Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1990, Blaðsíða 4
4
MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 1990.
Fréttir
Jónatan Þórmundsson, sérstakur ríkissaksóknari í Hafskipsmálinu:
Neistafluginu haldið
áfram í réttarsalnum
- lítill neisti varð að nýjum skýringum 1 launamálum forstjóranna
Hjördís Þorsteinsdóttir dómritari hefur komið mikið við sögu við málsmeðferðina i Sakadómi Reykjavíkur. Hjör-
dis hefur þurft að skrifa upp allar vitnaleiðslur og þær blaðsíður eru taldar í þúsundum. DV-mynd KAE
Jónatan Þórmundsson, sérstakur
ríkissaksóknari í Hafskipsmálinu,
lauk seinni ræðu sinni í málinu í
gær. Hann hefur þar með lokið öllum
ræöum í Sakadómi. Veijendur flytja
seinni ræður sínar í dag.
Meðal þess sem Jónatan gerði að
umtalsefni í seinni ræðu sinni voru
launakjör Björgólfs Guðmundsson-
ar, Ragnars Kjartanssonar og Páls
Braga Kristjónssonar. Jónatan sagði
meðal annars að það hefði ekki verið
fyrr enn á seinni stigum málsins aö
fram komu nýjar skýringar á
hlaupareikningum, sem kallaðir
hafa verið leynireikningar, og hann
sagði ástæðu þess að teknar voru upp
nýjar skýringar fmnast í skýrslu sem
Sveinn R. Eyjólfsson, sem var í stjórn
Hafskips, gaf hjá rannsóknarlögregl-
unni. Sveinn mun hafa sagt að hann
teldi 60 prósent regluna hafa verið
nokkurs konar launauppbót.
Jónatan nefndi að Sveinn hefði
ekki vitað af sérstökum hlaupareikn-
ingum fyrr en hann las um það í fjöl-
miðlum og eins að Sveinn hefði sagt
að hann hefði ekki verið beinn þátt-
takandi í samningaviðræðum um
launakjör forstjóranna. Jónatan
sagði að þessi neisti, sem Sveinn
kveikti, hefði orðið til þess að nýjar
skýringar hefðu orðiö til og neista-
flugið hefði haldið áfram alla leið í
Sakadóm. Jónatan nefndi framburði,
svo sem Helga Magnússonar, máli
sínu til stuðnings þegar hann sagði
að forstjóramir hefðu ekki mátt nota
hlaupareikninganá til einkaneyslu,
óháðrar starfi þeirra hjá Hafskip.
Bréf verjendanna
Jónatan nefndi að Jón Magnússon
og Guðmundur Ingvi Sigurðsson,
sem eru veijendur Ragnars Kjart-
anssonar og Björgólfs Guðmunds-
sonar, heföu báðir skrifað bréf vegna
reikninganna þar sem þeir óskuðu
eftir að skjólstæöingar sínir fengju
að fara yfir þá og ef þeir gætu ekki
gefið skýringar á einstaka greiðslum
þá myndu þeir taka þær á sig. Þessi
bréf, með öðru, sagði saksóknari að
ekki hefði verið talað um á fyrri stig-
um málsins, og ekki heldur að for-
stjórarnir hefðu mátt nota þessa
reikninga í persónulega þágu.
Jónatan sagöi að Helga Magnús-
syni hefði verið falið það hlutverk
af stjórn Hafskips að hafa eftirlit með
því að hlaupareikningarnir væru
notaðir á réttan hátt.
Þá sagði Jónatan að svo virtist sem
þessi síðbúna túlkun á 60 prósent
reglunni væri til margra hluta nyt-
samleg. Það hafi verið næstum sama
hvað var nefnt, allt hefði átt að falla
undir þá skýringu.
Mótmælir allri gagnrýni
í lok ræðu sinnar sagði Jónatan að
hann mótmælti allri gagnrýni sem
hefði komið fram vegna sóknarræðu
sinnar og vegna ákærunnar. Hann
sagðist ekki ætla að nefna hvert eitt
dæmi, það tæki of langan tíma.
Þá sagði Jónatan að halda mætti
af málflutningi veijenda að Hafskip
hefði orðið gjaldþrota af ýmsum
ástæðum öðrum en verkum ráða-
manna félagsins. „Það verður enginn
gjaldþrota einungis vegna frétta í
f]ölmiðlum,“ sagði hann meðal ann-
ars.
Hann sagði að Hafskipsmenn væru
fyrir rétti vegna þess að fyrir Uggi
að þeir frömdu refsiverð brot en ekki
einungis vegna þess að fyrirtækið
varð gjaldþrota.
„Mál þetta er prófsteinn á það
hvort lög í landinu nái yfir alla, lága
sem háa,“ voru lokaorð Jónatans
Þórmundssonar, sérstaks ríkissak-
sóknara.
Viðhéldu rangri mynd
Fyrr í ræðu sinni sagði hann að
greiðslustöðvun, sem Hafskip fékk,
hefði engu breytt heldur hefði verið
haldiö áfram á sömu braut.
Annars staðar í ræðunni sagði
Jónatan að Hafskipsmenn hefðu við-
haldið rangri mynd af stöðu félagsins
gagnvart stjóm Útvegsbankans.
Hann sagði að milliuppgjörið, fyrir
fyrstu átta mánuði ársins 1984, hafi
verið veigamest í þeim vef sem
spunninn var.
Varðandi áætlanir sagði hann að
ekki hefði þýðingu í þessi máli hvort
áætlanir Hafskips eða annarra fyrir-
tækja stæöust eða ekki heldur frekar
ídómsáLnum
Sigurjón M. Egiisson
að áætlanirnar hafi verið byggðar á
röngum og villandi upplýsingum.
Hann tók sem dæmi að við áætlana-
gerð vegna Atlantshafssiglinga fé-
lagsins hafi verið gert ráð fyrir tekj-
um af flutningum Varnarliðsins,
þrátt fyrir að óvíst hefði verið hvort
og þá hvenær Hafskip fengi þá flutn-
inga á ný.
Þá sagði Jónatan að þrátt fyrir að
málið hefði alltaf orðið alvarlegra og
alvarlegra hafi alltaf sama bjartsýn-
in verið í gangi varðandi Atlants-
hafssiglingarnar.
Jónatan eyddi nokkrum tíma í að
veija kröfur um að sakir kunni að
vera fyrndar.
-sme
I dag mælir Dagfari
Eitt djé enn
Frambjóðendur Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavík hafa tekið
það rólega í kosningabaráttunni.
Þeir gengust fyrir því að flokkarnir
bönnuðu auglýsingar í ljósvaka-
miðlum og sluppu þar með við það
erfiði að sitja fyrir í sjónvarpsaug-
lýsingum. Einn sunnudag buðu
þeir borgarbúum út að aka og
skoða borgina og munu nokkrir
aðfluttir sveitamenn hafa þekkst
boðið. Davíð opnaði nokkra nýja
leikskóla sem var svo lokað aftur
svo unnt væri að klára þá og Magn-
ús forseti opnaði dýragarð. Ef
marka má Tímann stal Sigrún
framsóknarkaupmaöur senunni
þar með þvi að gefa börnunum ís.
Sjálfstæðismenn hafa ekki tekið
þátt í kosningabaráttunni að öðru
leyti en þvi að einstaka frambjóð-
andi hefur drepið niður penna í
Mogganum og lýst því yfir að mál-
flutningur andstæðinganna sé hel-
ber lygi frá upphafi til enda. Síðan
hafa frambjóöendur hallað sér á
hina hliðina. Fulltrúar hinna
flokkanna kvarta undan þessu
áhugaleysi Davíðsmanna og segja
að þetta sé eins og að spila hand-
bolta við sjálfan sig. Ekki raskar
þetta ró D-listamanna en þeir létu
þó auglýsingastofu útbúa
myndabækling um Borg í blóma
og senda inn á heimilin. Að öðru
leyti segjast þeir láta verkin tala
og minnir það á sögu eftir Gísla J.
Ástþórsson. í þeirri sögu var mað-
ur ráðinn til að mála á skilti „Lát-
um verkin tala“ og koma þeim upp
víðs vegar um borgina. Maðurinn
málaði á skiltin af miklum móð og
dreif þau upp á þeim tíma sólar-
hrings sem fáir voru á ferli. Mikið
fát greip hins vegar flokksmenn
þegar þeir vöknuðu upp við þann
vonda draum að málarinn góði var
slakur í stafsetningu því á skiltun-
um stóð stórum stöfum. „Látum
verkinn tala“.
En það hefur komið berlega í ljós
að þetta áhugaleysi sjálfstæðis-
manna skilar sínu. Skoðanakann-
anir sýna að flokkurinn stóreykur
fylgi sitt og munar ekki miklu að
frambjóðendur hans fylli alla stóla
í borgarstjóm. Einhver hætta er
þó talin á að Ólína kræki þama i
sæti og jafnvel Kristín Á. líka, en
aðrir geta bara gleymt þessu. Þetta
hefur vinstra liðið upp úr því að
vera með stööuga munnræpu hvar
og hvenær sem hægt er að koma
því við. Auk þess er þetta fólk með
alls konar skuggalegar tillögur sem
fara fyrir brjóstið á kjósendum.
Eins og það, aö almenningur eigi
að fá að ráða meiru um stjóm borg-
arinnar, stofna hverfafélög og þar
fram eftir götunum. Að sjálfsögðu
snúast kjósendur öndverðir gegn
þessari atlögu að friðhelgi heimil-
anna. Það er víst nóg að dragnast
á kjörstað á fjögurra ára fresti og
krossa þó ekki bætist við að al-
menningur fari að skipta sér eitt-
hvað af rekstri borgarinnar. Þess
vegna eru kjósendur þakklátir
Davíö fyrir að velja bara sjálfur á
listann sinn svo borgarbúar þyrftu
ekki að leggja það á sig að taka
þátt í prófkjöri og gera upp á milli
frambjóðenda sem enginn veit einu
sinni hvað heita. Þó ekki væri
nema fyrir þaö eitt að heyja enga
kosningabaráttu er sjálfsagt að
þakka fyrir sig með því að krossa
við D.
Þar sem Davíð liggur sjúkur
ákvaö forseti borgarstjórnar að
minna á sig með því að efna til sig-
urhátíðar á Lækjartorgi í dag. Enda
ekki eftir neinu að bíða því úr þessu
eru kosningamar bara formsatriði.
Á skemmtuninni koma fram Anna
og Maggi og Sigga og Grétar og
fagna sigri í keppninni um Borgar-
lagið undir stjórn Óla B. Þar með
er þessum kosningaslag lokið af
hálfu D-listans án þess að hann
hafi nokkum tímann hafist. Hinir
flokkarnir hafa varla áttað sig á
þessu ennþá og halda því uppi
fundum og samkomum fram á síð-
ustu stundu með þeim afleiðingum
að frúrnar tvær sem nú eru inni
samkvæmt skoðanakönnunum
eiga örugglega eftir að detta út.
Svona er það þegar fólk er ekki í
jarðsambandi og áttar sig ekki á
því að með þögninni hefst það.
Dagfari