Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1990, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1990, Side 12
12 MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 1990. Spumingin Hjólarðu? ur og gjaldkeri: Ekki sem stendur en maöur grípur í hjól, meöal annars einhjól. Valdimar Flygenring leikari: Jahá, heldur betur, ég er alltaf aö hjóla. Níels Ragnarsson: Já, ég geri það nú, aöallega heima á Akureyri. • "■&Vf Eygló Ingvadóttir afgreiðsludama: Nei, þaö geri ég aldrei. Anna Benkovic nemi: Já.ég er á hjóli eins mikið og ég get. Einar Ólafsson nemi: Ja, ég hjóla nú ekkert lengur. Lesendur Ef Arnarflug væri ekki til Guðjón Magnússon skrifar: Ég heyrði í útvarpsviötali nýlega orðræðu þar sem m.a. var komiö inn á erfíðleika Arnarílugs og er ég þeim manni sem þar talaði svo innilega sammála að mér finnst rétt að vitna í það. - Þar komu nefnilega fram ýmis áhersluatriði sem ég hef ekki lagt eyrun að áður. Flestir hafa heyrt um vanda Arn- arílugs og íhugað þá stööu sem upp myndi koma ef við íslendingar heföum ekki innlenda samkeppni í utanlandsflugi. Ég hefi heyrt mjög marga taka undir þá skoðun að hér verði bókstaflega að vera tvö ís- lensk flugfélög. Aðrir eru því mót- fallnir og er það af skiljanlegum ástæðum, og þá oftast persónuleg- um. - Ég er síður en svo á móti Flugleiðum hf. en ég er einnig þeirrar skoðunar að telja Arnar- flug vera eina aflið sem heldur aft- ur af Flugleiðum í fargjaldamálum á Evrópuleiðum. Ættum við t.d. kost á þó þetta lágum fargjöldum og ýmsum „pakkaboöum" til Evrópu ef aðeins væri hér eitt flugfélag? Ég held ekki. - Samkeppni frá erlendum félögum? Jú, jú, en það þarf enginn að segja okkur að t.d. flug SAS hingað til lands dugi til að halda þessu jafnvægi. Þessi erlendu flug- félög fljúga hingað á meðan þau geta fleytt rjómann og hafa lausa farkosti. Menn mega alveg óttast þá stund ef Arnarflugsmenn gæfust upp. Sú barátta sem eigendur og starfsfólk hafa háð fyrir tilveru þessa félags um að halda uppi samkeppni í flugi verkar nefnilega sem mikilvæg kjarabót fyrir okkur íslendinga. - Það þarf að sjálfsögðu enga sér- fræðinga til að segja okkur að Am- arflug stendur ekki styrkum fótum fjárhagslega. En ég trúi því ekki eina mínútu, að yfirvöld ætli að láta loka fyrirtækinu í upphafi að- alferðatímans, og flugferðir félags- ins meira og minna fullbókaðar fram á haust. Ef það gerðist er hér mun rotnara þjóðfélag en ég hefi haldið. Auðvitað eiga fyrirtæki að standa í skilum með skatta og annað því líkt sem þau innheimta fyrir hið opinbera, en það er staðreynd að fjöldi fyrirtækja um land allt hafa gífurlegar fjárhæðir að „láni“ frá ríkinu - og fá að starfa áfram. Það vekur hins vegar spurningar um annarleg sjónrmið einhvers staðar, ef Arnarflug er lagt í einelti, t.d. af vissum fjölmiðlum, fréttum lekið kerfisbundið til þeirra og virðist eiga að leiða til þess að einhveijir hætti að ferðast með félaginu. Tækist nú að knésetja þetta þrautseiga fyrirtæki myndu ís- lendingar aldrei aftur geta ferðast til Amsterdam, Norðurlandanna eða Bretlands í þriggja daga stoppi, fyrir u.þ.b. 18 þúsund krónur, svo dæmi sé tekið. Við ættum því að fylgjast vel með framvindu þessa máls og spyrja: Hvers vegna er Arnarflug lagt í einelti? - Svari því hver fyrir sig. Ánægja með Sauðkindur naga Suðumes „Viljum sjá umhverfi okkar gróa upp og blómstra eftir aldagamla ofbeit sauókinda," segir bréfritari. H-listann einu sinni kominn á atkvæðaveiðar. - En eitt má þessi ráðherra Alþýðu- bandalagsins vita: takist honum að kría einhver atkvæði áðurnefndra sauðhöfða þá mun þetta sama Al- þýðubandalag tapa því fleiri atkvæð- um sem sauðhöfðar eru færri en við hinir er viljum sjá umhverfi okkar gróa upp og blómstra eftir aldagamla ofbeit sauðkinda. - En ekki haldast sem auðn um ókomna tíð af völdum nokkurra ábyrgðarlausra rolludýrk- andi dellukolla. „Suðri“ skrifar: Nokkrir rolludýrkendur og ef til vill tveir eða þrír „alvörubændur" eins og krakkar myndu segja, báðu Steingrím Sigfússon landbúnaðar- ráðherra allra mildilegast að labba með sér um eitthvert svæði - htt gróðursælt - á Reykjanesi og kanna hvort hann teldi það hæft til beitar. - Eftir nokkurt rand lagði ráðherra blessun sína yfir þann rytjulega bit- haga. Hingað til hafa orð og athafnir landbúnaðarráðherra markast af heldur köldum kærleik til okkar sem byggjum syðri hluta vorrar ástkæru fósturmoldar (allt hans æði virðist vísa norður - vonandi þó ekki nið- ur), sbr. andstöðu hans við jarðgöng undir Hvalfjörð. En hvers vegna bregst hann svo elskulega við ákalli þessara sunn- lensku rollukalla? Naumast kemur það til af góöu. - Nema hann sé rétt Ólína og „gamalmennin“ Lilja S. Jónsdóttir skrifar: í Mbl. 15. maí sl. skrifar Ólína Þor- varðardóttir m.a. „Og hvað á að gera við allt gamla fólkið sem hýrist úti á hinum almenna leigumarkaði - stór hluti af gamalmennum býr yfirleitt í versta húsnæðinu, í kjöllurunum eða ofan þriðju hæðar í lyftulausu fj ölbýlishúsunum?‘ ‘ Mikill og skyndilegur áhugi þessar- ar ungu konu, Ólínu, á málefnum „gamalmenna", eins og hún kallar okkur eldra fólkið, er einungis til að brosa að. Mikill keimur vanþroska og stjórnmálakláða einkennir mál- flutning hennar. - Hún og aðrir sem eru að ná sér í feitan bita fyrir þess- ar kosningar minnast ekki á „gamal- mennin“ sem hafa komið sér sjálf upp húsnæði en eru að sligast undan „ekknaskattinum“ sem vinir hennar í stjórnmálum komu á. Skatti sem er þessari stjórn til skammar. Hann hefur svo sannarlega raskað lífskjör- um ekkna og ekkla. Við Ólínu vil ég segja þetta: Við eldra fólkiö getumhúið í lyftulausum húsum, við höfum gott af því að hreyfa okkur. Við komumst niður stigana til að sinna okkar þörfum. Við komumst líka á kjörstað til að kjósa. Viö viljum sitja í okkar stóru eða smáu íbúðum að eigin geðþótta. - Ef okkur er það fært vegna eigna- skattsálags þeifrar stjórnarstefnu sem Ólína tilheyrir. Þetta þyrfti Ólína að hugleiða betur. Hún má svo byggja stórt þegar búið er að flæma okkur úr eigin húsnæði. í Morgunbl. 10. maí skrifar Guðrún Sverrisdóttir hjúkrunarkona undir fyrirsögninni „Sjónleikur í 4 þátt- um“. Þar er þessu fólki, sem veltist í pólitíkinni, rétt lýst. Þakka ég Guö- rúnu fyrir skemmtileg skrif. Hún hafði áður skrifað um ekknaskatt- inn. - Ég held að Ólína ætti að líta á þau mál áður en hún reynir að höfða til „gamalmenna" með rausi sínu og í þessum tón. Birgir Guðmundsson skrifar: Mig langar til aö lýsa ánægju minni með hið nýja framboð H-listans í Reykjavík þar sem fólk úr öllum flokkum hefur tekið höndum saman, ásamt óháðum Reykvíkingum, í því skyni að stemma stigu við ofurvaldi Sjálfstæðisflokksins í borginni. Það þarf ekki að hafa mörg orð um þá spillingu sem sögð er þrífast í skjóli einveldis þessa flokks hér í Reykjavík. Nægir þar aö nefna lóöa- brask, bílakaup, lokuö útboð og margs konar aðferðir valdaklíkunn- ar við að mylja undir flokksgæðinga. Kristín skrifar: Nú þegar borgarstjórnarkosning- arnar nálgast langar mig til að vekja athygli Reykvíkinga á því, hvað þeir eiga efnilegan og frambærilegan full- trúa í henni Ólínu Þorvarðardóttur. - Þessi kraftmikla og duglega kona hefur sýnt það og sannað með störf- um sínum síðustu ár hvað í henni býr. Fáa fréttamenn höfum við átt sem standa henni á sporði hvað varð- ar skýra framsögn, gott málfar og fallega persónu. Þessi ákveöna og dugmikla kona Bruðlið í sambandi viö byggingar á minnisvörðum borgarstjórans keyrir svo úr hófi fram að nýjustu tölur um hönnunarkostnað við ráð- húsið slaga hátt upp í það sem borg- arbúum var kynnt í upphafi sem heildarkostnaður við bygginguna til- búna undir tréverk. Það hefði einhvern tíma þótt saga til næsta bæjar að það kostaði jafn- mikið að teikna eitt hús eins og að reisa það til fulls! - Ég hvet ykkur til dáða, Ólína og félagar á Nýjum vettvangi. hefur oft yljað okkur sjónvarpsá- horfendum um hjartarætur með hlýju sinni og alúð. Hún hefur tekið á málum af öryggi og festu en alltaf með mannúð. - Slíkir eiginleikar eru ómetanlegir í fari fólks. Ekki síst í augum okkar sem eldri erum. Eg óska þessari góöu konu farsæld- ar í starfi sínu, hér eftír sem hingað til. Ólína á áreiðanlega eftir að gegna mikilvægu hlutverki fyrir þessa þjóð í framtíðinni. Ef ekki sem borgar- stjóri þá á öðrum og nýjum vettvangi. Óska Ólínu farsældar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.