Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1990, Side 5
MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 1990.
5
Fréttir
Hross frá Vatnsenda og víðar valda daglega skemmdum eða ónæði:
Eitt útkall á dag vegna hrossa í borgarlandinu
- vörslumaður nær í hrossin en ábúandinn neitar að ná í þau aftur
Mjög slæmt ástand hefur skapast
vegna lausagöngu hrossa í Selás-
hverfi og í efra Breiðholti. Lögreglan
í Árbæjarhverfi og vörslumaður
borgarlandsins hafa fengið 24 útköll
frá 3. maí vegna hrossa sem hafa
gengið laus, valdið ónæði og skemmt
gróður. Oftast er hér um að ræða
sömu hrossin - frá Vatnsenda.
í gær gengu þrú trippi laus við
Nönnufell, á sunnudaginn rak
vörslumaður 24 hross úr Kötlufelli
og á fostudagsmorgun vöknuðu fjöl-
margir íbúar upp í Seláshverfi þegar
sjö hross frá Vatnsenda voru komin
inn í garða þar sem þau skemmdu
trjágróður og túnflatir.
Lögregla og vörslumaður þurfa allt
að þrisvar á dag að ná í hross og
skila þeim aftur að Vatnsenda - áður
en þau sleppa jafnharðan aftur. Að
sögn lögreglu er hér um algjört
ófremdarástand að ræða sem verður
að leysa hið snarasta. Girðingar eru
víða óheldar, einkum við Vatns-
endalandið. Einnig eru brögð að því
Sigurleifur Guðjónsson vörslumaður hefur allt að þrisvar á dag þurft að
fara upp I Breiðholt eða I Seláshverfi til að reka þaðan hross sem hafa
sloppið frá Vatnsendalandinu. Á myndinni stendur hann við brotið hlið.
Girðingar eru víða óheldar og reiðhlið stundum skilin eftir opin. Bóndinn
að Vatnsenda hefur neitað að ná i hross sin aftur, að sögn lögreglu. Það
hefur því komið í hlut vörslumannsins að reka þau að Vatnsenda - áður
en þau sleppa aftur. DV-mynd GVA
að hlið séu skilin eftir opin af hesta-
mönnum, að sögn Sigurleifs Guð-
jónssonar vörslumanns.
Margir tugir kvartana vegna
ónæðis og skemmda hafa borist til
lögreglunnar frá reiðum húseigend-
um á undanfornum vikum. Einnig
eru dæmi um að hross hafi gengið
laus í nýræktuðu og ógirtu landi
Reykjavíkur í nágrenni Víðidals.
„Að undanförnu höfum viö þurft
að standa í því að ná í hross, naut-
gripi og sauðfé sem hafa komist inn
i borgarlandið. Þetta verður aldrei
til friðs fyrr en það verður girt,“
sagði Magnús Einarsson hjá lögregl-
unni í Reykjavík við DV.
„Þetta er leiðindamál. Girðingarn-
ar að Vatnsenda eru ekki heldar. Ég
stend í þeirri meiningu að bóndi á
lögbýli eigi að sjá um að hafa sinn
búpening, samkvæmt búfjárlögum, i
sinni girðingu. Síðan má deila um
hvort borgin eigi ekki að girða landiö
af til þess að búfénaöur úr öðrum
umdæmum komist ekki inn í borgina
eins og dæmin hafa sýnt. Móarnir
og landið á Vatnsendalandinu er
magurt. Þess vegna hafa skepnurnar
sótt annað, í nýræktir og húsagarða.
En þegar við höfum handsamað dýr-
in hefur bóndinn ekki viljað koma
sjálfur og sækja þau," sagði Magnús
Einarsson.
- Hefur áldrei verið tekin ákvörðun
um að taka hrossin?
„Þetta er ekki svona einfalt. Dýr-
unum þarf að sinna - fylfullum mer-
um og þar fram eftir götunum. Fyrir
slíkt þarf aðstööu. En að mínu mati
ættu þeir aðilar, sem í hlut eiga, að
geta sæst á að setja upp traustar girð-
ingar sem næst landamerkjum.
Reykvíkingar og Kópavogsbúar eiga
rétt á því. En ég vil benda á að fjöldi
lögregluskýrslna er fyrir hendi og
þar kemur fram hver er eigandi
hrossanna - ef fólk vill krefjast
skaðabóta er slíkt hægt ,“ sagði
Magnús.
-ÓTT
Kontur 120 fururúm
án dýnu
Rekdal koja án dýnu
Ivar furuhillur
ttborð
Fjelldal svefnsófi
Arboga
tveggja sæta
k sófi
IKEA fyrir alla
Teie furuhjólaborð
Ingo 71x71
sófaborð
Kringlunni 7,103 Reykjavík, sími 686650
Pantaðu furu!