Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1990, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1990, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 1990. Fréttir Ottaslegnir foreldrar í Norðurbænum 1 Hafnarfírði: Kæra nábúa vegna kyn- ferðislegrar áreitni - málið er í höndum félagsmálayfírvalda og rannsóknarlögreglu „Þegar yngri strákurinn sagöi að maðurinn hefði verið með hníf við kynfærin á sér og hótað að skera ákváðum við strax að gera eitthvað í málinu. Síðar sagöi strákurinn okkur og sálfræðingi að maðurinn hefði komið við sig innan klæöa. Sumt sem drengur sagði er þannig að við viljum ekki tala um það,“ sögðu óttaslegnir foreldrar tveggja ungra drengja, fjögurra og sex ára, í Norðurbænum í Hafnarflrði. Móðir annars drengs, sem er á sjöunda ári, segist viss um að sinn sonur hafi líka lent í klóm sama manns. Sonur konunnar hefur ekki fengist til að opna sig og tala um hvað honum og manninum fór á mifli. Hann hefur hvorki tjáö sig við móður sína né sálfræðing fé- lagsmálastofnunar í Hafnarfirði. Vegna breyttrar hegðunar er grun- ur um að drengurinn hafi lent í einhveiju sem hann vill ekki tala um. Neyðarfundur haldinn Foreldramir héldu fund um þetta mál í gærkvöld. Þeir segja að lengi hafi maður, sem býr í sama hverfi, verið í miklum samskiptum við börnin. Foreldrarnir segja mann- inn ekki heilan andlega. Maðurinn var með stóran dúfnakofa við blokkina sem hann býr í. Böm hændust að dúfunum og þannig segja foreldrarnir að maðurinn hafi komist í samband við bömin. Á mánudagskvöld var kofinn fjar- lægður að ósk foreldranna. „Eftir að yngri strákurinn sagði okkur frá og við kærðum til rann- sóknarlögreglunnar hefur sá eldri einnig sagt okkur sitt af hveiju. Sálfræðingur hefur rætt við þá báða. Við skiljum ekki hvers vegna maöurinn fær að ganga laus. Þaö er greinilegt að hann leitar á börn- in og eins er hann óheppilegur fé- lagsskapur. Hann er ekki í vinnu og er sífellt þar sem bömin em aö leika sér. Oröbragðið sem hann viðhefur er með eindæmum. Þau læra af honum ljót orð og margt sem þau segja er ógeðfellt. Það er ótrúlegt aö fjögurra ára böm og aðeins eldri búi yfir slíkum orðaf- orða,“ sögðu foreldrar strákanna tveggja. Ég gæti grátið „Hann hefur sagt við börnin að þegar þau verði tíu ára taki hann þau af lífi og setji í svartan poka. Ég hef gmn um að sonur minn vilji ekki tala þar sem maðurinn hafi hótað honum öllu illu ef hann segir frá,“ sagði ein móðirin. „Ég fæ hroll um allan líkamann þegar ég hugsa til þess sem fjög- urra ára sonur minn sagði um sam- skipti sín við þennan mann. Ég gæti grátið. Það er ljóst, af sam- tölum sálfræðings við drengina, að ég kæri manninn aftur í dag. Það er búið að kæra hann vegna yngri drengsins. Það er ekki síður ástæða til að kæra hann vegna þess sem hann hefur gert eldri drengnum,“ sagði faðir bræðranna. „Okkur er sagt að reyna að hafa bömin sem mest í fjarlægð frá manninum. Ég trúi því varla að okkur sé ætlað að hafa bömin inn- andyra alla daga. Það hlýtur að vera eðlilegra að koma þessum manni fyrir þar sem hans er gætt. Með því sem hann gerir getur hann verið að skemma bömin svo mikið að óvíst er að þau fái nokkum tima fullan bata,“ sagöi ein móðirin. Foreldrar barnanna höfðu frá mörgu öðru að segja. Börn þeirra hafa tekið ýmsum breytingum. Til dæmis vilja þau helst ekki sofa nema uppí hjá foreldrum sínum. Þá vætir einn drengurinn rúm, en það hafði hann ekki gert lengi. Fjögurra ára drengur fær ítrekað martraðiF og öskrar þá alltaf nafn mannsins. Drengurinn segir oft að hann óttist að maðurinn komi og taki sig. „Það er kaldhæðnislegt að við erum alltaf að banna bömunum að fara yfir Hjallabrautina, sem er mikil umferðargata, og segja þeim að leika sér frekar bakvið húsin. Þar heldur maðurinn sig. Við höf- um því verið að stýra þeim í klæm- ar á honum. Við vorum alveg grun- laus. Ég hef fyllst viðbjóði þegar ég hef lesið um svona mál. Ég get ekki lýst því hvemig mér líður þegar þetta snertir mig svona mikið,“ sagði ein móðirin. -sme Leiksvæði barnanna þar sem maðurinn hefur haldið sig. DV-mynd JAK Aðalfundur Amarfíugs: Ríkisstjórnin gagnrýnd harðlega fyrir vanefndir Hörður Einarsson, sfjórnarform- aður Arnarflugs hf„ gagnrýndi ríkis- stjómina harðlega á aöalfundi fé- lagsins í gær fyrir að efna ekki gefin loforð um niðurfellingu 150 milljóna króna skuldar félagsins við ríkissjóð og jafnframt að hafa ekki dregið um 150 milljóna króna söluhagnað þjóð- arþotunnar svonefndu frá skuld fé- lagsins eins og samið var um. Hörður sagði að ríkisstjómin hefði lofað þessu fyrir sextán mánuðum en ekk- ert hefði gerst og fjármálaráðherra heföi bókstaflega sest á málið. „Þetta háttalag fjármálaráðherra gagnvart Arnarflugi hefur valdið fé- laginu miklu og óbætanlegu tjóni, beinu og óbeinu. Það sem í dag er alvarlegast við það að fá ekki komið á hreint málum á milli Amarflugs og ríkissjóðs er að efnahagur félags- ins, samkvæmt formlegu endurskoð- endauppgjöri, er um 300 milljónum króna lakari en hann á að vera í reyndinni. Þetta skiptir miklu máli, sérstaklega fyrir þá aðila er vilja ganga til liðs viö félagið með hluta- fjárframlögum en hika við með svo háa upphæð ófrágengna," sagði Hörður. Tap Amarflugs á síðasta ári var 173 mifljónir króna og eigið fé félags- ins um síðustu áramót var neikvætt um 678 mifljónir króna. Hörður Einarsson, stjórnarformaður Arnarflugs, á aðalfundinum í gær. Höröur, Axel Gislason, Lýður Á. Friðjónsson og Óttar Yngvason gáfu ekki kost á sér til endurkjörs í stjórn. í stað þeirra voru kosnir þeir Geir Gunn- arsson, Halldór Sigurðsson, Jón Magnússon og Magnús Bjarnason. DV-mynd JAK Fram kom hjá Kristni Sigtryggs- syni, framkvæmdastjóra Amarflugs, á aðalfundinum í gærað verulegt tap hefði oröið á fyrstu mánuöum þessa árs á rekstrinum. -JGH Byggingarkostnaöur: Lítil sem engin hækkun Vísitalabyg nánast í stað s un hennar m og júli var aðc hækkun jafr veröbólgu á á gingarkostnaðar stóð legar breytingar á henni farið frá íðasta mánuð. Hækk- því að jafngilda tæplega 50 prósent illi mánaðanna júní ársverðbólgu niður í um 6 prósent ins 0,1 prósent. Þessi verðhjöönun. Hækkun undanfar- gildir 0,7 prósenta inna sex mánaða jafngildir um 8,7 rsgrundvelli. prósenta veröbólgu samanborið Vísitala byggingarkostnaöar hef- við um 26 prósent verðbólgu á sama ur sveiflast mjög mikið aö undan- tíma í fyrra. fómu. Á þessu ári hafa mánaðar- -gSe Flugslysið í Ásbyrgi Maðurinn sem lést þegar flugvél hrapaði í Ásbyrgi á mánudag hét Jörundur Sigurbjörnsson. Hann var til heimilis að Furulundi 13f á Akur- eyri. Jörundir var 38 ára. Hann var ókvæntur og barnlaus. Rannsókn slyssins er ekki lokið. Flugreglur segja að ekki megi fljúga lægra en í 300 metra hæð yfir byggð. Greinilegt er að TF-BIO var flogið mun lægra. Líðan mannsins, sem komst lífs af í slysinu, mun vera eftir atvikum. -sme Ríkisstjórnin sam- þykkti fiskeldishús A ríkisstjómarfundi í gær var m.a. samþykkt tillaga menntamálaráð- herra um byggingu fiskeldishúss. Hér er um að ræða samvinnuverk- efni margra aöila og hefur málið ver- ið lengi í bígerð. Húsið á að nota til rannsókna á fisksjúkdómum og líf- eðlisfræðilegum þáttum fiskeldis. Til stendur að það verði notað fyrir sjúk- dómadeildina á Keldum og aðra þá aðila sem stunda rannsóknir á þessu sviði. Það var fyrir forgöngu Rannsókn- arráðs ríkisins að undirbúin hafa verið drög aö samningi um byggingu og rekstur fiskeldishúss. Eftir sam- þykkt ríkisstj órnarinnar veröur Rannsóknarráði ríkisins faflð að vinna að framgangi málsins en fram- lög verða endanlega ákveðin í fjár- lögum næstu ára.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.