Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1990, Side 3
MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 1990.
3
dv Viðtalið
Hagsmunamál
stúdenta
Nafn: Siguijón Þorvaldur Árna-
son
Aldur: 23 ára
Staða: Formaður Stúdentaráðs
Aðspurður um starflð sagði Sig-
urjón það fyrst og fremst felast í
því að gæta hagsmuna stúdenta.
Þetta er metið sem fullt starf þó
Sigurjón segi það vera miklu
meira en það. í raun er hann
skrifstofustjóri stúdentaskrif-
stofunnar sem m.a. rekur atvin-
numiðlun stúdenta og húsnæðis-
miðlun. Réttindamál nemenda
koma inn á hans borð s.s aö ýta
á kennara með einkunnaskil,
taka við gæðakönnun á kennsl-
unni og kennurum skólans, auk
þess sem málefní Lánasjóðsins
eru alltaf ofarlega á baugi. Stóra
málíð um þessar mundir er þó
að reyna að fá jólaprófunum flýtt
fram fyrir jólaleytt. Þegar hafa
félagsvísindadeild og lækna- og
tannlæknadeild að hluta, ákveðið
að flýta prófunum og vonast er
til að fleiri deildir fylgi í kjölfarið.
Sigmjón segir stúdentaráð vera
mitt á milli þess að vera stéttafé-
lag og nemendafélag og viðfangs-
efni þess vera hagsmunainál en
ekki stjórnmálalegt dægurþras
eins og hann orðaði það.
Yngsti kennarinn
Sigurjón útskrifaðist af eðlis-
fræðibraut 1 1986 frá M.R. Haus-
tið eftir starfaði hann sem stærð-
fræðikennari við M.R, Hann var
þá aðeins tvítugur að aldri og því
liklega yngsti kennari skólans frá
upphafi. Nemendur hans eru aö
útskrifast í vor og munu þvi
væntanlega sumir þeirra koma
inn í Háskólann i haust. Samhhða
kennslunni hóf hann nám í véla-
verkfræði viö H.t Hann er á loka-
árinu en hlé verður á náminu á
meðan nýja starfið á hug hans
allan. Fi'tir aö hafa lokið námi hér
heima hyggst Sigurjón fara til
Bandaríkjanna í rekstrarverk-
fræði.
Félagsstörf hafa átt hug hans
allan síðustu ár. Hann hóf feril
sinn sem formaður félags véla-
verkfræðinema, var siðan kjör-
inn í Háskólaráð og varð því jafn-
framt stúdentaráðsfulltrúi. i vor
var hann síðan kosningastjóri
Vöku en hefð hefur myndast fyrir
þvi að sá aðili verði formaður
Stúdentaráðs nái þeir meirihluta.
Sigurjón segist lesa mikið af
tímaritum, einkum um verkfræði
og viðskiptafræði. Þegar tími
vinnst til fer hann gjarnan á
skíði, les bækur eftir Halldór
Laxnes eða fylgist með pólitík.
Kærastan með
Foreldrar Sigurjóns eru þau
Snjólaug Anna Sigurjónsdóttir
kennari og Árni Bergþór Sveins-
son heildsali en fósturfaðir hans
er Tryggvi Viggóson lögfræðing-
ur. Kærasta Sigurjóns heitir Sig-
urlaug Guðmundsdóttir. 'ún
stundar nám í læknisfræði og er
jafnframt varaformaður Vöku.
Siguijón telur það ómögulegt að
standa 1 þessu nema kærastan sé
með, því í raun búi hann á skrif-
stofunni.
-Pj
Fréttir
Útsendingartími styttur:
Lít ekki á
þetta sem
ósigur
fyrir okkur
- segir Ema Indriöadóttir
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii:
Útvarpsráð hefur ákveðið að stytta
útsendingartíma svæðisútvarpanna
um rúmlega hálfa klukkustund.
Svæðisútvarp hefur verið daglega
virka daga á tímanum 18 -19 á Norö-
urlandi, en tvívegis í viku á Aust-
fjörðum og Vestfjörðum. Þá hefur
svæðisútvarpið á Norðurlandi verið
með útsendingartíma á morgnana í
hálfa klukkustund og verður sú út-
sending óbreytt áfram.
„Ég get ekki litið svo á að þessi
ákvörðun sé ósigur fyrir okkur" seg-
ir Erna Indriðadóttir deildarstjóri
sem veitir Ríkisútvarpinu á Akur-
eyri forstöðu.
„Það var spurning um að koma
þessu fyrir á dreifikerflnu þannig að
menn gætu búið í árekstralausri
sambúð á Rás 2 og niðurstaðan varð
þessi. Við munum bara laga okkur
að þessari ákvörðun og búa til góða
fréttaþætti. Við fáum tæplega hálfa
klukkustund síðdegis í stað klukku-
stundar áður, og notum þann tíma
fyrir fréttir og auglýsmgar".
Þarf að fækka starfsmönnum svæð-
isútvarpsins vegna þessarar ákvörð-
unar?
„Ég vona ekki. Ég vona að starfs-
fólkið hér geti unnið meira fyrir Rás
2 en verið hefur. Þaö hefur verið
rætt um að æskilegt væri að fá meira
efni utan af landi inn í landsútvarpið
og þá hggur það beint fyrir að starfs-
fólkið hér taki aukinn þátt í því".
Það sem fyrst og fremst liggur að
baki þessarar ákvörðunar Útvarps-
ráðs er að fólk á þeim stöðum þar
sem svæðisútvarp er, hefur kvartað
mikið undan því að geta ekki hlustað
á „Þjóðarsálina“, en henni er útvarp-
að á sama tíma síðdegis og útsend-
ingar svæðisútvarpanna hefur staðið
yflr. Á Raufarhöfn og Þórshöfn var
t.d. safnað undirskriftum meðal fólks
sem vildi hlusta á „Þjóðarsálina".
Símaskráin
komin út
Símaskráin 1990 er komin út. Hún
verður afhent símnotendum á póst-
og símstöðvum um land allt næstu
daga gegn framvísun afhendingar-
seöla sem póstlagðir hafa verið.
Skráin kemur út í 157 þúsund eintök-
um og brot hennar er óbreytt. Áfram
verður boðið upp á skrána inn-
bundna í hörð spjöld gegn 175 kr.
aukagjaldi. Skránni fylgir farsíma-
skrá og skrá um bæi í sveitum. Sama
útlit er á skránni nú og í fyrra. Mynd
af Lagarfljóti og Snæfelli prýðir for-
síðuna. Ný götu- og númeraskrá yfir
höfuðborgarsvæðið er einnig komin
út og kostar kr. 1200.
Kalt rign-
ingasumar
Regina Thorarensen, DV, Selfossi:
Ég talaði nýlega við Mörtu Jónas-
dóttur, Austurvegi 33, Selfossi, og
spuröi hana hverju hún spáði un
veðráttuna. Hún hefur oft verið glög;
að spá um veðrið, reynst sannspá þar
eins og í öðru. Það kom vel fram hjá
henni í fyrrasumar.
Marta sagðist hafa spáð í apríl að
vorið kæmi seint og yrði kalt. Þá
spurði ég hana um sumarið. Æ, sagði
hin aldna kona, ætli það verði ekki
kalt og rigning, sólarlítið ef dæma
má eftir skýjunum í loftinu. Kalt
rigningasumar. Veður fer versnandi,
sagði hún, eins og flestir vita. Vet-
umir hafa orðið harðari eftir því sem
liðið hefur á öldina sem mun ná há-
marki 1995. Þá kemur slær” - vetur,
sagði hin 86 ára kona með .pamann-
legu augun fallegu.
MiUFLBODÍ
JAPISð
Víð bjóðum nú takmarkað magn af vörum með
stórkostlegum afslættí
DÆMI UM FRÁBÆR KÁUP
Verðlistaverð Maítilboð
PANASONIC TC-C22 21" stereo sjónvarpstæki 76.500 56.600stgr.
PANASONIC NVL 25 Fullkomið myndbandstæki 64.700 54.900stgr.
PANASONIC SG HM 30 Glæsileg fjarstýrð hljómtækjasamstæða 42.600 35.900stgr.
PANASONIC MCE 89 Kraftmíkíl ryksuga með ínnbyggðum fýlgihlutum 11.350 8.750stgr.
PANASONIC ES 815 Rafmagnsrakvél 1.660 1.250stgr.
SAMSUNG RE 576 ÖrbYlgjuofnöOOvött, 17 lítra, 5 hitastíllíngar 23.500 16.900stgr.
KYNNTU ÞÉR MAÍTILBOÐ JAPIS
JAPISS
Brautarholti 2 s. 91-27133
býður þér betrí
álangastað á Mallorca í sumarleYfinu
á aðeíns 29.500 kr.
29. maí
10 sætí laus
* Eín víka frá kr. 29.500 *
Þrjár vikur frá kr. 47.100
5. júní
uppselt
Austurstræti 17, 101 Reykjavík, sími: (91)622011 & 622200.
ÍXl
Hjón með tvö börn, 2-11 ára.
esk