Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1990, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1990, Blaðsíða 28
36 FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 1990. Merming Af hugumstómm draumóramanni - sýning á verkum OUi Lyytikainen í Listasafni íslands Því miöur eigum við ekkert gott íslenskt orð yfir þá tegund myndlistarmanna sem annars Staðar eru nefndir „visionaries“, „visionára" eða „visionari". Lýsingarorðin „draumóramað- ur“ „óraunsær" eða „ófreskur" eiga stundum viö, en þeim fylgir neikvæður keimur, og þau taka ekki til þeirrar andlegu orku, jafnvel út- geislunar, sem slíkir listamenn búa yfir, né held- ur hæfileika þeirra til að sjá samhengi hlutanna í nýju og oft óvæntu ljósi, hæfileika sem út af fyrir sig eiga ekkert skylt við viðteknar hug- myndir okkar um „ófreski". Kjarval virðist hafa verið gæddur þessum hæfileikum, einn fárra íslenskra myndlistar- manna og Einar Jónsson leitaðist æ við að rækta þá með sér. Minningarsýning Finnski listamaðurinn Olli Lyytikáinen, sem lést úr ofdrykkju fyrir þremur árum, aðeins 38 ára gamall, var í hópi þessara hugumstóru drau- móramanna sem hrærast í eigin myndveröld, óháðir sviptivindum tískunnar. Minningarsýn- ing á verkum hans, sem nú hangir uppi í Lista- safni íslands (til 27. maí), gefur góða innsýn í stuttan en frjóan feril hans. Myndlist Lyytikáinens er aö mörgu leyti eins og uppvakning á ýmsum þeim viðhorfum sem sóttu á evrópska Ústamenn á síðustu árum 19. aldar og hafa verið flokkuð undir symbólisma eða táknsæi. Eins og 19. aldar forverar hans kappkostaði Lyytikáinen að festa á blað leiftur- sýnir eða hugljómanir, það sem nefna mætti „kraftbirtingu hlutanna“, hversu ýkjukenndar sem þær kunna að sýnast, og notaði til þess vatn- sliti og pastel, fremur en tímafrekan olíulitinn. Upphafning og niðurlæging Og eins og symbólistar var Lyytikáinen heill- aöur af andstæðunum í manninum, þörf hans bæði fyrir andlega upphafningu og holdsins lystisemdir, jafnvel fyrir að láta niðurlægja sig, og þessar andstæður speglast í myndum hans. Raunar gerði hann einnig talsverðan íjölda mjög Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson opinskárra samræðismynda sem ekki hafa feng- ið náð fyrir augum skipuleggjenda sýningarinn- ar. En þótt Lyytikainen (eins og Alfreð okkar Flóki) virtist kæra sig kollóttan um þróunar- kenningu módernismans, enda gerir sú kenning ekki ráð fyrir sérvitringum á borð við hann, var hann vel meðvitaður um gang listasögunnar og helstu goðsagnir í nútímanum. Talsvert margar mynda hans eru eins og einkalegar athugasemd- ir við ýmsar forsendur súrrealisma og popplist- ar, til dæmis seiðmagnaðar „portrettmyndirn- ar“ frá 1969 og myndir af ýmiss konar algengum brúkshlutum. Náðargáfa Popplistarmenn máluðu myndir af brúks- hlutum sem áttu að ítreka hlutagildi þeirra. Lyytikáinen sá hvern hlut ofsjónum og gæddi hann sérstakri áru. Jafnvel gamli góði Andrés önd verður tákn dulvitundar og hins dýrslega í manninum. Það hlýtur að vera hverjum manni Olli Lyytikáinen - stel, 1976. Hamlet á hjóli, vatnsl. & pa- ofviða að lifa með skarpsýni af þessu tagi. Lyyt- ikáinen hafði einstakt lag á að laða fram hið ófyrirséða í myndum sínum. Slíka náðargáfu hafa aðeins örfáir listamenn á þessari öld. -AI Sú Níunda Sinfóníuhljómsveit íslands hélt Beethoven- tón- leika í gærkvöldi ásamt Söngsveitinni Fíl- harmóníu og einsöngvurunum Ingrid Haubold, Sigríði Ellu Magnúsdóttur, Garðari Cortes og Guðjóni Grétari Óskarssyni. Stjórnandi á tón- leikunum var Petri Sakari og var honum og öðrum flytjendum hjartanlega þakkað af áheyr- endum í troðfullu Háskólabíói. Á efnisskránni var Leónóru-forleikur nr. 3, tvær aríur úr óper- unni Fidelio og Níunda sinfónían. Áður en flutn- ingur Níundu sinfóníunnar hófst hélt Jón Þór- arinsson tónskáld stutt ávarp í tilefni af stofnun minningarsjóðs um Dr. Róbert Abraham Ottó- son og konu hans, Guðríði Magnúsdóttur. Dr. Róbert stjórnaði fyrstu uppfærslu Níundu sinfó- níunnar á íslandi 1966 og er sá flutningur enn í fersku minni þeirra sem á hlýddu. Leónóru-forleikurinn var góð upphitun fyrir það sem síðar kom. Garðar Cortes söng „Gott, welch Dunkel hier“. Garðar er frábær söngvari en virtist ekki fullkomlega í essinu sínu þetta kvöld. Ingrid Haubold söng „Abscheulicher, wo eilst Du hin“. Gerði hún það af þjálfuðu öryggi, en það dró úr áhrifunum að raddsveiflur henn- ar voru á köflum of stórar, svo ekki var unnt að greina hvaða nóta átti að hljóma. Var þá komið að Niundu sinfóníunni. Um það verk hefur fleira verið ritað en flest önnur, enda er það byltingarverk um marga hluti en einkum þann að í lokaþættinum koma fram einsöngvar- ar og kór. í upphafi þáttarins vitnar Beethoven Tónlist Finnur Torfi Stefánss. í ýmis stef úr fyrri þáttum verksins á þann veg að engu er líkara en hann sé að hafna þeim og afskrifa. Richard Wagner túlkaði þetta sem endalok hljóðfæratónlistar, en það var auðvitað misskilningur. Níunda sinfónían táknaði ekki endalok neins, heldur þvert á móti upphaf margra nýrra strauma í tónlistinni. Ekkert tón- skáld hefur síðan getað tekið sjálft sig alvarlega án þess að þekkja þetta verk til hlítar. í upphafi þriðja þáttar gengu inn á sviðið ein- söngvararnir fjórir. Hljómsveitarstjórinn Petri Sakari sýndi að hann lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna þegar hann veitti því athygli að einsöngvurunum hafði verið skipað fyrir aftan hann á sviðinu. Stökk hann þá niður og ýtti stjórnandapallinum með nótnapúlti, partitúr og öðru tilheyrandi á undan sér og létti ekki fyrr en komið var fram á sviðsrönd. Stökk svo aftur upp á pallinn og hélt áfram að stjórna. Því miður er ekki rúm að þessu sinni til að segja eins mikið um frammistöðu Sinfóníu- hljómsveitar íslands á þessum tónleikum og vert væri. Undirritaður hefur ekki átt þess kost að heyra í hljómsveitinni um allangt skeið og átti iðulega fullt í fangi með að trúa sínum eigin eyrum um þær framfarir sem hún hefur tekið. Það er auðheyrt að samstarfið við Sakari hefur borið árangur. Einkum er það skýrleikinn sem _ er mun meiri og allt greinilegra sem gert er, en á þetta reynir mjög í hinum flóknu vefjum Níundu sinfóníunnar. Þá voru styrkleikabreyt- ingar oft mjög vel útfærðar. Sakari stjórnaði af innlifun og öryggi og eru þessir tónleikar mikill listrænn sigur fyrir hann. Einsöngvararnir stóðu sig með prýði, einkum vakti athygli frammistaða Guðjóns Grétars Óskarssonar. Sá hvíti senuþjófur á þessum tónleikum var hins vegar Söngsveitin Fílharmónía og kórstjóri hennar Úlrik Ólason. Það fór hrifningarhrollur um salinn þegar hljómbylgjur þessa frábæra kórs steyptust yfir áheyrendur. Andlát Magnús E. Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri Bjargráðasjóðs Lána- sjóðs sveitarfélaga og Sambands ís- lenskra sveitarfélaga, lést í Reykja- vík aðfaranótt 17. maí. Hann var fæddur á Hólmavík 13. september 1926, lauk lagaprófi frá Háskóla ís- lands 1953 og framhaldsnámi í lög- reglufræðum í Bandaríkjunum árið 1955. Hann starfaði sem fulltrúi lög- reglustjóra á Keflavíkuflugvelli á árunum 1954 til 1958, var bæjarstjóri Akureyrarbæjar árin 1958 til 1967, er hann var ráðinn framkvæmda- stjóri Sambands íslenskra sveitarfé- laga, Bjargráðasjóös og Lánasjóös sveitarfélaga. Magnús lætur eftir sig eiginkonu, Öldu Bjarnadóttur, tvær dætur og fósturdóttur. Arndís J. Einarsdóttir hjúkrunar- fræðingur, frá Hringsdal, lést á heim- ili sínu, Hjallavegi 68, 17. maí. Magnea Aldís Daviðsdóttir, Ljár- skógum 26, andaðist á Landakots- spítala 17. maí. Jarðarfarir Lára Einarsdóttir, áður til heimilis í Skipasundi 78, Reykjavík, lést á Ak- ureyri 4. maí sl. Jarðarfórin hefur farið fram í kyrrþey aö ósk hinnar látnu. Vilberg Þorláksson, Hávegi 15, sem lést 14. maí sl„ veröur jarðsunginn frá Sigluíjarðarkirkju laugardaginn 19. maí kl. 14r Baldvin Lúðvík Sigurðsson frá Hæla- vík, Bergstaðastræti 43a, Reykjavík, sem andaðist 12. maí í Vífilsstaða- spítala, verður jarðsunginn frá Bú- staðakirkju þriðjudaginn 22. maí kl. 13.30. Friðrik Friðriksson rafvirki, Tún- götu 34, Reykjavík, lést þann 24. apríl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Útfór Guðríðar Ólafsdóttur frá Kúf- hóli fer fram frá Krosskirkju, Aust- ur-Landeyjum, laugardaginn 19. maí kl. 14. Sætaferðir, með viðkomu í Fossnesti á Selfossi, verða frá Um- ferðarmiöstöðinni kl. 11.30. Jón Eyvindsson Bergmann er látinn. Hann fæddist í Keflavík 28. apríl 1923, sonur Eyvindar Bergmanhs og Dag- bjartar Jónsdóttur. Jón starfaði lengst af hjá símanum. Eftirlifandi sambýliskona hans er Níelsína Daní- elsdóttir Wium. Útfór Jóns verður gerð frá Bústaðakirkju í dag kl. 13.30. Fyrirlestrar Hlustað á gervitungl er fyrirlestur sem haldinn veröur á ensku af Geoff Perry, MBE, í húsi verkfræði- deildar Háskóla íslands, VR-II, viö Hjarð- arhaga, stofu 157, í kvöld, 18. maí, kl. 20. Geof Perry var skólastjóri og eðlisfræði- kennari í Kettermg Boy School á Eng- landi. Í fjölda ára myndaði hann hóp nemenda sem hlustaði á gervitungl og náði undraverðum árangri með einfóld- um aöferðum við að ákvarða brautir gervitungla, hvaðan þeim var skotið og margt fl. Þegar opinberir aðilar vissu ekkert hvað Rússarnir voru að aðhafast gátu Geoff Perry og nemendur hans sagt fjölmiðlum allt um málið. Allir eru vel- komnir á fyrirlesturinn. Námskeið Leiðir til sjálfs- uppbyggingar Helgina 19.-20. mai verður haldið nám- skeið með þessari yfirskrift. Á því verða kenndar hagnýtar aðferðir til sjálfsefl- ingar. Þar á meðal til aö slaka á og losa um streitu, auka sjálfstraust og ein- beitni, móta skýrari markmið, auka til- finningajafnvægi, bæta samskipti við aðra og öölast meiri sjálfsþekkingu. Námskeiöið samanstendur af leiðbein- ingum, æfingum, gamni og alvöru. það stendur frá kl. 9-18 laugardag og sunnu- dag. Samskonar námskeið verður haldiö helgina 26.-27. maí. Leiðbeinandi verður Erling H. Ellingsen. Hann hefur leiðbeint og stjórnað fjölda námskeiða sem nefnast Sjálfsmótun. Hann er ráðgjafl og leið- beinir fólki í einkatímum. Framhalds- námskeiö verður haldið sem þeir geta tekið þátt í sem sótt hafa þetta námskeið. Þátttökugjald er kr. 7000. Lesefni er inni- falið í námskeiðsgjaldi. Skráning og nán- ari upplýsingar eru veittar hjá Heilbrigði hf. í síma 624222. Fjölmiðlar Heimilisfriðnum ognað Endir dagskrárinnar í gærkvöldi var aðeins forsmekkurinn að því sem í vændum er í j únímánuði. Sjálfsagt hefur mörgum eiginkon- um og mæörum þótt miklu meira en nóg um að hálfur knattspyrnu- leikur skyldi sýndur svona rétt fyrir svefninn. Þær hinar sömu ættu, sjálfrar sín vegna - eiginmannsins og barnanna - að fara að undirbúa sig undir þá helj arinnar knatt- spyrnuveislu sem væntanleg er í júnímánuöi. Þá hefst úrslitakeppni heimsmeistarakeppninnar í knatt- spymu á ítallu sem varir í næstum þrjár vikur. Efþær beinu útsendingar frá knattspyrnuleikjum sem sýndar hafa verið undanfarið hafa valdið einhverium skærum á heimilum er full ástæða fyrir heimilisfólk á þeim bæjum til að setjast niður og ræöa það sem í vændum er. Ef þaö er ekki gert í tæka tíð má eiga von á heimilastyrjöld. Meirihluta júní- mánaðar verða þessi ósköp næstum upp á hvern dag, sídegis, snemma kvölds og eða í lok dagskrárinnar. Ef sjónvarpið hefur einhvem tíma ógnað heimilislífinu og geðheilsu einstakra heimilismeölimaþá er það einmitt undir slíkum kringum- stæðum, Haukur Lárus Hauksson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.