Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1990, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1990, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 1990. 27 Afmæli Jónína Jóhannsdóttir Jónína Jóhannsdóttir skrifstofu- maður við Landakotsspítala, Skriðustekk 8, Reykjavík, er sextug ídag. Jónína fæddist á Sigluíirði og ólst þar upp, auk þess sem hún dvaldi sumarlangt að Hraunum í Fljótum á bemskuárunum. Hún stundaði nám við Gagnfræðaskóla Siglufjarð- ar, lauk þaðan gagnffæðaprófi 1945 og stundaði síðan verslunarstörf á Siglufirði. Þá var hún talsímakona hjá Pósti og síma, fyrst á Siglufirði en síðar í Reykjavík. Jónína hóf skrifstofustörf við Landakotsspítala árið 1970 en þar starfar hún enn. Maður Jónínu er Sigurþór Þor- gilsson, f. 30.3.1928, fyrrv. kennari og nú framkvæmdastjóri, sonur Katrínar Sigurðardóttur sem ættuð er úr Skaftártungum og Þorgils Guðmundssonar frá Bolungarvík. Börn Jónínu og Sigurþórs eru Þorgils, f. 21.4.1950, vélsmiður á Akranesi, kvæntur Eygló Tómas- dóttur frá Akranesi og eiga þau þijú böm; Anna, f. 2.8.1951, hjúkrunar- fræðingur í Skamby á Fjóni, gifi Anders Rosager tannsmið og eiga þau tvær dætur; Þóra, f. 25.5.1954, skrifstofumaður á Álftanesi, gift Helga Snorrasyni verslunarmanni og eiga þau íjögur börn; Ársæll, f. 1.2.1957, fiskeldisfræðingur í Grindavík, kvæntur Þórhildi Egg- ertsdóttur fulltrúa og eiga þau eina dóttur, og Jóhann, f. 22.2.1965, raf- iðnfræðingur í Reykjavík, en unn- usta hans er Bylgja Valtýsdóttir nemi og eiga þau eina dóttur. Jónína á tvo bræöur. Þeir eru Þór Jóhannsson, f. 31.1.1925, verslunar- maður í Reykjavík, kvæntur Elínu Eyfells og eiga þau íjögur böm á lífi, og Magnús Pétur Jóhannsson, f. 2.8. 1932, forstjóri, kvæntur Lilly Samú- elsdóttur og eiga þau tvö börn. Foreldrar Jónínu voru Jóhann Garibaldason, f. 23.12.1895, d. 10.9. 1971, verkstjóri hjá Síldarverk- smiðjum ríkisins á Siglufirði, og kona hans, Anna Gunnlaugsdóttir, f. 29.3.1898, d. 4.4.1964, húsmóðir. Jóhann missti móður sína, tvær systur, bróður og mág í snjóflóðinu sem féll á Engidal í apríl 1919 en í því snjóflóði fórst allt heimilisfólkið íEngidal, sjö manns. Meðal bræðra Jóhanns voru Óskar, verkalýðsleiðtogi og bæjar- fulltrúi á Siglufirði og Hallur, faðir Jóns, fyrrv. bankastjóra Alþýðu- bankans. Jóhann var sonur Gari- balda, b. í Sléttuhlíð og síðar í Engi- dal, bróður Halls, föður Eyþórs, út- gerðarmanns á Siglufirði og Krist- jáns, kaupfélagsstjóra í Stykkis- hólmi. Garibaldi var sonur Einars, b. á Amarstöðum í Sléttuhlíð Ás- grímssonar, b. á Vatnsenda á Höföa- strönd Hallssonar, bróður Jóns, prófasts í Glaumbæ, afa Jóns Sig- urðssonar alþingismanns á Reyni- stað. Annar bróðir Ásgríms var Ól- afur, afi Gunnars Jóhannssonar, alþingismanns og langafa Gunnars Sigurðssonar, byggingafulltrúa í Reykjavík. Móðir Garibalda var Kristbjörg, systir Jónasar á Látrum og dóttir Jóns, b. á Látrum Jónssonar og Jó- hönnu Jóakimsdóttur. Móðir Jóhanns verkstjóra var Margrét Pétursdóttir, b. á Daöastöð- um á Reykjaströnd Guðmundsson- ar, b. í Ystu-Grund í Blönduhlíð Ein- arssonar. Móðir Margrétar var El- ísabet, systir Elínar, móður Jónasar Jónína Jóhannsdóttir. í Hliði á Álftanesi, föðurafa Stefáns Harðar Grímssonar skálds. Elísabet var dóttir Semings, b. í Hamrakoti á Ásum Semingssonar, bróður Marsibil, móður Bólu-Hjálmars. Anna, móðir Jónínu var dóttir Gunnlaugs, b. á Máná og síðar á Siglufirði, bróður Jóns á Arnarstöð- um, föður Kristínar sem rak lengi verslunina Baldursbrá á Skóla- vörðustíg í Reykjavík. Gunnlaugur var sonur Þorfmns, b. í Hjaltastaða- koti Þorfmnssonar, b. á Hóh Jóns- sonar. Móðir Þorfinns í Hjaltastaða- koti var Sæunn Þorsteinsdóttir. Móðir Gunnlaugs var Anna Guð- mundsdóttir, b. á Húnstöðum í Stíflu Sveinssonar, og Þóru Símon- ardóttur. Móðir Önnu Gunnlaugs- dóttur var Þóra, dóttir Helga Jóns- sonar, b. á Laugalandi, og Önnu Jónsdóttur. Jónína og Sigurþór taka á móti gestum að heimili sínu á afmælis- daginn eftir klukkan 16:00. Til hamingju með afmaelið 24. maí Ólafur Ólafsson, Kambakoti, Vindhæhshreppi. 80 ára Sigurbjörg Jónsdóttir, Hólagötu 10, Vestmannaeyjum. 75 ára Halldór Þorgrímsson, Brávöllum 5, Húsavík. Benoný Kristjánsson, Frostafold 5, Reykjavík. 60ára Ingvar Ragnarsson, Kaplaskjólsvegi 31, Reykjavík. Sigriður Sigfúsdóttir, Brávöllum 2, Egilsstöðum. Áslaug Pétursdóttir, Lárkoti, Eyrarsveit Björg Aðalheiður Jónsdóttir, Urðarvegi 10, ísafirði. 70ára Þorfinnur Tómasson, Ártúnill, Selfossi. 50 ára Óskar Þórarinsson, Hásteinsvegi 49, Vestmannaeyjum. Guðríður Gísladóttir, Suöurgötu 2, Miðneshreppi. 40 ára_______________________ Sigurður Ólafsson, Aðalbóli, Jökulsdalshreppi. Þórir Þorvarðarson, Suðurhólum 4, Reykjavík. Garðar Haukur Steingrímsson, Skagafirðingabraut 11, Sauðár- króki. Sigurður Ananíusson, Koltröð 4, Eiöahreppi. Sigriður Óskarsdóttir, Ægisíðu 105, Reykjavík. Þórunn B. Björnsdóttir, Grenimel 21, Reykjavík. Jón H. Elíasson, Kvíabala 4, Kaldraneshreppi. Sólveig Kjartansdóttir, Hofteigi, ÁrnarneshreppL Andlát Sigurjóna Sofifia Sigurjónsdóttir, Freyjugötu 17b, frá Saltvík á Kjalar- nesi, andaðist á Borgarspítalanum 21. maí. hennar voru Anna Eggertsdóttir og Stefán Eyjólfsson. Ingveldur giftist Guðbergi Guðjónssyni en hann lést árið 1987. Þau hjónin eignuðust einn son. Útför Ingveldar verður gerð frá Bústaðakirkju í dag kl. 13.30. Húnvetningafélagið Félagsvist í kvöld, miðvikudagskvöld kl. 20.30 í Húnabúð, Skeifunni 17. Para- keppni. Allir velkomnir. Framfarafélag Seláss og Árbæjarhverfis Framfarafélagið og foreldrar bama í Sel- ásskóla gangast fyrir sameiginlegri gróð- ursetningu á uppstigningardag, fimmtu- daginn 24. maí. Gróðursett verður á svæði við Selásskóla. Gróðursetning hefst kl. 13 í brekkunni fyrir norðan skól- ann og í skólalóðina. íbúar em hvattir til þátttöku og að taka börnin með. Eitt- hvað af verkfæmm verður á staðnum, en fólk er beðið um að grípa með sér skóflur, hrifu eða fötu. Framfarafélagið mun einnig standa fyrir grillveislu eftir gróðursetninguna. Formaður félagsins er Gísli Karel Halldórsson. Dagur aldraðra í Seltjarnar- neskirkju Uppstigningardagur hefur um árabil ver- ið helgaður öldruöum í kirkjunni. Af því tilefni mun Seltjarnarnessöfnuður sérstaklega bjóða eldri sóknarbörn1 vel- komin tii guðsþjónustu, sem verður kl. 14 þann 24. maí. Þar mun Jóhann Guð- mundsson halda stólræðuna, en sóknar- presturinn sr. Solveig Lára Guðmunds- dóttir þjónar fyrir altari. Anna Júlíana Sveinsdóttir syngur stólvers og organisti er Gyða Halldórsdóttir. Að guðsþjónustu lokinni er eldri bæjarbúum boðið í veislukafíi í safnaðarsal kirkjunnar á neðri hæð. Þá mun Anna Júlíana skemmta gestum með því að syngja nokkur sumarlög. Gronn allt lífið á Hvolsvelli -Á vegum Gronn verður haldin kynning- arfyrirlestur fimmtudagskvöldið 24. maí kl. 21 í þjónustumiðstöðinni Hlíðarenda á Hvolsvelli. Helgarnámskeið verður haldið helgina 26.-27. maí á sama stað laugardag og sunnudag kl. 9-17 báða dag- ana. Leiðbeinandi er Axel Guðmundsson. Verð kr. 6.000. Skráning á námskeiðiö fer fram á fyrirlestrinum og nauðsynlegt er aö væntanlegir þátttakendur námskeiðs- ins mæti á fyrirlesturinn til að fá fulla nýtingu út úr námskeiðinu. Kirkjudagur aldraðra Elhmálanefnd Þjóðkirkjunnar minnir sóknarpresta og söfnuöi á Kirkjudag aldraðra hinn 24. maí nk. Safnaðarfólk er hvatt til að sækja guðsþjónustur dags- ins og gera þeim öldnu kleift að taka einn- ig þátt í því kirkjulega starfi sem fram fer á þessum degi um allt land. Upp á síðkastið hefur það æ færst í vöxt að þeir öldruðu taki sjálfir þátt í guðsþjón- ustunni á þessum degi svo sem með ritn- ingarlestri og kórsöng í samráði við safn- aðarprest. Stuðlar þessi nýjung mjög að auknu samstarfi eldri sem yngri við presta og starfsfólk kirkjunnar. Tórúeikar Söngtónleikar Snæfellinga- kórsins í Reykjavik Snæfellingakórinn í Reykjavík verður með tónleika í Breiðholtskirkju fimmtu- daginn 24. maí kl. 17 (uppstigningardag). Söngskráin er fjölbreytt, lög eftir innlend og erlend tónskáld. Kórinn syngur á M- hátíð aö Breiðabliki laugardaginn 9. júní kl. 21. Fundir ITC Melkorka Lokafundur ITC Melkorku verður hald- inn miðvikudaginn 23. maí kl. 20 í Naust- inu. Stef fundarins er: Sól skal um sumar ráða. Á dagskrá er m.a. stjórnarskipti og fleira. Fundurinn er öllum opinn. Mæt- um stundvíslega. Sýningar Grafíksýning í Ásmundarsal Fimmtudaginn 24. maí, uppstigningardag kl. 14 verður opnuð grafíksýning í Ás- mundarsal. Þar sýna Dagrún Magnús- dóttir, Guðr. Nanna Guðmundsdóttir, ír- is Ingvarsdóttir og Þórdís Elín Jóelsdótt- ir. Þær útskrifuðust úr grafíkdeild M.H.Í. vorið 1988 og eru meðlimir myndlistar- hópsins Áfram veginn. Sýningin stendur til 4. júni og er opin daglega kl. 14-18. Tapað fundið Svört læða týnd Lítil svört læða tapaðist frá Neshaga, 4. Hún var tiltölulega nýflutt frá Víðimel og hefur sennilega villst. Hún er með gyllta hálsól með bláu merkispjaldi. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 626304. Fundir Kópavogur - kappræðufundur Opinn kappræðufundur vegna bæjar- stjómarkosninganna í Kópavogi verður í Menntaskóla Kópavogs fimmtudaginn 24. maí kl. 20.30. Fyrirlestrar Háskólafyrirlestur Sr. Ekkehard Wagner, prófessor í sagn- fræði og vararektor Georg Simon Ohm tækniháskólans í Numberg, flytur opin- beran fyrirlestur í boði heimspekideildar Háskóla íslands fóstudaginn 25. mai kl. 17.15 í stofu 101 í Odda. Fyrirlesturinn sem verður fluttur á ensku nefnist: „What is Germany? Once - after the war - today“ og fjallar um stjómmálasögu 20. aldar í Þvskalandi. Fyrirlesturinn er öll- um opinn. Finnur Torfi Stefánsson: Athugasemd Höskuldur Þráinsson formaöur Karlakórsins Stefnis hefur óskaö þess að fram komi aö 28 söngmenn úr Stefni hafi sungið með Söngsveit- inni Fílharmóníu er Níunda sinfónía Beethovens var flutt í Háskólabíói 17. maí sl. Þessa var eigi getið í efnis- skrá tónleikanna og kom því heldur ekki fram í tónlistargagnrýni DV. Finnur Torfi Stefánsson. Fjölmiðlar Aftur til fortiðar Skjöldur Eyfiörð Stefánsson lést á Borgarspítalanum aðfaranótt sunnudagsins 20. maí. Ásta Jennæy Sigurðardóttir, Bú- staðavegi 75, andaðist á Borgarspítal- anum 22. maí. Guðrún Eiríksdóttir andaðist í Landspítalanum 21. maí. Gíslina Margrét Magnúsdóttir frá. Baldurshaga, Vestmannaeyjum, andaðist 21. mai á Sólvangi, Hafnar- firði. Ingimundur Guðmundsson, fyrrver- andi verkstjóri, Langholtsvegi 96, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimil- inu Skjóli mánudaginn 21. maí. Jarðarfarir Jóhann Angantýsson frá Brautar- holti, Skarðshlíð 18G, Akureyri, verður jarðsunginn frá Glerárkirkju föstudaginn 25. maí kl. 14.30. Helga Dagbjört Þórarinsdóttir Há- túni 47, Reykjavík, verður jarðsung- in frá Neskirkju föstudaginn 25. maí kl. 15. Ingveldur Stefánsdóttir lést 16. maí. Hún var fædd 1. maí 1906. Foreldrar Tilkynningar Dagur aldraðra í Hafnarfjarðarsókn Á uppstigningardag 24. maí býður safn- aðarstjóm Hafnartjarðarkirkju öldruð- um sérstaklega til kirkju likt og gerst hefur undanfarin ár á þessum kirkjudegi og að guðsþjónustu lokinni til kaffisam- sætis í Alfafelli, iþróttahúsinu við Strandgötu. Guðsþjónustan hefst kl. 14. Prestur verður séra Þórhildur Ólafs. Guðný Ámadóttir messósópran syngur einsöng í guðsþjónustunni og syngur svo líka í kafiisamsætinu i Álfafelli. Þar mun Hanna Eiríksdóttir einnig lesa ljóð um lífið og voriö. Rúta veröur í íorum til og frá kirkju og mun koma við á öldrunar- stofnunum auk þess sem einkabílar verða einnig til ráðstöfunar. Þeir sem óska eftir bílfari hafi samband við Eggert ísaksson safnaðarfulltrúa, Arnarhrauni 39 eða Sigþór Sigurðsson sóknarnefndar- mann, Mávahrauni 18 eða presta kirkj- unnar. Hafnfirðingar í samræmi við ákvörðun bæjarráðs Hafnarfjarðar frá 17. maí sl. verður kynn- ingarmyndin „Unglingarnir í Firðinum" sýnd í æskulýðsmiðstöðinni Vitanum í dag, 23. maí kl. 17,18, 20 og 21. Aðgangur er ókeypis og allir bæjarbúar velkomnir. Eg skipti um bfl fyrir stuttu. Þaö væri nú ekki í frásögur færandi nema vegna þess að bílnum fylgdi gamaldags viötæki sem einungis býður upp á LW og MW bylgjur. Og ég sem hélt aö slík tæki væru löngu komin úr umferð. En uppi sit ég með tækiö og á aðeins tveggja kosta völ þegar ég bruna milli Hafn- arfjarðar og Reykjavíkur - þ.e. gömlu gufúna eða Kanaútvarpið. Fyrstu dagana á nýja bflnum reyndi ég að vera þjóðleg og hlusta á gömlu gufuna. Einstaka sinnum stillti ég þó yfir á hina stöðina en aðeins þegar ískrandi fiðluleikurinn á gufunni var farinn að hafa áhr if á skap mitt í umferðinni. Allur fróð- leikurimi sem boðið er upp á er moð ólíkindum. Allt þetta snjalla fólk sem blaðrar og blaðrar um allt mögulegt og ómöglegt á einni lang- bylgjustöð. Það er nær ótrúlegt. Gatnla gufan hitti ekki í mark hjá mér. Ég áttaði mig á að ég var farin aö sakna síbyljunnar margum- töluðu. Að eiga ekki kost á neinni slikri stöð er meiri pína en mig heföi nokkurn tíma órað fy rir. Mér fmnst eins og ég hafi gengiö aftur til fortið- ar. Enginn veit hvaö átt hefur fyrr en misst hefur. Breytingin í útvarps- málum landsmanna á síðustu árum hefur yeriö til góðs. Það er alveg Ij óst. Ég vil hlusta á rás tvö þegar mig langar til, Bylgjuna, Stjörnuna, Aðalstöðina, Eff emm og hvað þetta allt heitir. Gamla gufan er góð á sinn hátt. Hún er sniðin aö þörfum eldra fólksogþaðer mjöggott. Allir eiga að finna eitthvað við sitt hæfi eins og raunin er á flestum útvarpstækj- um - nema mínu. Þess vegna finnst mér ég stundum einmana þessar fimmtán mínútur sem það tekur mig að komast í vinnuna - ég vil nefnilega frekar þögnina en þessar tvær útvarpsstöðvar sem í boði eru. Til gamans vil ég geta þess að son- ur minn sagði við vin sinn fyrir stuttu: „Það er furðulegt útvarps- tæki í bílnum hennar mömmu. Það næst bara gufan eða útlönd.“ Þetta fannst mér bera vott um breyttan tíöaranda þvi ekki er langt síðan allt ungt fólk hlustaöi nær eingöngu á Kanaútvarpið. Nú hafa börn ekki hugmynd mn að tfl er útlend út- varpsstöð á íslandi. -ELA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.