Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1990, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1990, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 1990. 5 dv Viðtaliö Nafn: Sveinbjörn Guðmundsson Starf: Málari Aldur: 23 ára í síöustu viku fór fram úrslita- keppnin í leit Spaugstofunnar aö léttustu lundinni. Sigurvegari var Sveinbjöm Guðmundsson frá Vestmannaeyjum. „Það er þræl- gaman að vera léttasta lundin og ég er ánægður með þetta. Ég er ekki vanur að segja brandara nema meðal kunningja. Við erum svona brandarakarlarnir.“ Sveínbjöm er fæddur í Reykja- vík en fluttist ungur til Vest- mannaeyja. „Vestmannaeyjar eru æðislegur staður og þar er gott aö búa. Ég hef verið í framhaldsskólan- um af og til. Þrjá vetur hef ég verið á sjó en hef reynt að vera í landi á sumrin. Þá hef ég unniö við eitt og annað: veriö í banka, í ýmissi byggingímvinnu og mál- að. Ég hef líka verið sundþjálfari yngstu krakkanna. Héma áður fyrr keppti ég i sundi en er eins konar uppgjafasundmaður.“ Leiklistaráhugi Sveinbjörn á sér mörg áhuga- mál, kvikmyndir, tónlist, Ukams- rækt, sund og leiklist „Ég hef veriö í kraftlyftingum, eróbikk og karate. Ég var kominn mcð þijú belti í karate þegar ég hætti. Pótbolta gafst ég fljótlega upp á, sex eða sjö ára. Ég er hrifnari af amerískum fótbolta." Lengi heftir leiklistaráhuginn blundaö með Sveinbirni. „Ég var einn af 87 sem sóttu um í Leiklist- arskólanum í vor. Ég komst í 16 manna hóp sem vann í tvær vik- ur áöur en 8 voru valdir endan- lega. Ég er mjög ánægður að hafa komist svona langt í fyrstu til- raun.“ ■ Ijéttasta lundin hefur ekki gert mikið að því að standa á sviði. „Leikfélagiö heima bað mig að vera með í 17, júní skemmtun. Ég þurfti aö finna prógramm sem bæði er fyrir börn og fullorðna. Það gekk vel svo ég notaði það í keppninni núna. Tvisvar eða þrisvar hef ég skemmt á ungl- ingaskemmtistað heima og einu sinni á árshátíð fyrirtækis. Þá mætti ég með sjö eða átta brand- ara skrifaða niður en áður en yflr lauk voru þeir orðnir þrjátíu og átta. Ilúmor íslendinga er mest fyrir neðan beltisstað.“ En hver voru sigurlaunin fyrir léttustu lundina? „Verðlaunin eru utanlandsferð fyrir tvo í viku. Ég fer Itkiega til ítaliu. Félagi minn ætlaði með en hann kemst ekki strax vegna vinnu svo ég geymi kannski ferðina. Það blundar í manni að reyna aftur í Leiklistarskólanum. Mig langar hálft í hvoru að verða leik- ari. Það eru aðallega kvikmyndir sem heilla mig en ég er ekki svo hrifinn af því að standa á sviði." Þeir sem fylgdust með úrslita- keppninni sáu að Sveinbjörn á þó ekki í neinum vandræðum með að koma fram á sviði. „Leikfélagiö heima er 80 ára og í vetur verður sett upp stórt stykki. Ég reyni að vera í landi svo að ég geti veriö með. Það spyrst fijótt út að maöur hafi komist svona langt í Leiklistar- skólanum,“ sagði maöurinn með léttustu lund landsins. -hmó Fréttir Staðsetning álvers utan höfuðborgarsvæðisins: Ekki eingöngu kostnaðarauki - segir Margrét Frímannsdóttir „Við lítum svo á að staðsetning álvers utan höfuðborgarsvæðisins sé ekki eingöngu kostnaðarauki," sagði Margrét Frímannsdóttir, formaður þingflokks Alþýðubandalagsins. Þingflokkurinn hefur samþykkt að stuðningur þeirra við álver sé m.a. háð því að það verði staðsett utan höfuðborgarsvæðisins. Talað er um að það sé 1200-2400 milljónum króna dýrara að reisa álver þar en á KeUis- nesi. Eru alþýðubandalagsmenn tilbún- ir að mæta þeim kostnaði með fram- lagi úr rUcissjóði? „Á móti má spyrja hvort við séum tilbúin að mæta þeirri byggðaröskun sem hlýst af staðsetningu risafyrir- tækis á höfuðborgarsvæðinu. Ríkið á mikið af mannvirkjum úti á landi sem eru Ula nýtt og sum jafnvel ónýtt. Það er ljóst að byggingin sjálf verður dýrari en það verður að skoða máUð í víðara samhengi. Eflaust þurfum við að borga auka- lega fyrir staðsetninguna en ef við reynum ekki að sporna við byggða- þróuninni mun það einnig verða okkur dýrt. Þetta álver, ef af verður, mun skipta gífurlega miklu máli fyr- ir atvinnusvæði sem er mun stærra en bara sá staður sem valinn verður undir álver. Geir Gunnarsson greiddi atkvæði á móti lánveitingarheimildinni vegna þess að hann taldi ekki grund- vöU fyrir henni á meðan ekki lægi fyrir greinargerð um stöðuna í við- ræðunum í heUd.“ -PÍ ■ . ' ■ VERÐHRti 42 VERÐbÆKKUN J9% VERÐLÆKKUN FO - 420 FAXTÆKI EITT MEÐ ÖLLU VERÐNÚ: 7^.200,- FO - 800 FAXTÆKI EITT MEÐ ÖLLU OG 1,2 MB MINNI VERÐ NÚ: IjJ.000,- Faxtæki frá kr. 57.000,- Hljómbæjarhúsinu, Hverfisgötu 103 sími 628775, 25999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.