evrópu- þingsins sem hann sagði hafa sent hvalveiðiþjóðum þau skilaboð að þjóö- ir Evrópu væru algjörlega andvígar hvalveiðum i ágóðaskyni. Reuter og Ritzau Litháar ganga ekki nógu langt Forsætisráðherra Litháens, Kazimiera Prunskiene, ræddi í gær við Gor- batsjov Sovétforseta en það var í fyrsta sinn sem forsetinn ræddi við full- trúa lýðveldisins frá því Litháar iýstu yfir sjálfstæði. Simamynd Reuter Kazimiera Prunskiene, forsætis- ráöherra Litháen, sagði að loknum fundi sínum með Gorbatsjov Sovét- forseta í gær að forsetinn hefði sagst reiðubúinn að ræða við fulltrúa lýð- veldisins að tilteknum skilyrðum uppfylltum. En ummæli ráðherrans stangast á við það sem sagði í fréttum Tass-fréttastofunnar opinberu að tilslakanir Litháa gengju ekki nógu langt til að uppfylla kröfur sovéskra ráðamanna. Fundur Prunskiene og Gorbatsjovs í gær var fyrsti opinberi fundur ráðamanna lýðveldisins og háttsettra sovéskra embættismanna síðan Litháen lýsti yfir sjálfstæði þann 11. mars síðastliðinn. Forsetinn hefur hingað til neitað aö ræða við fulltrúa Litháa fyrr en þeir falla frá eða fresta gildistöku sjálfstæðisyfir- lýsingarinnar. Prunskiene sagði að fundurinn heföi verið jákvæður en að sovéskir ráðamenn krefðust þess enn að yfir- lýsingin yrði afturkölluö eða gildis- töku hennar að minnsta kosti frest- að. Ráðherrann gaf þó í skyn að Lit- háar kynnu að finna málamiðlun á deilunni með því að fella úr gildi lög og reglur sem sett hafa veriö síðan sjálfstæði var lýst yfir. Prunskiene kvaðst nú mundu fara fram á við lit- háiska þingið að það samþykki að afturkalla þessi lög. Ef slík þingsam- þykkt nægir til að minnka bilið sem ríkir milli afstöðu litháiskra ráða- manna og sovéskra geta samninga- viöræður hafist, sagði ráðherrann á fundi með blaðamönnum í g'ær. Afstöðubreyting Sovétforseta, það er aö ræða viö fulltrúa Litháa þrátt fyrir ítrekaðar yfirlýsingar um að slíkt myndi hann ekki gera, kom á sama tíma og Baker, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, er staddur í Moskvu til að undirbúa leiðtogafund stórveldanna. Bandaríkjastjórn hef- ur þrýst á sovéska ráðmenn að hefja samningaviðræður við Litháa frá því að deilumar fyrst hófust. Baker mun ræða viö Gorbatsjov forseta í dag sem og Prunskiene. Sumir telja að með því að samþykkja að hitta forsætisráðherra Litháen kunni bandaríski utanríkisráðherr- ann að vekja gremju sovéskra ráða- manna. Baker er í Moskvu til að reyna til hins ítrasta að greiða fyrir samningum um fækkun langdrægra kjarnorkuvopna en leiðtogar stór- veldanna vonast til að undirrita drög að samningi á fyrirhuguðum leið- togafundi í maí. Bandarískir og so- véskir embættismenn unnu fram á nótt til að reyna að ná málamiðlun um helsta ágreiningsatriðið, það er stýriflaugar. Háttsettur bandarískur embættismaður sagði að viðræðurn- ar væru erfiðar og að alls ekki lægi fyrir hver niðurstaðan yrði. Fundur Bakers og Gorbatsjovs í dag virðist besta tækifærið fram til þessa til að losa um hnút þann sem kominn er á viðræður embættismannanna. Reuter Flugvél hrapaði í íbúðarhverfi Tuttugu og fimm manns iétu lifið er flugvél skall til jarðar i íbúðarhverfi i Manila í morgun. Símamynd Reuter Tveggja hreyfla flugvél frá Filipps- eyjum skall til jarðar í íbúðarhverfi í Manila í morgun með þeim afleið- ingum að tuttugu og fimm manns biðu bana, allir sem um borð voru í véhnni og fjögurra manna fjölskylda á jörðu niðri. Framhluti flugvélarinnar, sem var af gerðinni Beechraft 1900, lenti inn í aðalsvefnherbergi fiölskyldu jap- ansks kaupsýslumanns. Stél flugvél- arinnar stöðvaðist við sundlaug við hús fiölskyldunnar. Slysið átti sér stað nokkrum mínút- um eftir flugtak en vélin var á leið til borgarinnar Suriago sem er fyrir sunnan Manila. Þetta var þriðja flugslysið í Filipps- eyjum á einni viku. Atta farþegar biðu bana og tugir slösuðust á föstu- daginn í síöustu viku þegar spreng- ing varð um borð í farþegaþotu á flugvellinum í Manila. Sex manns létu lífið þegar herþyrla fórst á laug- ardaginn á eyjunni Mindanao. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8254
Tungumál:
Árgangar:
41
Fjöldi tölublaða/hefta:
15794
Skráðar greinar:
2
Gefið út:
1981-2021
Myndað til:
15.05.2021
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttablað. Tölublaðsnúmerin fylgja Dagblaðinu og Vísi til ársins 2002. Fyrsta tölublað sameinaðra blaðanna er því 262. tölublað 71. og 7. árgangs.
Styrktaraðili:
Áður útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 112. tölublað (18.05.1990)
https://timarit.is/issue/192820

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

112. tölublað (18.05.1990)

Aðgerðir: