Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1990, Blaðsíða 12
12
FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 1990.
Spumingin
Hefurðu komið í Viðey?
Bryndís Kristensen, nýbökuð móðir:
Já, einu sinni og gekk um eyjuna.
Björn Ingimundarson nemi: Þó
skömm sé frá að segja þá hef ég kom-
iö til Kaíró en aldrei í Viðey.
Öm Ólafsson iþróttakennari: Nei, en
fyrst þú minnist á það getur verið
að maður hafi það af í sumar.
Ragnar Jónsson málari: Nei, en það
hefur oft hvarflað að mér að skreppa.
Jón Þórarinsson verslunarmaður:
Ég hef farið þangað einu sinni og það
var alveg virkilega gaman.
Guðmundur Ingason nemi: Nei, því
miður en kannski læt ég verða af því
einhvem tima.
Lesendur
Amarflug og þjóðarþotur:
Sjálfsmorð í
flugsamgöngum?
flugs. - Flugleiðir hf. geta ekki
bætt miklu við sig nú eins og fram
kemur hjá samgönguráðherra í
viðtali við hann í Mbl. 15, þ.m. og
þeirri flutningaleið sem Arnarflug
hefur annast verður að sinna.
Því verður vart trúað að við ís-
lendingar séum svo heillum horfn-
ir að vilja fremja eins konar sjálfs-
morð í flugsamgöngum okkar með
því að standa ekki saman og verja
þau innlendu flugfélög sem hér eru.
Fyrr hefur flugfélag átt í rekstrar-
erflðleikum og ekki hlotist þjóðar-
mein af - nema síður væri. Þess
mega menn minnast.
Þráinn skrifar:
Það ætlar ekki að verða lát á frét-
taflutningi ljósvakamiölanna af
erfiðleikum Arnarflugs. í útvarps-
fréttum hjá RÚV 14. maí var sagt
frá því að þar sem leiguþota Arnar-
flugs myndi ekki koma fyrr en á
miðvikudag (talað á mánudags-
kvöldi) væri ástandið hjá Arnar-
flugi afar slæmt og eiginlega látið
að því Uggja að félagið væri nú
endanlega búið að vera! - Sérstök
áhersla var lögð á orðið „miðviku-
dag“ eins og um margar vikur
væri að ræða!
En hvað er eiginlega að ske, og
af hverju láta menn sér svona annt
um að blása erfiðleika Arnarflugs
svo út sem raun ber vitni? Hvers
vegna getur ríkið ekki Uðkað betur
til fyrir þessu nauðsynlega sam-
göngufyrirtæki svo að það megi
halda velli, þar til gengið hefur
verið frá leigusamningnum um
þotuna sem nú verður leigð til fjög-
urra ára?
Á sama tíma og Amarflug greiðir
ofQár til erlendra og innlendra að-
ila (og veröa að staðgreiða hinum
innlendu) þá leigir fjármálaráð-
herra fyrrverandi þotu Arnarflugs
(sem tekin var af þeim vegna
skulda) til annars aðila, sem greið-
ir rúmar 7 milljónir í leigu á mán-
uði, vegna þess að þeim aðfla hefur
heldur ekki tekist að standa í skil-
um ef marka má fréttir! Mér hefði
því ekki fundist óeðlilegt að ríkið
hefði gert sitt tU að liðka til fyrir
Arnarflugi þessa fáeinu daga sem
það hefur orðið að heyja baráttu
sína í fjölmiðlum og orðið að greiða
offjár til erlendra og innlendra að-
ila á meðan gengið er frá leigu-
samningi um þotu til lengri tíma.
Við getum alveg bókað það að ef
Arnarflug verður „látið“ rúlla
vegna yfirstandandi erfiðleika, sem
eru fyrst og fremst tU komnir vegna
þess að það fær ekki sambærilegar
flugleiðir og helsti samkeppnisaðU-
inn, þá verður óðar komið í burðar-
liðinn annað farþegaflugfélag, sem
heldur uppi því merki sem almenn-
ingur hér vill að verði haldið á
lofti, þ.e. að hér verði ávallt tvö
innlend flugfélög til alþjóðlegs
Llfsbjörg Magnúsar Guðmundssonar:
Að þora ekki
Inga Magnúsdóttir skrifar:
Er ég hafði hlýtt á fréttaþátt Bylgj-
unnar fimmtud. 26. apríl sl., þar sem
taka átti fyrir kærumál grænfrið-
unga í Noregi á hendur Magnúsi
Guðmundssyni vegna myndar hans
um lífsbjörgina, setti mig hljóða er
kynnt var í upphafi þáttarins að
Magnús neitaði að ræða máhð í þætt-
inum ef Magnús Skarphéðinsson
hvalavinur væri þar til staðar líka.
Þetta fannst mér vægast sagt mjög
lélegt af Magnúsi Guðmundssyni og
sýna skort á sannfæringu fyrir eigin
málstað. Að þora ekki að fá gagnrýni
á sig lýsir venjulega einhverju öðru
en sterkum málstað. - Hvernig eig-
um við hlustendur aö mynda okkur
skoðanir á málum ef aðeins önnur
hUðin fæst rædd?
Fyrir utan hroka gagnvart and-
Rannveig hringdi:
Sl. sunnudag var á dagskrá Sjón-
varpsins (RUV) þátturinn Ung-
mennafélagið, sem er í umsjá þeirra
Valgeirs Guðjónssonar og Eggerts
Gunnarssonar. Þetta hefur til
skamms tíma verið sá sjónvarpstími
sem börnin hafa notfært sér. - Nú
var þessi þáttur, Ungmennafélagið,
ætlaður krökkum á aldrinum 12 ára
og þar yfir. Ég var satt að segja mjög
fyrir vonbrigðum með að þessi þátt-
ur skyldi hafa verið tekinn til sýning-
ar yfirleitt, og þá endilega á þessum
tíma, sem börnin hafa haft.
í þessum „Ungmennafélags“-þætti
voru umsjónarmennimir að velta
fyrir sér ofbeldi í samfélaginu og
kanna form þess og myndir, eins og
segir í dagskrártilkynningu. Eitt og
annað átti að koma þama fram sem
„Pussycats“ skrifa:
Við eram níu ungar konur hér í
Reykjavík og langar til aö koma á
framfæri þakklæti til starfsfólks á
veitingahúsinu Fiðlaranum á þak-
mælanda sínum fannst mér þetta
líka sýna litla stórmennsku, að þora
ekki þrátt fyrir allt að fá andstæð
sjónarmið, hverju nafni sem þau
nefnast. Ég varð bara orðlaus þegar
fréttamaðurinn kynnti hvernig kom-
ið væri og að þeir nafnarnir, sem
báðir vora mættir á staðinn, gætu
ekki tekist á, hvor með sitt sjónar-
miö. - það er eitthvað bogið við svona
vinnubrögð.
En kvikmyndagerðarmaðurinn
hleypti einnig illu blóði í mig vegna
annars. - Þegar eyðing regnskóg-
anna barst í tal og annað sem nátt-
úruverndarsamtök á borö við Gre-
enpeace berjast gegn, fuUyrti Magn-
ús Guðmundsson það í beinni út-
sendingu aö eyðing skóganna væri
að mestu leyti uppflnning grænfrið-
unga og ætti sér litla stoð í raun-
var í tengslum við atburði í miðbæ
höfuðborgarinnar undanfarið, sýnd-
ar eftirlíkingar af drápstólum í leik-
fangaformi, og einnig átti að kanna
sálfræðilegar orsakir ofbeldis. - Síð-
ast en ekki síst voru svo sýndar
teikningar úr efninu, sem var tekið
ftjálslega til meðferðar af teiknaran-
um.
Það má vel vera, að hér sé um sjón-
varpsefni að ræða sem sé siðferöilega
sýningarhæft fyrir 12 ára krakka.
En hryllingsmyndir eru sannarlega
ekki neinn gleðigjafi fyrir böm fyrir
neðan þann aldur, eða þann aldur
sem mest horfir á bamaefni sjón-
varps. - Ég á strák á 7. ári, en sá ald-
ur dugði engan veginn fll að hann
fengi ekki martröð næstu nótt, eftir
aö hafa horft á Ungmennafélagsþátt-
inn.
inu, á Akureyri, þar sem viö áttum
mjög svo ánægjulegt kvöld sl. laugar-
dag (12. maí).
Þar sem maturinn var frábær og
frábær þjónusta var höfð í fyrirrúmi
veruleikanum. - Væri bara ein leið
til að láta á sér bera og afla sér fjár
og frægðar.
í hvaða heimi lifir þessi maður eig-
inlega? Það veit hvert mannsbarn að
eyðing regnskóganna er yfirþyrm-
andi vandamál mannkyns í dag. Um
þetta vitna aUar skýrslur vísinda-
manna sem hið minnsta hafa kannað
málið.
Ég hefi nú ekki haft neinar sérstak-
ar skoðanir á hvalaveiðum okkar
íslendinga til þessa en ef röksemda-
færsla og vinnubrögð hjá okkur eru
eitthvað lík þessu sem heyra mátti
hjá kvikmyndagerðarmanninum
þarna á Bylgjunni gef ég ekki mikið
fyrir þann málflutning. - En lélegast
af öllu var að þora ekki að mæta í
rökræður - hvað sem öðra líður.
Eg hringdi tU Sjónvarpsins og
kvartaði undan þessu myndefni svo
og sýningartímanum. Svarið var ein-
faldlega að þetta væri nú einu sinni
efni fyrir 12 ára krakka og eldri. Ég
er þó þeirrar skoðunar aö svona
myndir sem þarna vora sýndar
myndu ekki vera sýndar í kvik-
myndahúsi án þess að banna þær
yngri en 16 ára. Hér er vissulega ver-
ið að taka upp sýningartíma sem allt-
af hefur verið fyrir yngri börnin. -
Það fer ekki vel á því að á sama tíma
og brýnt er fyrir foreldrum að láta
krakka ekki horfa á hryllingsmyndir
sé Sjónvarpið að svíkja lit með því
að efna til myndþátta undir hinu
sakleysislega heiti Ungmennafélagiö
og demba yfir krakka hryllingi sem
engan veginn á heima á besta útsend-
ingartíma fyrir börnin.
á starfsfólkið lof skilið fyrir
skemmtilegt og ógleymanlegt kvöld.
- Og ekki var það verra að maturinn
var mjög vel úti látinn - og á viðráð-
anlegu verði. - Takk fyrir okkur.
Námslán og
framfærsla
Lánþegi skrifar:
Mér var að berast illur póstur inn
um lúguna. Það var bréf frá mennta-
málaráðherra vorum, Svavari Gests-
syni, þar sem hann dásamaði upp-
hæð námslánanna og útskýrði fjálg-
lega hversu mikið lánin heíðu hækk-
að, miöað við ýmsar vísitölur. -
Svavar virðist þó alveg hafa gleymt
að útskýra hvers vegna mitt námslán
hefur lækkað um talsverða flárhæð.
Ég get ekki sagt um hvort erfitt er
að lifa af almennum námslánum, en
lækkunin á lánum námsmanna í for-
eldrahúsum er fyrir neðan allar hell-
ur. Segi Svavar rétt til um aö námsl-
án til einstaklinga í leigu- eða eigin
húsnæði verði kr. 53.573 á mánuði í
sept. 1990 er það gott og blessað. í það
minnsta er það hærra en laun
margra eftir skatta. - Hins vegar
verður mitt lán aðeins 50% af þessu,
þ.e. kr. 26.786,50 á mánuði. Hvernig
á ég að lifa af því?
Það eru ekki allir sem eiga efnaða
foreldra. Sumir námsmenn í foreldr-
ahúsum eru svo heppnir að hafa allt
til alls og geta því stungið námslán-
inu sínu beint í sparigrísinn. Aðrir
þurfa að borga kr. 15.000 á mánuði
eða meira fyrir fæði og húsnæði.
Taka verður tillit til þeirra líka því
þeir ættu ekki eftir nema 11.786,50
fyrir bókum, ritföngum, fötum og
strætisvagnakortum.
Þar að auki hefur bókalánið lækk-
að. Hámarks bókalán verður kr.
16.071,90 á hverri önn en t.d. eyddi
ég um 21.000 kr. í bækur á síðustu
önn. Þetta hámarkslán gildir þó bara
fyrir þá sem geta sannað að bækurn-
ar nýtist þeim ekki að námi loknu,
svo líklegra er að bókalánið verði
bara það sem fæst án sannanna, þ.e.
kr. 9.643,15 á önn. - Það verður því
þröngt í búi hjá mörgum nemum í
foreldrahúsum næsta vetur og flnnst
mér líklegt að margir verði að hætta
námi eða flytja í leiguhúsnæði, til
þess að fá meira út úr lánasjóðnum.
Margir hafa bent á að með auknu
tekjutilliti verði meira um að nemar
vinni skattfrjálst til að koma tekjum
sínum undan en ég tel að jafnmikið
verði um það að nemar í foreldr-
ahúsum geri falska leigusamninga
við vini og ættingja til þess að geta
betur séð fyrir sér. Það sem ég vildi
sjá er að framfærsla námsmanna í
foreldrahúsum verði aftur færð upp
í 70% af grunnframfærslu. - Það
myndi a.m.k. leysa minn vanda og
eflaust margra annarra.
HryUingsmyndir í bamatímum:
Sjónvarpið svíkur lit
Góður Fiðlari á Akureyri