Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1990, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1990, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 1990. Útlönd Háttsettur aðstoðarmaöur Ha- vels Tékkóslóvakíuforseta sagði í gær að stjórn landsins gæti fallið í lok ársins vegna vaxandi eihaiiags- örðugleika. Talsmaður forsetans, Michael Zantovsky, sagöi aö ekki væri búist við að Calfa forsætisráö- herra, sem er fyrrverandi komm- únisti, myndí gegna embæúi sínu lengi. „Calfa er bráðabírgðaforsætis- ráðherra,'1 sagði Zantovsky í viö- tali við blaðið Financial Times. Blaöið segii’ aö ummæli Zantov- skys endurspegli aukinn ágreining milh Havels og stjórnarínnar sem neyðst hafi til að grípa tii óvínsælla sparnaðaraðgerða. Fjárraálaráðherra Tékkóslóva- kíu, Vaclav Klaus, vill að markaöshagkerfl verði komið skjótt á en Havel forseti er hlynntur því að menn íári sér hægt Óttast hann mikiö atvinnu- leysi og að fjölda iðnfyrírtækja verði að loka verði farið of hratt af stað. Calfa, lorsaetisráöherra Tékkósló- vakíu. Simamynd Reuter Tennumar komu upp um þjófinn Frönsku lögreglunni tókst að liafa hendur í hári innbrotsþjófs sem hafði það fyrir sið að fa sér snarl í eldhúsum húsa þeirra sem hann braust inn í. í síðustu ferö sinni var kauöi, sem samkvæmt venju var svangur, svo óheppinn að gleyma fölsku tönnunum sínum. Lögreglan sagði í gær að tekist heföi aö hafa uppi á honum með aðstoð gagna frá tamilækni. Hermenn í viðbragðsstödu íbúar I Chateauguay í Quebec í Kanada I átökum við lögreglumenn. íbúarnir eru orðnir langþreyttir á lokun mohawklndíána á brú til Montre- al og efndu f gær fíl mótmæla. Simamynd Reuter Kanadískir hermenn í Montreal voru í viðbragðsstöðu í gær. Segja heryfirvöld í Kanada að hermenn séu reiðubúnir að grípa inn í vopnuð átök miili lögreglunnar á staðnum og herskárra indíána sem lagt hafa undir sig golfvöll. Fyrir viku var lögreglumaður í Quebec myrtur þegar iögreglan reyndi að flytja þurt mohawkindíána sem reíst höföu vegatálma til að koma i veg fyrír stækkun golfvallar skammt fyrir vestan Montreal á landsvæði sera þeir gera tilkall til. Síðan þafa allar tilraunir til að leysa deiluna með samningaviðræðum mistekist og indíánar víðsvegar í Kanada hafa iýst yfir stuðningi við mohawkindíána. Sambandsstjóm Kanada hefur hfngað til neitaö að hafa afskipti af máiinu og segir að það sé yfirvalda í Quebec að leysa það. Þýsk skák á að blómstra Austur-þýsku og vestur-þýsku skáksamböndin, sem átt hafa í höggi hvort við annað í tugi ára, hafa ákveðið að sameinast í eitt þýskt sam- band frá og með 1. janúar 1991. Það var austur-þýska fréttastofan ADN sem greindi frá þessu. Meðlimir hins sameinaða þýska skáksambands munu verða hundraö og tuttugu þúsund og í því munu verða tuttugu stórmeistarar. Þar með verður það næst stærsta skáksamband í heimi. Stærst er sovéska skák- sambandið. Neitar ásökunum um Daphne Parish, breska hjúkrun- arkonan scm dæmd var í lífstíðar- fangelsi i írak fyrir að hafa aðstoð- að blaðamanninn Bazoft, neitar því að þau hafi gert eitthvað ólöglegt. Bazoft var tekinn af lífi skömmu eftir dóm yfir þeim í mars en Dap- hne var sieppt núna í vikunni. Var Bazoft sakaður um að hafa njósnaö fyrir ísraelsmenn. Daphne kveðst ekki telja að þau hafi verið að frernja lögbrot þegar þau óku að herstöð til að kanna hvað hæft væri í fregnum sprenglngu í henni. Aðrir breskir Iréttamenn hefðu fariö þangaö á undan þeim og klifrað yfir girð- ........................., ir^u. Það hefðu þau hins vegar Breeka hjúknmarkonan Daphne ekki gert. Parish. Slmamynd Reuter Utanrfklsráðherrar fjórveldanna, þýsku rikjanna og Póllands í Paris í gær. Frá vinstri, Hans-Dietrich Genscher, utanrfkisráðherra Vestur-Þýskalands, James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Krzystztof Skubiszewski, utanríkisráðherra Póllands, Roland Dumas, utanríkisráðherra Frakklands, Eduard Sévardnadze, utanrikisráðherra Sovétrikjanna, Douglas Hurd, utanríkisráðherra Bretlands, og Markus Meckel, utanríkisráðherra Austur-Þýskalands. Símamynd Reuter Landamæradeila Pólverja og Þjóðverja: Samkomulag í höfn Samkomulag náðist í gær um landamæri Póllands og sameinaðs Þýskalands og er þar með síðustu hindrun í vegi sameiningar þýsku ríkjanna rutt úr vegi. Utanríkisráð- herrar Póllands og aðildarríkja sex- þjóða viðræðnanna - það er þýsku ríkjanna auk Bandaríkjanna, Sovét- ríkjanna, Frakklands og Bretlands - kváðust hafa náð samkomulagi í gær er tryggði vesturlandamæri Pól- lands, þar á meðal stór landsvæði sem áður fyrr lutu þýskri stjóm. Þetta samkomulag verður síðan stað- fest í milfiríkjasamningi í kjölfar sameiningar þýsku ríkjanna. „Landamærin hafa verið tryggð,“ sagði utanríkisráðherra Póllands í gær. Pólskir ráðamenn segjast ánægöir með þessa samþykkt en sáttmáh sem þessi er tahnn nauðsyn- legur fyrir öryggishagsmuni pólsku þjóðarinnar. Prússland - forveri Þýskalands nútímans - Rússland og Austurríki skiptu Póllandi árið 1795 og féll það í raun út af Evrópukortinu í rúmlega eitt hundrað og tuttugu ár. Þá var Pólland fyrst ríkja sem fékk að kenna á leifturstríði Adolfs Hitlers, í septm- ber árið 1939. Sex milljónir Pólverja létust í síðari heimsstyrjöldinni en auk þess missti þjóðin stór land- svæði. Sigurvegarar stríðsins færðu landamæri Póllands vestur á bóginn í kjölfar styrjaldarinnar. Um þriðj- ungur þess landsvæðis sem í dag feU- ur undir pólska stjóm laut þýskum yfirráðum fyrir stríð. Pólverjar hafa beöið í fjörutíu og fimm ár eftir sátt- mála sem tryggir landamæri þeirra vestur, svokaUaöa Oder-Neisse línu. Líkur benda til að biðinni sé nú loks lokið. Nú liggur fyrir aðUdarríkjum sex- þjóðaviðræðnanna, sem snúast um öryggisatriði sameiningar þýsku ríkjanna, að ganga frá smáatriðum lokasamþykktar. Samkomulagið um landamæri Póllands sem og sam- þykkt Sovétmanna fyrir aðUd sam- einaðs Þýskalands að NATO, Atl- antshafsbandalaginu, hafa ýtt undir sameiningarviðræður. Það er ein- kennilegt að hugsa tíl þess að í dag era níu mánuðir frá því að harðlínu- manninum Erich Honecker var vikið til hliðar. Hafi Austur-Þjóðverjar hugsað um sameiningu fyrir rúmum níu mánuðum var það einungis í draumi. Vestur-þýskur fuUtrúi í sex-þjóða- viöræðunum sagði í gær að nú myndu ríkin snúa sér að því að ljúka lokasamþykkt. „Smáatriðin eru eft- ir,“ sagði hann. „Og við vitum öll að smáatriðin eru erfið.“ Þau verða til urníjöllunar næst í september í Moskvu. Loksamþykktin mun að lík- indum fjalla um hvernig best sé að binda enda á réttindi sigurvegara síðari heimsstyrjaldarinnar, s.s. yfirráð þeirra í Berlín. í henni verður og fjallaö um landamæri Þýskalands, þá sérstaklega Oder-Neisse línuna sem verður viðurkennd sem óbreyt- anleg landamæri PóUands vestur á bóginn. Nú fjaUa þýsku ríkin einna helst um fyrirhugaðar sameinaðar kosn- ingar sem áætlað er að fari fram þann 2. desember. Helmut Kohl, kanslari Vestur-Þýskalands, lét svo ummælt í gær að nú væri leiðin að kosningunum greið en sló þó var- nagla þegar hann sagði að 2. desemb- er væri sá dagur er áætlað væri að halda þær. Reuter Fleiri Kúbumenn leita til sendiráða Kúbumönnum, sem vilja yfirgefa heimaland sitt, fjölgar. Fjórir ungir Kúbumenn báðu um póhtískt hæh í bústað ítalska sendiherrans í Ha- vana í gær. Höiðu þeir klifrað upp á þak hússins. Fjölskylda mddist inn í spænska sendiráðið og bað um vegabréfsáritun en lét tiUeiðast að yfirgefa sendiráðið og sækja um árit- un á venjulegan hátt. Lögreglu tókst að fjarlægja Kúbumann sem reyndi að komast inn í bandaríska skrif- stofu. Evrópskir stjómarerindrekar segja að Kúbumenn hafi ekki hug- mynd um þau vandkvæöi sem því fylgi að leita tíl erlendra sendiráða. Svo virðist sem þeir haldi að með því að komast inn í sendiráð hafi þeir fengið miða að nýju lífi. Kúbustjóm hefur tilkynnt að ekki verði hægt að semja við hana um flutning þeirra sem biðja um póhtískt hæh í sendiráðunum. Castro forseti sagði að það væri ekki stefna stjórn- ar sinnar að veita fólki sem réðist inn í sendiráð vegabréfsáritanir. Lög- •reglan á Kúbu hefur eiirnig sýnt að hún hyggst ekki taka á þeim sem reyna að komast inn í sendiráðin með siikihönskuin. TaUð er að fréttir útvarpsstöðvar, sem Bandaríkjamenn fjármagna, um straum Albana tíl erlendra sendiráða hafi ýtt undir atburði imdanfarinna dagaáKÚbu. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.