Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1990, Blaðsíða 6
6
FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 1990.
Viðskipti
DV
Bónus fer vestur í
- verið að ganga frá leigu á gamla Steindórshúsinu
Jóhannes Jónsson, eigandi versl-
unarinnar Bónus, hyggst opna þriðju
Bónus-verslun sína á næstunni. Ætl-
un hans er að verslunin verði vestur
í bæ í 450 fermetra húsnæði í gamla
Steindórsshúsinu við Hringbrautina,
gegnt gamla JL-húsinu.
Að sögn Jóhannesar Jónssonar eru
samningar um leigu á húsnæðinu á
lokastigi og yfirgnæfandi líkur á að
samningar takist. „Gangi allt upp
verður verslunin opnuð um miðjan
júní næstkomandi."
Jóhannes var búinn að leigja
gömlu Ellingsen-skemmuna vestur á
Granda síðastliðinn vetur til að opna
þar Bónus-verslun. Borgaryfirvöld
komu þá inn i málið og bentu á að
skemman væri ekki inni í skipulagi
og ætti að hverfa.
„Það er klárt mál að ég mun opna
Bónus-verslun í vesturbænum. Þetta
er ákaflega heillandi markaður og
ég veit að þaö er vilji margra vest-
urbæinga aö fá Bónus-verslun vestur
í bæ.“
Bónus á sér ekki langa sögu í reyk-
vískum verslunarrekstri. Fyrsta
búöin var opnuð 15. apríl í fyrra í
Skútuvogi. Síðan var seinni Bónus-
búðin opnuð í Faxafeni. Hjá fyrir-
tækinu vinna tíu starfsmenn, flmm
í hvorri verslun. Jóhannes er með-
talinn.
Verslunin á sér erlenda fyrirmynd.
Hún er svonefnd afsláttarverslun og
býður 975 vöruflokka. Viðskipta-
menn hafa það svona meira á tilflnn-
ingunni að þeir séu að koma inn í
stóra heildsölu fremur en smásölu-
verslun. íburðurinn er minni, starfs-
fólk færra og vöruúrval minna en í
stórmörkuðum. Ekki er tekiö við
krítarkortum. Á móti kemur að verð-
ið er lægra.
- Hvaö telur þú að það sé stór
markaður hérlendis á matvöru-
markaðnum fyrir afsláttarverslanir?
„Ég veit það ekki en reynslan frá
Danmörku er sú að þar eiga afslátt-
arverslanir um 10 til 12 prósent hlut
af matvörumarkaðnum. Eflaust er
það eitthvað svipað hérlendis."
-JGH
Þetta er Mazda. Umboðslaus sem stendur. Á annan tug fyrirtækja vilja
hins vegar fá umboðið.
Allt á huldu hver
fær Mazda-umboðið
Enn er allt á huldu um það hver
fær umboð fyrir Mazda-bíla á ís-
landi. Búist við ákvörðun C.Itoh,
sölufyrirtækis Mazda, upp úr næstu
mánaðarmótum. Bílaborg hf., sem
nú er gjaldþrota, var með umboðið
fyrir Mazda.
Samkvæmt upplýsingum DV hafa
tiltölulega margir, eða á annan tug
fyrirtækja, sýnt því áhuga að fá Maz-
da-umboðið. Þetta eru bæði fyrirtæki
sem þegar eru með bílaumboð og
önnur sem standa utan við bílasölu.
Japanir, sem hingað hafa komið frá
C.Itoh fyrirtækinu, hafa rætt viö alla
þá sem sýnt hafa áhuga á umboðinu
og kynnt sér aðstæður. Ljóst er aö
þeir gefa sér mjög góðan tíma til að
taka ákvörðun þar sem nokkrir mán-
uðir eru liðnir síðan Bílaborg fór á
höfuðið.
Af einstökum fyrirtækjum, sem
innan viðskiptalífsins eru oftast
nefnd sem líklegust til að hreppa
hnossið, má nefna Bifreiðar- og land-
búnaðarvélar, Bílaumboöið (BMW),
Ræsi og nýtt fyrirtæki þeirra Haralds
R. Jónssonar og Kristins Breiðíjörð
en Kristinn var einn eigenda Bíla-
borgar.
Þessum fyrirtækjum er nefnt til
framdráttar, í baráttunni um umboð-
ið, að þau selji ekki japanska bíla
fyrir en Japanir vilja síður að sama
bílaumboðið sé með fleiri en eina
tegund japanskra bíla.
-JGH
Nýr ritstjóri
Vísbendingar
Sigurður Jóhannesson hagfræð-
ingur Bandalags starfsmanna ríkis
og bæja, BSRB, hefur verið ráðinn
ritstjóri Vísbendingar, efnahags-
tímaritsins sem Kaupþing hf. gefur
út.
Vísbending kemur út vikulega.
Fyrsti ritstjóri þess var Sigurður B.
Stefánsson, hagfræðingur og fram-
kvæmdastjóri Verðbréfamarkaðar
íslandsbanka hf.
Sigurður Jóhannesson tekur við
ritjórastarflnu af Finni Geirssyni,
sem ráöinn hefur verið sem forstjóri
sælgætisgerðarinnar Nóa-Síríusar
hf.
Sigurður er menntaður hagfræð-
ingur í Kaupmannahafnarháskóla.
Hann er fæddur 6. október 1961.
-JGH
Sigurður Jóhannesson, annar tveggja hagfræðinga BSRB, hefur verið ráð-
inn ritstjóri Vísbendingar. Hann tekur við starfinu 1. júni næstkomandi.
Nýir stjórar hjá Visa
Draga
verður úr
sköltum
Vinnuveitendasamband ís-
lands leggur nú áherslu á að
dregið verði úr sköttum í íslensku
efnahagslífl. Vinnuveitendur
benda sérstaklega á aö horflð
verði frá aðstöðugjaldi fyrirtækja
og jafnframt dregið úr tekju-
skatti. Þetta kemur fram í álykt-
un aðalfundar Vinnuveitenda-
sambandsins frá því fyrr í vik-
unni.
Vinnuveitendur segja að það
þoli enga bið að íslenskt atvinnu-
líf búi viö sams konar starfsskil-
yrði varðandi skatta og fyrirtæki
í helstu samkeppnislöndunum.
„Tvennt skiptir mestu, að horf-
ið verði frá skattlagningu kostn-
aðar við atvinnustarfsemi á borð
við aðstöðugjöld og aö hvatt sé til
aukningar eigin fjár í atvinnu-
rekstri. Tekjuskattshlutfall fyrir-
tækja verður að lækka. Einnig
er brýnt að gjaldeyrisreglur verði
aðlagaðar því sem gerist meðal
allra nálægra þjóða. Síðast en
ekki síst verður að draga úr opin-
berum umsvifum og þannig úr
sífelldum kröfum um aukna
skattheimtu,“ segir enn í ályktun
Vinnuveitendasambandsins.
-JGH
Miklar skipulagsbreytingar eiga
sér nú stað hjá Visa íslandi. í stað
þriggja rekstrarsviða áður, íjármála-
og rekstrarsviðs, markaðssviðs, og
tölvu- og tæknisviðs, verða þau fjög-
ur framvegis; stjórnsýsla, hagsýsla,
þjónusta og gæðastjórnun og tölvur
og tækni.
Forstöðumaður stjórnsýslusviðs,
en undir það fellur fjármálastjórn,
almennur rekstur og starfsmanna-
hald, verður Leifur Steinn Elísson
hagfræðingur. Hann hefur gegnt
starfi aðstoðarframkvæmdastjóra
Visa frá 1986.
Leifur Steinn Elísson.
Forstöðumaöur hagsýslusviðs er
nýráðinn til Visa og heitir Anna Inga
Grímsdóttir viðskiptafræðingur.
Undir hagsýslusvið fellur yfirumsjón
með öllu reikningshaldi, skýrslu- og
áætlanagerð, hag- og markaðsrann-
sóknum. Anna Inga var fjármála-
stjóri hjá Bræðrunum Ormsson en
var þar áöur hjá Búnaðarbankanum.
Forstöðumaður þjónustu- og gæða-
stjórnunar er einnig nýráöinn til
Visa. Hann heitir Þórður Jónsson og
hefur síðastliðin sjö ár starfað hjá
Arnarflugi. Á sviði þjónustu og
gæðastjórnunar verður yfirumsjón
Anna Inga Grímsdóttir.
með almannatengslum og markaðs-
tengdri starfsemi svo og starfsemi
þeirra stoðdeilda sem veita korthöf-
um, kaupmönnum, bönkum og spari-
sjóðum þjónustu.
Fjórða sviðið er tölvur og tækni.
Forstöðumaður þar er Júlíus G.
Óskarsson, kerfls- og viðskiptafræð-
ingur. Hann hefur verið forstöðu-
maður þessa sviðs frá árinu 1987.
Starfsmenn Visa eru nú 35 talsins.
Framkvæmdastjóri Visa er Einar S.
Einarsson.
-JGH
Þórður Jónsson.
Jóhannes Jónsson, eigandi Bónus.
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggö
Sparisjóðsbækurób. 3,0 Allir
Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 3-4 ib.Sb,- Sp
6mán.uppsögn 4-5 Ib.Sb
12mán. uppsögn 4-5,5 ib
18mán.uppsögn 11 ib
Tékkareikningar, alm. 0,5-1 Allir nema Ib
Sértékkareikningar 3,0 Allir
Innlan verðtryggð Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 1,5 Allir
6mán. uppsögn 2,5-3,0 Lb.Bb,- Sb
Innlán með sérkjörum 2,5-3,25 ib
Innlán gengistryggð
Bandaríkjadalir 7-7,25 Lb.Sb
Sterlingspund 13,6-14,25 Sb
Vestur-þýskmörk 6,75-7,5 Lb
Danskarkrónur 9,25-10,75 Sb
ÚTLÁNSVEXTIR (%) 'lægst
Útlán óverðtryggð
Almennirvixlar(forv.) 13,5-13,75 Bb.Sb
Viðskiptavíxlar(forv.)(1) kaupgengi
Almennskuldabréf 14,0 Allir
Viðskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir
. Hlaupareikningar(yfirdr.) 16,5-17,5 Bb
Utlan verðtryggð
. Skuldabréf 7,5-8,25 Lb.Bb
Utlántilframleiðslu
Isl.krónur 13,75-14,25 Bb
SDR 10,75-11 Bb
Bandarikjadalir 10,10-10,25 Bb
Sterlingspund 16,8-17 Sp
Vestur-þýskmörk 9,9-10,5 Bb
Húsnæðislán 4,0
Lífeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextir 23,0
MEÐALVEXTIR
Óverðtr. mai 90 14,0
Verðtr. maí 90 7,9
VÍSITÖLUR
Lánskjaravisitala maí 2873 stig
Lánskjaravísitala apríl 2859 stig
Byggingavisitala mai 541 stig
Byggingavísitala maí 169,3 stig
Húsaleiguvísitala 1,8% hækkaði 1. april.
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa verðbréfasjóða
Einingabréf 1 4,858
Einingabréf 2 2,656
Einingabréf 3 3,200
Skammtímabréf 1,648
Lífeyrisbréf
Gengisbréf 2,123
Kjarabréf 4,823
Markbréf 2,568
Tekjubréf 1,972
Skyndibréf 1,443
Fjölþjóðabréf 1,270
Sjóðsbréf 1 2.341
Sjóðsbréf 2 1,757
Sjóðsbréf 3 1,637
Sjóðsbréf 4 1,388
Vaxtasjóðsbréf 1,6590
Valsjóðsbréf 1,5565
HLUTABREF
Söluverð að lokinni jofnun m.v. 100 nafnv.:
Sjóvá-Almennar hf. 650 kr.
Eimskip 420 kr.
Flugleiðir 168 kr.
Hampiðjan 159 kr.
Hlutabréfasjóður 180 kr.
Eignfél. Iðnaðarb. 159 kr.
Skagstrendingur hf. 367 kr.
Islandsbanki hf. 155 kr.
Eignfél. Verslunarb. 126 kr.
Olíufélagið hf. 449 kr.
Grandi hf. 166 kr.
Tollvörugeymslan hf. 105 kr.
Skeljungur hf. 441 kr.
(1) Viö kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb= Búnaðarbankinn, lb= Iðnaðarbank-
inn, Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnu-
bankinn, Úb= Útvegsbankinn, Vb =
Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir.
Nánari upplýsingar um peningamarkaö-
inn birtast í DV á fimmtudögum.