Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 1990næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    293012345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1990, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1990, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 1990. Fréttir Dómur fallinn vegna dauðaslyss á Hótel KEA: Afkomendum dæmdar rúmar tvær milljónir - vegna slyss sem varð í nóvember 1986 I bæjarþingi Reykjavíkur er fallinn dómur í máli sem var höföað gegn Hótel KEA vegna dauðaslyss sem varö þar í nóvember 1986. Eiginkonu og börnum þess sem lést voru dæmd- ar 2.170 þúsund krónur í bætur. Dómurinn komst að þeirri niður- stöðu að Hótel KEA bæri ábyrgð að tveimur þriðju og sá látni að einum þriðja. Það er meðal annars skýrt meö ölvunarástandi hans þegar slys- ið varð. Maöurinn var gestur á Hótel KEA þegar slysið varð. Hann fannst látinn í porti við hótelið. Viðbygging úr tré var við hótelið á þessum tíma vegna stækkunar hússins. Efst á viðbygg- ingunni voru breiðar dyr með tví- skiptri hurð. Hægt var aö loka henni með slagbrandi að innanverðu. Um það bil átta til tíu metrar voru frá neðri brún dyragatsins aö jöröu og þar fyrir neðan var steypt stétt. Þeg- ar komið var að manninum látnum var ljóst af öllum verksummerkjum að maðurinn haföi dottið út um dyra- opið og látist af völdum áverka eftir fallið niður á stéttina. Krafan var 7,6 milljónir Gerðar voru kröfur um 7,6 milljón króna bætur. Dómurinn ákvað aö bæturnar yrðu mun lægri eða 2.170 þúsund krónur. í rökstuðningi stefnanda, það er ekkjunnar og barna hennar, segir meðal annars aö frágangur í stiga- gangi viðbyggingarinnar hafi verið með glæfralegasta móti. Þá segir einnig að gera verði strangar kröfur til Hótel KEA vegna alls búnaðar hótelsins enda sé fasteignin rekin í ágóðaskyni, meðal annars með skemmtanahaldi og áfengissölu fyrir utan leigu herbergja. Forráðamenn hótelsins vildu að þeir yrðu sýknaðir cif öllum kröfum og vísuðu tU þess að þeir hefðu ráðið byggingastjóra sem bæri alla bóta- ábyrgð. Að öðru leyti sögðu þeir að slysiö yrði ekki rakiö til neinna at- vika eða áhættu sem hótelið gæti borið ábyrgö á aö lögum gagnvart hinum látna. Dómurinn tók ekki undir þetta þar sem hinn látni hafði átt viöskipti við hótelið en ekki byggingastjórann. Reistur til bráðablrgða Þá segir einnig í rökstuðningi þeirra að aðstæður og frágangur í stigahúsinu, sem reist hafði verið til bráöabirgða meðan á byggingar- framkvæmdum stóð, hafi veriö í full- nægjandi horfi með tilliti til öryggis þeirra sem þar gátu átt leið um í eðlilegum erindum og með eðlilegum hætti. Þar sem stigahúsið var mannvirki til bráðabirgða hafi ekki verið óeðlilegt að þar væri ýmislegt með í frumstæðara horfi með tilliti til útlits en í hliðstæðu mannvirki byggðu til frambúðar. í rökstuöningi þeirra segir einnig að slysið verði eingöngu rakið til ástands hins látna vegna ofurölvun- ar og stórlega afbrigðilegrar fram- göngu hans sem ætla verði að ofur- ölvun hans hafi valdiö. Vjtavert athæfi í niðurstöðum dómsins segir meðal annars: „Þegar litið er til þess sem hér hefur verið rakið um ástand og fyrirkomulag í stigahúsinu, meðal annars umbúnað vöruopsins, og haft í huga, að hótelrekstri fylgir umferð fjölda fólks, sem dvelur um skamm- an tíma á staðnum og er því ókunn- ugt staðháttum og jafnframt að sala áfengis var þáttur í rekstri hótelsins, þá var sú ráðstöfun, að fjarlægja plasthlífina, sem vera átti yfir neyð- arlæsingunni, sérstaklega þegar til þess er litiö, að ekki varð aftur snúið við af stigapallinum og inn á hótel- ganginn ef hurð hefði fallið að stöf- um, svo vítavert athæfi aö fella verð- ur á stefnda (það er Hótel KEA) fé- bótaábyrgð í máli þessu að % hlut- um, en eftir atvikum þykir rétt, að stefnandi beri 'A hluta tjónsins.“ -sme Slökkviliðið var kallað að þessum bíl I gærmorgun. Bíllinn var alelda og hafði verið skilinn eftir i Rauðhólunum, ofan við Reykjavik. Hafi eitthvaö verið heilt i vagninum tyrir brunann þá er það ónýtt nú. DV-mynd JAK Selfoss: Grímsnesið leynir á sér Regína Thorarensen, DV, Selfossi: Stjórn Félags eldri borgara á Selfossi bauð hinn 3. maí í ferðalag austur í Grímsneshrepp. 50 manns þáöu boð- ið. feiga Bjamadóttir, forstöðukona í opnu húsi í Tryggvaskála, var farar- stjóri en hún er fædd og uppalin í hreppnum. Böðvar Pálsson, oddviti í Grímsneshreppi, var leiösögumað- ur, fjölhæfur maður og skemmtileg- ur, og stjórnar sínum hrepp vel. Odd- viti, hreppstjóri, meðhjálpari og for- söngvari og spilar á flest hljóöfæri. Hefur mikla frásagnargáfu. Ekki vissi ég að í hreppnum væri laxeldisstöð, svínabú og gróöurhús meðal hinna stærstu á landinu svo að segja við bæjardyrnar hjá okkur Selfossbúum. Allt tölvuvætt. Þar voru hrein og feit svín, gróðurhúsið angandi af útsprungnum allavega lit- um blómum. íbúatala í Grímsneshreppi er 260 manns en á góðviðrisdögum eru þar tuttugu sinnum fleiri þegar fólk er komiö í bústaði sína því þarna er geysimikið af sumarhúsum. Eflaust eru aöaltekjur Grímsneshrepps leiga af landi fyrir þessi hús til 25 ára. í lokin var komiö í bústað, sem Helga og Sigurliði Kristjánsson (Silli og Valdi) áttu og hreppurinn keypti. Stór og glæsilegur. Ollum boðið inn og þar var vel rúmt. Bryndís, 17 ára dóttir Böövars oddvita, var búin að hella léttum vínum í glös fyrir 50 manns og sælgæti var með. Þarna var tilkomumikil gleðistund. Kona Böðvars, Lísa Thompsen, gefur út fréttablað mánaðarlega í hreppnum. Drukkið var gott kaffi á Borg í Grímsnesi með góðu meðlæti, sem Karen Jónsdóttir veitti af rausn. Svo var komið við á Sólheimum og skoð- uð þar nýjustu mannvirki eins og til dæmis íþróttahúsið hans Reynis göngugarps. Vistfólkiö greinilega ánægt og heilbrigt fólk gæti margt af því lært. Ferðin afar vel skipulögð og alls staðar flaggað þar sem við komum. Já, ég gleymdi að segja frá því að fyrst var komið við í Alviðru. Þar er alltaf reisn á þeirri jörð þó ekki sé hún stór og laxinn gefur þar mikið af sér. Þökk sé Böðvari Páls- syni fyrir góða og skemmtilega leið- sögn og óskandi væri að allir kennar- ar væru eins góðir að segja frá og hann. Einnig ættu fleiri hreppsfélög að gefa út fréttablöð mánaöarlega. Þá myndi fólk þekkja landið sitt bet- ur. Alþýðuskólinn á Eiðum: 106 nemendur og öflugt félagslíf Sigrún Björgvinsdóttir, DV, Egilsstöðum: í Alþýðuskólanum á Eiðum stund- uðu 106 nemendur nám á fyrri önn í vetur, þar af 66 í framhaldsdeildum. Þetta kom fram í skólaslitaræðu Kristins Kristjánssonar, þegar skól- anum var slitið 12. maí sl. Félagslíf var öflugt í vetur enda kennari í hálfu starfi að sinna því. Skólastjóri gat þess að framlag til viðhalds hefði verið skorið niður um Þau útskrifuðust frá Eiðaskóla 1940. Þórólfur Stefánsson, Vilhjálmur Emiisson, Helga Björg Jónsdóttir, Guömund- ur Magnússon, Herbjörn Björgvinsson, Þórarinn Bjarnason, Ragnheiður Hóseasdóttir og Árni Halldórsson. DV-mynd Sigrún Kristinn Kristjánsson skólastjóri afhendir Einari Erni Hreinssyni verðlaun. - Einar fékk þrjár viöurkenningar fyrir góðan námsárangur. DV-mynd Sigrún þriðjung en á þessu ári verður unniö við að klæöa íþróttahúsið aö utan en það hefur setið á hakanum í mörg ár. Fulltrúar nemenda og kennara fluttu ávörp og skólastjóri afhenti verðlaun fyrir góðan árangur í námi og við félagsmálastörf. Við skólaslitin voru átta nemendur sem útskrifuðust vorið 1940 og í til- efni af 50 ára afmælinu gáfu þeir skólanum forláta gestabók í útskorn- um tréspjöldum, sem unnin var hjá Eik hf. á Miðhúsum. Það var Guð- mundur Magnússon á Egilsstöðum sem hafði orð fyrir hópnum. í máli hans kom fram að þau voru fyrstu nemendur, sem komu til náms eftir aö Þórarinn Þórarinsson tók við skólastjórn þar. Það voru 26 nemend- ur sem hófu þar nám haustiö 1938.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 112. tölublað (18.05.1990)
https://timarit.is/issue/192820

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

112. tölublað (18.05.1990)

Aðgerðir: