Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 1990næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    293012345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1990, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1990, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 18. MAI 1990. 13 Laun kvenna og bitlingar T „Hvað er það sem hindrar konur i að komast í sömu launakjör og karl ar“, spyr greinarhöfudnur. Við Kvennalistakonur bendum á launamisrétti hvað eftir annað, en það virðist ekki ná eyrum þeirra sem um launamál fjalla. Launa- munur kynjanna eykst stöðugt. Núna hugsar þú, lesandi góður, eins og svo margir aðrir: „Það eru sömu laun fyrir sömu 'vinnu en karlarnir hafa lengri vinnudag en konur.“ Þetta er ekki svona einfalt. Ekki boðið upp á annað Það er staðreynd að laun karla eru hærri en laun kvenna á hverja unna klukkustund, þó taxti sé hinn sami. Þessi munur er minnstur hjá verkafólki, konur eru með um 98% af launum karla miðað við unna tíma. Eftir því sem störfin verða sérhæfðari og krefjast meiri menntunar eykst launamunurinn og er mestur hjá fólki í verslun og þjónustu. Þar eru konur aðeins með um 75% af launum karla mið- að viö unna tíma. Þaö á að heita svo að þaö séu sömu laun fyrir sömu vinnu, en hvers vegna er þessi launamunur kynjanna staðreynd og hvers vegna eykst hann sífellt? Konur með langskólanám að baki velja sér gjarnan störf hjá ríki og bæ. Allt í lagi með það, þær skrifa undir starfssamning og fá laun samkvæmt kjarasamningi BHMR. Annaðhvort vita þær ekki um bitl- ingana eða þykir asnalegt að fara fram á þá. Þeim er yfirleitt ekki boðiö upp á annað en fyrrnefndan kjarasamning. Hér er kjarni málsins, bæði kynin fá greitt eftir sama kjarasamningi, en karlarnir virðast eiga auðveld- ara með að semja. Þeir eru kannski harðari samningamenn en konur og ekki get ég horft fram hjá þeim rökum sem þeir nota óspart: „Já, en þetta gengur bara ekki, ég er með konu og barn/börn á fram- færi“. Viðsemjandinn sem oftast er karl, skilur hann mjög vel, því hann telur sig sjálfsagt vera í svip- KjaUarinn Sigurborg Daðadóttir dýralæknir. Skipar 2. sæti á Kvennalista til bæjarstjórnar- kosninga á Akureyri. aðri aðstöðu og hinn. Vita menn- irnir ekki að um 85% íslenskra giftra kvenna eru útivinnandi? (Al- menn atvinnuþátttaka karla er 92%). Jú, sjálfsagt vita þeir það, en það er óhugsandi að kona hafi karl og bam/börn á framfæri, það er eitthvað sem passar ekki í mynd- ina. Bara deildarstjórar Jæja, það er kominn jákvæöur andi í samningana, því samnings- aðilar skfija stöðu hvor annars. Nú er hafist handa við að finna flöt á að hækka launin, því taxtinn er svo lágur. Karlar miðla hverjir öðrum upplýsingum um stöðu eins eða annars, hvernig hægt sé að komast áfram, hvar smugurnar séu o.s.frv. og þannig ná þeir að byggja upp sínar kröfur. Þegar starfsmannaskrá ríkisins er skoðuð, kemur ýmislegt í Ijós ef starfsheiti eru borin saman við kynin. Deildarstjóri, yfirdeildar- stjóri, fagdeildarstjóri, deildarsér- fræðingur o.s.frv. Það er ekki sama að vera deildarstjóri og deildar- stjóri hjá ríkinu. Það getur munað 8 launaflokkum (Lfl. 505-145 til 153). í krónum talið eru það á milli 15.000 og 20.000 í grunnlaunum. Nánast allir kven- deildarstjórar eru bara deildar- stjórar, en æðri deildarstjórar eru nær undantekningarlaust karl- kyns. Það getur sem sagt munað tölu- verðu að vera deildarstjóri í góðum launaflokki. Þá eru það yfirvinnutímarnir. Óunnir yfirvinnutímar eru á allra vitorði, en þeir eru samt ekki til hjá ríkinu. „Ríkið greiðir ekki óunna yfirvinnu“, segja þeir. Körlum tekst síðan einhvern veg- inn að ná í ýmsa bitlinga, nefndar- störf, bíiastyrki, dagpeninga, fæð- ispeninga o.s.frv., sem konur fá í mun minna mæh en þeir. Hvað er það sem hindrar konur í að komast í sömu launakjör og karlar? Ég veit það ekki, en ekki skortir þær menntunina. Á skjön í þjóðfélaginu Einstaklingur, þar eru konur í miklum meirihluta, sem er í þeirri stöðu að fá aðeins greitt eftir berum töxtum, lendir á skjön í þjóðfélag- inu. Staðan og starfsheitið getur veriö mjög eftirsóknarvert, t.d. for- stöðumaður eða framkvæmda- stjóri einhverrar stofnunarinnar. Launaílokkur fyrir slíka stöðu er 505 150 og t.d. 5. þrep (9 ára starfs- aldur), þetta þýðir í krónum talið um 88.000 á mánuði. Ef ekki fást neinir yfirvinnutímar eða bitlingar þá eru þetta brúttólaun háskóla- menntaðs einstaklings með allt að 6 ára háskólanám aö baki. Námslán geta hljóðað upp á 1.500.000 til 4.000.000, allt eftir því hvar nám var stundað. Þessi námslán eru verð- tryggð og greiðast upp á 40 árum, með lágum vöxtum að vísu. Þessi einstaklingur passar hvergi inn í húsnæðiskerfiö, of tekjuhár til aö kallast láglaunamaður og komast í verkamannakerfið og of tekjulágur til að komast í almenna húsnæðislánakerfið. Þær kaup- leiguíbúðir sem til boða standa eru of dýrar til að þessi háskólagengni forstöðumaður geti ráðist í þau kaup. Konur, við verðum að taka hönd- um saman og krefjast þess að taxta- kaup sé í samræmi við greidd laun. Ef núverandi kerfi verður áfram, þá heldur launamisréttið áfram að blómstra. Sigurborg Daðadóttir „Hér er kjarni málsins, bæði kynin fá greitt eftir sama kjarasamningi, en karlarnir virðast eiga auðveldara með að semja.“ Stórsigur í umhverfismálum Nú þegar fullur sigur umhverfis- sinna hefur náðst í deilunni um nýtingu Fossvogsdals, er afskap- lega fróðlegt að fylgjast með við- brögðum manna. Ekki síst hefur verið fróðlegt að verða vitni að skeytingarleysi fjölmiðla og er greinilegt að ýmsir fjölmiðlungar gera sér enga grein fyrir þeim áfanga í umhverfisvernd sem hér er að baki. Engum blöðum er um það að fletta að verndun Fossvogsdals, sem hlekks í órofa keðju útivistar- svæða frá flöru til fjalla, er einn stærsti sigur sem unnist hefur í umhverfismálum á íslandi fyrr og síðar. í hartnær tvo áratugi hefur verið tekist á um það hvort ætti að friða þennan unaðsreit eða hvort eit- urspúandi einkabílar ættu að fá að leggja hann undir sig. Bæjaryfir- völd í Kópavogi hafa ætíð borið gæfu til að standa í ístaðinu og þáu hafa haft órofa samstöðu allra bæj- arfulltrúa á bak við sig. - Lengst af. Sjálfstæðismenn brugðust Félagshyggjuflokkarnir í bæjar- stjórn ákváðu fljótlega í upphafi bráttliðins kjörtímabils að láta sverfa til stáls í þessari deilu og láta á það reyna hvort ekki væri hægt að leiða hana til lykta. Þetta var afar nauðsynlegt af þremur ástæðum. í fyrsta lagi vegna þess að við töldum löngu tímabært að fá að ráðast í framkvæmdir í dalnum í því skyni að gera hann ákjósanleg- an til almennrar útivistar. í öðru KjaUarinn Valþór Hlöðversson bæjarfulltrúi í Kópavogi lagi vegna þess að við töldum okk- ur siðferðilega skuldbundin gagn- vart íþróttafélagi Kópavogs, en því hafði verið úthlutað framtíðar- svæði fyrir sína starfsemi. í þriðja og síðasta lagi gerðu menn sér grein fyrir því að ef aðalskipulag okkar 1988-2008 ætti að fást stað- fest, yrði að leiða Fossvogsdeiluna til lykta. Af þessum ástæðum töldum viö nauðsynlegt að lýsa okkur óbundin af samningi við Reykjavíkurborg frá árinu 1973. Og þar skildi leiðir með sjálfstæðismönnum í bæjar- stjórn. Þeir vildu fara hægar í sak- irnar. Sýna Reykjavíkurborg ákveðið tillit. Semja um lausn deil- unnar. Fá sérfróða menn til að gefa umsögn um það hvort þörf væri á hraðbraut um dalinn. Fresta skipu- lagi í dalnum til ársins 2000 o.s.frv. Linnulausar árásir hefjast Þegar viö höfðum spilað út okkar spilum og komið hreyfingu á málið brugðust íhaldsmenn allra ílokka við af hörku og óbilgirni. Nú hófust greinaskrif þar sem bæjarfulltrúar Alþýðubandalags og Alþýðuflokks voru sakaðir um landráð gagnvart Kópavogi. Við hefðum endanlega klúðrar Fossvogsdalsmálinu og opnað Reykjavíkurborg alla mögu- leika á að malbika yfir okkur í orðs- ins fyllstu merkingu. Það voru ekki aðeins talsmenn Sjálfstæðisflokksins sem höfðu uppi þennan málfutning heldur sárnaði okkur meira þegar eigin félagar tóku undir sönginn, m.a. í víðlesnasta dagblaði landsins. Fyrrverandi bæjarfulltrúar í Kópa- vogi, sem m.a. báru ábyrgö á samn- ingunum frá 1973, sendu frá sér yfirlýsingu með harðorðum um- mælum um stráksskap og asna- spörk núverandi ráðamanna kaup- staðarins. - Undir þessu urðum við að sitja um sinn. Davíð Oddsson, borgarstjóri í Reykjavík og eina rödd sjálfstæðis- manna í höfuðborginni, vandaði okkur ekki heldur kveðjurnar. M.a. veifaði hann lagakverum úr Háskóla íslands og fullyrti að af- staða okkar til samnings frá 1973 stæðist einfaldlega ekki. Hann hót- aði öllu illu, sagði upp samningum um sorpurðun í Gufunesi og hótaði að skrúfa fyrir vatn, rafmagn.og hita. Þrátt fyrir þessa ógnun viö til- veru Kópavogs sem sjálfstæðs sveitarfélags, þögðu bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi þunnu hljóði og brugðust hvergi til varnar hagsmunum eigin sveitar- féiags. Það reyndi sannarlega á þrek manna þegar þessi orrahríð stóð sem hæst.og það er nauðsynlegt fyrir bæjarbúa að gera sér grein fyrir því hverjir stóðu fast í báða fætur og hverjir það voru sem fengu skjálfta í hnjáliöina. Tillaga Braga Mikaelssonar í umræðum um þessa deilu í bæjarstjórn kom hin raunverulega afstaða bæjarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins mjög greinilega fram. Þeir þorðu ekki að hvessa brýrnar framan í Stóra bróður í Reykjavík og hin meðfædda íhaldslund bauð þeim að fara hægt í sakirnar. Bragi Mikaelsson, sem nú reynir að komst á ný í bæjarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn, lagði m.a. til í umræðum að setja málið í salt og bíða og sjá til. Hann vildi fresta öllu skipulagi í Fossvogsdal til árs- ins 2000. Og hvað hefði samþykkt slíkrar tillögu þýtt? Hún hefði auðvitað þýtt það að ekkert hefði mátt aðhafast í daln- um fram á næstu öld. Hún hefði auðvitað þýtt svik á öllum samningum við Iþróttafélag Kópavogs. Er raunar fróðlegt að bera þessa afstöðu Braga saman við þá staðreynd að hann hefur verið virkur í félagslífi ÍK og þetta eru þakkirnar fyrir þann stuðning sem hann hefur stundum fengið úr röðum ÍK-manna. Hún hefði sömuleiðis þýtt það að Kópavogskaupstaður hefði ekki fengið staöfestingu á aðalskipulagi sínu, en það tókst í síðustu viku. Öll byggingarsvæði Kópavogs hefðu áfram verið í uppnámi og yfirvöld skipulagsmála í þessu landi hefðu hvenær sem er getað stöðvað byggingarframkvæmdir hrar sem er í bænum. Þetta var sú framtíðarstaða sem Bragi Mikaelsson og félagar vildu sjá Kópavogskaupstað i. Og menn hljóta að spyrja: Treystir einhver þessu fólki til að fara með stjórn sveitarfélagsins næstu árin? - Svör fást þegar talið verður upp úr kjör- kössunum að loknum 26. maí nk. Valþór Hlöðversson „Þrátt fyrir þessa ógnun viö tilveru Kópavogs sem sjálfstæðs sveitarfélags þögðu bæjarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins 1 Kópavogi þunnu hljóði.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 112. tölublað (18.05.1990)
https://timarit.is/issue/192820

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

112. tölublað (18.05.1990)

Aðgerðir: